Dagur - 07.06.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 07.06.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 7. júní 1995 FRÉTTIR Erum meö um 130 tegundir af trjám, runnum og rósum. Um 40 tegundir af sumarblómum og margar þeirra eru til í fjölda lita. Fjölær blóm eru um 300 tegundir, en sökum vor- kulda eru ekki nema lítill hluti þeirra kominn í sölu. Þau koma í sölu jafnóðum og þau eru söluhæf. Matjurtir og kryddjurtir eru til í miklu úrvali. Erum líka meö ýmis konar blómaker. □g eins og venjulega plöntum viö í kerin fyrir þá sem þess óska. Mold og áburö er líka hægt aö fá hjá okkur. Akryldúkur og jarövegsdúkur. Gerum tilboð í stærri innkaup I ^iiíffl4* Garðyrkjustöðin Grísará, | 1 Eyjafjaröarsueit | f sími 463 1129, fax 463 1322 f * * y|\ /J\ -T> /jv /y\ /|\ /J\ /|\ 'T' /jv /Tv <T» /f\ /?\ /|\ /J\ /J\ /?\ /j\ <T' /|\ /j\ /r\ /j\ /j\ /j\ /|\ /js /j\ /y\ /Ts /Tv ^ (fi /T' /t^ /Tv 'T' /T> 'T' /T^ 'T' 'T' ^ /T' <t' 'T' <t> ^ ^ 7fJ Afgreiðslutími: Mán.- fö. kl. 9-12 og 13-20 Laug.- sun. kl. 10-12 og 13-18. Kvennaskólaævintýri Freyvangsleikhússins slær í gegn sunnan heiða: Fullbókað á tvær sýningar í Þjóðleikhúsinu Freyvangsleikhúsið í Eyjaíjarð- arsveit mun sýna Kvennaskóla- ævintýrið á tveimur sýningum í Þjóðleikhúsinu 11. og 12. júní næstkomandi. Þjóðleikhúsið valdi félagið úr hópi áhugaleik- félaga til að sýna í Reykjavík en nú er ljóst að viðtökur höfuð- borgarbúa ætla ekki að verða síðri en Norðlendinga því fúll- bókað er á tvær sýningar. Fimm hundruð manns sjá hvora sýn- ingu. Böðvar Guðmundsson skrifaði leikritið Kvennaskólaævintýrið fyrir Freyvangsleikhúsið og hefur það fengið afburða viðtökur í vet- ur. Tuttugasta og áttunda sýning verður í Freyvangi 7. júní (í kvöld) og er uppselt á hana nú þegar. Með sýningunum í Reykja- vík fyllir sýningarfjöldinn þrjá tugi og hefur ekkert leikverk feng- ið jafn góða aðsókn hjá Frey- vangsleikhúsinu. Alls fara um 50 manns suður yfir heiðar vegna sýningarinnar í Þjóðleikhúsinu þannig að hér er um mikið fyrirtæki að ræða. Frey- vangsleikhúsið fær á móti kostn- aði helming miðaverðs. JÓH Flotgiröing var sett í kringum Múlafoss í Akureyrarhöfn til aö koma í veg fyrir olíuleka. Mynd: Robyn Múlafoss mikið skemmdur - tók niöri úti fyrir Grenjanesi skammt frá Þórshöfn Múlafoss, skip Eimskipafélags- ins, skemmdist mikið sl. laugar- dag þegar það tók niðri á skeri úti fyrir svokölluðu Grenjanesi, skammt frá Þórshöfn á Langa- nesi. Botn skipsins er allur meira og minna skemmdur, en ívar Gunnlaugsson skipstóri varanlutir Stýrisendar - Spindilkúlur Mazda * Ford * Suztiki * Benz Laufásgötu 9, Akureyri • Símar 26300 & 23809 MW sagði of snemmt að nefna neinar tölur um kostnað í því sam- bandi. Skipið sigldi til Akureyrar og könnuðu kafarar skemmdirnar, sem munu nánast vera eftir endi- löngum botninum. Sett var flot- girðing í kringum skipið til að koma í veg fyrir tjón af völdum oiíuleka. „Það er skylda mín sem skipstjóri að reikna með því versta og gera þær ráðstafanir sem ég tel nauðsynlegar til að koma í veg fyrir mengunarslys,“ sagði ívar Gunnlaugsson. Betur fór þó en á horfðist og engin olía lak úr skip- inu. Síðdegis í gær hélt Múlafoss frá Akureyri áleiðis til Evrópu þar sem gert verður við skipið. End- anleg staðsetning á því hvar við- gerð fer fram lá þó ekki fyrir. HA Nýr slökkviliðsbíll til V-Húnavatnssýslu Vestur-Húnvetningar fengu um helgina nýjan slökkviliðsbíl sem leysir af hólmi gamlan Bedford sem hefúr þjónað þeim um langt skeið. Bíllinn er af gerðinni Iveco Maqirus og innfluttur frá Þýska- Iandi. Að sögn Guðmundar Guð- mundssonar, sveitarstjóra Hvammstangahrepps, var ráðist í að flytja inn notaðan bíl þar sem samsvarandi bíll kostar nýr um 15 milljónir, en bfllinn sem var keyptur einungis 4,5 milljónir. Bíllinn sjálfur er árgerð ’78 en vélin árgerð ’82. Kominn var tími til að endurnýja þar sem ljóst var að farið væri að verða erfitt að fá varahluti í gamla slökkvibílinn, en hann hefur einnig þótt full hæg- fara. Nýi bíllinn er kraftmikill, með góðum vatnstanki og rúmar fimm manns. shv Múlaberg ÓF: Ekkert af sölu vegna bilana og verkfalls Togarinn Múlaberg ÓF frá Ól- afsfirði átti söludag í Bremer- haven í Þýskalandi í gær en bil- anir í söluveiðiferðinni og sjó- mannaverkfal! settu strik í reikninginn. Ekkert varð því af sölu ytra. Þorvaldur Jónsson hjá Sæbergi hf. segir að bilun hafi orðið í rafal skipsins og þar með hafi söluferð- in dottið upp fyrir. „Það hefði samt litlu breytt um söluna því það var lítið í skipinu þegar verk- fallið skall á,“ sagði hann. Búið er að gera við bilunina í rafalnum en tíminn í verkfallinu er notaður til að dytta að ýmsu öðru um borð. JÓH Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Á fundi bygginganefndar 31. maí sl. lögðu skipulags- stjóri og byggingafulltrúi fram að beiðni bygginganefndar til- lögu að gerð, útliti og staðsetn- ingu á auglýsingasúlum í göngugötunni. Súlumar yrðu tvær, staðsettar nyrst í götunni og á móts við stíg sunnan Hafnarstrætis 98, í ljósastaura- línunni. Súlurnar yrðu um 60 cm. í þvermál og sem næst 2,4 m á hæð. Áætlaður kostnaður er á bilinu 100-150 þúsund á hvora súlu. Bygginganefnd samþykkti þessar tillögur og samþykkti jafnframt að upp- setningu auglýsingasúlanna verði lokið fyrir 17. júní nk. ■ Framkvæmdanefnd hefur samþykkt að taka tilboði Arn- arfeils hf. í 7.500 tonnáf stein- efni til malbikunar, en tilboð þess var lægst fjögurra tilboða. ■ Lægstbjóðendur hafa fallið frá tilboði sínu í gatnamáln- ingu. Framkvæmdanefnd sam- þykkti að ganga til samninga við þann sem bauð næst lægst, þ.e. Friðrik Bjamason, Litlu- Hlíð. ■ Gerður hefur verið samning- ur við lægstbjóðanda, S.S. Byggi hf„ um byggingu þjón- ustuhúss á tjaldstæði. Tilboðs- verð er kr. 2.298.480 eða 72,28% af kostnaðaráætlun en annar kostnaður er áætlaður um 2 milljónir króna. Heildar- kostnaður er því um 4,3 millj- ónir króna. ■ Menningamtálanefnd hefur samþykkt eftirtaldar styrkveit- ingar: Þórarinn Hjartarson og Rósa Kr. Baldursdóttir, vegna hljóðritunar og útgáfu á hljóm- snældu með íslenskum lögum úr dagskrá ( Minjasafnskirkju s.l. sumar - 40 þúsund krónur, Örn Ingi vegna Sumarskólans 1995 - 50 þúsund krónur, Kristján Kristjánsson vegna sýningar Skagaleikflokksins á Akureyri í maí - 20 þúsund krónur, Hreinn Skagfjörð Páls- son vegna námsdvalar í Kan- ada - 90 þúsund krónur, Anna Torfadóttir myndlistarkona vegna sýningahalds - 50 þús- und krónur. ■ Á fundi leikskólanefndar nýverið var lagt fram erindi Hrafnhildar Sigurðardóttur og Sesselju Sigurðardóttur leik- skólaráðgjafa þar sem þæt leggja til að nýr leikskóli, Kiðagil, hefji starfsemi sína kl. 06.45 að morgni í stað kl. 07.30. Leikskólanefnd er sam- þykk því að opnunartími leik- skólans verði kl. 06.45 að morgni, enda komi a.m.k! fimm böm til dvalar á þeim tíma. ■ Afhjúpað verður minnis- rnerki um Jón Rögnvaldsson, garðyrkjumann frá Fífilgerði, í Lystagarðinum þann 18. júní nk. ■ Umhverfisnefnd lét bóka á fundi sínum 31. maí sl. að hún vildi vekja athygli bæjarstjórn- ar á nauðsyn þess að hefjast nú þegar handa við lagfæringar á stíg frá kirkjutröppum að Matt- híasarsafni vegna mikillar slysahættu og umhverfislýta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.