Dagur - 18.11.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 18.11.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 18. nóvember 1995 FRÉTTIR Aöalfundur LÍÚ: Reglur um endur- nýjun fiskiskipa verði afhumdar Nokkrar samþykktir voru gerð- ar á aðalfundi LÍÚ 9. og 10. nóv- ember sl. um afkomu sjávarút- vegsins og m.a. vildi fundurinn að Fiskistofu yrði sett ráðgef- andi stjórn líkt og Hafrann- sóknastofnun og að hagsmuna- aðilar í sjávarútvegi ættu aðild að henni. Ennfremur vildi fund- urinn að afnumin yrði sú kvóta- skerðing sem sett er á útflutning á ferskum fiski þegar hann er seldur á erlendum mörkuðum. Aðalfundurinn vill að afnumd- ar verði sérstakar reglur um end- umýjun fiskiskipa og hverjum og einum sett í sjálfsvald hvemig skip hann vill nota við veiðamar. Skorað var á stjómvöld að fella niður ákvæði laga um fullvinnslu sjávarafla frystiskipa sem eiga að ganga í gildi 1. september 1996, þar sem það ákvæði vinnur bein- línis gegn þeim markmiðum sem því var ætlað, þ.e. að auka verð- mæti aflans. Þvert á móti telur að- alfundur LÍÚ það fullsannað að það auki útgjöld og krefjist búnað- ar sem kosti mikla fjármuni en af- urðir úr slógi og beinum eru verð- litlar. Þarna er fjallað um skyldu frystiskipa að fullvinna aflann með mjölvinnslu úr afskurði, hausum og slógi. Fundurinn skor- ar á sjávarútvegsráðuneytið að það setji reglugerð sem skyldi öll skip sem koma með karfa flokk- aðan að landi eftir því hvort hann er gullkarfi eða djúpkarfi. Þeirri áskorun er jafnframt beint til stjómvalda að þau sjái til þess að íslenskt varðskip verði staðsett á úthafskarfamiðunum næstu út- hafskarfavertíð íslenska flotanum til aðstoðar eins og gert hefur ver- ið tvö síðastliðin ár gagnvart ís- lenskum fiskiskipum í Smugunni. En til þess að það nái fram að ganga þarf að efla starfsemi Land- helgisgæslunnar. GG Jýsingadeild • Sími 462 4222 • Fax 4622087 Bryndís Guðjónsdóttir með heilsuskó, eins og þá sem nú eru seldir á Þýskalandsmarkað. „Ef að líkum lætur gæti orðið framhald á þessu,“ segir hún um þennan útflutning. Mynd: -sbs. Skóverksmiðjan Skrefið hf. á Skagaströnd: Þúsund pör af heilsu- skóm seld til Þýskalands Skóverksmiðjan Skrefið hf. á Skagaströnd hefur nú í haust sent á markað í Þýskalandi 1.000 pör af svokölluðum heilsu- skóm. Viðtökur ytra hafa verið góðar og gefa vísbendingar með framhaldið, að sögn Bryndísar Guðjónsdóttur, framkvæmda- stjóra. Segir hún þetta kærkom- inn vaxtarbrodd, en hjá Skrefinu starfa að jafnaði á milli 5 til 7 starfsmenn. „Heilsuskómir frá okkur hafa farið út í tveimur sendingum nú í haust, fimm hundruð pör í hvort skipti. Selt hefur verið í gegnum vömlista þar sem fást ýmsar heilsuvörur. Þetta hefur komið vel út og jafnframt hafa skómir selst á sérstaklega góðu verði. Ef að lík- um lætur gæti orðið framhald á þessu,“ sagði Bryndís í samtali við Dag. Jafnframt þessu em framleiddir á Skagaströnd herraskór í tveimur gerðum, kuldaskór í nokkrum gerðum, klossar með gúmmísóla og áðumefndir heilsuskór, en það eru sandalar sem í botni hafa gúmmímottu sem örvar blóðrás- ina. Bryndís Guðjónsdóttir segir að mest af skófatnaði landsmanna sé innfluttur. Þó megi framleiða alla skó hér heima. „Astæðan fyrir þessum innflutningi er tvíþætt. Annars vegar er mjög erfitt að framleiða skó hér á Islandi í sam- keppni við erlenda framleiðslu þar sem hráefnið er við hendina og vinnuafl mjög ódýrt. Hins vegar hafa íslenskar skóverksmiðjur ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að kosta vöruþróunarstarf svo hægt sé að keppa við tískusveiflur á markaði,“ sagði Bryndís. Framleiðslan sem Skrefið hf. á Skagaströnd byggir á er fyrri starfsemi Striksins hf. á Akureyri, að því Ieyti að vélar og tæki Striksins vom keyptar en vinna þurfti allt markaðsstarf upp að nýju. Með kaupunum var ætlunin að renna enn styrkari stoðum und- ir atvinnulíf í byggðarlaginu. Það hefur tekist á þann hátt að nú hafa þar nær 7 manns atvinnu. Stærstu eigendur fyrirtækisins eru Skag- strendingur hf. og Höfðahreppur, en þessir tveir aðilar eiga yfir 80% hlutafjár. Blandaður hópur fyrir- tækja og einstaklinga á svo rösk- lega 20% hlutafjárins. -sbs. Samkomuhúsið á Húsavík, þar sem Gauragangur er sýndur fyrir troðfullu húsi. Mynd: IM Gauragangi frá- bærlega tekið - uppselt á fjórar sýningar í gær Nýjar perur Munið ódýru morguntímana Sólstofan Hamrí Sími 4612080 „Þetta er æðislegt, það er upp- selt á fjórar næstu sýningar, svo eru laus sæti sunnudaginn 26. nóv. en mikið búið að panta á sýningar fram í desember,“ sagði Regína Sigurðardóttir, for- maður Leikfélags Húsavíkur, í gær. Gauragangur hefur fengið frá- bærar viðtökur og áhorfendur hafa jafnvel hlegið svo mikið á sýning- um að leikendur hafa orðið spé- hræddir, farið að líta eftir hvort rennilásar væru opnir eða annað ekki eins og áætlað var. Regína sagði að unglingamir sem kæmu á verkið væru bestu áhorfendur sem leikfélagið hefði fengið. Um 100 tíundubekkingar frá Gagnfræða- skóla Akureyrar hefðu t.d. komið á þriðjudagssýninguna og verið alveg draumur, kurteisir en hlegið mikið og fagnað innilega í sýning- arlok. im

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.