Dagur - 18.11.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 18.11.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 18. nóvember 1995 „Fara á kostum kvæðamenn“ - vel heppnað hagyrðingakvöld Gilfélagsins og Dags í Deiglunni sl. fímmtudagskvöld Frá hagyrðingakvöldinu í Deigiunni. Frá vinstri talið á þessari mynd má sjá; Jóhannes Sigfússon, Friðrik Steingrímsson og Erlu Guðjónsdóttur. íslenska ferskeytlan lifir enn góðu lífi og í góðu gildi er sá gamli siður af skemmta sér við kvæða- og vísnagerð. Að minnsta kosti skemmtu fjölmargir gestir sér vel á hagyrðingakvöldi, sem haldið var í Listagilinu á Akureyri í fyrrakvöld, en að skemmtun þeirri stóðu Gilfé- lagið og Dagur. Málmfríður Sigurð- ardóttir stjórnaði samkomunni, en hagyrðingar voru Jóhannes Sigfús- son á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, Friðrik Steingrímsson í Mývatns- sveit og Erla Guðjónsdóttir á Seyð- isfirði. Fer hér á eftir brot af þeim vísum sem fuku á samkomunni. Fyrirkomulag samkomunnar var með þeim hætti að Málmfríður, stjómandi samkomunnar, vék að dægurmálum líðandi stundar og óskaði eftir vísum um þau. Vitnaði Málmfríður í upphafi meðal annars til frásagnar sem kom í blöðum ný- lega um franska konu sem hélt uppá 120 ára afmæli sitt. Kvaðst hún þakka langlífi sitt því að hafa aldrei drukkið áfengi né stundað kynlíf. Um þetta orti Friðrik Steingrímsson: Allir verða einhvert sinn, Amors - kalli að hlýða. Hún er ennþá auminginn, eftir því að bíða. Og Jóhannes skaut á Friðrik um þetta tilefni í næstu vísu: Náttúran er söm við sig svona lífið tíðum gengur. Efsú gamla þekkti þig þyrfti hún ekki að bíða lengur. Og Friðrik átti næsta leik: Skyldi hún enda aldur sinn, engum manni náin. Og missa að lokum meydóminn, hjá manninum með Ijáinn. Margir gestir á hagyrðingakvöld- inu gaukuðu fyrriparti úr vísu að stjómandanum og óskuðu eftir því að hagyrðingarnir þrír botnuðu þær. Einn fyrripaturinn var svo: Erótík nú er við völd, á ýmsum málaþingum. Og svo var óskað eftir botnum og fyrst kom Erla Guðjónsdóttir: Hún mun dansa heila öld heitan graut í kringum. Og Friðrik botnaði svo: Hefur lifað öld af öld hjá okkur hagyrðingum. Jóhannes Sigfússon kom síðastur og honum mæltist svo Hœfa myndi hér í kvöld, handa Eyfirðingum. Til stjómanda barst ágætur fyrri- patur, sem Friðrik Steingrímsson botnaði. Holdið gerist heldur til þreytt ég hygg það stafi af leti. Eða komst það kannski ífeitt á kunnu Interneti. Á samkomunni skutu hagyrðing- arnir hvor á annan með vísum og meðal annars ljóðaði Jóhannes svo til Erlu Guðjónsdóttur í orðastað síns og Friðriks. Vitnaði hann í þessari vísnagerð sinni til máls rúm- ensku stúlkunnar, sem veitt var landvistarleyfi hér á landi nýlega, en að því undangengnu hafði hún reynt að kveikja í sjálfri sér á klósetti Leifsstöðvar. Hefur henni borist fjöldi bónorða, nú eftir að hún fékk landvistarleyfið. Vergjörn Erla varla er, og við erum báðir tepptir. En kannski hún reyni að kveikja í sér, á klósettinu á eftir. Lesinn var upp fyrripartur frá Pétri Blöndal, syni Halldórs ráð- herra, en þar vitnaði höfundur til þess að fyrir nokkrum árum hefði verið haft eftir Katrínu Fjeldsted varaþingmanni og lækni að „sam- dráttur hefði orðið í fæðingum." Þetta hljómar næsta einkennilega - og Pétur segir: Katrín vandann sáran sér samdráttar ífœðingum. Og Jóhannes á Gunnarsstöðum botnar: Því karlinn er á kvóta hér, og kerlingin á blœðingum. Og þá varpaði Málmfríður fram eftirfarandi fyrriparti sem hagyrð- ingunum þremur, sem vom sérstakir gestir kvöldins, var gert að botna. Fyrripaturinn er svohljóðandi: Fara á kostum kvœðamenn, með kveðskap lostafenginn. Erla Guðjónsdóttir var fyrst og sagði: Halldór Blöndal yrkir enn allur úr lagi genginn. Friðrik Steingrímsson svarar þessu svo: Hjartað brostið bœrir enn, blíður þorstastrenginn. Síðastur til svara var Jóhannes sem segir svo: Affrygðarþorsta Friðrik senn, fer með brostinn strenginn. -sbs. Fjölmargir sóttu hagyrðingakvöldið, sem sýnir og sannar að stakan og vísnamenningin lifir enn gúðu lífi meðal þjóðarinnar. Myndir: sbs. Suzuki Vitara V6 Eðaljeppi með V6 álmótor BSA Laufsásgötu 9, Akureyrí, sími 462 6300 Sveit Antons Haraldssonar frá Akureyri varð í öðru sæti. Frá vinstri: Kristján Blöndal, formaður Bridgefélags Sauðárkróks, Anton Haraldsson, Stefán Ragnarsson, Reynir Helgason, Sigurbjörn Haraldsson og Sigubjörn Boga- son, svæðisstjóri VIS á Sauðárkróki, sem afhenti verðlaunin. Samhugur Leggðu þitt al mörkum iiin á hankareikuing nr. 1183-26-800 í Sparisjóði Önuudarijarðar á Flateyri. Hægt er art leggja inn á reikninginn í iillnm bönkuin. spurisjóöum ug póslliúsuni á landinu. Allir I'jölniiölar lamlsins, l'óstur ug sími, lljálparstofnun kirkjunnar og Kauði kross íslantls LANDSSÖFNUN VEGNA NÁTTÚRU HAMFARA Á FLATEYRI Norðurlandsmót í sveitakeppni í bridds: Siglfírðingarnír sigruðu Norðurlandsmót í bridds, sveita- keppni, fór fram á Sauðárkróki helgina 10.-12. nóvember 1995. Spiluðu 15 sveitir 7 umferðir með Monradfyrirkomulagi, 24 spil í umferð, spilin voru forgefin og var árangur para reiknaður út í Butler. VÍS gaf verðlaunin, bæði í sveitakeppni og Butler, auk þess að keppt er um farandbikar sem VIS gaf. Keppnisstjóri var Jakob Kristinsson. Röð efstu sveita: 1. Sveit Jóns Sigurbjörns- sonar Siglufirði 140 stig 2. Sveit Antons Haralds- sonar Akureyri 134 stig 3. Sveit Stefáns G. Stefánssonar Akureyri 122 stig 4. Sveit Jóhanns Stefánssonar Fljótum 112 stig 5. Sveit Jóhanns Magnús- sonarDalvík lllstig 6. Sveit Guðlaugs Bessasonar Húsavík 111 stig í sigursveitinni auk Jóns eru Björk Jónsdóttir og synir þeirra Ingvar, Ólafur og Steinar. Röð efstu para í Butler: 1. Stefán Benediktsson/ Stefanía Sigurbjömsd. Fljótum 17.98 2. Anton Haraldsson/ Reynir Helgason Ak 17.66 3. Trausti Þórisson/ Kristján Þorsteinsson Dalvík 17.41 4. Stefán Ragnarsson/ Sigurbjörn Haraldsson Akureyri 17.33 5. Steinar Jónsson/ Ólafur Jónsson Siglufirði 17.27 6. Björk Jónsdóttir/ Jón Sigurbjömsson Sigluftrði 17.04

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.