Dagur - 17.07.1996, Blaðsíða 4

Dagur - 17.07.1996, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 17. júlí 1996 LEIÐARI Á tali í umferðinni ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1600 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 150 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), BLAÐAMAÐUR HÚSAVIK-GUÐRÚN K. JÓHANNSDÓTTIR SÍMI Á SKRIFSTOFU 464 1585, FAX 464 2285. HEIMASÍMI BLAÐAMANNS Á HÚSAVÍK 464 1547 LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDl'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍNIFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 íslendingar eru sér í lagi nýjungagjarnir eins og sjá má á mörgum sviðum, ekki síst þegar tæki eru annars vegar. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum að undanförnu hefur orðið mikil fjölgun í notkun farsíma og GSM-síma, ekki síst í bílum. Erlendis hafa menn komist að því að mörg slys í umferðinni megi rekja til símanotkunar ökumanna enda gefur auga leið að athygli ökumanna fyrir því sem er að gerast í kringum þá er ekki eins mikil þegar þeir eru önnum kafnir í viðræðum í símann. Rannsókn á þessu atriði hefur ekki verið gerð hér heima en ef marka má orð framkvæmdastjóra Umferðar- ráðs í fyrrakvöld bendir margt til að rekja megi einhver slys í umferðinni hér á landi til farsíma- notkunar. Þetta er þó ekki alltaf gott að sanna eftirrá enda ökumenn fljótir að láta símann hverfa af vettvangi, viti þeir upp á sig skömm- ina. Símanotkun í bílum er í fæstum tilfellum spurning um nauðsynjar. Á það skal þó fallist að í tilfellum atvinnubílstjóra getur verið um mikilvægt atvinnutæki að ræða en fróðlegt væri að fá fram könnun á því til hvers bíla- og far- símar eru fyrst og fremst notaðir. Ekki þyrfti að koma á óvart þó greina mætti verulegan hluta af þessari notkun sem ónauðsynlega, eða í það minnsta ekki mikilvægari en svo að bílstjórar gætu ekki beðið með símtalið fram að næsta áfangastað. Reglan hlýtur að vera sú að öku- menn eigi skilyrðislaust að stöðva bifreið sína á meðan þeir afgreiða símtöl í stað þess að halda áfram á fullri ferð með aðra hönd á stýri. Að því hlýtur að koma að settar verði ein- hverjar reglur um notkun farsíma í bifreiðum. Reglur um bílbeltanotkun voru settar til að auka öryggið í umferðinni en þær eru til lítils nema áróður sé rekinn og eftirlit haft með notkuninni af hálfu löggæslumanna. Eins þarf að verða með farsímanotkunina í bílum. Það þarf að setja reglur um að sekta megi öku- menn fyrir að víkja ekki út í kant á meðan tal- að er í símann. Ef það yrði gert og reglunum framfylgt af festu þyrfti ekki að koma á óvart þó notkunarmynstrið á bílasímum yrði eilítið öðruvísi. Línuritið sýnir fjöldra veiddra refa og minka á undanförnum árum. Bitdýr ekki fleiri en venjulega - athugasemdir vid refafrétt í Degi 9. júlí Ekkert bendir til að bitdýr séu neitt fleiri nú en venjulega. Bitdýr, eða þeir refir sem drepa sauðfé, eru sárafá, en hins vegar fúlsa þeir ekki við hræjum sem þeir finna. Það getur svo hugsanlega leitt til þess að þeir komist á bragðið og fari að drepa seinna. Þess vegna var það mjög slæmt ástand sem skapaðist síðastliðið haust þegar fjöldi fjár fórst f fönn og nóg var af hræjum út um allt. Það hefur örugglega leitt til þess að fleiri refir lifðu af veturinn en annars hefðu gert. Refum á fyrsta ári er hættast og þá eru afföllin mest. Eftir mildan vetur og þar að auki óvenjumikið fæðuframboð má því búast við að mikið sé af fullorðnum dýrum í stofninum, þ.e. dýrum eins árs og eldri. Hins vegar leiðir það ekkert frekar til að frjósemi eða hvolpa- fjöldi í hverju greni aukist, jafnvel öfugt. Það er því mjög eðlilegt að refaskyttur verði ekki varar við aukinn fjölda hvolpa. Ef skoðaðar eru tölur yfir veidda refi og minka á landinu undanfarin ár sést að þeim fer fjölgandi, refunum hægt og síg- andi en minkaveiðin gengur í meiri sveiflum. Minka verður sí- Ásbjörn DagbjarLsson. Ef skoðaðar eru tölur yfir veidda refi og minka á landinu und- anfarin ár sést að þeim fer fjölgandi, ref- unum hægt og sígandi en minkaveiðin geng- ur í meiri sveiflum. fellt vart á nýjum og nýjum stöð- um, nú síðast fréttist af mink í Hrísey í fyrsta skipti. Þetta þarf þó ekki að þýða að veiðimenn eins og til dæmis Vil- hjálmur Jónasson á Sílalæk verði var við fjölgunina. Hann hefur ár- um saman veitt á sömu svæðunum með svipuðu veiðiálagi og er því minkurinn á þeim svæðum klass- ískt dæmi um stofn í jafnvægi. Veiðin frá ári til árs er þau dýr sem hann náði ekki í árið áður, svo og afkvæmi þeirra. Það er misskilningur hjá Vil- hjálmi að veiðistjóri eða ríkisvald- ið skipti sér á einhvem hátt af þeim launakjömm sem veiðimenn njóta. (Utúrsnúningur því hann veit betur). Þeir taxtar sem gefnir em út árlega af umhverfisráðherra eru viðmiðunartölur endur- greiðslu til sveitarfélaga á kostnaði við refa- og minkaveið- ar. Það þýðir að sveitarfélög fá endurgreiddan helming kostnaðar við veiðarnar allt að þeim tölum. Sveitarfélögum er í sjálfsvald sett hvaða menn þau ráða til verksins og á hvaða launakjörum. Ásbjörn Dagbjartsson. Höfundur er veiðistjóri. íslenskt ævintýri fyr- ir erlenda ferðamenn Dýralífssaga um lítinn lunda á Vigur á Isafjarðardjúpi er nýkom- in út hjá Fjölva. Bókin er öll lit- prentuð með fjölda teikninga og þó nokkrum ljósmyndum. En það er til tíðinda að hún er gefin út samtímis á þrem tungumálum, en þau em auk íslenskunnar enska og þýska. Virðist hún eina reglulega bamabókin á markaðnum á er- lendum tungumálum og gerir Fjölvaútgáfan sér vonir um að er- lendir ferðamenn hér á landi taki bókina með sér til minningar og til að gefa börnum sínum og bamabömum þegar heim kemur og geti hún þannig orðið lúmsk landkynning. Höfundur þessarar nýstárlegu bókar er svissnesk stúlka sem tek- ið hefur ástfóstri við ísland. Hún heitir Kristín Marti og kom hingað fyrir fimm árum sem skiptinemi, fyrst á Dalvík og síðan í höfuð- borginni. Hún hefur og verið leið- sögumaður fyrir þýskumælandi ferðamenn, sem höfðu mikinn áhuga á lundanum. Auk þess hef- ur hún eignast hér bæði eiginmann og bam svo hún er orðin nátengd landinu sem hún heillaðist af. Kristín hefur frá unga aldri sýnt mikla teiknihæfni og lagt stund á þá grein í skóla. Kristín kallar bók sína á ís- lensku Lúlli litli lundi og á þýsku Puff der kleine Papageientaucher. Enski menntaskólakennarinn Terry Gunnell hjálpaði til við ensku útgáfuna sem kallast Peeper the little Puffin. Fallegum litskreyttum teikn- ingum fylgir all áhrifamikil ævin- týrasaga, þar sem á skiptist bjarg- arleysi og hörð lífsbarátta. Þegar litli lundinn er alveg að gefast upp, leitar hann ásjár hjá álfkonu í Alfaborginni efst á Vigur, sem er raunverulegt örnefni og gerist þá óvænt smákraftaverk. Kristín hefur m.a. dvalist um skeið í eynni og er nú að vinna að annarri indælli bók um æðarvarp- ið þar. Auk teikninga hennar birtast þar nokkrar ljósmyndir er sýna daglegt líf heimafólksins í Vigur. Bækurnar á hinum ólíku tungu- málum eru samhæfðar til að koma við tækni samprents, sem er alger nýjung hér á landi. Hver bók er 32 bls. f stóru broti. Filmugerð ann- aðist PMS Súðarvogi en prentun og band GBenÆdda Prentsmiðjan Grafík. Verð bókarinnar er kr. 1,280. Ný ljóðabók „í fyörtíu daga“ - eítir Þorgerði Sigurðardóttur Ný Ijóðabók sem ber titilinn „í fjörtíu daga“ eftir Þorgerði Sig- urðardóttur er komin út. Bókin hefur að geyma 32 ljóð og fjórar litmyndir hennar. Ljóðin og myndirnar eru frá sumri og hausti 1994. Tilurð verksins er skilnaður eftir 28 ára hjónaband. Það lýsir reiði, sárs- auka og ást. Þetta er fyrsta bók Þorgerðar en hún hefur haldið fjölda einkasýn- inga á grafíkverkum sínum heima og erlendis og tekið þátt í samsýn- ingum víða um heim. Listvinafé- lag og Listasafn Hallgrímskirkju buðu henni að vera sumarlista- maður 1996 og eru tíu verk henn- ar frá síðasta ári nú á sýningu í anddyri kirkjunnar. Fyrirmyndir að þeim eru sóttar í kirkjulist mið- alda en þangað hefur Þorgerður iðulega sótt myndefni undanfarin ár. Þorgerður Sigurðardóttir. Höfundur er sjálf útgefandi að bókinni og fæst hún í bókaversl- unum. Bókin er einnig til sölu hjá Sigurði Guðmundssyni, vígslu- biskupi, Akurgerði 3f á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.