Dagur - 17.07.1996, Blaðsíða 16

Dagur - 17.07.1996, Blaðsíða 16
 Garðyrkjustoðin Grísará, Eyjafjarðarsveit fj§E! Sími 463 1129- Fax 463 1322 Mánud.>föstud. kl. 9*18 • Laugard. og sunnud. kl. 13-17 Þrjú skemmtiferdaskip samtímis á Akureyri s Igær voru á Akureyri þrjú skenuntiferðaskip samtímis og er þetta í annað skipti í skemmtiferðaskip er væntanlegt til Akureyrar á morgun og á fostudaginn er von á sumar sem slíkt gerist. Skipin voru Funchal, sem lá við Oddeyrarbryggju, Explorer, tveimur skipum. Alls verða 38 komur skemmtiferðaskipa til Akureyrar í sumar, sú síð- sem lá við Torfunefsbryggju og út á Pollinum var hið fræga skip Maxim Gorky. Næsta asta 15. september. Mynd: bg Samskipti Húsavíkur við Maine- fylki í Bandaríkjunum - myndaður vinnuhópur til að kanna möguleikana Með tilkomu nýju timbur- verksmiðjunnar Aldins hf. á Húsavík, sem fær trjáboli sjó- leiðis frá Mainefylki í Banda- ríkjunum, opnast nýir möguleik- ar á samskiptum þessara tveggja staða. Vinnuhópur hefur verið myndaður á Húsavík til að skoða þetta nánar. Aldin hf. er nýtt fyrirtæki á Húsavík sem flytur inn trjáboli, sagar þá og þurrkar og selur síðan bæði á innanlandsmarkað og til Evrópu. Trjábolirnir koma til fyr- irtækisins sjóleiðina frá Maine fylki í Bandaríkjunum, og þarlent skipafélag mun sjá um flutning- ana. Nýlega voru staddir fulltrúar frá því skipafélagi á Húsavík til að kanna möguleikana á einhverjum flutningi hina leiðina, það er Húsavík - Maine. @ VEÐRIÐ Norðlendingar og Austfirðingar eru augljóslega í náðinni hjá veðurguðunum þessa dagana. í dag verður sama góða veðrið og í gær, suðvestan eða suð- austan átt, nokkur vindur en mjög hlýtt, hiti upp undir 20 stig. Veðurstofan spáir svipuðu veðri út vikuna, hlýjast norðan- og austanlands, en fremur kalt fyrir sunnan og vestan. Þar sem um alveg nýja mögu- leika í samskiptum þjóða er að ræða hefur vinnuhópur verið sett- ur á laggimar og hann komið sam- an til síns fyrsta fundar. I honum eiga sæti Stefán Jónsson frá At- vinnuþróunarfélagi Þingeyinga, Einar Njálsson bæjarstjóri, Þor- geir Hlöðversson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Þingeyinga, Tryggvi Finnsson framkvæmdastjóri Fisk- iðjusamlags Húsavíkur og Ingi Ingason frá Fjárfestingastofu ís- lands. Verkefni nefndarinnar er að kanna möguleikana á að laða hingað erlenda fjárfesta og koma á samskiptum milli fyrirtækja á Húsavík og Maine. Stefán Jónsson hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingey- inga upplýsti að verksvið hópsins væri í rauninni þríþætt, „að búa til kynningarefni um Húsavík og setja það upp á aðgengilegan hátt, nýta tilkomu Aldins hf. til að opna ákveðin tengsl við Bandaríkin og skoða markaðs- og sölumál með því að fara í athugun á ákveðnu vinnsluferli, tökum sem dæmi harðvið, hvað er gert við harðvið, hvert er hann seldur og svo fram- vegis. Við slíka skoðun kemur í ljós hvemig tollamálum er háttað í Evrópu þangað sem harðviður er aðallega seldur og fleira tengt söluumhverfinu. Athuganimar eru á algjöru byrjunarstigi og nefndin hefur ekki sett sér nein tímamörk varðandi niðurstöður ennþá.“ GKJ Rimlagardínur (plast-ál-tré) (Sólarfilma-myrkva-venjulegar) Strimlagardínur Komdu og líttu ó úrvolið :KAUPLANd| Kaupangi ■ Sími 462 3565 Skagafjörður: Bruni í Vallhólma Um klukkan hálftólf í gær varð bruni í grasköggla- verksmiðjunni Vallhólma við Varmahlíð. Eldurinn kom upp í heysalla sem lá ofan á tækja- búnaði, en hann er glóandi heitur, þar sem mikinn hita þarf til að framleiða kögglana. Starfsmönnum verksmiðjunn- ar lókst að halda eldinum í skefjum þangað til slökkvilið Vamiahlíðar og slökkviðlið Sauðárkróks kornu á vettvang, og réðu þau niðurlögum eldsins áður en teljandi skeinmdir urðu. Starfsemi verksmiðjunnar stöðvast a.m.k. eitthvað fram eftir degi í dag, þar sem tölu- verður reykur gaus upp, og ekki verður unnt að hefja framleiðslu á ný fyrr en byggingin hefur verið reykræst og hreinsuð. shv Risaloðnuskip á Siglufirði Igær kom til Siglufjarðar stærsta loðnuskip sem þangað hefur komið, skipið Gardar frá Noregi, en það get- ur lestað 2500-3000 tonn af loðnu og er um 75 metra langt. Til samanburðar má geta þess að stærsti frystitogari okkar fs- - með rifna nót lendinga er Siglir, 80 metra langur. Gardar kemur til hafnar með rifna nót sem óskað var eftir að fá lagfærða á Siglufirði. Skipið getur lestað um 1000 tonnum meira en stærstu íslensku loðnu- skipin, og höfðu menn á Siglu- firði áhyggjur af því að það kæmist ekki inn í höfnina, en hún er einungis átta metra djúp. Til allrar lukku var skipið ekki með neinn afla um borð, en það ristir sjö metra tómt, og rétt slapp upp að bryggjunni. shv

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.