Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Qupperneq 56
BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokaö Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 63 27 77 KL. 6-8 LAUGARDAGS- 06 MÁNUDAGSMORGNA Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994. Guðmundur Ámi Stefánsson félagsmálaráðherra sagði af sér í gær: Dæmið ekki svo að þér verðið ekki sjálf ir dæmdir „Með vísan til þessa óska ég því eftir lausn frá störfum sem félags- málaráðherra í ráðuneyti Davíðs Oddssonar. Guömundur Árni Stef- ánsson félagsmálaráðherra." Þannig lýkur bréfi því sem Guð- mundur Árni skrifaði forsætisráð- herra í gær og las upp á vægt sagt dramatískum fréttamannafundi. í bréfinu rakti ráðherra aðdraganda og ástæður þess að hann biðst lausnar. Eftir að hafa svarað gagnrýni sem fram kemur í skýrslu Ríkis- endurskoðunar og lesið upp bréfið til forsætisráðherra neitaði Guð- mundur Árni að svara spurningum fréttamanna. Hann sagðist ekki ætla að gera það fyrr en fréttamenn hefðu lesið skýrslu Ríkisendur- skoðunar og borið hana saman við skýrslu sína frá í sumar. Þegar Guðmundur Ámi hafði les- ið upp bréfið til forsætisráðherra kom í ljós að ekkert fararsnið er á honum úr stjórnmálum: „Eins og fram kemur í þessu bréfi hef ég með tilvísan til þess er að framan greinir óskað eftir lausn frá embætti. Ég hygg að með því hafl ég brotið enn eitt blaðið í stjórn- / Pallvogir / Pökkunarvélar ROKRAS HF. Bíldshöfða 18 ‘S 671020 voru lokaorð ráðherrans á dramatískum fréttamannafundi „Ég svara engum spurningum fyrr en fréttamenn hafa kynnt sér skýrslu Ríkisendurskoðunar og borið hana sarr.an við skýrslu mína frá þvi í haust,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson félagsmálaráðherra þegar frétta- mannafundi hans lauk i gær. Hann stóð við það og gekk út. málasögunni með því að án sakar- gifta hafi ég tekiö sjálfstæða ákvörðun án þrýstings um það að láta meiri hagsmuni víkja fyrir minni. Ég horfi til míns flokks sem á hefur verið hamrað sýknt og heil- agt. Ég vil freista þess að hann fái hlutlægari og sanngjarnari um- fjöllun. Ég mun gera það sem í mínu valdi stendur sem þingmaöur og varaformaður til að tryggja að svo verði. Þessa ákvörðun tek ég einn og óstuddur og án nokkurs þrýstings eftir aö hafa ráðfært mig við fjöl- marga stuðningsmenn mína, þar sem eru skiptar skoðanir urn hana. Ákvörðunin er min. Hana tek ég sáttur í hjarta og umfram allt sátt- ur viö samvisku mína og þau störf verkefni. En um þau mál sem að mér hafa lotið og verið fariö mikið með síðustu mánuði vil ég segja við þá sem haldið hafa þeim á lofti, stjórnmálamenn, einstaklinga eða flölmiðla: Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns en ekki bjálkann í þínu eigin? Og aö lokum þetta: Dæmið ekki svo að þér verið ekki sjálfir dæmdir," sagði Guðmundur Árni. DV-mynd GVA sem ég hef innt af hendi. Ég mun nú snúa mér að hefðbundnum þingstörfum og freista þess að tryggja minn sess í Reykjaneskjör- dæmi, öflugasta vígi Alþýðuflokks- ins. Ég mun gegna mínum skyldum sem varaformaður flokksins og berjast í því að ná honum upp úr þeirri fylgislægð sem hann hefur átt við að stríða. Það er verðugt Rannveig Guðmundsdóttir. Rannveig Þingflokkur Alþýðuflokksins ákvað á fundi sínum í gær aö Rannveig Guðmundsdóttir tæki við embætti félagsmálaráðherra af Guðmundi Árna Stefánssyni. Þingflokkurinn kom saman klukkan fjögur í gær eftir að af- sögn Guðmundar Árna lá fyrir. Boðað hefur verið til ríkisráðs- fundar í dag klukkan eitt þar sem gengið verður frá þessum breyt- ingum á ráðherraliði krata. - sjá nánar á bls. 2,4 og 54 LOKI Eins dauði er annars brauð! söriö á sunnudag og mánudag: myjast sunnanlands Á sunnudag verður norðaustanstrekkingur á Vestíjörðum en annars fremur hæg austan- og suðaustanátt. Slydda eða snjókoma norðvestan til en dálítil súld eða rigning í öörum landshlutum. Hiti 0-6 stig, hlýjast um landið sunnanvert. Á mánudag verður fremur hæg austlæg átt, skýjað með köflum vestanlands, snjó- eða slydduél um landið norðanvert en skúrir suðaustanlands. Hiti -3 til + 5 stig, kaldast norðanlands en hlýjast suðaustan til. Veðrið í dag er á bls. 61.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.