Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1994, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1994, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 Spumingin Ertu byrjaður/uð að kaupa jólagjafir? Herdís Guðmundsdóttir: Nei. i i Þorsteinn Þorsteinsson: Ég* byrja ekki fyrr en um miðjan desember. Kristín Agnarsdóttir: Nei, ég byrja 23. desember. Jóhanna Ingadóttir: Já, ég er búin að kaupa eina. Heiða Dröfn Bjarnadóttir: Nei, ekki ennþá. Guðríður Guðjónsdóttir: Já, ég er búin að kaupa eina en maður fer að gera þetta. Lesendur Ovandaðir viðskiptahættir Ný lög hafa tekið gildi um sölu notaðra ökutækja. Helgi Skúlason skrifar: Því miður kemur það of oft fyrir að við kaup og sölu notaðra öku- tækja séu viðhafðir óvandaðir við- skiptahættir. Margir grandalausir neytendur hafa þurft að líða fyrir það þar sem slík viðskipti eru í raun, vegna þekkingarleysis, áhættusöm fyrir stóran hóp neytenda. - Nú í maí sl. gengu í gildi í fyrsta sinn lög um sölu notaðra ökutækja og er þeim ætlað að auka neytendavernd í þess- um málum, m.a. með því að leggja ýmsar skyldur á herðar bifreiðasala sem ekki voru áður. í seinni tíð hefur, að því er virðist, aukinn hluti viðskipta með notuð ökutæki færst til bílaumboðanna sem telja verður að séu nokkuð vönd að virðingu sinni og með því hafí öryggi viðskiptavina aukist. Ætla má að þetta tvennt hafi orðið til að auka öryggi í bílaviðskiptum og vona ég að svo verði. Því er þó ekki að heilsa í öllum tilfellum og því rita ég þessa grein nú. Laugard. 5. nóv. sl. kom ég í Bíla- þing Heklu og sá þar bíl er hentaði mér. Ég gerði því tilboð í bílinn. Sölu- maður Heklu sagði mér að billinn væri í eigu eins af starfsmönnum fyrirtækisins og kvaðst hann kanna hvort boði mínu yrði tekið. Eftir að hafa gengið afsíðis um stund kom hann til baka og sagði mér að boði mínu væri tekið. Komið var að lokun og bað hann mig því að koma nk. mánudag og þá væri hægt að „ganga frá þessum viðskiptum". - Hann sagðist þó ekki verða við þá og benti mér á annan sölumann sem myndi annast þetta. Bíll af þeirri tegund sem hér um ræðir er mjög vandfundinn. Annar bíll sömu gerðar stóð mér þó til boða á sama verði en ég afþakkaði það, þar sem mér leist betur á bílinn hjá Heklu. Auk þess taldi ég munnlegan samning vera kominn á með milli- göngu starfsmanns Heklu. - Ég kom síðan á mánudagsmorgni til að ganga frá viðskiptunum. Þá kannaðist sölumaðurinn, sem mér hafði veriö bent á, ekkert við þessi viðskipti. Hann hafði samband við eiganda bílsins og var mér þá sagt að hann væri tilbúinn að selja bíhnn en ég yrði að greiða 150.000 kr. meira en hinn sölumaðurinn hafði sagt mér. Það vildi ég ekki og kvaðst mjög óánægður, sér í lagi þar sem þeSsir bílar erú vandfundnir og ég hafði séð á eftir öðrum bíl sömu gerðar. Sölu- maðurinn kvaðst ekkert geta gert og bað mig afsökunar. Ég fór því á fund forstjóra fyrirtæk- isins og bað hann að leita lausnar á þessu máh. Hann bað mig einnig af- sökunar en kvaðst ekkert geta gert fyrir mig. Ég spurði hvort fyrirtækið bæri. ekki ábyrgð á misgjörðum starfsmanna þess og sagði hann svo vera en það gæti það ekki í þessu til- felli. - Það er von mín að þetta tilvik sé undantekning en ekki regla og að trúverðugheit fyrirtækisins og starfsmanna þess verði meiri í fram- tíðinni. Misskilningur að óþörfu - s var frá BHaþingi Heklu hf. Finnbogi Eyjólfsson skrifar: Vegna skrifa Helga Skúlasonar um viðskipti sín við Bílaþing Heklu ósk- um við aö eftirfarandi komi fram: 1. Rétt er að Helgi kom á bílasölu okkar 5. nóv. og gerði munnlegt verðthboð í ákveðna bifreið sem var í umboðssölu hjá okkur. Hann gerði þó aö skilyrði að bifreið, sem hann kvaðst eiga, yrði tekin sem greiðsla upp í andvirði hennar. Helgi var ekki með sína bifreið og því fór ekki fram skoðun á henni eða verðmat sem að sjálfsögðu er hluti af viðskiptunum þegar bílaskipti eru gerð. 2. Rangt er að munnlegur samning- ur hafi komist á um kaup, enda óger- legt aö ná sambandi við eiganda við- komandi bifreiðar th umsagnar um thboð Helga, og ástand á hans bifreið óvitað af okkar sölumanni. 3. Rétt er að þegar Helgi gerði th- boðið vék sölumaður frá til að leita upplýsinga hjá sölustjóra um hvort hann teldi að yfirleitt væri um bha- skipti að ræða af hendi eiganda um- ræddrar bifreiðar. Svarið við því var jákvætt og þaö svar flutti sölumaður beint th Helga með þeim ummælum að ekki væri unnt að ganga frá fram- haldinu fyrr en eftir helgina, þegar næöist í eigandann og að hann yrði að koma með sinn bh til þess að eig- andi hins bhsins gæti tekið endan- lega afstöðu th áðurnefnds tilboðs. 4. Rétt er að Helgi kom í fyrra sinnið um lokunartímann og í seinna skiptið í þann mund er verið var aö opna að morgni mánudags og því hafði sölumanni, sem hann ræddi við í fyrra sinnið, ekki gefist tími th að upplýsa vinnufélaga sinn, sem varð fyrir svörum í seinna skiptið, um málið. - Okkur þykir leitt að slíkur misskhningur sem þessi skuli skap- ast að óþörfu, að því er virðist, en þó má öhum Ijóst vera að þegar bif- reið er tekin í umboðssölu verður að komast á samkomulag mhli kaup- anda - og seljanda - ef af viðskiptum á að verða. „Þá situr meira en helmingur bíla- flotans fastur á Ijósum um alian bæ...“ segir m.a. i bréfinu. Hringið í síma milJikl. 14 og 16 -eða skrifið Nafn og sítnanr. verdur aÖ fy!g|a bréfum Ábending til samgönguráðherra: „Endurbætur“ á gatnakerf inu Þorsteinn Baldursson skrifar: Kæri samgönguráðherra. - Þar sem þú verður innan skamms með fuha vasa fjár (350 mhljónir eiga að fara í gatnakerfið í Reykjavík) langar mig að biðja þig að sjá th þess að gatnamálastjórinn í Reykjavík geri tvennar miidlvægar endurbætur á gatnakerfinu. Sú fyrri er að lokið verði við að setja upp umferðarljós á þau fáu götuhom sem enn eru eftir án ljósa. Benda má á götur í Norðurmýrinni og í Örfirisey, og a.m.k. þrenn Ijós ættu að komast fyrir í Ártúnsbrekku. Allir sjá að þetta er gríðarlega mikh- vægt fyrir umferðarmenninguna því að þá situr meira en helmingur bíla- flota Reykjavíkur fastur á ljósum um alla borg, og þegar grænt ljós birtist, þeysist flotinn af stað með allt í botni th að ná næstu ljósum. Þetta myndi líka skapa skemmthega spennu í umferðinni! Hin endurbótin er að í stað þess að risastórir vörabílar á fleygiferð á morgnana hendi salti á bha og fólk þá veröi vikulega keyrð svo sem 10 tonn af salti á hvert götuhom th að íbúamir geti sjálfir skemmt sér að kvöldlagi við að dreifa úr salt- hrauknum, yfir bhana, hver á annan eða 1 garðana. - Vonandi tekst þér, samgönguráðherra, að koma vitinu fyrir gatnamálastjóra. DV Skcrtðráfrelsi kvenna? Fjóla skrifar: Sumar konur, einkum í Sam- tökum um kveimalista en reynd- ar líka annars staðar þar sem staða kvenna er til umræðu (og það er nú í tisku að hafa þessi mál á dagskrá innan flestra stjómmálaflokka), tefia mikið skorta á frelsi kvenna hér á landi. Ég er þessu algjörlega ósammála. Nefna má ótal dæmi. En frelsi sitt hafa konur hér faríð ógæti- lega með og nauöga því daglega með ótímabærum uppákomum. Gott dæmi er yfirstandandi verk- fall sjúkraliða, sem eru konur að meirhhuta og nota frelsiö th aö ógna öhu heilbrigðiskerfinu. Misvægi atkvæða Lárus Jónsson hringdi: Eftir umræðumar um misvægi atkvæða og óskir kjósenda um að því verði eytt sem ahra fyrst vil ég skora á forystumenn ahra stíómmálafiokka að ýta nú á málið þanmg að kjósendur missi ekki áhugann og mæti ekki á kjörstað. Ef ekki verður tekiö nema hænufet í senn eins og sum- ir forystumenn flokkanna hafa látið uppi verður ekkert mark tekið á vilja þeirra til að eyða misvæginu. - Einnig þarf sam- hhða að koma th fækkun þing- manna því fjöldi þeirra í dag er vandamál sem tengist beint nhs- vægi atkvæöa. eiturefnanna Ólafur Magnússon skrifar: Það dylst engum að eitur- og fíkniefhainnflutningur hefur rutt sér farveg til íslands. Þeir sem Itann framkvæma skiptast í tvo hópa; þá sem kaupa hann erlend- is og flytja hann inn og svo þá sem nefnast „burðardýr" og flytja hann til landsins fyrir þá sem efnin eiga. Buröardýrin eru að mínu mati jafn sek þeim sem þau vinna fyrir. Alltof lint er enn tek- ið á þessum málum. Skhyrðis- laust á að nafngreina alla inn- flytjendur fxkmefiia, jafnskjótt og upp um þá kemst. Gildir þá einu, hvort um þekktar eöa frægar per- sónur er að ræða eða ekki. ESB-umræðan Kristján Einarsson hringdi: Nú hefur meirihluti kosninga- bærra manna í Svíþjóðsagtjá við aðild að Evrópusambandinu og ekkert er liklegra en Norðmenn taki þá ákvörðun hka. Það er a.m.k. afar ósannfærandi af okk- ar stjórnmálamönnum að vera að vænta einhverra annarra úr- slita þar. - Þetta þýðir að nú ætti umræðan um ESB-málið að fara á fullt héma hjá okkur. Og hvað er svo sem á móti því aö efna th þjóðaratkvæðagreiðslu um máliö á íslandi? Með þeim hætti einum fáum við úr því skoriö hver vilji þjóðarinnar er. Myndinum Scarlett Nanna hringdi: Ég horfði á fyrsta þátt Scarlett- myndarinnár í Sjónvarpinu sl. sunnudagskvöld. Ég verð að segja að þessi raynd ætlar ekki að verða síöri en upphafsmyndin, „Gone with the wind“ (Á hverfanda hveli, eins og hún hét hér í gamla daga). Þetta er sett í meíri nú- tímabúning nú, þótt myndin ger- ist rétt cftir borgarastyrjöldina í Bandaríkjunum. Spennan heldur sér og persónur eru alveg full- ghdir arftakar þeirra sem héldu uppi fyrri stórmyndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.