Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Blaðsíða 29
Eitt af verkum Önnu Sigríðar Sig- urjónsdóttur í Listasafni Kópa- vogs. listaverkúrís- lensku grjóti og stáli í Listasafm Kópavogs, Geröar- safni, sýnir Anna Sigríður Sigrn-- jónsdóttir myndhöggvari lista- verk sem unnin eru úr íslensku grjóti og stáli. Anna Sigríöur lauk námi í Myndlista- og handíða- Sýningar skóla íslands 1985. Ári síðar hóf hún framhaldsnám í Hollandi og lauk þar námi 1989. Á listamannsferli sínum hefur hún haldið nokkrar sýningar er- lendis en-einnig hefur hún haldið samsýningar hér á landi en sýn- ingin í Gerðarsafni er fyrsta einkasýning hennar. Verk henn- ar má finna í opinberri eigu hér á landi og einnig Eimskipafélagi íslands, Roskilde Kommune í Danmörku og Landsbanka ís- lands. Sýning Önnu Sigríðar er opin alla daga frá kl. 13-18 en lok- að er á mánudögum. Tunglið er fyrsti viðkomustaður- inn í himingeimnum. Sitthvað úr sögu mannaðra geimferða Samkvæmt skýrgreiningu FAI (Fédération Aéronautique Int- emationale) hefst „geimurinn" í 100 kílómetra fjarlægð frá jörðu og er tunglið fyrsti viðkomustað- urinn. Eins og flestum er kunn- ugt steig Neil Armstrong (fæddur 1930) fyrstur mann á tunghð á svokölluðu Kyrrahafi kl. 02.56.15, Greenwich timi, 21. júh 1969. í kjölfar hans kom Edwin Eugene Áldrin (fæddur 1930). Með þessari Blessuð veröldin sögulegu geimferð hófst nýr kafli í geimferðum og könnun á tungl- inu en því miður finnst örugglega sumum að þessu hafl ekki verið fylgt mikið eftir og má segja að mannaðar geimferðir til annarra hnatta séu jafn fjarlægar og þær voru á þessari stundu. Mesta hæð mannaðs geimfars Mestri hæð til þessa í mönnuðu geimfari var náð í óheihafarinu Apollo 13, en það var í tunglfirð (fjærst tungh) í 254 km hæð yfir yfirborði tunglsins og 400.187 km fyrir ofan yfirborð jarðar kl. 01.21 15. apríl 1970. Þeir sem voru inn- anborðs vom James Arthur Low- ell, Fred Wahace Haise og John L. Swigert. Flestar geimferðir John Watts Young höfuðsmaður (f. 24 september 1930) lauk sjötta geimflugi sínu 8. desember 1983 er hann lét af stjóm Columbia STS 9/Spacelab eftir 34 daga 19 klukkustundir og 13 sekúndna vist úti í geimnum. Hljómsveitin Lipstick Lovers hef- ur haldiö tónleika viða um land á árínu og átt velgengni aö fagna á landsbyggðinni. Auk þess. hafa hijómsveitarmeðlimir verið að vinna nýtt efni þegar færi hefur gefist en hafa nú ákveðið að taka Skemmtamr sór frí fram á næsta ár, gagngert til þess að vinna að nýju efni. Síðust tónleikar Lipstick Lovers á árinu verða í kvöld og annað kvöld á Gauki á Stöng og er ekki að efa að aðdáendur hljómsveitar- innar fiölmenna á staðinu til að skapa þá stemningu sem fylgt hef- ur hljómsveitinni. Meðhmir Lipstick Lovers eru: Anton Már, gítar, Ragnar Ingi, trommur, Bjarki Kaikumo, söngur, og Sævar Þór, bassi. Snjór sumstað- ar á vegum Vegir á landinu eru yfirleitt greið- færir en hálka og snjór er á allmörg- um leiðum, sérstaklega á vegum sem liggja hátt yfir sjávarmáh. Þaö er helst á Norðausturlandi og Austur- landi sem snjór hindrar bíla. Á leið- Færðávegum inni Akureyri-Vopnafjarðarheiði er snjór á Fljótsheiði, Möðrudalsöræf- um og Vopnafjarðarheiði. Lágheiðin á Norðurlandi er fær en þar er ein- göngu jeppaslóð. Á leiðinni Hofsós- Siglufjörður er fært en snjór á vegi. Helhsheiði eystri er ófær vegna snjóa. Vegir á Suðurlandi eru aö mestu lausir við hálku og vel færir. E Hálka og snjór 0 Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanír Q) fokartÖÖU m Þunefært <E> Fært f>a"ablum v 1 1 ---------------------------- an 5.46. Hún reyndist vera 3385 grömm þegar hún var vigtuð og 50 sentímetra löng. Foreldrar hennar eru Jóna Björk Óttarsdóttir og Eggert Unnsteinsson og er hún fyrsta barn þeirra. Bridget Fonda leikur hina heppnu gengilbeinu. Lottóvinningur veldur vandræðum Undanfarið hefur Stjörnubíó sýnt rómantísku gamanmyndina Það gæti hent þig (It Could Hap- pen to You) sem fjallar um hina heiðvirðu löggu Charlie Lang sem er sáttur við sitt og gerir htl- ar kröfur til lífsins. Annað gildir um eiginkonu hans, Muriel, sem er fégráðug og undirforul. Þriðja aðalpersónan er gengilbeinan Yvonne sem Charhe lofar helm- ingi af lottóvinningi ef vinningur kemur á miðann hans þar sem hann á ekki fyrir þjórfé handa henni. Kvikmyndahúsin Yvonne er leikin af Bridget Fonda sem hefur átt vaxandi vin- sældum að fagna. Hún á ekki langt að sækja leikhæfileikana, er þriðji ættliður Fonda-fjöl- skyldunnar sem hefur mikið látið að sér kveða í Hollywood. Afi hennar var Henry Fonda, faðir hennar er Peter Fonda og föður- systir hennar er Jane Fonda. Bridget varð fyrst þekkt fyrir leik sinn í Scandal og var hún tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í þeirri mynd. Nýjar myndir Háskólabíó: í loft upp Laugarásbíó: Gríman Saga-bíó: Forrest Gump Bíóhöllin: Villtar stelpur Stjörnubíó: Það gæti hent þig Bíóborgin: í bhðu og striðu Regnboginn: Reyfari Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 265. 18. nóvember 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 68,080 68,280 66,210 Pund 106,750 107,070 108,290 Kan. dollar 49,780 49,980 49,060 Dönsk kr. 11,1790 11,2230 11,3020 Norsk kr. 9,9760 10,0160 10,1670 Sænsk kr. 9,2430 9,2800 9,2760 Fi. mark 14,2790 14,3370 14,4730 Fra. franki 12,7200 12,7710 12,9130 Belg. franki 2,1248 2,1333 2,1482 Sviss. franki 51,7600 51,9700 52,8500 Holl. gyllini 38,9900 39,1500 39,4400 Þýskt mark 43,7300 43,8600 44,2100 it. líra 0,04263 0,04285 0,04320 Aust. sch. 6,2070 6,2380 6,2830 Port. escudo 0,4280 0,4302 0,4325 Spá. peseti 0,5247 0,5273 0,5313 Jap. yen 0,69200 0,69410 0,68240 írskt pund 104,810 105,330 107,000 SDR 99,51000 100,00000 99,74000 ECU 83,2000 83,5400 84,3400 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Gildran er spennt ef ökumaður rennir einum snafsi inn fyrir varir sinar Eftir eir.n - ei aki neinn! IUMFERÐAR RÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.