Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 Fréttir Vandi smábátaeigenda á aflamarki: Auknar veiðiheimildir eða fjárhagsaðstoð - segir Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda „Það er þrennt til ráða hvað varðar þessa báta. Það er að láta þá fá auknar aflaheimildir sem yrðu teknar úr jöfnunarsjóði eða hreinlega millifærslu frá þeim.út- gerðarílokkum sem best hafa getað bjargað sér í þessum skerðingum til þeirra sem verst fara út úr þeim. í öðru lagi gæti verið um að ræöa tímabundið veiðileyfi sem menn fengju á einhverjum árstíma sem þeir yrðu þá að nýta sér til að kom- ast af. Það er sú leiö sem innan okkar raða er talin vænlegust þar sem þá fengiu menn tækifæri til að bjarga sér sjálfir með veiðum. Þriðji möguleildnn felst í hreinni íjárhagsaðstoð," segir Arthúr Bogason, formaður Landssam- bands smábátaeigenda, vegna vanda þeirra smábáta sem róa á aflamarki. Arthúr segir að um sé að ræða hóp sem er á bihnu 300 til 400 manns. Flestir þeirra séu síðan fjöl- skyldumenn þannig að þetta sé yfir þúsund einstaklingar sem þarna sé um að ræða. „Þarna er um að ræöa nánast alla aflamarksbátana. Það eru hreinar undantekningar ef þeir eru ekki í vanda. Lán til þessara út- gerða koma sárafáum að gagni. Menn eru einfaldlega búnir með öll sín veð og margir hverjir komn- ir að fótum fram. Styrkur eða fjár- hagsaðstoð er það eina sem mundi duga í einhvern tíma,“ segir Art- húr. Gunnlaugur Stefánsson alþingis- maður sagði á Alþingi nýveriö að kvóti smábáta væri aðeins 23 pró- sent af þvi sem lagt var til grund- vallar kvóta þeirra 1991. Þeir hafa því orðið að þola 77 prósenta afla- skerðingu í þorski síðan þá en hann er undirstaðan í afla þeirra. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði það rétt að bátaflot- inn og smábátaflotinn hefði ekki getað brugðist við minnkandi afla- heimildum eins og stóru fiskiskipin sem sæktu á fjarlæg mið. Þess vegna teldi hann að sérstaklega þyrfti að horfa til þeirra. „Vegna þessa fór ég þess á leit við Fiskveiðasjóð í haust að kannað yrði með hvaða hætti sjóðurinn gæti komið til móts við bátaflotann í þessum þrengingum," sagði Þor- steinn Pálsson. Hann sagði að í framhaldi af þess- ari ósk sinni hefðu staðið yfir at- huganir hjá Fiskveiðasjóði um aö sjóöurinn gripi til lánafyrirgreiðslu vegna skertra veiðiheimilda. Hann sagði nú unniö að því að skoða hvernig unnt væri að útfæra þessa lánafyrirgreiðslu til báta- og smá- bátaflotans. Guömundur Þór Guðjónsson að störfum viö myndbandaframleiðsluna á Ólafsfirði. DV-mynd gk Enn Ijölgar í Ámeshreppi Framleiða myndbandsspólur á Ólafsfirði: Markmiðið að ná tíunda hluta markaðarins - segir annar eigenda Stuðlaprents Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Héðinsfiörður: Skíðamenn í göngum Öm Þórarinsson, DV, Fljótum: Ein ær útigengin var í hópi 14 kinda sem sóttar voru tíl Héðins- fjarðar fyrir skömmu og var allt féð f firðinum sem er í eyði frá Ólafsfirði. Það voru félagar í Skíöafélagi Siglufjarðar sem fóru í Héðinsfjörð og sóttu féð. Skíðafélagiö hefur mörg und- anfarin ár séö um göngur í Héð- insfiröi og er þaö ein af fjáröflun- arleiöum félagsins. Héðinsfjörö- ur tilheyrir Siglufiröi og þvi ber kaupstaðnum að sjá um fjallaskil þar. Tíu menn fóru í smölunina nú og farið var á trillu út eftir. Vel gekk að handsama féö enda var það niðri við sjó og því tiltölulega skammt frá íjárréttinni. Féð var síöan selflutt á gumbát út aö trill- unni því ekki er hægt aö lenda bát í firðinum. Að sögn eins leið- angursmanna gekk ferðin vel og taldi hann að þeir helðu náö öllu fé sem í firðinum var. Múlatindur á Ólafsfirði: Fjórða slökkvi- bifreiðin í smíðum Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyxt Bifreiðaverkstæðið Múlatindur á Ólafsfiröi afhenti nýlega þriðju slökkvibifreiðina sem fyrirtækiö hefur smíðað. Það var slökkvilið- ið á Dalvík sem keypti bílinn. Sigurjón Magnússonhjá Múlat- indi segir að smíöi íjóröu biíreið- arinnar sé hafin en sú bifreiö er óseld. „Við höfum sent frá okkur gögn og bæklinga til slökkviliða ýmissa bæjarfélaga og erum að vinna að t>ví aö koma okkur á framfæri. Áhuginn á þessum bil- um er alltaf að aukast en á sama tíma gerist þaö reyndar að sam- keppnin við innfluttu bfiana harðnar. Við höldum ótrauöir áfram að koma okkar bílum á framfæri og vitum um nokkra aöila sem eru að skoða málin," segir Siguijón. Regína Thoiarensen, DV, Gjögii' Ámeshreppsbúar á Ströndum eru ánægðir með að fólki fjölgar í hreppnum. Ragnhildur Birgisdótt- ir skólastjóri er í bamsburðarleyfi og átti sitt þriðja bam, stúlku, nú fyrir skömmu. Kona, sem einnig kennir við bamaskólann á Finn- bogastöðum, á von á bami á næst- unni. Finnur Gunnlaugsson hefur verið skólastjóri fyrir Ragnhildi í vetur. Hreppsbúar em ánægöir með skólastjórann þó þeir hafi kviöiö fyrir að missa Ragnhildi en þeir sjá nú aö allt fer vel. Ámeshreppur hefur verið heppinn með skóla- stjóra og kennara. Þaöan koma böm ekki ólæs eins og nú kemur stundum fyrir. Bamaskólinn á Finnbogastööum er heimavistarskóli og heimihsleg- ur og það er sómi aö því hve odd- viti hreppsins og stjómendur hafa sinnt þörfum skólans vel. „Á þessu ári framleiðum við á bil- inu 20-30 þúsund myndbandsspólur. Það er tahð að þörfin hér innanlands sé um 400 þúsund spólur á ári og þvi vantar okkur enn nokuð upj) á að ná 10% markaðshlutdeild sem er okkar markmið," segir Guðmundur Þór Guðjónsson, annar eigenda Stuðlaprents hf. á Ólafsfiröi, en fyrir- tækið hefur fyrir nokkm hafið fram- leiðslu á myndbandsspólum. Guðmundur Þór segir að Stuðla- prent hafi keypt tæki til framleiðsl- unnar af íslensku myndbandafram- leiðslunni hf. í Kópavogi, og hafi haldið áfram aö framleiða undir sama vöramerki sem er IMF-mynd- bönd. Enga hótelgistingu er lengur að hafa á Ólafsfirði eftir að Sigurjón Magnússon og Lúðvík Matthíasson, sem hafa verið með Hótel Ólafsfjörð á kaupleigu hafa, sagt upp samningi sínum við Ohufélagið Skeljung sem er eigandi hótelsins. Skeljungur mun ekki reka gistingu á Ólafsfirði en viö hótehð verður hins vegar áfram veit- inga- og bensínsala eins og verið hef- ur. Hótelrekstur á Ólafsfirði hefur ávallt gengið mjög illa og Siguijón segir að þangað komi að óbreyttu ástandi allt of fáir ferðamenn til gist- ingar til að slíkur rekstur gangi upp. „Við emm hér á útkjálka og fólk sem hingað kemur stoppar ekki til að gista þrátt fyrir að ýmislegt hafi ver- ið gert til að hafa ofan af fyrir ferða- mönnum, s.s. að bjóða upp á sjó- stangaveiði, golf, gönguleiðir, „Framleiðslan hefur gengið mjög vel og við seljum myndböndin um allt land, og erum t.d. í talsverðri sókn á höfuðborgarsvæöinu. Spól- umar sem viö framleiðum taka mismikiö efni eða allt frá 30 mínútum og upp í 240 mínútur," segir Guð- mundur Þór. Varðandi það hvernig sé að keppa við innflutt myndbönd segir Guð- mundur Þór að IMF-myndböndin séu ekki þau ódýrastu á markaðnum. „Það sem við leggjum hins vegar áherslu á er að vera með fyrsta flokks vöm, unna úr fyrsta flokks hráefni og við leggjum einnig til plasthylki með hverri spólu sem tíðkast ekki hjá keppinautum okk- ar.“ stangaveiði, hestaleigu og fleira. Þetta er mjög slæmt og því miður er bæjarstjórnin alveg fótluð í þessu máh og hefur engan áhuga á því. Þeir sem þar stjórna virðast ekki vera ferðamannavænir og þrátt fyrir að við höfum reynt að fá stuðning við reksturinn hefur það ekki tekist. Ég tel að tilraun okkar til hótel- rekstursins hafi ekki verið verri en þær fyrri en við fylgdumst vel með rekstrinum og sáum fljótlega að þetta gekk ekki upp. Þrátt fyrir að átakið „ísland, sækjum það heim“ hafi ekki skilað sér hér jókst fjöldi gistinátta nokkuð en sú aukning var ekki nægj- anlega mikil. Það er ekki hægt að ætlast til að einkafyrirtæki geri það upp á eigin spýtur sem þarf til að koma þessu í betra horf á svona htl- um stað og þar sem bæjarfélagið sýn- ir þessu ekki áhuga er ekki um ann- aö að ræða en að hætta,“ segir Sigur- jón Magnússon. Ólafsfjörður: Enga hótelgist- Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.