Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Örkin heitir Þjóðvaki Nýi stjórnmálaflokkurinn hennar Jóhönnu Sigurðar- dóttur tekur fylgi frá öflum hinum flokkunum, ekki að- eins vinstri flokkunum, heldur einnig Sjálfstæðisflokkn- um. Það þýðir, að skýringa á miklu fylgi er ekki bara að leita í stöðu nýja flokksins í póhtísku htrófi. Flokkur Jóhönnu var búinn að fá mikið fylgi, áður en vitað var um fórunauta og stefnuskrá. Fylgi náðist út á það almenna, sem fólk telur Jóhönnu sjálfa standa fyr- ir, þar á meðal langvinna innri stjómarandstöðu hennar í ríkisstjórninni. Fólk treystir henni einfaldlega. Stjórnmál snúast um menn og málefni og í þessari röð. Þeir em tiltölulega fáir og þeim fer fækkandi, sem taka póhtíska afstöðu eftir skilgreinanlegum málefnum. Hinir em fleiri og fer fjölgandi, sem taka afstöðu eftir því, hvort þeir treysta frambjóðendum eða ekki. Þetta stafar meðal annars af, að margir kjósendur eru hættir að trúa á málefni stjómmálaflokkanna. Þeir hafa orðið svo oft fyrir vonbrigðum, að þeir eru hættir að trúa loforðum flokkanna. Þegar flokkarnir svikja málefni sín, verða þau meira eða minna marklaus að mati kjósenda. Fólk hefur smám saman verið að átta sig á, að stjóm- málaflokkamir em fyrst og fremst hagsmunabandalög stjómmálamanna, sem reyna að ná völdum, ekki til fram- dráttar málefnum, heldur til að geta svamlað um í spih- ingunni, er þeir hafa framleitt kringum sig. Jóhanna vhdi th dæmis ekki taka þátt í fínimannsleik ráðherra. Hún hafði ekki einkabhstjóra og tók ekki þátt í tekjuöflunarleiðum í ferðahvetjandi launakerfi fyrir ráðherra. Fólk tók vel eftir þessu og treystir henni þess vegna, burtséð frá staðsetningu hennar í póhtík. Velgengni Þjóðvakans minnir á Reykjavíkurhstann, sem varð strax meirihlutaflokkur í könnunum út á Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur eina saman, áður en búið var að velja annað fólk á hstann og semja stefnuskrá fyrir hann. Fólk treysti einfaldlega Ingibjörgu Sólrúnu. Kvennahstinn hefur neitað að læra af þessu. Hann einbhnir á stefnu og skiptir út stjórnmálakonum sínum. Það þýðir, að hann fær hugmyndafræðhegt fylgi upp á aðeins þrjá eða íjóra þingmenn, en missir persónufylgið th Þjóðvakans. Það er gamla sagan um menn og málefni. Þjóðvakinn er rétt að fara af stað og hefur ýmsa mögu- leika á að misstíga sig. Það verður ekki stefnuskrá, sem verður nýja flokknum íjötur um fót. Það verða miklu frekar andlitin, sem flokkurinn sýnir í vonarsætum fram- boðshstanna, sem geta fælt kjósendur á brott. Ef th vhl verða þar sumir fallkandídatar úr gömlu stjómmálaflokkunum og margir kunnuglegir félags- málaberserkir úr stéttarfélögum. Ef th vhl verða þar þekktir tækifærissinnar, sem finna lyktina af þingsæti. Aht getur þetta dregið fylgi frá flokknum í vetur. Fólk treystir ekki fahkandídötum gömlu flokkanna, félagsmálaberserkjum stéttarfélaganna og tækifæris- sinnum ahra flokka. Ef Þjóðvakanum tekst hins vegar að raða upp fólki, sem ekki ber myhustein fortíðar um háls, hefur hann mikla möguleika í kosningunum. Kjósendur vhja ekki stjóma. Þeir vhja ekki velja mál- efni. Þeir vilja láta stjórna fyrir sig. En þeir vhja fá að ráða, hverjum þeir treysta fyrir því. Þetta er eðhlegt við- horf mikhs og vaxandi meirihluta íslenzkra kjósenda eftir mörg og ströng gengisföh málefna af ýmsu tagi. Gaman hefði þó verið að skíra nýja flokkinn Örkina. Það hefði gefið tvíbenta yfirlýsingu um Jóhönnu af Örk og um björgun úr yfirvofandi syndaflóði stjómmálanna. Jónas Kristjánsson „Gróðureyöing er engin á Vestfjörðum," segir Sigmar m.a. í greininni. - Haukabergsvaðall á Barðaströnd. Vistvænir Vestfirðir Á seinasta þingi Norðurlanda- ráðs kom fram tillaga um að ráöið veitti í framtíöinni sérstök um- hveríisverölaun. Þessi umræða er mjög í takt við tímann. Matarræði og heilsufar Umhverfismálin eru að verða sá málaflokkur sem fólk í Evrópu og í Ameríku hefur hvað mestan áhuga á. í þessum efnum erum við íslend- ingar vel í sveit settir. ísland er strjálbýlasta land Evrópu og hér eru fáar verksmiðjur sem valda mengun. Haflð í kringum landið er tiltölulega lítið mengað og land- fræðileg lega landsins gerir að loft- mengun frá öðrum löndum er tii- tölulega takmörkuð. Ljóst er að á næstu árum mun eftirsóknin í matvæli sem koma úr hreinu og óspilltu umhverfi verða mikil og fyrir þau mun fást betra verð. Fólk mun frekar vilja ferðast til landa og landsvæða þar sem mengun er nær engin. Á þessu sviði mun vaxtarbrodd- urinn'verða í íslensku atvinnulífi á næstu árum. Á Vestfjörðum er atvinnulíf frekar fábreytt, flestir starfa við sjávarútveg, landbúnað og þjónustu tengda þessum gréin- um. Sérstakt vörumerki Sjávarafli verður varla aukinn að neinu ráði nema til komi veiðar á fjarlægum miðum. Höfuðáhersl- an veröur því að auka verðmæti þess sjávarafla sem kemur á land. Þá þarf að finna markaði fyrir þær landbúnaðarafurðir sem fram- leiddar eru á svæðinu sem eru fyrst og fremst lambakjöt. Gróðureyðing er engin á Vestfjörðum og er vel hægt að auka sauðíjárrækt þar verulega án þess að landið beri nokkum skaða af. Til þess að fá hærra verð fyrir KiaUaxinn Sigmar B. Hauksson tekur þátt i prófkjöri Framsókn- arflokksins á Vestfjörðum vestfirskar sjávarafurðir og góða markaði fyrir vestfirska lamba- kjötið væri athugandi hvort ekki ætti að þróa sérstakt vörumerki fyrir vestfirskar vörur. í ’stuttu máli myndi þetta merki tákna að þau matvæli sem seld væru undir þessu merki kæmu úr hreinu um- hverfi, væru umhverfisvæn. Nokk- urt átak þarf að gera svo þetta sé hægt. Mengun er lítil á Vestfjörð- um og firðirnir strjálbýlir. Gæta þyrfti fyllsta hreinlætis í allri mat- vælaframleiðslu og fylgja þarf al- þjóðlegum stöðlum. Flokka þyrfti heimilissorp og flytja öll hættuleg og skaðleg efni í burtu. Vanda þyrfti eyöingu alls sorps og nýta raforkuna eftir mætti til húshit- unnar. Fjárfesting í framtíðinni Með aukinni notkun á rafmagni í stað olíu fæst verulegur gjaldeyr- isspamaður og hreinna loft. Gera þyrfti verulegt átak í að fegra allt úmhverfi, hreinsa fjörur og ýmis- legt drasl eins og bílhræ. Takmark- iö yrði að Vestfirðir yrðu hreinasta landsvæði í Evrópu og jafnvel víð- ar. Óvilhallir aðilar, t.d. einhver al- þjóðastofnun eða virt erlend vís- indastofnun yrði fengin til að gera úttekt á umhverfismálum á Vest- fjörðum. Stofnunin sem gerði þessa úttekt gæfi svo út nokkurs konar gæðavottorð sem kynnt yrði ai- þjóðasamtökum eins og Samein- uöu þjóðunum og samtökum eins og Evrópusambandinu og svipuð- um samtökum annars staðar í heiminum. Gæðamerkið sem notað yrði á þær vörur sem seldar yrðu þyrfti að kynna rækilega í fagtíma- ritum í helstu markaðslöndum okkar. Má vera að mörgum þyki þessi hugmynd fjarstæðukennd en ef vel . er að gáö þá er hún vel framkvæm- anleg. Svona „gæðastimpiir eins og hér hefur verið lýst myndi gagn- ast ferðaþjónustunni, ekki síður en viö sölu fisks og lambakjöts. Vita- skuld kostar svona átak verulegar fjárhæðir en hér er um að ræða íjárfestingu sem ávallt mun skila sér. Fjárfesting af þessu tagi er fjár- festing í framtíðinni. Sigmar B. Hauksson „Mengun er lítil á Vestfjöröum og firð- irnir strjálbýlir. Gæta þyrfti fyllsta hreinlætis í allri matvælaframleiöslu og fylgja þarf alþjóðlegum stöölum.“ Skodaiúr aimarra Aftur á bak inn í framtíðina „Ég hef lengi talið mikilvægt að við horfum meira til framtíðar en við höfum gert og þá á ég bæði viö atvinnulífið og stjórnmálin. Við horfum svo mikið á fortíðina og gleymum að velta fyrir okkur lykil- spurningum um hvert við stefnum og hvar við viljum vera í framtíðinni. Það er alveg ljóst að við þurfum sem þjóð að setja okkur markmið um hvernig við viljum hafa íslenskt þjóðfélag t.d. um aldamótin og síðan þurfum við að gera þær ráðstafanir sem duga okkur til að ná þeim markmiðum." Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ, í Mbl. 25. nóv. Brýnasta verkefnið „Brýnasta verkefni okkar í utanríkismálum er að halda samstarfi og samvinnu þvert yfir Atlantshafið á sviði öryggismála. Á efnahagssviöinu er okkur brýnast að tryggja góðan markaðsaðgang að hinum stóru efnahagsheildum.... Sjálfstæði okkar er best tryggt með samstarfi við þjóðir Evrópu og Norður- Ameríku á sviði öryggismála og greiðum aðgangi að mörkuðum. Það hlýtur að vera takmarkið að tryggja það sem best.“ Jón Kristjánsson í Timanum 26. nóv. Eitthvað nýtt? „Staöa Jóhönnu Sigurðardóttur í skoðanakönnun- um kann að breytast á næstu vikum og mánuðum, þegar í ljós er komið hver málefnagrundvöllur hinn- ar nýju stjórnmálahreyfmgar er og hvaða fólk hún hefur fengið til liðs við sig. Grundvallarforsenda fyr- ir því, að hægt sé að hleypa af stað nýjum stjórnmála- samtökum er auðvitað sú, að þau hafi eitthvað nýtt fram að færa í þjóðmálaumræðum samtímans. Til- raunir til þes að skapa nýtt stjórnmálaafl, sem ætti sér einhverja framtíð hafa alltaf á undanfórnum áratugum runnið út í sandinn vegna þess að þessar grundvallarforsendur hafa ekki verið fyrir hendi.“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 26. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.