Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 i TIL SOLU Raðhús að Aflagranda, rúmlega tilbúið ondir tréverk. íbúðarhœft. Þrjðrhœðir. Verð: 13,7 millj. Nánarí upplýsingar veitir Húsvangur ísíma 621717 Þjóðhátíðarsjóður Seðlabanka íslands Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1995. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er til- gangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýs- ingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varð- veislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverð- mæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótar- styrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verið viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önn- ur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.“ Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 1995. Eldri umsóknir bcr að cndurnýja. Umsókn- areyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofns- vegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðsstjórnar, Sveinbjöm Hafliðason, í síma 5699600. Reykjavík, 29. desember 1994 ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR Upplýsingar um vinningsnúmer í Lukkudagatali íþróttafélags heyrnarlausra Dregið var í Lukkudagatali íþróttafélags heyrnarlausra þann 30. desember 1994. Eftir- farandi númer eru vinningsnúmer. Ferð með Úrvali/Útsýn, hver vinningur á kr. 30.000. 77 432 582 851 972 986 1540 1787 2078 3083 3174 3284 3940 4373 4950 5086 5120 5386 6114 6539 Vöruúttekt hjá IKEA, hver vinningur á kr. 20.000. 1040 1146 1188 1481 1545 1623 2125 2623 2874 2945 3058 3897 4783 4807 4989 5513 6292 6716 Vöruúttekt hjá Japis, hver vinningur á kr. 10.000. 352 732 806 915 1252 1354 1444 2588 2735 2854 3408 3695 3872 3927 4240 4318 4469 4770 4941 5382 5586 6308 6781 6877 Hægt er að vitja vinninga á Klapparstíg 28, 101 Reykjavík, sími 11590 Vinninga ber að vitja innan árs frá drætti. Upplag miða er 7000 stk. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA! Utlönd Nýjar upplýsingar um íslendinga og erjumar í Smugunni í sumar: Blindudu okkur með Ijósgeislum - upplýsir Hauge skipherra á strandgæsluskipinu Andenes Gisli Kristjánsson, DV, Ósló: „Það voru ekki allir íslendingarnir sem léku þennan ljóta leik en ég get staðfest að þyrluflugmenn okkar fengu sterk ljós í augun frá kösturum þegar þeir reyndu að nálgast suma íslensku togarana. Það er stórhættu- legt að gera þetta og áhafnir þyrln- anna og íslensku sjómennirnir voru í stórhættu," segir Hauge, skipherra á norska strandgæsluskipinu Ande- nes, í samtali við norska útvarpið í morgun. Þetta eru nýjar upplýsingar um erjur íslendinga og Norðmanna í Smugunni í sumar. Norskir strand- gæslumenn hafa til þessa verið að mestu þögulir um það sem fram fór á miöunum og hafa til dæmis neitað því að íslendingar hafi notaö víra- drasl og loftnet til að hindra þyrlur Strandgæslunnar í að flytja menn um borð í togarana. Nú þegar réttar- höldin vegna meintra landhelgis- brota togaranna Björgúlfs og Óttars Birtings eru hafin í Tromsö ákveður einn af yfirmönnum Strandgæslunn- ar að greina frá nýjum kafla í vopna- viðskiptum í Smugunni. Allt frá því í haust hafa verið sögur á kreiki um að taka togaranna Björg- úlfs og Óttars Birtings hafi ekki geng- iö eins snurðulaust og norska strand- gæslan hefur haldið fram. Gerðu strandgæslumenn meðal annars misheppnaða tilraun til að komast um borð í togarann Rauðanúp. Þá virðist mega marka af orðum Hauges að reynt hafi verið, án árangurs, að fara um borð í fleiri togara. Ættmenni reyna að hugga Mohammed Ihremi, fjögurra ára palestínskan dreng, en ísraelskir hermenn skutu föð- ur hans og annan til til bana á vesturbakkanum aðfaranótt þriðjudagsins. Faðir drengsins var félagi i skæruliða- hreyfingunni Hamas. ísraelsk stjórnvöld segja að mennirnir tveir hafi hafið skothríð á ísraelska hermenn sem hafi svarað fyrir sig og skotið Palestínumennina tvo til bana. Simamynd Reuter Réttarhöldin vegna togaranna Björgulfs og Óttars Birting 1 Tromsö: ÆUa ekki að treysta á Antons-reglugerðina - segir Valdimar Bragason, útgerðarstjóri Björgúlfs, í samtali við DV Gísli Kristjánssan, DV, Ósló: „Sækjandinn lagði mikið upp úr að við værum vondir menn sem tækjum af litlum kvótum Norð- manna. Það er líka greinilegt að Norðmenn hugsa sér að dæma í þessu máli eftir norskum lögum en ekki eftir Antons-reglugerðinni svo- kölluðu," sagði Valdimar Bragason, útgerðarstjóri togarans Björgúlfs frá Dalvík, í samtali við DV í gær. Réttarhöld vegna meintra land- helgisbrota skipstjóranna á togurun- um Björgúlfi og Óttari Birting hófust í héraðsréttinum í Tromsö í gær. Togaramir voru báðir teknir á fisk- vemdarsvæði Norðmanna við Sval- barða 24. september sl. haust og voru færðir til hafnar í Tromsö. í gær vom vitni leidd fram og sækj- endur og verjendur skýröu málið frá sínum bæjardymm séð. Búist er við að réttarhöldunum ljúki fyrir viku- lokin en dómur fellur vart fyrr en að hálfum mánuði liðnum. Ákæmr ná bæði til skipstjóra og útgerða togaranna. Krafist er 75 þús- unda norskra króna, 750 þúsunda íslenskra, í sektir frá skipstjórunum en einnar milljónar, 10 milljóna ís- lenskra, frá útgerðunum vegna land- helgisbrota, fyrir að vera með ólögleg veiðarfæri, fyrir að færa ekki afla- dagbók og fyrir að tilkynna ekki komu sína á vemdarsvæðið. Norsku lögmennirnir Brynjar Östgárd og Ottar Nilsen veija íslend- ingana. Lögðu þeir mesta áherslu á að skipstjórarnir hefðu ekki farið inn á verndarsvæðið að ósk útgerðanna og þeir hefðu ekki vitað aö þeir væru á verndarsvæðinu. Er slökum sjó- kortum kennt um villuna. Þá er lög- saga Norðmanna yfir fiskimiðunum við Svalbarða dregin í efa. „Það er greinilegt að þetta mál snýst um þjóðarrétt og að Norðmenn vilja fá skorið úr um rétt þeirra við‘ Svalbarða samkvæmt alþjóðalögum og samþykktum um hafréttarmál. Reglugerðin frá því í sumar skiptir' að því er virðist engu,“ sagði Valdi- mar Bragason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.