Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 17 óð: >gott pum landsleikjum gegn Evrópumeisturum Svía í kvöld og fer hann fram í Linköping. Svíar standa best aö vígi og þeim nægir jafnteíli til að vinna sigur á mótinu. Norðmenn og íslendingar eiga einnig möguleika á sigri og til að eiga möguleika á að vinna mótið verða íslensku strákarnir að leggja Svía að velli með minnst þriggja marka mun. /rkeyptur" og timi í að vinna þennan mun upp en með heppni helðum við getað náð jafntefli. Varnarlega var þetta frekar slakt og við verðum að gera mun bet- ur gegn Svíum,“ sagði Geir Sveinsson fyrirliði. Einbeitingarleysi í vörninni „Það var einbeitingarleysi í vörninni í fyrri hálfleik og klúöur í sókninni þar sem við í'ærðum Norðmönnum mörg hraðaupphlaup sem varð okkur að falli. Okkur gekk illa að ráða við 5:1 vömina en 6:0 vörnin var betri. Ég er nú búinn að leika fjóra lands- leiki án þess að skora en ég lofa marki gegn Svíum,“ sagði Rúnar Sigtryggs- son. Forráðamenn enska landsliðsins í körfubolta: Báðust afsökunar á framkomu liðsins „Viö hjá körfuknattleikssamband- inu ætlum ekki aö aðhafst neitt frek- ar í þessari uppákomu þegar Eng- lendingar gengu af leikvelli í lands- leiknum gegn íslendingum í Hvera- gerði fyrir áramótin," sagði Kolbeinn Pálsson, formaður KKÍ, í samtali við DV í gær. Kolbeinn sagði að landsleikirnir sem slíkir hefðu ekki veriö opinber- ir. Þetta voru vináttulandsleikir, en að sjálfsögðu gerðu dómarar leiksins skýrslu um máhð. Það verður í nógu að snúast hjá íslenska landsliðinu í körfubolta á vormánuðum. Hollendingar, sem hafa um árabil verið á meðal þeirra bestu í Evrópu, hafa staðfest komu sína hingað til lands strax eftir að íslandsmótinu lýkur en þá hefst lokaundirbúningur landsliðsins fyr- ir Evrópukeppnina og Smáþjóðaleik- ina. Hollendingar myndu leika þrjá landsleiki í för sinni hingað en von- ast er eftir að Danir komi einnig í „Við ætlum því ekki að eiga frum- kvæðið að því að þetta mál fari lengra. Við höfum alla tíð átt mjög gott samstarf við Englendinga í körfuboltanum. Þessi atburður kem- ur ekki til með að skyggja á það sam- starf. í hófi, sem haldið var eftir leik- inn, kom aðalfararstjóri enska hðs- ins að máh við mig og baðst afsökun- ar á framkomu hðsins. Honum sjálf- um hafði veriö vikið af leikvelli en sagði við mig í hófinu að atburður sem þessi heföi aldrei komið til hefði kjölfar heimsóknar Hollendinganna. Danir eiga aðeins eftir að staðfesta komu sína, en um er að ræða þrjá leiki viö þá einnig. Þegar þessum leikjum lýkur heldur liðið til Sviss til þátttöku í forkeppni Evrópumóts- ins. Þar verða leikinir fimm leikir. Eftir Svissferðina tekur við þátt- taka á Smáþjóðaleikunum sem hefj- ast 29. maí. Þegar allt er tekið saman veröa leikir landsliðsins um 15 tals- ins á fimm vikum. hann verið inn á vellinum," sagði Kolbeinn Pálsson. Kolbeinn sagði ennfremur að Eng- lendingar hefðu gengið að því í upp- hafi að dómarar leikjanna þriggja yrðu islenskir. Auðvitað væri kannski heppilegra að fá dómara er- lendis frá í svona leiki. Við ættum hins vegar góða dómara og með leikj- um heima áskotnuðust þeir góða reynslu. United vann Manchester United sigraði Co- ventry, 2-0, í ensku úrvalsdeild- inni í gærkvöldi en leikur liðanna var háður á Old Trafford. Eric Cantona kom nokkuð við sögu í leiknum eins og fyrri dag- inn. Frakkinn lagði upp fyrra mark Manchester United á 30. mínútu sem Paul Scholes skor- aði. Síðara markið geröi síðan Cantona úr vítaspyrnu þegar fjórar mínútur voru liðnar af síð- ari hálfleik. Scholes hefði veriö felldur innan vítateigs af Steve Pressley, varnarmanni Coventry. Fyrir vikið var Pressley vikið af leikvelli og lék Coventry einum færri nánast allan hálfleikinn. Man. Utd er þremur stigum á eftir efsta liðinu, Blackburn, en hefur leikið einum leik meira. • í 1. deild var einn leikur. Millwall og Oldham gerðu 1-1 jafntefli. Körfuboltalandsliöiö: 15 leikir á f imm vikum - Hollendingar hafa boðað komu sína NBA-deildin í körfuknattleik í nótt: Hakeem enn í ham Hakeem Olajuwon var enn í banastuði í nótt þegar meistarar Houston unnu góðqn útisigur í Dallas, 98-110. Að þessu sinni skoraði hann 41 stig og hefur því gert 34,5 stig að meðaltali í síð- ustu fimm leikjum sínum. Olajuwon skoraði tíu stig í röð á lokasprettinum og innsiglaði með því sigur Houston. Úrslitin í NBA í nótt: Atlanta - Portland..... 98-103 Augmon 36, Blaylock 21 - Robin- son 30, Drexler 19. New Jersey - Indiana...114-103 Benjamin 30, Coleman 20/15, And- erson 14 - Miller 37, Fleming 19. Washington - Seattle...107-121 Cheaney 23, Tucker 19 - Payton 24, Marciulionis 18, Gill 12. Minnesota - Denver..... 99-108 Rider 26 - Pack 22, Mutombo /22. Sacramento - Phoenix...100-108 Webb 23 - Barkley 26, Tisdale 19. Dallas - Houston....... 98-110 Jackson 27, Tarpley 20/12 - Olajuwon 41/13/5, Horry 18, Cass- ell 18. Utah - Milwaukee........123-91 Hornacek 18 - Robinson 24. Golden St. - San Antonio .. 86-91 - Robinson 26, Rivers 17. LA Lakers - Detroit.....105-96 Divac 23/10 - Hill 18. Lenny Wilkens, þjálfara At- lanta, gengur illa að veröa sigur- sælasti þjálfari allra tíma í NBA- deildinni. Wilkens þarf aðeins einn sigur enn til að skáka goð- sögninni Red Auerbach, en hann hefur látið bíða eftir sér og í nótt tapaði liðið í tvísýnum leik á heimavelli gegn Portland. David Robinson skoraði sex stig í lokin og Chuck Person gerði 3ja stiga körfu 51 sekúndu fyrir leiks- lok þegar San Antonio vann Golden State á útivelli, 86-91. Waymen Tisdale, sem Phoenix keypti frá Sacramento í sumar, lék mjög vel á sínum gamla heimavelli og Phoenix vann með átta stigum. ' Seattle vann Washington í ell- efta skiptið í röð og það voru 11 stig Seattle í röð í þriðja leikhluta sem gerðu útslagið í leiknum. Utah vann Milwaukee í sjöunda skiptið í röð og átta leikmenn Utah náðu tveggja stafa stigatölu. Derrick Coleman lék á ný með New Jersey eftir að hafa misst af sex leikjum vegna handar- meiðsla og var drjúgur í sigrinum á Indiana. Kenny Anderson kom einnig aftur inn í lið New Jersey og átti 16 stoðsendingar. Reggie Miller skoraði sjö 3ja stiga körfur fyrir Indiana. Denver vann Minnesota í tví- framlengdum leik og Dikembe Mutombo tók 22 fráköst fyrir Denver. Lakers hélt sínu striki og vann Detroit. ísland - Noregur (11-15) 23-24 2-0, 3-2, 5-5, 5-9, 7-13, (11-15), 12-15, 15-16, 16-19, 19-19, 21-21, 21-23, 23-24. • Mörk íslands: Dagur Sigurðsson 7, Sigurður Sveinsson, 6/2, Konráð Olvasson 4, Geir Sveinsson 3, Bjarki Sigurösson 1, Jón Kristjánsson 1, Patrek- ur Jóhannesson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 13/1. • Mörk Noregs: Rune Erland 4, Roger Kjendalen 4, Öystein Havang 4, Eivind Wingsternes 4, Glenn Sol- berg 4, Morten Daland 2, Ole Gustav Gjekstad 2/2. Varin skot: Fosseng 6, Sagosen 4. Brpttvísanir: ísland 8 mín., Noregur 6 mín. Dómarar: Johanson og Broman frá Svíþjóð. Áhorfendur: 1200. Maður leiksins: Dagur Sigurðsson. Svíarsigruðu Svíar lögðu Dani að velli, 24-23, á fiögurra landa mótinu í handknatt- leik i Eskilstuna í gær. Það var mark- vörðurinn snjalh Tomas Svensson sem var hetja Svia en hann varði vítakast frá Dönum á lokasekúnd- unni. Staffan Olsson skoraði 10 mörk fyr- ir Svía en Jesper Hansson gerði 6 fyrir Dani. • Hákon Sigurjónsson og Guðjón L. Sigurðsson dæmdu leikinn og stóðu sig mjög vel. _____________Iþróttir Maradona hætturí boltanum Diego Maradona, argentínski knattspyrnumaðurinn sem dæmdur var í 15 mánaða keppn- isbann eftir að hann féll á lyfia- prófi í HM í sumar, sagði í viðaii við franska knattspyrnutímaritið France football að hanti væri búinn að leika sinn síðasta knatt- spymuleik. Maradona, sem var heiðraður af France football og fékk gullboltann fyrir framlag sítt til knattspyrnunnar, ætlar að einbeita sér að þjálfun en hann stjórnar 1. deildar liðið í heima- landi sínu. Effenberg laus frá Fiorentina Þýski knattspymumaðurinn Stefan Effenberg hefur fengið sig lausan frá ítalska knattspyrnul- iðinu Fiorentina. Effenberg lék með liðinu í tvö ár en hann var lánaður fyrir þetta tímabil til Mönchengladbach í Þýskalandi. Ekki þykir líklegt að Gladbach hafi ráð á að kaupa Effenberg enda hann metinn á 315 milljónir íslenskra króna. AC Milan og Werder Bremen hafa augastað á Effenberg sem er hálfgert vand- ræðabarn en eins og frægt er orð- ið var hann rekinn úr landsliðs- hóp Þjóðverja á HM í suraar fyrir dólgslega framkomu gagnvart áhorfendum. Asprillameð vopn innan klæða Kólumbíski knattspyrnumaö- urinn hjá Parma lenti í vanda- málum á bar í Bogota í gær en þar dvelst hann í jólafríinu. Asp- rilla hefði setið við drykkju um stund og áhrifin orðin allnokkur sem er varla í frásögur færandi. Hitt var öllu alvarlega þegar í ljós kom að hann bar innan klæða tvær byssur. Asprilla hafði í hyggju að fara til ítaliu í vikulok- in en fær ekki að fara fyrr en allt er komið á Iireint i þessu máli. Kindvallgerði samingvið HSV Sænski landsliðsmaöurinn Niclas Kindvall skrifaði í gær undir samning við þýska félagið HVS. Kindvall er 27 ára gamall og var markahæstur í sænsku deildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur 6 landsleiki að baki. Pelesóreiðinn Þekktasti knattspyrnumaður allra tíma, Pele, sór eiðinn í gær sem íþróttamálaráðherra Brasil- íu. Ráöherrar nýrrar stjórnar sóru allir eiðmn í athöfn sem fram fór í liöfuðborginni í gær. Volkermeð metísundi Þýska sundkonan Sandra Volk- er setti í gær heimsmet í 50 metra baksundi í 25 metra laug á heims- bikarmóti í Hong Kong. Volker kom í mark á 27,86 sekúndum en gamla metið átti bandaríska stúlkan Angel Martino, 27,93 sek- úndur. Staðaná norrænamótinu Sviþjóö..2 2 0 0 51-47 4 ísland...2 1 0 1 49-48 2 Noregur..2 1 0 1 48-50 2 Ðanmörk.2 0 0 0 47-50 0 • Síðustu leikir mótshis eru í kvöld. Leika þá ísland - Svíþjóö og Noregur-Danmörk í Lindköping.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.