Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 37 Hann hefur stoppað upp hin ólíklegustu dýr: Sumir vilja heimilis- köttinn uppstoppaðan - segir Manuel Arjone Cejudo hamskeri Manuel Arjone er eini hamskerinn hér á landi sem stoppar upp dýr í fullu starfi. Hann hefur stoppað upp hin ólíklegustu dýr í öllum stærðum. „Ég hef unnið við þetta í tæplega þijátíu ár og þar af í 22 ár á íslandi. Ég lærði uppstoppun á Spáni þar sem þetta er kennt sem sérstök iðngrein en hef lengst unnið á Náttúrufræði- stofnun íslands," segir Manuel Ar- jona Cejudo hamskeri sem hefur stoppað upp ógrynni af íslenskum dýrum í gegnum tíðina. Manuel er eini hamskerinn í fullu starfi á ís- landi og starfar sjálfstætt. Hann sel- ur bæði til einstaklinga og fyrirtækja og útlendingar hafa verið mjög hrifn- ir af handverki hans, sérstaklega hefur lundinn verið vinsæli. Margir hafa sérþarfir og því hafa viðfangsefni Manuels verið fiöl- breytt. Hann minnist þess þegar kona ein vildi láta stoppa upp heimil- isköttinn með kettlingana sína og þeir áttu að vera á spena. „Mér finnst raunar skrítnast þegar fólk vill láta stoppa upp heimilisdýrin sín en ég hef stoppað upp nokkra hunda og mikinn fiölda páfagauka," útskýrir hann. Þá mátti sjá lítið fallegt lamb á vinnuborði Manuels en heimasæta ein í Jökuldalnum á að fá þann grip. Þau eru líka misstór dýrin sem Manuel stoppar upp, allt frá pínulitl- um fuglsungum, minkum eða mús- um upp í risastór hreindýr í fullri stærð. Á næstunni ætlar hann að stoppa upp hákarl sem er 180 cm að lengd. Manuel hefur stoppað upp fiska; laxa, silunga, þorska og hvaðeina en eini fiskurinn sem honum hefur ekki tekist að stoppa er síld. „Mér finnst eiginlega langskemmtilegast aö stoppa upp fiska,“ segir hann. Margir sem safna Á veggjunum í vinnustofu Manuels er Qöldi hreindýrshausa sem hann hefur stoppaö upp og þar má einnig sjá nautshaus. „Það eru mjög margir sem safna uppstoppuðum dýrum, sérstaklega fuglum,“ útskýrir hann. „Það er hægt að stoppa upp nánast hvaða dýr sem er nema síldina." Manuel hefur stoppað upp talsvert af stórum fiskum fyrir fiskverslanir. Lundinn er mest seldur í minjagripa- verslunum en mörg dýranna hafa lent á söfnum víða um land. Evr- ópubúar hafa t.d. verið hrifnir af hrafninum og hefur Manuel því stoppað nokkra krumma. Manuel kom hingað til lands að beiöni íslenska dýrasafnsins á Skóla- vörðustíg. Hémn starfaði áður í Barcelona en er fæddur í Andalúsíu. Stuttu eftir að hann kom til landsins kynntist hann eiginkonu sinni sem er íslensk og það varð til þess að hann settist að hér á landi. „Viö reyndum tvisvar að flytja burt, í ann- að skiptið fluttum við til Þýskalands og síðan til Spánar en konan mín vildi bara vera á íslandi. Ég vissi lít- ið um ísland áður en ég kom hingað fyrst og gerði mér enga grein fyrir hvemig þetta land væri. Ég hafði bara heyrt um Geysi, heitt vatn og Snæfellsnes. Um Snæfellsnesið las ég í frægrf barnabók eftir franskan höfund. Stoppaði upp eiturslöngur Manuel er íslenskur ríkisborgari og var honum gert að taka upp ís- lenskt millinafn, Emanúel. „Ég vildi alls ekki missa nafnið mitt og hef því ætíð kallað mig Manuel Emanúel. Emanúel er talið íslenskt nafn en ekki Manuel. Þegar nafnalögin breytast núna get ég sleppt þessu Emanúel-nafni sem ég hef aldrei fellt mig við. Vinir mínir hafa alltaf kallað mig Manuel." Þegar Manuel starfaði við fagið sitt á Spáni var hann að mestu að fást við uppstoppun á fuglum. „Það voru engin hreindýr á Spáni eða önnur dýr sem lifa bara á norðlægum slóð- um þannig að þetta er nokkuö óhkt. Einnig fær maður dýrin í betra ástandi hér á landi heldur en á Spáni þar sem hitinn fer illa með hræin.“ Manuel þarf að hreinsa allt innan úr fuglinum áður en hann getur haf- ist handa við uppstoppunina. Hvorki kjöt, blóð né fita má vera á skrokkn- um og skinnið þarf að súta áður en hægt er að stoppa dýrið upp. Manuel býr síðan til nýjan skrokk úr ein- angrunarplasti. Hann er þrjá til fióra tíma að stoppa lítinn fugl en verkið verður umsvifameira eftir því sem dýrið er stærra. „Þetta er mjög skemmtilegt starf enda er maður alltaf að gera eitthvað nýtt,“ segir hann en vill alls ekki viðurkenna aö hann tah við dýrin. „Maður talar ekki við dauða hluti," segir hann. Skrítnasta dýrið sem Manuel hefur stoppað upp er eiturslanga. „Eitt sinn þegar ég var að vinna í Náttúru- fræðistofnuninni vorum við aö taka til og fundum þá tvær eiturslöngur í frystikistunni. Þær höfðu komið hingað með fiölleikhúsi árið 1965 og fóru ekki aftur úr landi. Þessar slöngur voru eitraðar, ættaðar frá Indlandi og mér fannst mjög skrítið að stoppa þær upp.“ Manuel fór oft til veiða hér á árum áður en segist vera hættur því. „Skotveiði höfðaði ekki til mín,“ seg- ir hann. Veiðimenn leita þó í stórum stíl til hans. Auðkýfingur einn frá Spáni, Juan Arregui, hefur óskað eftir þremur stórum hreindýrum í fullri stærð sem hann skaut sjálfur hér á landi. „Arregui er með risa- stórt dýrasafn á heimili sínu og hann hefur ferðast um allan heim til að fella dýr sem hann hefur síðan látið stoppa upp og varðveitir á safni sínu,“ segir Manuel og sýnir myndir frá þessu mikla dýrasafni auðkýf- ingsins. Meðal annarra mynda er mynd þar sem hinn 87 ára gamli auðkýfingur fellir fil númer hundr- að. Juan Arregui er mikill íslands- vinur og býður venjulega nokkrum gestum með sér til laxveiða hingað til lands á hverju sumri. Allmargir íslendingar hafa einnig notið gest- risni hans á Spáni. Manuel hefur stoppað mörg dýr upp fyrir þennan vin sinn sem prýða nú hið mikla einkasafn þar sem heilu ævintýralöndin eru. „Það getur vel veriö að hákarlinn minn lendi á þessu safni,“ sagði Manuel sem lætur sér aldrei leiðast í þessu óvenjulega starfi. Þeir eru margir hreindýrshausarnir sem Manuel hefur stoppað upp en sumir vilja fá dýrin uppstoppuð í fullri stærð. DV-myndir Brynjar Gauti Ævintýralegt einkadýrasafn á Spáni sem mikill íslandsvinur á en Manuel hefur stoppað upp fyrir hann íslensk dýr. 99*17*50 Verð kr. 39,90 mín. McDonald's leikurinn er skemmtilegur leikur þar sem þátttakendur eiga þess kost að vinna stjörnumáltíð fyrir tvo á McDonald's. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja í síma 99-1750 og svara fimm laufléttum spurningum um veitingahús, skemmtistaði og viðburði helgarinnar. Svörin við spurningunum er að finna í blaðaukanum DV-helgin sem fylgir DV í dag. DREGIÐ DAGLEGA ÚR POTTINUM! Daglega frá föstudegi til fimmtudags verða fimm heppnir þátttakendur dregnir úr pottinum og hreppa þeir hinir sömu stjörnumáltíð fyrir tvo á McDonald's. Allir sem • svara öllum fimm spurningunum rétt komast í pottinn. Munið að svörin við spurningunum er að finna í blaðaukanum DV-helgin. Nöfn vinningshafa verða birt í DV-helgin í vikunni á eftir. Suðurlandsbraut 56. Sími 581-1414 Opiö daglega frá 10-23.30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.