Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1995, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNUSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RViK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SiMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Skilahoð frá Kanada Heimsókn kanadíska sjávarútvegsráðherrans Brians Tobins varð áhrifameiri en menn áttu von á. Fyrir það fyrsta neitaði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra að hitta Kanadamanninn og Davíð Oddsson forsæt- isráðherra tók undir þau mótmæh og kom ekki á fyrir- lestur Tobins eins og til stóð. Þessi mótmæh formanna stjómarflokkanna stöfuðu af ótímabærri staðfestingu Brians Tobins á forræði Noregs yfir fiskimiðum við Sval- barða og í Smugunni. Hann tók afstöðu með Norðmönn- um 1 viðkvæmum deilum við íslendinga. Kanadamaðurinn hefur ekki gefið fullnægjandi skýr- ingar á þessum stuðningi við Norðmenn og hefur raunar gert tilraunir til að gera htið úr þeim eftir að hann varð var við viðbrögð íslendinga. í öðm lagi hefur heimsókn hins kanadíska sjávarút- vegsráðherra vakið athygh vegna skeleggs málflutnings hans gegn ofveiði og aðvörunarorða sem hann hefur komið á framfæri hér á landi í þeim efnum. Vafalaust hefur hávaðinn vegna mótmæla íslensku ráðherranna hjálpað til að beina kastljósinu enn frekar að Tobin og þannig, fyrir kaldhæðni örlaganna, má segja að vegna „móðgunar“ okkar manna hafi málflutningur hans kom- ist betur til skila. Fleiri sóttu fyrirlestur hans og fjölmiðl- ar gerðu ummælum hans og atferh gleggri skil en ella. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra var gestgjafi Tobins og enda þótt Þorsteini hafi ekki verið skemmt með uppákomum samstarfsmanna sinna í ríkisstjóm- inni, getur hann verið ánægður með komu Tobins og þá athygli sem heimsóknin vakti. Sá hlær best sem síðast hlær. Heimboðið átti fuhan rétt á sér og þeir kohegamir höfðu erindi sem erfiði í því tilliti að enn og aftur beind- ist athyglin að því hættuástandi sem fylgir kæruleysi og bráðlæti í þorskveiðum. Brian Tobin er fuhtrúi þjóðar sem situr uppi með horfinn þorskstofn. Á fengsælum miðum Nýfundnalands í fimm hundmð ár tókst kanadískum fiskimönnum að hundsa svo ráð fiskifræðinga og misþyrma svo lífríki sjávar að þar hafa þurrkast gjörsamlega út fisktegundir þorsks, flatfisks og karfa, að þær veiðar eru aflagðar með öhu. Brian Tobin varar íslendinga við sömu örlögum. Hann vih að íslendingar læri af mistökunum í Kanada og tal- aði tæpitungulaust til okkar. Einmitt vegna þeirrar reynslu sem Kanadamenn hafa upplifað í sjávarútvegs- málum var og er ástæða til að gefa orðum hans gaum. í því sambandi er sérstaklega eftirtektarvert að heyra fuhyrðingar hans um að kvótinn hafi átt sinn þátt í því að grafa fiskveiðunum við Nýfundnaland sína gröf. Kvót- inn knúði fiskimenn til að kasta smáfiski og landa fiski frarn hjá vog. Kannast einhver við þessar fuhyrðingar héðan að heiman? Kannast einhver við þá tilhneigingu að hafa ráð fiskifræðinganna að engu? Það er jafnframt ljóst að með komu sinni th íslands hefur hinn kanadíski sjávarútvegsráðherra án efa öðlast betri skilning á viðhorfum okkar, bæði með að hlusta á upplýsingar Þorsteins Pálssonar og íslenskra sjávarút- vegsmanna og mótmæh annarra ráðherra, sem hugnast ekki einhhða stuðningur Kanada við yfirráðastefnu Norðmanna á fiarlægum miðum. Hvað sem hður dehunum um móttökur þær sem Brian Tobin fékk hér á landi, má með nokkrum sanni segja að bæði þau og heimsóknin hafi gert sitt gagn. Ráðherr- amir hafa oft gert verr í ágreiningi sínum. Þetta var í rauninni indælt og árangursríkt stríð! Ehert B. Schram „Magnaukningin og einfaldleikinn getur því miöur ekki lengur fært okkur fram á veginn i sama mæli og áður,“ segir Jóhann Rúnar m.a. Stjórnmálalegur vandi íslenskt samfélag er á krossgöt- um. Ástæða þess er fyrst og fremst miklir umbrotatímar í heiminum sem lýsa sér meðal annars í aukn- um efnahagslegum samruna þjóða og miklum efnahagslegum fram- vexti í Asíu og Austur-Evrópu. Hvemig munum viö mæta harön- andi samkeppni sem í vændum er? Munum við fylgja hinum nýja heimi eftir í hagvexti eða dragast aftur úr í lífsgæðum? Gamlirtímar íslenskt hagkerfi átti margt sam- eiginlegt með hinu austur-evr- ópska. Að vísu voru hér frjálsar kosningar með tilheyrandi lýðrétt- indum o.s.frv. En meginmáh skipt- ir hvemig hlutimir eru en ekki hvað þeir em kallaðir. Hagkerfiö hefur verið mjög miðstýrt. Ríkis- valdiö er eignaraðih að mörgum stórfyrirtækjum á okkar mæh- kvarða, að bankastarfsemi og aö ýmsum opinberum lánasjóðum. Ríkisvaldið hefur með ítökum í hagkerfinu ráöið mestu um fram- þróun þess. Meö áherslum og ríkis- ábyrgðum hefur það getað beint sparnaði þjóöarbúsins eftir ákveðnum leiðum í gegnum banka- og sjóðakerfið í aukinn fiskveiöi- flota, fiskeldi, loödýrarækt, metn- aðarhtinn landbúnað, orkufram- kvæmdir, íbúðarhúsnæði og opin- berar byggingar. Líkt og í Austur-Evrópu gat þessi mikla miðstýring aukið þjóðar- framleiðsluna þegar rétt skilyrði voru fyrir hendi, s.s. meðan þjóðin var að vinna sig frá fátæku bænda- samfélagi eða að stækka landhelg- ina og þannig auka aflamagnið. Eða meö öðrum orðum meðan magnið skipti máh en ekki gæðin eða viðskiptaumhverfið. En tímarnir og möguleikamir hafa breyst. Magnaukningin og einfald- leikinn getur því miður ekki lengur fært okkur fram á veginn í sama mæh og áður. Kjallarmn Jóhann Rúnar Björgvinsson hagfræðingur Nýir tímar Tímar aukins markaðs- og við- skiptafrelsis eru runnir upp, tímar hugmyndaauöginnar og þeirra ein- stakhnga sem sinna fyrst og fremst nýsköpun en ekki erlendri heild- sölu. Tímar bankakerfisins að lána til vel útfærðra og rökstuddra framleiðsluhugmynda á grundvelh arðsemismats en ekki á grundvelh steinsteyputrygginga. Á þessu sviði ríður á að vinna sig frá stöðn- uöum hugsunarhætti og skapa rétt skilyrði svo efnahagsaðilar fái sem best notið sín. Hið miðstýrða hagkerfi og stjóm- málastarf hafa óhjákvæmilega mótað hvort annað. Til starfa hafa verið kallaðir hagsmunagæslu- menn, sem þrýsta á um lána- og fjármagnsfyrirgreiðslu heim í hér- uð, um vega-, hafna-, skóla- og sjúkrahúsaframkvæmdir, og nú allra síðast jafnvel til kvótakaupa. Þannig hefur hið miðstýrða hag- kerfi ahð af sér hagsmunagæslu- menn sem aftur hafa eflt miðstýr- inguna. Þennan vítahring verður að rjúfa. Svo virðist sem stjómmálaflokk- ar séu ekki reiðubúnir til að mæta hinum nýju tímum. Þar innan dyra eru menn bæði gamla og nýja tímans. Þeir geta því miður ekki í sameiningu tekið á og leyst brýn- ustu framtíðarverkefni þjóðarinn- ar til að mæta sem best hinni harðnandi alþjóðasamkeppni. Stjórnmálakerfið er í raun í patt- stöðu, með þeim afleiðingum að bæði landbúnaður og sjávarútveg- ur eru í kyrrstööu. Einnig banka- og sjóöakerfið. Þá eru uppi miklar efasemdir um gildi aukinna mark- aðs- og viðskiptatengsla við önnur vestræn ríki, svo dæmi séu tekin. Vandi okkar er því fyrst og fremst af stjómmálalegum toga. íslenskir stjómmálaflokkar eiga mikið starf framundan, að snúa baki við starfsháttum fyrri tíma og taka upp vestrænni og árangurríkari vinnu- brögð. Kötturinn verður að veiða mýs ef halda á uppi góöum lífskjör- um. Jóhann Rúnar Björgvinsson „Svo virðist sem stjórnmálaflokkar séu ekki reiðubúnir til að mæta hinum nýju tímum. Þar innan dyra eru menn Dæði gamla og nýja tímans. Þeir geta dví miður ekki í sameiningu tekið á og eyst brýnustu framtíðarverkefni þjóð- arinnar... “ Skoðanir annarra Verkfallsréttur „Hvað er þaö kallað á venjulegu máh þegar ein- hver beinir vopni að saklausum manni og segir síðan vö þriðja mann, „Borgaðu eða ég læt það bitna á þessu fórnarlambi"? Þetta heitir ekkert nema kúgun, fiárkúgun eða gíslataka. Það sem gerist hér er að verkfahsréttur flestra opinberra starfsmanna er ekk- ert annaö en lögleyfð gíslataka... Hvað er þá til ráða í launabaráttu kennara og annarra opinberra starfs- manna?... Leiðin sem ég tel réttasta er einfaldlega gerðardómsleiðin. ‘ ‘ Baldur Sveinsson kennari í Mbl. 13. jan. Sársaukafyllsta augnablikið „Ég lagði um langan tíma stóran hluta af mínum vinnudegi í hendur Jóhönnu Sigurðardóttur, ég studdi hana, hvað sem á gekk, gerðist persónulegur vinur hennar, gaf henni vináttu og persónulegan stuðning. Ég mat það svo að sem eina konan í ríkis- stjórninni þyrfti hún mjög á stuðningi að halda... En á því augnabhki sem ég skildi að það myndi aldrei neitt shkt koma á móti, þá held ég að það hafi veriö eitt sársaukafyllsta augnabhk lífs míns.“ Rannveig Guðmundsdóttir í Alþbl. Kópavogs. Festa eða fýla? „Sjávarútvegsráöherra, sem hefur athyghsverðan feril að baki í Smugudeilunni, hefur brugðist við með furöulegum hætti. Hann hefur átahð utanríkis- ráðherra fyrir ákvörðun sína, og ásakað hann um að „fara í fýlu“. Þetta er undarleg afstaða hjá íslensk- um ráðherra, sem þar að auki fer með málefni sjávar- útvegsins... íslenska þjóðin ætlast til þess, að ráð- herrar hennar sýni festu í viðskiptum við aðrar þjóð- ir. Hún ætlast ekki tii þess að þeir rétti fram hina kinnina, þegar þeim eru réttir erlendir löörungar." Úr forystugrein Alþbl. 13. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.