Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1995, Blaðsíða 32
QFenner Reimar og reimskífur SuAurfand&braut 10. S. 686490. imnm alltaf á Miövikudögnm LOKI Og mun hann nú heita Hallvarður Salómon! * Í i i i í Veðriðámorgun: Gola eða Á morgun veröur suðvestan- og norðaustangola eða kaldi. Él um norðanvert landið en þurrt og víðast léttskýjað syöra. Frost 2-14 stig. Veðrið í dag er á bls. 28 kaldi 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL 6-e LAUGAHDAGS- QG MANUDAGSMOHGNA Frjalst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995. Súðavík: Sveitarstjór- inn í tíma- bundið leyfi - gölskyldur snúa heim „Nú er komiö að þvi að hefja hér endurreisn. Það er forgangsverkefni að koma hér öllum stofnunum af stað. Ég sagöi þaö á borgarafundin- um í gær aö bráöabirgðaástand gilti aðeins fyrir einn dag í einu og markmiðiö væri að koma hér af staö skólastarfl og öllu öðru sem hér á aö vera undir venjulegum kringum- stæðum. Það verður nú fenginn ut- anaðkomandi einstaklingur til að stjórna sveitarfélaginu," segir Heið- ar Guðbrandsson, einn sveitarstjórn- armanna í Súðavík, eftir aö Sigríður Hrönn Elíasdóttir sveitarstjóri ósk- aði í gær eftir leyfi frá störfum. Ekki náðist í Sigríði Hrönn í morg- un, en ástæða þess að hún hættir er sögð sú aö um ofþreytu sé að ræða og hún þurfi því hvíld. í bókun hreppsnefndar frá fundi sem haldinn var í gær segir að fallist sé á beiðni hennar um ieyfi. Jafnframt óskar hreppsnefndin eftir því viö stjóm Sambands sveitarfélaga að hún út- vegi svo fljótt sem verða má stað- gengil sveitarstjóra. Samkvæmt heimildum DV veröur annaöhvort Þröstur Sigurðsson eSa Jón Gauti Jónsson ráðinn til starfans. Borgarafundur sem haldinn var af Súðvíkingum á ísafirði í gær var fjölsóttur. Á fundinum var fyrst og fremst rætt um endurreisn á staön- um og fyrirbyggjandi aðgerðir tengd- ar snjóflóðum. Nokkrar fjölskyldur hafa snúið heim til Súðavíkur aftur en ljóst er að einhverjir munu ekki hverfa til baka. Það var þó ekki rætt á fundinum og töluðu einungis þeir sem vilja endurreisn á staðnum. -rt Möguleiki á skaða bótum kannaður segir lögfræðingur Lindu - lögreglumenn hreinsaðir, segir lögfræðingur lögreglu Ríkissaksóknaraembættið hefur ákveðið að láta mál Iindu Péturs- dóttur, fyrrum alheimsfeguröar- drottningar, á hendur tveimur lög- reglumönnmn, og mál lögreglu- mannanna á hendur Lindu, falla niöur með hliðsjón af því sem fyrir liggur í málinu. Það sem fram hefur komið er ekki talið líklegt til sakfellis og því ekki talin efni til frekari að- gerða af háifu ákæruvaldsins. Eins og fram hefur komið í DV var Linda handtekin aðfaranótt 14. nóvember eftir aö grunur lék á að unnusti hennar hefði ekið á bil manns sem honum lenti saman við fyrr umrædda nótt. í ljós kom að grunurinn var ekki á rökum reist- ur. Linda var færð á lögreglustöð og bar áverka eftir viðskipti sín við lögregluna. Hún kærði lögreglu- mennina fyrir illa meðferð. Lög- reglumennimir kærðu þá Lindu fyrir ofbeldi gegn sér. „í sjálfu sér kemur þessi niður- staða mér ekki á óvart. Það hefur lengi verið viðloðandi að ekki hefur verið tekið imdir kærur sem lagðar hafa verið fram af hálfu lögreglu- manna þegar brotið hefúr verið á þeim í starfi. Það er alvörumál þeg- ar opinberir starfsmenn eru bornir röngum sökum í fjölmiðlum, eins og átti sér stað í þessu máli. Hins vegar ber að fagna því að lögreglu- mennirnir skulu hafa í raun verið hreinsaðir af ásökunum um aö hafa beitt harðýögi og verið valdir að líkamsmeiðslum. Geta umbjóð- endur nunir vel við unað hvað það snertír. Ég tel hins vegar Jjóst að í framtíðinni muni lögreglumenn standa fastar en veriö hefur á rétti sínum þegar að þeim er vegið, hvort sem er í orði eða þeim veittir líkamlegir áverkar," segir Gylfi Thorlacius, lögmaður Landssam- bands lögreglumanna og lögreglu- mannanna tveggja sem Linda kæröi. „Nú verður kannaður möguleik- inn á því aö fara fram á skaðabæt- ur úr hendi lögreglu og ríkis. Sönn- unargögnin ættu að verða nóg til að sanna ólögmæta handtöku. Þótt ríkissaksóknari telji ekki sönnun- argögn næg tii að krefjast refsingar breytir það því ekki aö þau séu næg til að sanna að handtakan hafi ver- ið óréttmæt," sagöi Gísli Gíslason, lögmaður Lindu, viö DV. Gísli segir að þessi niðurstaða breyti engu um það að handtakan hafi verið óréttmæt og ólögleg. Það breyti engu þótt ríkissaksóknari telji sig ekki hafa næg sönnunar- gögn, vítnum sé ekki til að dreifa í málum af þessum toga. „Það má ekki gleyma því að þótt lögreglumennimir séu tveir til frá- sagnar um hvernig hún braut á þeim þá er ekki tekið meira mark á þeim en það að engin afstaða er tekin til kæru þeirra. Þetta er svona Salómonsniðurstaða refsi- megin,“segirGísli. -pp Tómas Gunnarsson: Auglýsir eftir mótmælum í Lögbirtingi Flóabandalagið: Óskaðeftir verkfallsheimild Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur, sagöi í samtali við DV í morg- un að hann heföi boðað til félags- fundar næstkomandi fimmtudag. Þar verður staðan í kjarasamningun- um rædd og óskaö eftir verkfalls- heimild. Hann sagöi aö því miður hefði ekkert þokast í samningavið- ræðunum til þessa. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, sagðist halda félagsfund á næstunni, sennilega á fimmtudaginn, þar sem óskaö verður eftir verkfallsheimild. sjánánarbls. 5. Lífið í Húsdýragarðinum í Reykjavik heldur áfram þrátt fyrir áföll sem á mannfólkinu dynja. Hér er ein kýrin að kara kálf sem hún bar i gaer. Gekk burðurinn að óskum. Starfsmaður Húsdýragarðsins fylgist grannt með. DV-mynd BG I nýjasta tölublaði Lögbirtings aug- lýsir hæstaréttarlögmaöurinn Tómas | Gunnarsson eftir athugasemdum og! mótmælum við skýrslu sem hann ‘ samdi í haust. Skýrslan ber nafnið ( Skýrsla um samfélag og var send til; helstu réttarstofnana lýðveldisins, j annarra stofnana og embættismanna. Fram kemur í auglýsingunni að i skýrslan fjalli um meint lögbrot, [ einkum tengd þremur leyndarbréf- um Hæstarréttar og Hrafns Braga- sonar, forseta Hæstaréttar, og við- brögð opinberra aðila við þeim. í [ kjölfar þessarar auglýsingar ætlar * Tómas að gefa út bók um sama efni. „Leyfi ég mér hér með að skora á I alla þá opinberu embættismenn og [ aðra, sem fengið hafa erindi vegna skýrslu minnar og vilja koma að at- hugasemdum og/eða mótmælum við I einstök atriði skýrslunnar eða bréfa I sem henni hafa tengst og koma þeim sannanlega að fyrir lok janúar 1995.“ -kaa i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.