Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Súnnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL. 6-8 LAUGAftDAGS- OG MANUDAGSMORGNA Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995. Féll 15 metra niðursprungu ogbeiðbana Rúmlega þrítugur maður úr Kópa- vogi lést þegar hann féll á vélsleða, sem hann var á, eina 10-15 metra / niður jökuisprungu á Mýrdalsjökli um miðjan dag í gær. Þyrla Land- helgisgæslunnar var komin með manninn til Reykjavíkur innan við tveimur tímum frá því að slysið átti sér stað en þá var hann úrskurðaður látinn. Ferðafélagar mannsins, sem voru á nokkrum vélsleðum, létu vita af slysinu sem átti sér stað efst í Sól- heimaskriðjöklinum sem skagar til suðurs úr Mýrdaisjökli, um 10 kíló- metra austur af Fimmvörðuhálsi. Þyrlan flutti björgunarsveitar- menn og sigbúnað upp að jökul- sprungunni. Með aðstoð þyrlunnar tókst björgunarsveitarmönnum að ná manninum upp úr sprungunni. Ingólfstorg: Stúlka sparkaði íhöfuð ungsmanns Tvítug stúlka sparkaði í höfuð ungs karlmanns á Ingólfstorgi aðfaranótt sunnudagsins. Maðurinn var fluttur mikið slasaður á slysadeild Borgar- spítalans. Hann hlaut m.a. slæman skurð á höfði. Meiðslin voru ekki talin lífshættuleg og var maðurinn á batavegi í gær. Misklíð hafði komið upp á milli stúlkunnar og mannsins og endaði hún með fyrrgreindum afleiðingum. Stúlkan og félagi hennar voruj yfirheyrslum hjá RLR í gær. Flateyri: Tíu fjölskyldur rýmduhússín Guömundur Sigurðsson, DV, Flateyri: Almannavamanefndin á Flateyri lét rýma öll hús við Ólafstún í gær vegna yfirvofandi snjóflóðahættu eða sömu hús og voru rýmd fyrir nokkrum vikum. Tíu fjölskyldur úr húsunum við Ólafstún fengu gist- ingu hjá vinum og ættingjum yfir nóttina. Veðurspá fyrir daginn í dag var ekki góð í gærkvöld og því ekki búist við aö fólkið gæti snúið heim aftur fyrr en um miðjan dag. „Það er ekki hægt að gefa neinar yfirlýsingar um það hversu lengi fólkið verður fjarri heimilum sín- um,“ segir Eiríkur Finnur Greips- son, varaformaður Almannavama- nefndarinnar á Flateyri. Sex menn lentu í hrakningum á Fimmvörðuhálsi: Fukum hvað eftir annað af skíðunum - segir Reynir Þór Sigurðsson sem gróf sig tvisvar í fönn „Þetta var mjög köld nótt. Rokið var mikið og erfitt að búa um sig í náttmyrkrinu. Að öðru leyti var þetta í lagi. Ég er vanur fjallaferð- um og var vel búinn, þekki að auki þessa leið mjög vel. Það var mjög eðlilegur kostur að grafa sig niöur frekar en að æða áfram í blindbyl. Það var vont að vera aleinn í nátt- myrkrinu og vita ekki neitt um fé- lagana en ég var aldrei hræddur um sjálfan mig. Máhð er að of- þreyta sig ekki og láta sér ekki verða of kalt,“ sagði Reynir Þór Sigurðsson, húsasmiður í Reykja- vík, í samtali við DV en hann varð viðskila við fimm ferðafélaga sína á Fimmvörðuhálsi um helgina. Reynir kom niður í Bása í gær- morgun eftir að fjöldi björgunar- sveitarmanna og þyrla Landhelgis- gæslunnar höfðu leitað að honum um nóttina. Reynir og félagar fóru á tveimur jeppum upp frá Skógum á fostudag upp á Skógaheiði. Þaöan gengu þeir á skiðum að Fimmvörðuháls- skála og gistu þar um nóttina. Á hádegi á laugardag lögðu þeir af stað frá skálanum og ætluðu yfir í Bása í Þórsmörk. Þar átti að gista aðfaranótt sunnudags og fara á sunnudegi á skíðum niður að Stóru-Mörk þar sem jeppunum hafði verið komið fyrir. Þessi áætl- un gekk ekki eftir og raskaðist fljót- lega vegna óveðurs eftir að ferðin hófst frá Fimmvörðuhálsskála. Urðu viðskila og villtust Reynir og einn félagi hans urðu viöskila við hina fjóra. Þeir sneru strax til baka að skálanum en Reynir og félagi hans villtust. „Við fukum hvað eftir annað af skíðunum og að lokum missti félagi minn skíðin af sér. í einni hryöj- unni fauk hann og ég varð ekki var við það fyrr en eftir eina mínútu. Þá var hann horfinn en síðar frétti ég aö hann hafði náð í Fimmvörðu- hálsskálann. Ég byrjaði að ganga til baka og gróf mig í fonn í von um að hann myndi finna mig. Það gerðist ekki og ég mat stöðuna þannig að halda áfram niður úr veðrinu frekar en Reynir Þór Sigurðsson með gönguskíðin sem hann var með í hrakningunum á Fimmvörðuhálsi. DV-mynd ÞÖK að reyna að finna skálann. Eftir göngu í nokkum tíma gerði ég mér grein fyrir að ég væri kominn út af leið. Þá ákvað ég að bíða og gróf mig aftur í fonn. Þar var ég til klukkan tvö aðfaranótt sunnudags eða þar til veðrinu slotaði. Þá hélt ég áfram inn að Heljar- kambi í niðamyrkri og ljóslaus. Ég kom að Kattarhryggjum þar sem ég beið í þrjá tíma eftir dagsbirtu. Ég lagði af stað niður Kattarhrygg- ina um áttaleytið um morguninn og var kominn í Bása í Þórsmörk um tíuleytið. Félagar mínir voru ekki þar og þá gerði ég mér fyrst grein fyrir að verið væri að leita aö mér,“ sagði Reynir Þór. Hann lét vita af sér og var þá leit hætt. LOKI Að semja eða semja ekki - það er ekki lengur spurning! Veörið á morgun: Skýjað með köflum A morgun verður norðankaldi eöa stinningskaldi, él norðan- og austanlands en skýjað með köflurn suðvestan til. Frost verður 0-10 stig. Veðrið í dag er á bls. 44 Lf alltaf á Miðvikudögoun mtm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.