Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 3. MARS 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Menntamál í klípu Engin hreyfing er í kennaradeilunni. Verkfalliö dregst á langinn meö hverjum deginum. Á meðan er skólakerf- iö í lamasessi og bömin og unglingamir líða fyrir deilu milli kennara og ríkisvalds. Hér er miklu meira í húfi heldur en stöðvun kennslu og vandræöi þeirra nemenda sem verkfalhð bitnar á. Hér er í hnotskum verið að takast á um fjöregg þjóðarinn- ar, menntun hennar og framtíð. Verkfalhð og ástandið í víðtækum skilningi endurspeglar það öngstræti sem menntamálin em í. Ef kröfur kennara eru rétt skildar vilja þeir að ríkis- valdið viðurkenni, í bættum kjörum, það hlutverk sem kennarar gegna í því breytta umhverfi sem við lifum í. Þeir vilja að kennarastarfið verði eftirsótt og metnaðar- fullt og kennarar séu þannig í stakk búnir til að bæta kennsluna í því ljósi að nám og menntun séu vaxtar- broddar þjóðfélagsins og framfaranna yfir í næstu öld. Þetta er allt skiljanlegt, þótt á hinn bóginn megi sömu- leiðis viðurkenna að ríkisvaldið á 1 skiljanlegum erfið- leikum með að semja við kennarastéttina 1 þessari um- ferð umfram það sem aðrir hafa samið um. Það er líka ljóst að samningar um heildarendurskoðun og endurmat á kennarastarfinu kreíjast yfirlegu og næðis sem ekki er fyrir hendi þegar komið er út í verkfall og tímahrak. Nú hefur verið gerð sú grundvallarbreyting á skóla- starfinu að grunnskólamir verða settir undir stjóm sveit- arfélaganna á næsta ári og er sú breyting af hinu góða. Hún býður upp á meiri sveigjanleika og skólastarfið fær- ist með þeim hætti nær bömunum og foreldrunum og þörfum einstaklinganna. Þetta er fyrsta skrefið. Hér hefur nokkrum sinnum verið hreyft þeirri hug- mynd að skólamir geti í framhaldinu orðið sjáifstæðari í rekstri og skólastjómm og stjórnum fahð meira sjálf- ræði í anda samkeppni og samanburðar, sem ætti jafn- framt að opna fyrir þann möguleika að bjóða kennurum hæm laun í samræmi við getu þeirra og hæfileika. Á síðustu árum hefur mikh gerjun verið að eiga sér stað í þá átt að laða fram samkeppni og á það bæði við um atvinnurekstur, hvers kyns þjónustu og ýmiss konar starfsemi sem hingað th hefur verið í höndum hins opin- bera. Hví skyldi þessi samkeppnishugsunarháttur ekki ná th þess vettvangs sem við eigum aht undir? Ef nám, menntun, uppeldi og fræðsla eru forsendur fyrir fram- sókn nýrrar kynslóðar, er þá ekki eðlhegt og sjálfsagt að þau lögmál vaxtar og viðgangs, sem annars staðar þykja nauðsynleg, séu innleidd og viðhöfð í skólunum?. Helsta orsök þeirrar stöðnunar, sem menn hafa nú mest- ar áhyggjur af í skólakerfinu, er kannske fyrst og fremst sú að skólamir hafa verið njörvaðir niður í ahsheijarfor- sjárhyggju. Við þurfum að brjótast út úr þeirri kví, bæði með nemenduma og kennarana. Þessi uppstokkun krefst tíma og nýrrar hugsunar og erfitt að sjá að hægt sé að semja um hana með hnefana á lofti eða í tímapressu verkfaha. Enginn vafi er samt á því að í ofangreindum breytingum felast möguleikar kennara th betri kjara og réttmætrar viðurkenningar. Stjómmálaflokkamir leggja nú út í kosningabaráttu og ekki verður annað séð og heyrt en þeir séu flestir sam- mála um að menntamálin hafi forgang. Þennan byr þarf að nýta, ekki síst í þágu kennara, en liðveisla þeirra er lykhatriði í viðleitni næstu ríkisstjómar th að lyfta mennta- og fræðslumálum í það sæti sem þeim ber og þjóðin þarf á að halda. Óvinsælar verkfahsaðgerðir em hins vegar ekki leiðin að þessu marki. Ehert B. Schram „Sekt eða sakleysi er ekki aðalatriði í þessu máli og trúlega þess vegna er það slíkt hitamál og vekur slíka athygli sem raun ber vitni.“ Simamynd Reuter Það má heita með ólíkindum að heimsbyggðin standi á öndinni út af einu morðmáh í Los Angeles þar sem „L.A. Law“ er ekki lengur sápuópera heldur raunveruleiki. En slíkur er ofurmáttm- banda- rísk-alþjóðlegra fjölmiðla að réttar- höldin yfir Orenthal James Simp- son, eða „O.J.“, eru orðin aðalfrétt ótrúlegustu ijölmiöla. Hvað sem mönnum kann að finnast um mála- vexti er þetta orðið sakamál aldar- innar í krafti ABC, CBS, NBC, CNN, AP og Reuters (sem keypti nýlega UPI). Þetta er enn meira umfangs en barnsránið á fiórða áratugnum þegar bami Lind- berghs, fyrsta mannsins tfi að fljúga yfir Atlantshaf, var rænt fyr- ir lausnargjald og það síðan drepið. Mál O.J. hefur heltekið bandarískt þjóðfélag. Þetta færir heim sanninn um ofurvald skoðanamótunar í krafti fákeppni. 0. J. dregur að aug- lýsingar. Jafnvel á Stöð 2 er talað um hann sem gamlan kunningja. Hinir stærstu fá aö sjálfsögðu aug- lýsingar þeirra sem hafa efni á að höfða til milljóna eða tugmilljóna. Máhð sjálft skiptir ekki máli, frétt- in sjálf er aðalatriðið, jafnvel á ís- landi. „Showið" í réttarsal, sem hundruð mihjóna horfa á daglega, tekur öhu fram sem sýnt er í „L.A. Law“. „The Juice“ O.J. Simpson var ameríski draumurinn. Hann vann sig upp úr örbirgð og smáglæpamennsku í San Francisco upp í það að verða ein mesta kempa sem um getur í bandarískum ruðningi og þjóðsaga í lifanda lífi. Síðan lifði hann á fornri frægð sem leikari í kvik- myndunum „Beint á ská“ þar sem hann hét því norræna nafni Nordquist. Þar liggur einmitt hundurinn grafinn. Með því að gefa blökkumanni norrænt nafn var sá KjáUarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður tónn gefinn sem nú hefur tekið á sig dökkar myndir í bandarískri fiölmiðlaumfiöhun. Hann kvæntist norrænni fegurðardís og ögraði þar með öUum þeim sem undir niðri eru andvígir kynþáttablöndun og notaði þessa fegurðardís sem stöðutákn. Blökkumaöur, hálft í hvoru viðurkenndur en hálft í hvoru ekki, rétt eins og aðrir blökkumenn í Bandaríkjunum, á sér ákveðinn stuðningshóp vísan hvað sem á gengur. Undirtónninn í réttarhöldunum yfir Simpson er kynþáttafordómar, hvort sem menn vUja viðurkenna það eða ekki. Sú sænskættaða dís og sá gyðinglegi kunningi hennar sem hökkuð voru til dauðs eru aukaat- riði. Máhð snýst um þeldökkan mann sem rauf kynþáttamúrinn og drap gyðing í leiðinni. Sekur eða saklaus? Þessi undirtónn, sem aldrei má koma upp á yfirborðið, yfirgnæfir öU málsatvik. Það „show“ sem fylg- ir sjónvarpsútsendingum af svip- brigðum veijenda eða sækjenda í þessu öllu hefur sýnt bandarískt réttarfar í vafasömu ljósi. Sam- kvæmt skoðanakönnunum er meirihluti Bandaríkjamanna sann- færður um að Simpson sé sekur, en fiöldi þeirra telur þó að hann sleppi, annaðhvort vegna þrætu- bókarlistar lögfræöinga um dóm- gæsluna eða vegna þess aö kvið- dómur komist ekki að einróma niö- urstöðu. Hver sem niðurstaðan verður, er nokkuð víst að hún verð- ur í minnum höfð. Ef til vill verður þetta eins konar Dred Scott mál 20. aldar. Það mál snerist um erfðarétt á þrælum og var sú kveikja sem borgarastríðið kviknaði af 1861. Undir niðri krauma sömu tilfinn- ingar. Sekt eða sakleysi er ekki aðalatriði í þessu máh, og trúlega þess vegna er það slíkt hitamál og vekur slíka athygli sem raun ber vitni. Gunnar Eyþórsson „Undirtónninn í réttarhöldunum yfir Simpson er kynþáttafordómar, hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki. Sú sænskættaða dís og sá gyðing- legi kunningi hennar sem hökkuð voru til dauðs eru aukaatriði.“ Skoðanir aimarra Kærur á færibændi „Samkeppnisstofnun er smátt og smátt að leggja niöur ríkisrekstur á íslandi. Miðað við úrskurði stofnunarinnar á undanfomum mánuðum þá er hægt að afgreiða kærur til stofnunarinnar á færi- bandi. Samkeppnislögin era það kristaltær. Ríkis- rekstur í samkeppni við einkaaöila og sem nýtur skjóls og styrkja frá ríkissjóði er einfaldlega bannaö- ur. Aðeins margtryggður einokarekstur þar sem öll samkeppni er bönnuð lögum samkvæmt er varinn fyrir úrskurði Samkeppnisstofnunar." Leiðari Morgunpóstsins 2. mars. Siðspílling „Sú siðspilling sem hefur viðgengist um langa hríð, að einstaklingar hafa braskað með sameign þjóðar- innar og haft tekjur af „eipum“ sem þeim voru af- hentar án endurgjalds. Við tilkomu kvótakerfisins urðu til verðmæti sem ekki voru til áður: takmarkað- ar heimildir til að veiða úr sameiginlegum fiskistofn- um. Þessar heimhdir eru verðmæti sem eigandinn - þjóðin öh - á að njóta afrakstursins af. Ohum má ljóst vera að við núverandi kerfi verður ekki unað lengur." Leiðari Alþýðublaðsins 2. mars. Gjörbreytt skólastarf „Gunnskólalögin leggja margvíslegan kostnað á herðar sveitarfélaganna til viðbótar viö laun kenn- ara. Ríkisvaldið hefur ekki treyst sér til þess aö fram- kvæma ýmis ákvæði laganna. Þau kveða hins vegar á um einsetinn skóla og skólamáltíðir, svo atriði séu nefnd sem gjörbreyta skólastarfi ef í framkvæmd komast. Þetta kostar mikla fiármuni, og ekkert hgg- ur fyrir um að sveitarfélögin fái aukna tekjustofna til þess að sinna þessu verkefni." Leiðari Tímans 2. mars. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.