Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 3. MARS 1995 15 Hvererámóti litasjónvarpi? Svo bar við á jólafostu að einn af hinum minnstu bræðrum kratanna, setti það á prent í Al- þýðublaðinu að ég undirritaöur hefði verið á móti Utasjónvarpi. Þetta kom mér nokkuð á óvart og er þó ýmsu vanur úr þeirri átt. Síð- an gerðist það að ungkratar gáfu út kosningabækling, hann hef ég að vísu ekki séð sjálfur, en mér hefur verið sagt að þar sé mynd af mér og það staðhæft að ég hafi lagst gegn litasjónvarpi. Sannleiksvitnið Jón Baldvin kemur til sögunnar Ekki kippi ég mér upp við það þótt hrafnsungar kratanna gargi og kroppi, en síðan gerðist það í eldhúsdagsumræðunum um dag- inn að sjálfur Jón Baldvin Hannib- alsson hélt þessari firru fram í Kjallariim „Ég lagði ennfremur til að hluta afnotagjaldanna yrði varið til að bæta dreifikerfið," segir Páll m.a. I grein sinni. Páll Pétursson alþingismaður „Ég flutti eina stutta tölu 1 þessum umræðum og þegar ég les hana nær 20 árum síðar fæ ég hvergi séð að ég hafi mælt gegn litasjónvarpi.“ ræðu sinni. Þá loks þótti mér taka steininn úr. Jón Baldvin, þetta höfuðsann- leiksvitni íslenskra stjómmála, maður sem þjóðin veit að tæplega skrökvar viijandi og auk þess er sérlega gætinn og vandur að virð- ingu sinni og dagfari öllu, er farinn að apa ósannindi eftir undirsátum sínum. Þar sem ég tel víst að svo stórættaður maður hljóti að vera kominn út af Ara fróða sem „ætið vildi hafa það sem sannara reynd- ist,“ verð ég að leiðrétta hann og aðra þá sem kynnu að taka mark á þessu þvaðri. Skoðið Alþingistíðindin Ég fletti upp í Alþingistíöindum frá 7. desember 1976. Þar er birt umræða sem varð um þingsálykt- unartillögu frá Ellert Schram um litvæðingu sjónvarpsins. Talsverð umræða varð um tillöguna og varð hún þó ekki útrædd. Fjölmargir alþingismenn tóku þátt í umræð- unni og komu mismunandi sjón- armið fram. Ég flutti eina stutta tölu í þessum umræðum og þegar ég les hana nær 20 árum síðar fæ ég hvergi séð að ég hafi mælt gegn litasjónvarpinu. Þar segi ég m.a. „Auðvitað kemur litasjónvarp", og síðar „það kemur auðvitað ein- hvem tíman að því að Utasjónvarp verði að veruleika á íslandi." Ég leyfði mér að minna á að 400 sveitabæir væru án þess að geta náð sjónvarpssendingum og taldi að það ætti að vera forgangsverk- efni að koma sjónvarpssendingum til þeirra. Ég lagði ennfremur til að hluta afnotagjaldanna yrði varið til að bæta dreifikerfið. Framsókn lltvæddi Rétt er svo að rifja upp að það var menntamálaráðherrann Vil- hjálmur Hjálmarsson, flokksbróöir minn og vinur, sem kom Utasjón- varpinu á. Ég er stoltur af því verki hans eins og mörgum öðrum sem hann framkvæmdi í sinni ráð- herratíð 1974-1978 með fullum stuðningi okkar þingmanna Fram- sóknarflokksins. Ég vil ennfremur minna á að það var annar menntamálaráðherra Framsóknarflokksins, Ingvar Gíslason, sem hóf byggingu Út- varpshússins við Efstaleiti og stofnaði svæðisstöðvar Útvarpsins. Þetta ætti að nægja til þess að sanna að framsóknarmenen hafa stuðlað að framfórum í útvarps- og sjónvarpsrekstri. Jón Baldvln má ekki skrökva Ég þarf ekki að sjá eftir neinu sem ég hef sagt um málefni RÚV á und- anförnum áratugum. Ég verð hins vegar að viðurkenna að það er ekki vansalaust fyrir þjóðfélagið að enn- þá árið 1995 skuli ekki vera búið að koma sjónvarpi til allra heimila í landinu og einungis til hluta ná- lægra fiskimiöa. Eg hef á Alþingi margoft knúið á um það mál en ekki með fullnægj- andi árangri. Vona ég svo að sann- leiksvitnið Jón Baldvin og þeir sem taka mark á honum hætti að skrökva um afstöðu mína til hta- sjónvarps. Páll Pétursson Hinir „saklausu" Föstudaginn 10. febrúar horfði ég á allsérkennilegaumræðu á Stöð 2 um fyrirhugað verkfall kennara. Þar voru þeir félagarnir Mörður og Hannes Hólmsteinn, ásamt for- svarsmanni kennara, Eiríki Jóns- syni. Þar varð Hannesi tíðrætt um hina saklausu nemendur og ábyrgðarleysi kennara gagnvart nemendum sínum. Hinir saklausu nemendur eru vel flestir börn þeirra láglaunastétta sem hafa ekki annað en verkfalls- rétt sinn til að reyna að ná fram kjarabótum fyrir sig og sína. Hinir saklausu nemendur og aðrir fjöl- skyldumeðlimir þeirra þurfa að hafa laun sem duga fyrir öllum al- mennum lífsþörfum. Lágmarkslaun 100 þúsund Mér hefur stundum dottið í hug að ef verkalýðsforustan væri á pró- sentum fyrir unnin störf, hvort hún næði lægsta Dagsbrúnartaxta. Þjóðarsáttin svokallaða sem lág- launastéttir tóku á sig er besta dæmið um hvernig er hægt að gera hina fátæku fátækari og hina ríku ríkari. Nú er komið að öðrum að hjálpa til við að viðhalda stöðug- leika í íslensku efnahagslífi. Alþingi íslendinga ætti að setja lög um að lágmarkslaun væru ekki undir 100.000 kr. á einstakling og líka er ekki síður nauösynlegt að setja lög um hámarkslaun, þ.e. að þau væru ekki meiri en 300.000. Aðeins þannig taka allir íslending- ar þátt í að viöhalda stöðugleika í þjóðfélaginu. Kjallariim Hræsnarar hræsnaranna Alveg finnst mér með eindæmum að annar ríkisstjórnarflokkanna skuli kinnroðalaust kalla sig jafn- aðarmannaflokk íslands þar sem hann hefur ekkert gert til að jafna launamisrétti í þjóðfélaginu. Þeir eru í mínum huga orðnir að hræsn- ekki niðurgreiddar þær vörur er- lendis frá. Þó svo Jón Baldvin vilji setja alla ísl. bændur á ráðherra- laun eins og hann sagði á sínum tíma og hélt því fram að það væri ódýrara fyrir þjóðfélagiö, þá hefur hann greinilega gleymt öllum þeim sem hafa atvinnu beint og óbeint af framleiðsluvörum bænda. Eða Agústa S. Björnsdóttir nemi Eg er þeirrar skoðunar að öll störf í þjóðfélaginu séu jafn mikil- væg og því eigi ekkert launamis- rétti að vera og til skammar fyrir þjóðfélagið að til skuh vera lág- launastéttir sem hafa laun sem eru langt undir skattleysismörkum. Geri ég mér vel grein fyrir því að mörg fyrirtæki í landinu þola ekki miklar launahækkanir en það eru til aðrar leiöir til að koma til móts við það, til dæmis lækkun vaxta sem eru alltof háir og eru að sliga bæði fyrirtæki og heimilin í landinu. Máhð er að þaö eru til kjarabætur og svo alvöru kjara- bætur. Þetta er það sem máhð snýst um hjá láglaunafólki. „Mér vitanlega eru eiginkonur ráð- herra ekki í vinnu hjá ríkinu. Ætli það þætti ekki skrýtið ef makar færu al- mennt að mæta í vinnu með mökum sínum og í ofanálag heimta dagpeninga fyrir?“ urum hræsnaranna í íslenskri póh- tík. Þar innan flokks viröist aðal- málið vera að hygla sér og sínum sem mest og ausa fjármunum ríkis- ins (okkar) í alls kyns vitleysu eins og búkhljóða magabumbusláttar menningarfuhtrúa jafnaöarmanna í London. En eftir höfðinu dansa limimir, Jón Baldvin vill ólmur komast í ESB og opna fyrir allan innflutning til landsins, til dæmis heldur hann að við fengjum niðurgreidda horm- óna og geislavæddar landbúnaðar- vörur frá aðildarríkjum ESB. Ég er alveg viss um að um leið og íslenskur landbúnaður væri orðinn rústir einar þá fengjum við ætlaði hann að setja það fólk líka á ráðherralaun? Sem betur fer er þvi ekki þannig farið í öllum flokkum að eftir höfð- inu dansi limirnir alveg blint. Ástríður Thoroddsen forsætisráð- herrafrú á heiður skilinn fyrir að þiggja ekki daglaun hjá ríkinu fyrir að vera kona Davíðs. Mér vitanlega eru eiginkonur ráðherra ekki í vinnu hjá ríkinu. Æth það þætti ekki skrýtið ef makar færu al- mennt að mæta í vinnu með mök- um sínum og í ofanálag heimta dagpeninga fyrir? Ágústa S. Björnsdóttir Hjúkrunarfræðingar vilja útrýma stétt sjúkraliða af stóru sjúkrahúsunum „Þetta er þri miður staðreynd. Sjúkrahðar hafa fengiö kaldar kveðj- ur frá hjúkr- unarfræðing- um síðustu aiisserin Og Bim«ÓlaM6Htr.(or- síðustukveðj- maóur f rseöslunalndar urnar fengum sPu'*|i*»*éi«9»i'“- við í nýjasta blaði Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga sem út kom I síðustu viku. Launabar- átta sjukraliða og baráttan fyrir því að reyna að fó lögum um sjúkraliða breytt virðist hafa far- iö nfiög fyrir brjóstið á þjúkrun- arfræðingum. Sjúkraliðar eru skelfíngu lostnir yfir þeim mót- tökum sem þeir hafa fengiö eftir að þeir komu til starfa eftir verk- fall. Ðaglega hafa sjúkrahðar samband við skrifstofu Sjúkra- hðafélagsins sem eru miður sín yfir viðmóti hjúkrunarfræðinga. Mikill niðurskurður er fyrir- hugaður í heilbrigðiskerfinu á þessu ári og ég fer nærri um á hverjum sá niðurskuröur mun bitna. Sem dæmi má nefha aö engir sjúkraliðanemar verða teknir i starfsþjálfun á Borgar- spítala eftir 13. mars. Sjúkraliða- nemar hafa átt mjög erfitt með að komast í starfsnám og það seg- ir sig sjáift að nemar geta ekki útskrifast sem sjukráhðar ef þeir komast ekki starfsþjálfun. Sjúkrahðar sem sótt hafa fram- haldsnám í hinum ýmsu greinum hjúkrunar hafa ekki fengið aö nýta menntun sína í starfi og engin breyting virðist ætla að verða á því.“ Alvarleg ásökun „Þetta er al- varleg ásök- un og alröng. ;l Jafnmargar stöðuheimild- ir sjúkrahða eru á bráöa- sjúkrahúsun- um í dag og VOrU fyrfr /U«>M6«.r,tom»6ur fimm árum FélagsWMiskrahjúkr- en stöðugild- «-i«^raainaa. um bjúkrunarfræðinga hefur fiölgað vegna fleiri bráðavakta og flutnings á bráðavöktum frá Landakoti til Borgarspítala og Landspítala. Það er litil hreyfing á sjúkrahðum á bráðasjúkrahús- unum og sjúkraliðar hafa sjálfir bent á aö fáir sjúkrahðar á Landspítalanum eru undir þrí- tugu. Síðustu áratugi hefur þjónusta á sjúkrahúsunum breyst mikiö, legutíminn hefur styst og sjúkl- ingar á sjukrahúsunum eru mun veikari en áður. Þjónustan krefst nú annars konar mömiunar en áður og það hefur sýnt sig að þaö er nauösynlegt að reka þessar stofnanir með fleiri hjúkrunar- frajðingura. Vegna skorts á hjúkrunarfræðingum hefurþessi þróun verið mjög hæg. Engum sjúkrahða hefur verið sagt upp af þessum ástæðum heldur hefur stöðugildum hjúkrunarfræðinga veriö fiölgaö. Menntun sjúkrahða nýtistmjög vel inni á öldrunarstofhunum þar sem aðstoð við athafnir daglegs Ijfs er stór hluti af hjúkrunar- þjónustunni. Með fleiri öldrunar- stofnunum hafa skapast mörg atvinnutækifáeri fyrir sjúkra- hða.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.