Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1995, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 6. MARS 1995 Fréttir Dalvík: Mörgum bjargaðúr snjósköflum Gytfi KxístjáHBSon, DV, Akureyii Björgunarsveitarnmenn á Dal- vik höföu nóg aö gera á laugar- dagskvöldið við að aðstoða öku- menn sem lent höföu í því að festa bíla sína bæði á Hámundarstaöa- hálsi og í Hrísamóum skammt sunnan viö Dalvík. Mikill skafrenningur var og lögreglan á Dalvík útvarpaði til- kynningu þess efhis að vegurinn beggja megin bæjarins væri ófær og fólk skyldi ekki vera þar á ferli. Samt sem áöur voru margir á ferðinni og björgunarsveitir drógu 10-15 biireiðar sem höföu fest í sköflum á veginum. Lögreglumaður á Dalvík sagði að lögreglan heföi haft nóg aö gera við að aðstoða fólk sem var á ferðinni innanbæjar og festi bifreiöar sínar. í gær var skap- legra veður á Dalvík en það er Ijóst að ef hvessir á Norðurlandi veröa allir vegir ófærir um leið þvi mikill laus snjór er yfir öllu. Eyjafjarðarsveit: Ekiðáhross Gytfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Ökumanni fólksbifreiðar tókst ekki að komast hjá árekstri við hross á veginum nærri bænum Kroppi í Eyjafjarðarsveit aðfara- nótt laugardags. Hrossið slasaðist þaö mikið við áreksturinn að aflifa varð þaö á staðnum. Bifreiðin er talsvert skemmd en enga sem í bifreiðinni voru sakaði. Akureyri: 19Stútur“veilibíI Gytfi Kristjánasan, DV, Akuteyit Okumaður, sem grunaöur er um ölvunarakstur, velti bifreið sinni á hringtorginu á mótum Hörgárbrautar og Undirhlíðar aðfaranótt laugardags. Maðurinn slapp lítiö sem ekkert meiddur. í dag mælir Dagfari Sigríður Osk Kristinsdóttir „ungfrú Norðurland 1995“. Ný feguröardrottning Noröurlands: Mér líður alveg æðis lega vel Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii; „Þetta er búiö aö vera alveg æðis- lega gaman og mér líður alveg æðis- lega vel. Sá tími, sem hefur farið i þessa keppni, hefur verið alveg ljóm- andi skemmtilegur og vegna kenn- araverkfallsins hef ég haft nægan tíma,“ sagði Sigríður Ósk Kristins- dóttir, 19 ára Akureyrarstúlka sem kjörin var „fegurðardrottning Norð- urlands" í Sjallanum á Akureyri um helgina. „Eg átti alveg eins von á þessu eins og allar hinar en tilfinningin var skrítin. Það verður gaman að taka þátt í keppninni í Reykjavík," bætti fegurðardrottningin við. Sigríður Ósk fékk veglegar gjafir í tilefni sigursins. Hún stundar nám á náttúrufræöibraut við Verkmennta- skólann á Akureyri og stefnir á frek- ara nám að stúdentsprófi loknu. Jó- hanna Erla Jóhannesdóttir var kjör- in „sportstúlka 1995“ og einnig besta ljósmyndafyrirsætan. Þá var Anton- ía María Gestsdóttir'valin vinsælasta stúlkan af keppendunum sjálfum. DV-mynd gk Hnífamaöur í Þlngholtum: Heimtaði samlokur og sígarettur Sautján ára piltur ógnaði af- greiðslumanni með hnífi í söluturni við Bergstaðastræti um hádegisbil á laugardag. Haföi pilturinn átt tal við af- greiðslumanninn um heima og geima þegar hann tók upp hníf og heimtaði samlokur, sælgæti og sígar- ettur. Afgreiðslumaðurinn fór að kröfum piltsins, sem huldi sig á eng- an hátt, og hljóp hann á brott með „ránsfenginn". Lögreglan náði piltinum skömmu síöar. Hann var fluttur til yfirheyrslu Lögreglumenn við Ciro. DV-myndS hjá RLR, játaði verknaðinn og var sleppt lausum. Hann hefur aldrei og gat ekki gefið viðhlítandi skýring- áður komið við sögu lögreglunnar ar á framferði sínu. þá í þeim störfum. Hvorki ráðherr- ann, hjúkrunarfræðingar né held- ur þjóöin sem þarf að kosta sjúkral- iðana ef þeir sinna áfram þeim störfum, sem þeir halda aö þeir eigi að sinna. Næst eru það svo hjúkrunar- fræðingar. Þær fréttir berast nú frá sjúkrahúsunum aö hjúkrunar- firæöingar segi upp í hundraðavís og það hljóta að vera miklar gleði- fregnir fyrir heilbrigðisráðherra ef hann losnar við bæði lækna og hjúkrunarlið á einu bretti. Þá snar- lækkar kostnaöurinn og heilbrigð- ismál eru ekki að plaga ráðherrann á þeim tímum þegar allt er undir því komið að skera heilbrigðiskerf- ið niður svo það geti svarað kostn- aði. Ef starfsfólkið er á braut og spít- alarnir anna ekki innlögnum vegna mannfæöar hlýtur aö draga úr veikindum vegna þess að fólk Heilsugæsluniðurskurður Eins og alþjóð er löngu kunnugt hefur heilbrigöisráðherrann Sig- hvatur Björgvinsson barist fyrir því með oddi og egg að skera niður heilbrigöiskerfið. Ráöherra heil- brigöismála hefur blöskraö hvað þaö kostar mikiö fyrir þjóðarbúiö að þjóðin haldi heilsunni. Enda er þaö ekki viöfangsefni ráöherrans að heilsufarið sé í lagi heldur að heilbrigöisþjónustan sé í lagi. Og hún er ekki í lagi meðan hún kost- ar of mikið og þá verður að draga úr heilbrigðisþjónustunni, hvort sem heilsan leyfir það ekki. Það er svo undir hveijum og ein- um komið hvort hann er heilsugóð- ur eða ekki og ráðherranum varðar ekki nokkurn skapaðan hlut um það hvort fólk veikist. Þaö er þeirra eigið vandamál og á ekki að vera vandamál ríkissjóðs. Fyrir þessa vösku frammistqðu sína hafa fylgismenn ráðherrans vestur á ísafirði hyllt Sighvat og hælt og nú eru þeir búnir að negla upp af honum risastóra mynd við aðalgötu ísafjarðar með einkunn- aroröunum: áræðinn, ákveðinn, traustur. Næst verður reist stytta af Sighvati, þegar honum hefur tekist aö leggja heilbrigðiskerfið í rúst. Þau áform hans hafa gengið vel að undanfömu. Með tilvísunar- kerfinu hefur ráöherranum tekist að fæla velflesta sérfræðinga í læknastétt út úr tryggingarkerfinu þannig að ríkissjóður þarf ekki frekar að skipta sér af læknunum í landinu og svo er það mál sjúkl- inganna hvort þeir vilja skipta sér af læknunum eða láta læknana skipta sér af þeim. Aöalatriðið er auðvitað að losna við læknana út úr heilbrigöiskerfinu og það er um það bil að takast. Ráðherrann hefur sömuleiðis gert sitt ýtrasta til að bola sjúkral- iðum frá þeim störfum þeir sinna. Sjúkraliðar hafa haldiö því fram aö ráöherrann hafi lofaö þeim auknum réttindum í formi laga frá Alþingi, og sjúkraliðar voru svo vitiausir að trúa ráöherranum. Ráðherrann heföi hins vegar orðið ósamkvæmur sjálfum sér ef hann heföi farið að efna loforð um slíkt enda ekki í þágu heilbrigðiskerfis- ins að hafa sjúkraliða áfram við störf. Þess vegna efnir hann ekki loforð sem ekki eru gefin til annars heldur en að svíkja þau og vonandi átta sjúkraliðamir sig á þessu og yfirgefa heilbrigðisstörfin sem þeir em að sinna því enginn vill hafa fer ekki að veikjast ef það getur ekki fengið aðhlynningu og þegar sjúklingarnir eru ekki lengur fyrir hendi til að hleypa kostnaðinum upp úr öllu valdi, getur ráðherrann sýnt fram á gífurlegan spamað í heilbrigðiskerfinu og þá fer að koma tími á styttuna af hinum ákveðna, áræöna og trausta ráð- herra, sem á skilið að ná endur- kjöri fyrir vestan í krafti niður- skurðarins. Ef einhver spyr hvernig þetta megi takast, liggur svariö í augum uppi. Ef sjúklingum fækkar þarf ekki á læknum að halda og ef ekki þarf á læknum aö halda þá þarf ekki hjúkrunarfræðinga og ef ekki þarf hjúkrunarfræðinga þarf ekki sjúkraliða! Sjúklingum fækkar af því að það eru ekki til læknar að taka á móti þeim og læknarnir taka ekki á móti, ef þeir hafa sagt upp og þá þarf heldur ekki hjúkmnarfræö- inga, ef ekki eru læknar fyrir sjúkl- ingana né heldur sjúklingar fyrir læknana. Þetta bera allt aö sama brunni. Heilbrigðiskerfið er óþarft eins og ráðherrann hefur alltaf haldið fram og þess vegna vinnur hann að því að leggja það niður. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.