Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 18. MARS 1995 55 ár liðin frá einni mestu svaðilför íslenskra sjómanna: Gott er að hafa svona sið, sjóða landa ef það á við - vatns- og matarlitlir í 12 sólarhringa í baráttu við veðurguðina á hafi úti „Við fórum út skömmu eftir mið- nætti 19. febrúar og lögðum lóöirnar, skammt vestan Sandgerðis. Þegar við vorum að draga inn síðasta bjóð- ið síðdegis var yngsti bátsveijinn sendur niður til að hita kafli. Hann kom strax upp og sagði okkur að það væri vatnslaust. Ég vissi betur og fór niður og kannaði málið. Þá hafði vatnið verið frosið í leiðslunum en um leið og strákurinn hitaöi upp kábyssuna þiðnaði í leiðslunum en hann hafði gleymt að skrúfa fyrir kranann þegar hann fór upp á dekk að tilkynna okkur um vatnsleysið. Um svipað leyti stampaði vélin og ég sem vélstjóri vissi strax hvað var að. Vélin var úrbrædd. Þá var veðriö orðiö mjög slæmt og versnaði enn meir og gerði svartabyl," segir Kjart- an Guðjónsson, sjómaður á níræðis- aldri og fyrrum skipveiji á Kristjáni RE-90. Vélin bræddi úr sér Sjóferð skipveijanna fimm á Krist- • jáni RE-90,15 tonna trébáti, er líklega ein raunamesta ferð sjómanna við íslandsstrendur. Um leið og véhn hafði brætt úr sér drógu skipverjar upp segl og neyðar- merki. Tvisvar sáu þeir til skipa og komust býsna nærri þeim en án þess að þeim væri veitt hjálp. Guðmundur Bæringsson formaður ákvað að reyna að ná landi en svo fór aö bát- inn rak meira undan straumi en vindi. Þegar þarna var komið áttu skip- veijamir fimm eftir að velkjast und- an stífri austanáttinni í 8 sólarhringa við ömurlegan aðbúnað. Vísir greindi frá því að líklega hefði bátinn hrakið lengst 250 kílómetra suðsuö- vestur af Reykjanesi. Leitarskip leit- uðu einungis um 140 kílómetra út af Reykjanesi. „Við skiptum strax með okkur vöktum. Fljótlega kom leki að bátn- Mim þannig að þaö var nóg að gera við að ausa. Dekkpumpan bilaði þannig að við þurftum að ausa sjón- um úr vélarrúminu. Það var fátt annaö við að vera.“ Kjartan var trúiofaður þegar þetta var og gekk unnusta hans, sem síðar varð eiginkona hans, með þeirra fyrsta barn undir belti. Hann segist aldrei hafa gefið upp vonina um að ná landi á ný og sama hafi gilt um félaga sína. Þeir hafi þó búið sig und- ir að sjóferöin gæti farið á hvom veginn sem var. Félagarnir hafi meö- al annars beðið hver fyrir öðrum með það versta í huga. „Einhvern veginn hélt maöur, að minnsta kosti ég, að maður myndi bjargast. Við bjuggumst alltaf við skipi en vonbrigðin urðu alltaf jafn mikil þegar við sáum skip og björgin var jafn fjarri," segir Kjartan. Kjartan segir að vatnsleysið hafi verið verst. Þeir hafi haft mat til dagróðurs og hann hafi verið búinn strax. Lítið hafi verið snert á aflan- um. Eimuðu sjó „Ég heid það hafi verið þriðju nótt- ina sem ég og Guðmundur lágum í koju að hann sagöi mér frá því að þegar hann var á Fossunum hefði verið bmggað vatn þar. Ég sagði strax við hann að viö gætum líka gert það því ég kunni að brugga, þótt ég hafi ekki bruggað vatn síðar. Ég hafði nú eitthvað kynnst þessu áður í sveitinni og vissi hvað átti að gera,“ segir Kjartan. Síðan hafði hann útbúið tækin með því að rífa stykki úr vélinni og fleira en erfitt var að athafna sig við verk- ið sökum veltings. „Þrátt fyrir að þetta væri aldrei nóg vatn vorum við ofsaglaðir þegar við sáum að þetta var hægt. Það .varð aldrei ósamkomulag þegar vatninu var skipt en þaö var naumt skammt- að.“ Komu fram á miðilsfundi Flestir í landi töldu Kristján af. Reyndar höfðu einhverjir skipveij- anna átt að hafa kómið fram á miðils- fundum hjá Lám miðh. „Við höfðum það bara gott í himnaríki," lét Kjart- an hafa eftir sér síðar. Tvisvar var reynt að gera við vél- ina en án árangurs enda nauðsynleg- ir varahlutir ekki við höndina. Skipst var á aö ausa á fimm tíma vöktum „Maður öðlaðist mikla reynslu þarna og sá hvað samstaðan getur skilað miklu. Sennilega lærði maður lika að meta líf sitt betur á eftir. Manni datt samt ekki í hug þá að maður myndi lifa svona lengi. Það er ábyggilegt." DV-mynd Brynjar Gauti og þegar færi gafst skulfu menn sér til hita, kaldir og blautir í reykjar- svælunni í lúkarnum. Eldiviður var einnig á þrotum undir það síðasta en skipveijar höfðu brennt stampa, lóðabelgi, kojur, kassa og fleira. Það var svo á áttunda degi að vind- áttin snerist og hann blés á vestan. Guðmundur formaður sagði í sam- tali við Morgunblaðið daginn eftir björgunina að þá hefði vonarneisti kviknað í augum fimmmenning- anna. Haldið heim „Viö sigldum í þijá heila daga og þriðju nóttina sigldum við inn í ljósa- dýrð togaranna. Sem fyrr bjuggumst við við aðstoð en allt kom fyrir ekki. Enginn sinnti okkur þrátt fyrir að okkar hafði verið saknað í 11 daga. Við kveiktum bál á dekkinu til að vekja á okkur athygli en áhafnir skipanna sinntu okkur ekki,“ segir Kjartan, en hér var um útlenda tog- ara að ræða á fjarlægum miðum í miðri heimsstyijöld. Veðrið var mjög slæmt þegar þeir komu aftur að landi á miíh Reykja- nesvita og Stafnesvita og greinilegt að erfitt yrði að ná landi. „Þegar við komum að Kirkjuvogi vorum við all- ir sammála um að sigla bara í land. Menn voru bara orðnir þreyttir og vildu fá enda á þetta. Við vorum viss- ir um að við myndum hafa þetta af en áttuðum okkur ekki á því hvað af okkur var dregið.“ Ferð bátsins endaði svo 1. mars, á tólfta sólarhring eftir að haldiö var í róður, i svokallaðri Skiftivík, skammt suður af Höfnum. Þar var einna árennilegast að taka land. Við landtökuna tók báturinn niðri og all- ir skipveijar fóru í sjóinn. Björgun- armenn óðu út í sjó og gekk vel að koma skipveijunum í land. Minningin lifir í Vísi seinna sama dag sagði að kjölurinn á bátnum sneri upp „og eru dagar bátsins áreiðanlega taldir, og hefir þessi síðasta fór hans sannar- lega orðið giftusamleg, úr því sem komiö var, þótt hún að hinu leytinu hafi verið einstök og muni lengi í minnum höfö.“ Blaðamanni Vísis rataði satt orð á munn því seinna sama ár var flutt revía í Reykjavík og var þar komið inn á svaðilfór fimmmenninganna. Karlamir á Kristjáni kunnu það sem með þurfti. Brást ei bruggunin, besta huggunin. Þá hefði alla lengi þyrst ef þeir ei kynnu bruggsins hst. Hefðu að landi loksins þeir líklega ekki komist meir. Gott er að hafa svona sið, sjóða landa ef það á við. 0! Ó! hetju hð, Þetta er heilræðið Lærði að meta lífló betur „Maður öðlaðist mikla reynslu þama og sá hvaö samstaðan getur skilað miklu. Sennhega lærði maður líka að meta líf sitt betur á eftir. Manni datt samt ekki í hug þá að maður myndi lifa svona lengi. Það er ábyggilegt," segir Kjartan, að- spurður hvaða lærdóm hann hefði dregið af þessum atburði. Hann telur að í kjölfarið hafi verið farið að leita betur að skipum sem saknað var. Jafnframt hafi nauðsyn talstöðva sannað sig þarna en tal- stöðin úr Kristjáni var í viðgerð í Reykjavík þegar þetta gerðist. Al- mennt hafi öryggismál verið tekin betri tökum í kjölfarið. -pp Flakið af Kristjðni í fjörunni í Skiftivík. Mynd: Öldin okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.