Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 31. MARS 1995 Fréttir Deilur um sjúkraflutninga milli ríkisins og borgarinnar: Bréf frá ráðuneytiiiu týndist í ráðhúsinu „Viö sendum bréf á skrifstofu borgarstjóra í desember en þaö virö- ist hafa glatast á skrifstofu borgar- stjóra. Samrit til fjármálaráðuneytis- ins barst hins vegar á tilsettum tíma þangað. Það má vel vera að uppsögn- in sé gild. Við verðum bara aö skoða það en heilbrigðisráðuneytið þarf ekkert frekar að hafa samráð við borgarstjóm Reykjavíkur en aðrar sveitarstjómir," segir Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri hefur sent Sighvati Björg- vinssyni heilbrigðisráðherra bréf þar sem hún dregur 1 efa að uppsögn á samningi um framkvæmd og rekst- ur sjúkraflutninga í Reykjavík, Kópavogi, á Seltjamamesi og í Mos- fellsbæ sé gild vegna þess hvemig staðiö hafi veriö að uppsögninni og lýsir furöu sinni á því að uppsógn á jafn mikilvægum samningi hafi ekki borist borgarstjóra fyrr en í mars. Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík af- henti þá borgarstjóra ljósrit af upp- sagnarbréfinu. Ljósritið var dagsett 19. nóvember. „Þá hafa borgaryfirvöld fengið staðfest að viðræður eigi sér stað milli ráðuneytis yöar og Rauöa kross íslands um skipulag, stjóm og fram- kvæmd sjúkraflutninga og að gert sé m.a. ráð fyrir að Rauði kross íslands semji í umboöi ráðuneytisins við sveitarfélög um framkvæmd sjúkra- flutninga. Borgaryfirvöld hafa ekki verið þátttakendur í þessum viðræð- um og hljóta að mótmæla því að al- gerlega sé framhjá þeim gengið í svo brýnu hagsmunamáli fyrir borg- arbúa,“ segir í bréfinu til ráðherra. í lok bréfsins lýsir borgarstjóri þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að tryggja framkvæmd sjúkra- flutninga á höfuðborgarsvæðinu áð- ur en ráöuneytiö framselur skyldur sínar til annarra aöila, til dæmis Rauða kross íslands. í fjárlögum fyrir þetta ár er gert ráð fyrir að kostnaður við sjúkra- flutninga í landinu lækki um 50 miilj- ónir króna, þar af er helmingur á höfuðborgarsvæöinu en kostnaður við sjúkraflutninga í Reykjavík hefur numið tæpum 200 milijónum króna. -GHS mikill inn- Rannsóknarlögregla ríkisins handtók í fyrradag mann á þrít- ugsaldri fyrir tvö innbrot í Selás- skóla, á mánudag og þriöjudag. í fyrra skiptiö sem maöurinn braust inn stal hann myndsendi- tæki, tékkhefti, litlum peninga- kassaogbankabók, sem hann tok strax 100 þúsund krónur út af. í gær var hann aftur mættur i skól- ann, en hafði þá leigt sér sendibíl og oröið sér úti um lykil að skóla- stofum. Þá stal haim 3 tölvum, 3 prenturum, 3 sjónvörpum, 2 myndbandstækjum, 2 hátölur- um, ljósmyndavél, 2 örbyigjuofn- um, ööru myndsenditæki, hljóm- tækjasamstæðu og útvarpi. Maðurinn, sem hefur Htillega komið við sögu lögreglu áður, var handtekinn og fannst allt þýfið. Hann var yfirheyrður og sleppt að því loknu. Kátir nemendur MR ganga heim að loknum fyrsta skóladegi eftir verkfall. Að loknu kennaraverkfalli: DV-mynd GVA Mæting nemenda í fram- haldsskólunum mjög góð - eitthvaðumaðnemendurfækkiviðsigáföngum Margir óttuðust að kennaraverk- fallið yrði til þess að nemendur myndu hætta námi í stórum stíl. Það kom hins vegar í ljós í gær, á fyrsta skóladegi eftir verkfall, að ótti manna virðist ástæðulaus. í MH í Reykjavík fengust þær upp- lýsingar að nemendur hefðu skilaö sér mjög vel. Þá mætti telja á fingrum beggja handa sem ekki hefðu mætt. Aftur á móti væri nokkuð um að nemendur hefðu fækkað við sig áföngum á þessari vorönn. Öm Sigurbergsson, aðstoöarskóla- meistari í Menntaskólanum í Kópa- vogi, sagði að menn væru mjög ánægðir með heimtur á nemendumn eftir verkfall. „Ég hef að vísu ekki talið það ná- kvæmlega en giska á að mætingin sé á milli 90 og 95 prósent. Hér er um heils árs áfanga að ræða og því nokk- uð erfitt fyrir nemendur að fækka við sig áfongum. Við erum þó með umsjónarkennara og námsráðgjafa í því að ræða þessi mál við nemendur. Sumir eru hikandi og velta því fyrir sér hvort þeir eigi að hætta eða fækka við sig fógum. Eins er ætlunin að hafa samband við þá nemendur sem ekki hafa mætt og heyra í þeim hljóðið," sagði Öm Sigurbergsson. „Ég hef ekki orðið var við að nokk- ur nemandi hafi hætt. Ég held að heimtur séu fullkomnar. Ég viöur- kenni að ég var farinn að óttast að einhverjir myndu hætta námi. Ég hef sennilega verið orðinn smitaður af áhyggjum áfangaskólamanna," sagði Guðni Guðmundsson, rektor MR, í samtali við DV. Landsbyggðin: Gjaldsvæðum fækkar og símakostnaður lækkar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ákveðið hefur verið að fækka gjaldsvæðum Pósts og síma um miðj- an næsta mánuð, og verða gjald- svæðin 8 í stað 18 þegar breytingin hefur tekið gildi. Halldór Blöndal samgönguráðherra tilkynnti þetta á blaðamannafundi á Húsavík í gær. Breytingin á sér stað á 6 númera- svæðum eöa öllum númerasvæðum nema 91 og 92 svæðunum sem nú þegar eru eitt gjaldsvæði hvort um sig. Viö fækkun gjaldsvæðanna lækkar símakostnaðar á landsbyggð- inni allt frá 28-74% þegar símtal lækkar um gjaldflokk eða flokka. Símtöl sem nú eru innan sama gjald- svæðis verða á óbreyttu verði. Séu tekin dæmi um lækkun síma- kostnaðar á landsbyggðinni má nefna að símtöl milli Akureyrar og Húsavíkur lækka um 63%, símtöl milli ísafjarðar og Borgamess um 28% og milli Grímseyjar og Akur- eyrar um 63%. Mesta lækkunin, sem er tæplega 74%, er milli Húsavíkur og Dalvíkur, Grímseyjar og Húsavík- ur og loks á milli Egilsstaða og Hafn- ar í Homafirði. Vöruskiptin við útlönd hagstæð í f ebr úar Vöraskiptin í febrúarmánuði voru hagstæð um sem nemur 1,5 milljarði króna. Fluttar voru út vörur fyrir 8,7 milljarða en inn fyrir 7,2 milljaröa. í sama mánuðí í fyrra vora vöruskipt- in hagstæö um 1,2 milljarða á fóstu verðlagi. Fyrstu tvo mánuði þessa árs vora fluttar út vörar fyrir 17,3 milljarða en inn fyrir 13,9 milljarða. Afgangur varð því af vöraskiptunum við út- lönd sem nemur 3,4 milljörðum króna þessa fyrstu mánuði ársins. Það er nánast sama og var í fyrra. Verömæti vöraútflutningsins þessa tvo fyrstu mánuði var 16 pró- sent hærra á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru 64 prósent alls útflutningsins og var verðmæti þeirra 2 prósent lægra en í fyrra. Verðmæti útflutts áls var 17 prósentum meira en á síðasta ári. Innflutningur á matvælum var 13 prósent meiri nú en í fyrra. Sömu- ( leiðis jókst innflutningur annarrar neysluvöra um 15 prósent. Fólksbíla- innflutningur jókst um 4 pósent og innflutningur annarrar vöra jókst um 34 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu íslands. , Hafdís SF á leið til Hafnar nýlega með góðan afla. DV-mynd Ragnar Imsland Höfn: Mikil afli í öll veiðarfæri Júfia Imsland, DV, Hofii: Homafjarðarbátar hafa fiskað vel aö undanfómu og í síðustu viku vora netabátar með allt að 70 tonnum. Um 20 smábátar hafa verið að veiöum og komiðmeð 700-1000 kílóeftirdaginn. Besthefurþóveiðinveriðhjádrag- í nótabátum sem hafa verið á skráp- lúra og komið með 25-30 tonn effir veiðiferð. Stutt er síðan farið var aö nýta skráplúruna. Hún er unnin í flök, lausfryst og send á Ameríku- markað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.