Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1995, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 31. MARS 1995 Menning Ljósmyndasýning Jean-Yves Courageux í Listhúsi 39: Svipmyndir af ferðalagi í nýlega opnuöum innri salnum í Lásthúsi númer 39 viö Strandgötuna í Hafnarfirði hefur Jean-Yves Courageux hengt upp sýningu á ljósmynd- um frá ferð sinni um eyðimerkumar í Alsír. Þetta eru ferðamyndir þótt þær séu teknar og unnar af miklu meiri kunnáttu en flestir ferðamenn búa yflr og sem ferðamyndir sýna þær ekki aðeins veruleika viðfangsefn- isins heldur líka afstöðu ferðalangsins - það sem grípur auga hans, vekur hann til umhugsunar eða kveikir með honum tilfmningar. Þær afhjúpa ekki síst þörf ferðalangsins fyrir ferðalög og í áletrun á vegg í sýningar- salnum setur Jean-Yves fram mottó sem hann fær að láni frá Kipling: Það eru til tvær manngerðir, þeir sem halda sig heima við og þeir sem gera það ekki. Jean-Yves vill greinilega ekki sitja um kyrrt. Myndimar eru fjölbreyttar þótt landslagið í eyðimörkinni sé líklega næsta einhæft. Myndimar era líka nokkuð jöfnum höndum teknar af Myndlist Jón Proppé landslagi og af fólki og sýna því bæði umhverfi og daglegt líf Touareg- anna sem þessar slóöir byggja. Þær bera vitni mikilli næmni ljósmyndar- ans og ást hans á viðfangsefninu enda kemur fram í sýningarskrá að Jean-Yves er sjálfur fæddur ekki alllangt þar frá, í bænum Saint-Louis á landamærum Senegal og Máritaníu, við ósa Senegalárinnar. í myndunum kallast hversdagslegir atburðir eins og úlfaldakaup á við bergangurslega náttúruna og fornar minjar hirðingjaþjóðarinnar, stein- ristur og klettamálverk sem sýna glöggt hve undur svipað lífið í eyðimörk- inni hefur verið kynslóð fram af kynslóð í þúsundir og jafnvel tugþúsund- ir ára. Ein manneskja er nafngreind - dóttir E1 Mouden í mjög fallegri mynd - og auðsýnilegt að ljósmyndarinn á nánara samband við fólkið sem hann ferðast meöal en túristinn sem aðeins sér umhverfið gegnum myndavélina sína. Taktu þátt í skemmtilegum leik með Sparihefti heimilanna og þú getur átt von á að vinna gómsætt páskaegg frá Nóa Síríusi. Allt-sem þú þarft að gera er aö hringja í 99-1750 og svara fimm laufléttum spurningum um Sparihefti heimilanna sem nú hefur veriö dreift í öll hús á höfuöborgarsvæöinu. Þann 12. apríl næstkomandi veröur dregiö úr pottinum og hljóta hvorki meira ná minna en 500 heppnir þátttakendur páskaegg frá Nóa Sírtusi í verölaun. Þú sem þátttakandí í leiknum getur kannaö hvort þú sért einn af þeim heppnu meö því aö hringja í síma 994.750 frá 12. apríl næstkomandl. Páskaeggin "eröa afhent vinningshöfum laugardaginn 15. apríl. Sýning á verkum Nínu Tryggvadóttur í Listasafni íslands: Náttúrustemn- ingar 1957-1967 Verk Nínu Tryggvadóttur þekkja líklega flestir ís- innar sem nú stendur í Listasafni íslands. í safninu lendingar enda var hún einn af bestu málumm sem héðan hafa komið. Hún dvaldi þó lítið á íslandi eftir að hún hélt fyrst utan til náms í Danmörku árið 1935 - fyrst í tvö ár, 1946-1948, og síðar 1950-1952, en þá reyndar nauðug þar sem bandarísk yfirvöld meinuðu henni landvist af því að hún var tahn hættulegur kommúnisti. Lengst af bjó hún erlendis - í New York, París og Lundúnum. Nína hafði ávallt mjög sterkan stíl en verk hennar eru samt ótrúlega fjölbreytt. Hún málaði bæði með olíu- og vatnslitum, bjó til klippimyndir og steinda glugga, vann mósaíkverk og sviðsmynd fyrir ballett. Myndefnið var að sama skapi fjölbreytt og það liggja eftir hana mannamyndir, götumyndir og landslags- myndir, auk afstraktverkanna sem em tema sýningar- Nínu Tryggvadóttur þekkja líklega flestir íslendingar enda var hún einn af bestu málurum sem héðan hafa komið. hefur áður verið haldin stór yflrhtssýning á verkum Nínu og það er vel til fundið að halda nú sýningu sem takamarkast við afstraktmyndirnar sem Nína málaði síðustu tíu ár ævi sinnar enda er óhætt að taka undir orð safnstjórans Bera Nordal í inngangi að sýningar- skrá að afstraktverkin hafi veriö „stærsti og merkasti hluti“ lífsstarfs Nínu. Margar myndanna eru í eigu dóttur Nínu, Unu Dóm Copley. Verkin á sýninguna hafa verið vahn af kostgæfni og með uppsetningu þeirra er lögð áhersla á það að leiða áhorfandann inn í þróunina sem átti sér stað í afstrakt- verkum Nínu. Elsta verkið á sýningunni er frá 1955 og þar er eins og Nína sé að fikra sig varlega inn í afstraktið. Myndin er að sumu leyti líkari uppstihingu en afstrakti þótt ekki megi greina í henni neina þekkj- anlega hluti. í stað þess að leyfa htaflötunum að skera sig úr frá bakgmnninu og öðrum flötum tengir hún þá saman með því að nota hvítan ht bæði sem grunn bak við aðra hti og í forgmnni yflr dekkri fleti. Þess- ari aðferð heldur hún síðan í myndunum sem málaðar Myndlist Jón Proppé eru um og fyrst eftir 1960, þótt litirnir verði smátt og smátt sjálfstæðari og afstraksjónin ákveðnari. í þess- um myndum eru það fyrst og fremst pensilstrokurnar sem gefa formunum svip og kraft - ákveðanar og gróf- ar strokur sem sefja hvern htaflöt á hreyfmgu innan myndhehdarinnar. Árið 1963 verða síðan nokkur um- skipti í myndunum. Þær verða þokukenndari og í stað þess að mála óhka hti hvern yfir annan notar Nína skylda hti og leyfir þeim að renna saman. Litasamsetn- ing verður markvissari en myndbyggingin aftur lausari. Það er síðan í síðustu myndunum - frá árinu 1967 - að þessi þróun nær lokapunkti þar sem formin sitja kyrr í eins konar afstraktlandslagi og hreyfingin í myndinni sprettur alfarið af byggingunni og sam- spili litanna. Það verður vart skihð við þessa sýningu án þess að hrósa aðstandendum fyrir sýningarskrána. í henni er að finna htprentanir af sextán myndum og ágæta umfjöllun Aðalsteins Ingólfssonar, auk æviskrár Nínu, yfirhts yfir sýningar hennar og skrár yfir það sem skrifað hefur verið um hana og yfir það sem hún gaf sjálf út. Sýningarskrá af þessu tagi er ómetanleg heim- ild sem nýtist hstunnendum og fræðimönnum löngu eftir að sýningunni sjálfri hefur aftur verið pakkað niður. LEIKURINN Taktu þátt í skemmtilegum leik og svaraðu tveim laufléttum spurningum. Þú ferð með þátttökuseðilinn á McDonald’s, Suður- landsbraut 56, og með því að kaupa eitthvað af girnilegum matseðli McDonald’s ert þú kominn í pottinn. Skilafrestur er til 8. apríl. Stór kók frítt gegn framvisun miðans! Gegn framvisun þessa mióa á McDonald's fá þeir sem kaupa eitt- hvaó af girnilegum matseóli McDon- ald's frítt stóra kók meó matnum og komast aó auki í verólaunapottinn. ! 1) Hvað heita afsláttarmáltíðir McDonald's? a) Skýjamáltíðir b) Stjörnumáltíðir c) Stjánamáltíðir ! itiu 2) Á hvaða dögum kemur Barna-DV út? ! a) Laugardögum b)Mánudögum c) Þriðjudögum I ! NAFN_______________________________________________ i ! HEIMILISFANG_______________________________________ i ! SÍMI_______________________________________________ Ferðaþjónustan Jökulsérlóninn Mwm&wmmwmf [ ÆVINTYRALEG VERÐLAUN I BOÐI / Daglega næstu þrjár vikurnar verða \ tveir heppnir þátttakendur dregnir j úr pottinum og hljóta þeir ferö á Vatnajökul ásamt glæsilegum hádegisveröi I Jöklaseli á vegum ; Jöklaferða og sigiingu á Jökulsárlóninu á vegum Feröaþjónustunnar Jökulsárlónl. Verðmæti hvers vinnings er 9.000 , kr. Innifalið er rútuferö meö Austurleið frá Kirkjbæjarklaustri, \ Skaftafelli eða Höfn í hornarfirði. Nöfn vinnlngshafa verða blrt vikulega í DV á föstudögum. Bridge________________________________________________ Bridgefélag Siglufjarðar Nú er lokið firmakeppni félagsins og urðu úrsht eftirfarandi: 1. Skipaafgreiðsla Hreiðars Jóhannssonar 271 2. Siglflrska útgáfufélagið hf. 254 3. Egilssíld 250 4. ÁTVR 249 Bridgefélag Siglufjarðar þakkar þátttakendum kærlega fyrir veittan stuðning. Þá var sphaður þriggja kvölda tvímenningur og urðu úrsht eftirfarandi: 1. Anton Sigurbjömsson-Bogi Sigurbjömsson 372 2. Sigfús Steingrímsson-Sigurður Hafhðason 364 3. Ingvar Jónsson-Jón Sigurbjömsson 359 4. Birkir Jónsson-Björk Sigurbjömsdóttir 357 Efhr tvær umferðir í hraðsveitakeppni félagsins er staðan eftirfarandi: 1. Sveit Boga Sigurjömsson 757 2. Sveit Jóhanns Jónssonar 756 3. Sveit íslandsbanka 715 4. Sveit Ingvars Jónssonar 704 Mánudagixm 3. apríl hefst hið árlega Skeljungsmót sem er þriggja kvölda barómeter. Opnum á morgun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.