Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 Sviðsljós Billy Joel hættur að syngja: Búinn að fá nóg Poppsöngvarinn Billy Joel er búinn að fá nóg. „Ég er hættur," tilkynnti hann á dögunum við lok hljómleika sem hann hélt í Miami á Flórída. Það er kannski heldur ekki undarlegt. Undanfarið ár hefur veriö Billy Joel erf- itt vegna skilnaðarins við eiginkonuna, fyrirsætuna Christie Brinkley. Og við skilnaðinn missti hann líka daglegt sam- band við niu ára gamla dóttur sína. „Ég er alveg gjörsamlega búinn að vera,“ segir Billy sem verður 46 ára í þessum mánuði. „Hjónaband mitt fór út um þúfur. Ég missti fjölskyldu mína. Ég verð bara að fara heim og kynnast sjálf- um mér upp á nýtt. Ég fer aldrei aftur í langt tónleikaferðalag," segir Billy Joel sem hefur nánast verið á samfelldu ferðalagi frá árinu 1993. Billy hefur verið í sviðsljósinu í 25 ár og hann hefur ýmist út á tónlistarbrans- ann að setja, segir að þar sé allt fullt af þjófum og ræningjum. Billy Joel er af verkamannafjölskyldu Poppsöngvarinn Billy Joel stendur á tímamótum í lífi sinu, skilinn við konuna og hættur að haida tónleika. Hér er hann með Christie á meðan allt lék i lyndi. kominn, alinn upp á Long Island við New York, en hann hefur heldur betur náð aö koma sér áfram, eins og sagt er. Plöt- urnar hans hafa selst í 50 milljónum ein- taka og hann hefur fengið fimm Grammy verðlaun. í ofanálag var hann svo kvæntur Christie Brinkley, einni fegurstu konu heims, í átta ár. Og það var fyrir hana sem hann samdi m.a. hið vinsæla lag Uptown Girl. Ógæfan byijaði í apríl í fyrra þegar Christie lenti í þyrluslysi í Kólóradó. Billy fór samstundis að sjúkrabeði henn- ar en komst þá að því að Christie hafði átt leynilegan ástarfund með fasteigna- kónginum Ricky Taubman, sem hún svo giftist síðar. En tveimur vikum eftir slys- ið tilkynntu Billy og Christie að þau ætluðu aö skUja. En þótt Billy ætli að hætta að koma fram opinberlega er hann þó ekki alveg hættur í tónlistinni. Hann ætlar að halda áfram að semja fyrir aðra en BUly Joel. „Ég er orðinn hundleiður á honum.“ Talaðu við okkur um BÍLARÉTTINGAR ' ASPRAUTUN Varmi Auðbrekku 14, sími 64 21 41 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 0 2.045.917 O 4 af 5 4jj Plús ^ fflH 60.720 3. 4alS 84 6.230 4. 3a(5 2.954 410 Heildarvinningsupphæð: 4.083.977 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Símamynd Reuter Dagskrá útvarps og sjónvarps! aiii n 9 9 • 1 7 • 0 0 hagnýtar upplýsingar þegar þér hentar Vérð aðeins 39,90 mínútan. Áfrumsýningu í Hollywood Mikið var um dýrðir i Kinverska leik- húsinu i Hollywood þann 1. maí, á baráttudegi verkalýðsins, þegar rjómi kvikmyndaborgarinnar mætti til frumsýningarinnar á French Kiss, nýjustu mynd leikstjórans Lawrence Kasdans. Aðalkvenhlutverkið er í höndum Meg Ryan og hér sést hún mæta á frumsýninguna með eigin- manninn Dennis Quaid sér við hlið. Ekki er Ijóst hvað vakti svona kátínu þeirra við komuna í leikhúsið. Franskir kossar virðast höfða til finnska leikstjórans Renny Harlins en hann mætti á frumsýningu kvik- rnyndarinnar „French Kiss“ í Holly- wood 1. maí. Eiginkonan mætti auð- vitað einnig en hún er engin önnur en leikkonan Gena Davis. Símamynd Reuter Reinaldo de Carvalho heitir þessi brosmildi maður, eða öllu heldur hét. Reinaldo gegndi veigamiklu hlutverki á kvötkveðjuhátíðinni í Rio þar sem hann fór með hlutverk feita kóngsins siðastliðin níu ár. Á síð- ustu hátíð var hann hvorki meira né minna en 260 kíló. En heilsan þoldi ekki alla þessa fitu og því var Rein- aldo ráðlagt að reyna að grenna sig. En þegar hann var búinn að ná af sér 30 kilóum gaf hjartað sig end- anlega. Simamynd Reuier Ekkl nakin fram Breska leikkonan Helena Bon- ham-Carter, sem margir minnast úr Herbergi með útsýni, hætti fyrir skemmtstu við að korna fram í nýrri kvikmynd danska leikstjórans Lars von Triers. He- lenu fundust nefnilega ástaratriði sem hún átti að taka þátt í vera einum of djörf fyrir sinn smekk. Von Trier verður því að leita að nýrri leikkonu. Mamma Streisand Lauren Bacall er komin á þann virðulega aldur aö geta leikið mæöur fullorðinna kvenna. Þessa dagana er verið að ræða við hana um að taka að sér hlut- verk móður Barböru Streisand í nýrri mynd sem Streisand ætlar sjálf að leikstýra, auk þess nátt- úrlega að leika í. Myndin sem um ræðir heitir The Mirror Has Two Faces og þar verður líka JeíT Bridges. Amold giftir sig Tom Amold, sem einna best þekktur er fyrir hlutverk sitt sem eiginmaður Rósönnu í samnefnd- um sjónvarpsþáttum, hefur ákveðið að gifta sig. Sú heppna heitir Julie Campnella og sér ekki sólina fyrir Tom, enda hann eng- in smásmíð. Tom og Julie fara upp að altarinu 22. júlí. í veisl- unni verður mikið um dýröir en þangað hefur köppum eins og Arnold Szhwarzenegger og Bruce Willis verið boöið. Hittust aftur Angelica Houston segir að þaö hafi verið auðvelt að hitta fyrrum eiginmann sinn, Jack Nicholson, þegar þau mættu við tökur nýrr- ar kvikmyndar, The Crossing Guard. Houston sleit 17 ára sam- bandi þeirra 1989 þegar hún frétti að Jack ætti von á barni með annarri konu. Angelica segist ekki vilja erfa slíka hluti og fannst það græða gömul sár aö hitta Jack á ný. En varla verður af nánara sambandi þeirra í milli eftir gerö nýju myndarinnar þar sem Angelica giftist myndhöggv- aranum Robert Graham fýrir tveimur árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.