Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 25 Hringiðan Það mátti sjá aö gamlir vinir til margra ára voru mættir til að samfagna Steingrími St. Th. Sigurðssyni, listmálara og rithöfundi, í mikilli afmæli- sveislu á Flughótelinu í Keflavík þegar hann varð 70 ára á laugardaginn. Hér má sjá nokkra af þeim sem alhr eru kunnir hljómlistarmenn, Ómar Axelsson, Árni Elvar, Guðmundur Steingrímsson og Guðmundur Norðdal. DV-Mynd Ægir Már _______________________________________Menning Höfuð konunnar er ekki þungt „Mannshöfuð er nokkuð þungt...“ segir í einu af ljóðum Sigfúsar Daða- sonar úr Ijóðabók hans, Ljóð 1947-1951, og vísar Ingibjörg Haraldsdóttir til þessara orða í upphafi nýútkominnar ljóðabókar sinnar, Höfuð kon- unnar. Þar fær einnig að fljóta með tilvitnun úr Egils sögu Skallagrímsson- ar þar sem Skafti prestur Þórarinsson tekur upp haus Egils sem þykir bæði undarlega mikill og fram úr hófi þungur. Með þessar tilvitnanir að leiðarljósi yrkir Ingibjörg ljóðabálk um höfuð konunnar sem er ekki þungt! Nei, það er „mjallhvítur/- dúnmjúkur/hnoðri“ sem „siglir/á skærbláum sunnudagshimni/og hlær“. Höfuð konunnar „dansar/á Klambratúni" „undir blindfullu tungli“, það er stundum „baðað tárum/svita/blóði“, týnir stundum áttum og stundum geymir konan það „milli fóta sér/um hríð“! í þessum óviðjafnanlega ljóða- bálki, sem hefur að geyma níu ljóð, birtast flestar þær tilfmningar sem hrærst geta í einni sál: gleði, sorg, vonbrigði, væntingar, harka, mýkt, ást og höfnun. Hér leikur húmor- inn einnig stórt hlutverk og þótt alvaran sé aldrei langt undan, bæði í þessum ljóðum og öðrum, finnst mér sem meiri léttleiki einkenni ljóð Ingibjargar nú en oft áður sbr. eftirfarandi erindi: Þótt höfuð konunnar getufoff veSð erfitt Bókmenntir að halda því ------------------------ svo ekki sé minnst Sigríður Albertsdóttir á andlitiö (bls. 36). ------------------------ Það er freistandi að skoða þennan ljóðabálk sem nk. andsvar við áður- nefnt Ijóð Sigfúsar Daðasonar þar sem höfuð konunnar er fjarri góðu gamni: „Mannshöfuð er nokkuð þungt/en samt skulum við standa upprétt- ir“ (undirstr. mín). Og seinna í ljóðinu: „höldum nú áfram, lítum ei fram- ar við“. Andspænis yflrvegun og kaldtempraðri skynsemi karlkynsins teflir Ingibjörg fram glettni og glundroða sem skilar sér í heilsteyptri lýsingu á manneskju sem leyfir sér ekki aðeins aö gleðjast og fmna til heldur gerir einnig óspart grín að sjálfri sér (og öðrum?). Sigfús Daöason er ekki eina skáldið sem Ingibjörg kallast á við á svo kankvíslegan hátt. Hér má einnig finna vísun í hiö fallega ljóð Stefáns Harðar Grímssonar, „Að farga minningu" (Úr Tengslum), sem hefst svona: „Sá sem kemur aftur/er aldrei sá sami/og fór“ (39). Ljóð Ingibjarg- ar heitir „Kannski" og hljóðar þannig: Sú sem var/er farin/Sú sem kom í staðinn/kom aldrei alveg/öll -/en kannski/kemur hún seinna/syngur með fuglum/og seihst til stjarna? (bls. 31). í ljóði Stefáns Harðar er „ævintýrið" liðið en hjá Ingibjörgu er ennþá von, jafnvel í þeim ljóðum þar sem ljóðmælandi er skihnn eftir, aleinn og heyrir ekki neitt „nema djúpan nið/þagnarinnar“ („Alein“ bls. 28). Og þó vissulega sé þungt yfir konunni í ljóðinu „Áleiðis“, sem er með „fiekk- aða sál/og/margbrotið/hjarta“ (29), leggur hún þrátt fyrir þunga byrði sársaukans enn „á brattann" líkt og „æskurjóða" stúlkan með „logandi elda í augum" gerði í ljóðinu „Auglýsing" í Nú eru aðrir tímar. Slíkar samsvaranir viö konur í öðrum bókum má einnig finna í seinni hluta bókarinnar þar sem Ingibjörg yrkir magnað ljóö til rússnesku skáldkon- unnar Marínu Tsvetajevu (1892-1941). Bók sinni lokar Ingibjörg með þýð- ingu á löngum ljóðabálki eftir þessa sömu skáldkonu þar sem svipaðar kenndir eru á sveimi og í ljóðum Ingibjargar sjálfrar. Þessi bálkur heitir „Ljóðið um endalokin" og segir frá hinsta fundi elskenda og hugsunum konunnar sem er í þann mund að missa elskhuga sinn. Tilfmningar henn- ar eru nístandi sárar og í lok ljóðsins er örvæntingin allsráðandi: „Og - hnípið og lágt - /sekkur skipið/sporlaust, hljóðlaust - /í holar öldur myrk- urs“ (bls. 95). í síðasta ljóðinu í bálknum „Höfuð konunnar" yrkir Ingi- björg einnig um brostna drauma en ólíkt skipi Marínu, sem sekkur, sigla hennar skip enn „um næturhöfm/og mætast, skríða hljóð/út úr dimmum þokum/og mætast" (bls. 41). Þannig er von og bjartsýni teflt fram gegn vonleysi og sorg í yndislegum og einlægum ljóðum sem smjúga beint inn í hjarta - og höfuð! Ingibjörg Haraldsdóttir Höfuð konunnar Mál og menning 1995 Leikhús 5ÍWÍ.]/ ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðió FÁVITINN ettir Fjodor Dostojevskí Kl. 20.00: Aukasýning, á morgun, fid. 4/5, allra síðasta sýning. STAKKASKIPTI ettir Guðmund Steinsson Frumsýn. föd. 5/5 kl. 20.00, nokkur sæti laus, 2. sýn. sud. 7/5, nokkur sæti laus, 3. sýn. mvd. 10/5, nokkur sæti laus, 4. sýn. fid. 11/5, nokkur sæti laus, 5. sýn. sud. 14/5. Söngleikurinn WEST SIDE STORY eftir Jerome Robbins og Arthur Laurents við tónlist Leonards Bern- steins Kl. 20.00 Ld. 6/5, uppselt, föd. 12/5, uppselt, Id. 13/5, uppselt, föd. 19/5, mvd. 24/5. Ósóttar pantan- ir seldar daglega. Smiðaverkstæðið TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright Kl. 20.00. Ld. 6/5, uppselt, þrd. 9/5, uppselt, föd. 12/5, uppselt, Id. 13/5, uppselt, mvd. 17/5, uppselt, næstsiðasta sýning, föd. 19/5, uppselt, sið- asta sýning. Ósóttar pantanir seldar dag- lega. Gjafakort í leikhús - sigild og skemmtileg gjöf. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 18 og fram að sýningu sýningardaga. Tekiö á móti simapöntunum virka daga frá kl. 10. Græna línan 99 61 60. Bréfsími 61 12 00. Sími1 12 00 - Greiðslukortaþjónusta. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra sviðið kl. 20. DÖKKU FIÐRILDIN eftir Leenu Lander Föstud. 5/5, næstsiðasta sýning, föstud. 12/5, síðasta sýning. VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Laugd 6/5, örfá sæti iaus, fimmtud. 11/5, laugard. 13/5, föstud. 19/5. Litla sviðkl. 20.30. Leikhópurinn Erlendur sýnir: KERTALOG eftir Jökul Jakobsson Fimmtud. 4/5, föstud. 5/5. Takmarkaður sýningarfjöldi. Mlóavcrð 1200 kr. Munid gjafakortin okkar. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús 1 ÍSLENSKA ÓPERAN illl mii ... = Stmi 91-11475 Smwa/a Tónllst: Giuseppe Verdi Aðalhlutverk: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ólafur Árni Bjarnason og Bergþór Pálsson. Fösd. 5/5, næstsíðasta sýning, laud. 6/5, siðasta sýning. Sýningar hefjast kl. 20.00. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningardag. Munió gjafakortin. Miðasalan er opin kl. 15-19 daglega, sýningardaga til kl. 20. SÍM111475, bréfasími 27384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Hjónaband Þann 20. nóvember sl. voru gefin saman í hjónaband í Laugamesldrkju af séra Ólafi Jóhannessyni Jóna Pálína Grims- dóttir og Júlíus Zulharnain Kazmi. Heimih þeirra er í Reykjavík. Leikfélag Akureyrar DJÖFLAEYJAN Föd. 5/5 kl. 20.30, laud. 6/6 kl. 20.30, örfá sæti laus, sunnud. 7/5 kl. 20.30, fimmtud. 11/5 kl. 20.30. • • • • J.V.J. Dagsljós KIRKJULISTAVIKA1995: GUÐ/jón Sýnt i Safnaðarheimili Akureyrarkirkju Frumsýning þriöjud. 9/5 kl. 21.00. 2. sýn. miðvikud. 10/5 kl. 21.00. 3. sýn. sunnud. 14/5 kl. 21.00. AÐEINS ÞESSAR ÞRJÁR SÝNINGAR! Miðasalan i Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Simi 24073. Greiðslukortaþjónusta, / Sinfóníuhljómsveit Isiands sími 562 2255 Tónleikar Háskólabíói fimmtudaginn 4. maí, kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Jerzy Maksymiuk Einleikari: Izumi Tateno Efnisskrá Benjamin Britten: Fteludia og fuga Aram Khatsjatúrjan: lÝanókonsert Ludvig van Beethoven: Sinfóná nr. 4 Miðasala á skrifstofutíma og við innganginn við upphaf tónleika. Greiðslukortabiónusta. Myndirvíxluðust Myndir af höfundum tveggja kjall- aragreina víxluðust í DV í gær, þriðjudag. Mynd af Guðjóni Jenssyni bókasafnsfræðingi fylgdi grein eftir Sigurð Antonsson framkvæmda- stjóra og öfugt. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. aÍiir. ov 9 9-17-00 Verð aöeins 39,90 mín. lj Fótbolti : 21 Handbolti 31 Körfubolti 41 Enski boltinn 5 j ítalski boltinn . 6 | Þýski boltinn 71 Önnur úrslit 8J NBA-deildin jlj Vikutilboð stórmarkaðanna 2J Uppskriftir il\ Læknavaktin Apótek ;_3J Gengi m m 3J AI 6 Dagskrá Sjónv. Dagskrá St. 2 Dagskrá rásar 1 Myndbandalisti vikunnar - topp 20 Myndbandagagnrýni ísl. listinn -topp 40 í 71 Tónlistargagnrýni 8 Nýjustu myndböndin 1} Krár j 2 | Dansstaðir 3|Leikhús 41Leikhúsgagnrýni _5j Bíó 6 [ Kvikmgagnrýni 6 ...yj/i/. 1} Lottó 2[ Víkingalottó 3 j Getraunir mgsnumer mammmm 11 Dagskrá líkamsræktar- stöðvanna 99-1 7-00 Verð aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.