Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Síða 32
40 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 Trimm____________________________pv Hilmar Bjömsson í Mætti: Fimm ára reynsla með hlaupahópa - kennum breyttan lífsstíl Hilmar Björnsson, framkvæmdastjóri Máttar. DV-myndir Sveinn „Þetta er fimmta áriö sem við bjóðum fólki að koma og taka þátt í hlaupa- hópum hjá okkur. Fyrsta árið var metþátttaka en þá komu 200 manns. Ég giska á að á þessum fimm árum hafi 600-700 manns tekið þátt í þess- um hluta af starfi Máttar." Þetta segir Hilmar Björnsson, framkvæmdastjóri Máttar, en nú er Máttur að fara af stað með sína ár- legu hlaupahópa. Starfinu er skipt í hóp A sem eru byrjendur og þeir sem ætla styttri vegalengdir í Reykjavík- urmaraþoni, nefnilega 10 kilómetra eða skemmtiskokk. Hópur B er síðan fyrir vana skokkara sem stefna á heilt eöa hálft maraþon. Það er Ragn- heiður Sæmundsdóttir íþróttakenn- ari sem stýrir byrjendunum en Heimir Bergsson íþróttafræðingur sér um þá sem eru lengra komnir. Nýmæli í þessari starfsemi Máttar er sérstakur gönguhópur sem verður starfræktur í Skipholti 50 þar sem Máttur er með bækistöðvar auk þeirra sem allir þekkja í Faxafeni. Gönguhópurinn er einkum ætlaður miðaldra fólki sem kýs minni átök en samt heilbrigða hreyfingu og það er Jóhanna Guðlaugsdóttir, íþrótta- kennari og sjúkraþjálfari, sem stýrir þeim hópi. Verðið lækkar? Verðið fyrir 15 vikna námskeiö þar sem hópurinn hittist þrisvar í viku er 12.540 krónur. Innifalið í verðinu er opið kort í líkamsræktarstöð Mátt- ar og eru meðlimir hvattir til þess að nota sér það. Verðiö hefur iækkað um 4.000 krónur frá í fyrra. Hvað veldur? „Við höfum breytt dálítið uppbygg- ingunni á kennslunni. Kennarar eru færri en oft hafa verið áður og það ásamt aukinni samkeppni hefur leitt til verðlækkunar," segir Hilmar. En hefur orðið mikil þróun í starfi hlaupahópanna gegnum árin? „Það má segja að þetta skiptist í tvennt. Annars vegar erum við með fastan hlaupanóp sem hefur verið að hlaupa hér allt árið með reglulegum hætti og hins vegar eru þessi sum- arnámskeið sem standa í 14-15 vikur og lýkur oft með þátttöku í Reykja- víkurmaraþoni í endaðan ágúst. Við höfum einnig boðið upp á þessi nám- skeið í þremur einingum fyrir þá sem ekki vilja skuldbinda sig allt sumar- ið.“ Þó fastur kjarni hafi skokkað með Mætti árum saman hafa margir náð Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson mjög góðum árangi og þá leitað á önnur mið eftir þjálfun. Hilmar segir að aðstandendur Máttar hafi snemma gert sér ljóst að rétt væri að einbeita sér að byrjendum og meðalsterkum hlaupurum og láta íþróttafélögin um sérhæfðari þjálfun hlaupara sem lengra eru komnir. „Við höfum séð margt af „okkar“ fólki fara á toppinn í þessu og stofna sína eigin hlaupahópa og margir virðast hafa tekið mikið mið af okkar undirbúningi. Þannig sjáum við að námskeið sem aðrir auglýsa eru ná- kvæm stæling af okkar námskeið- um.“ Kennum nýjan lífsstíl Hvernig er tekið á móti byrjendum sem mæta til þátttöku í hlaupahóp- um Máttar? „Við höfum reynt að flétta saman ýmsa þætti þjálfunar og fræðslu. Við leggjum áherslu á að hlaupið er að- eins einn þáttur í þeim lífsstíl sem viö kennum fólki. Það þarf að huga að mataræði, réttum teygjuæfingum, vökavtapi, styrktaræfingum, sál- rænu hliðinni og búnaði. Mjög marg- ir hlauparar gleyma þessum heildar- þætti. Þeir láta nægja að hlaupa og styrkja líkamann ekki nóg að ööru leyti og lenda fyrir vikið í ótímabær- um álagsmeiðslum. Svo má ekki gleyma því hvað hóp- kenndin og félagsskapurinn er mik- ils virði og sést best á því hvað hlaupahópar eru vinsælt fyrirbæri. Viö höfum ýtt undir þetta með því að hafa ýmsar aðrar uppákomur fyr- ir utan hlaup, skokk og leikfimi. Við höfum farið með okkar fólk í göngu- feröir á fjöll hér í nágrenninu og svo er fastur liður á hverju sumri að fara eina hálendisgönguferð eins og t.d. Laugaveginn. Þetta er hluti af þeirri stefnu okkar að kenna fólki nýjan lífsstíl." Rómantískir svitadropar En sögur segja að menn styrki ekki bara þrek og þol í hlaupahópum heldur blómstri rómantíkin einnig í svitadropunum. Er þetta rétt, Hilm- ar? „Auövitað kynnist fólk hér við skemmtilegar og heilbrigðar kring- umstæður og við vitum um ástar- sambönd og jafnvel hjónabönd sem verða hér til. Við héldum hér árshá- tíð á dögunum fyrir okkar fólk og þá fréttum við af pari sem var að gifta sig sama daginn en þau höfðu einmitt kynnst á árshátíð Máttar fyr- ir ári. Þannig getur fólk tengst varan- lega gegnum heilbrigð áhugamál." Ragnheiður Sæmundsdóttir, þjálfari hlaupahóps Máttar, með sittfólk í þrek- prófi í vikunni. Allir gengust undir svokallaða mjólkursýrumælingu. Hvar á að hlaupa? Viltu spretta úr spori í dag? Þú á skrifstofu Umf. Aftureldingar í vilt það áreiöanlega og ef þú ert síma 566 7089. ekki búin að skrá þig þá skulum 6. maí. Vímuvamahlaup Lions í viö snöggvast fletta upp í hlaupa- Hafnarfirði hefst kl. 14.00 á Víði- skránni og sjá hvaö er á dag- staöatúninu. Mest 4,5 km. Allir skránni í dag og næstu daga. hlaupa allsgáðir og fá pening fýrir. 6. maí. Viðavangshlaup íslands Upplýsingar veítir Bryndís Svav- hefst kl. 14.00 í Mosfellsbæ. Þetta arsdóttir ofurskokkari í síma 555 erhlaúpiðsemverðuraðfarafram 3880. á grasi lögum samkvæmt. Minnst 11. maí Fjölskylduhlaup Vals 1,5 km en mest 8 km. Upplýsingar hefst kl. 19.00 við Hlíðarenda. Enn um „Laugavegsmet" Á Trimmsíðu 29. apríl var htil grein um met á „Laugaveginum" milli Landmannalauga og Þórsmerk- ur. Enn bætist í sjóð þekkingar um afrek manna á þessari leið þvi Ingvar Baldursson skrifaði Trimmsíðu nokkrar línur og lýsti þar gömlu meti á hendur sér. Hér skal áréttuð tímaröö þeirra sem hafa sett met og hvenær þau voru slegin. 5. september 1991 Þorsteinn og Guðmundur Hannessynir 8:03 28. ágúst 1993 Ingvar Baldursson 7:56 2. september 1993 Benedikt Hálf- dánarson 7:21 12. september 1993 Sveinn Ernsts- son 6:36 Met Sveins stendur semsagt enn og sjálfsagt á einhver eftir að reyna að slá það. Best er að fara leiðina að hausti þegar stillt er í veðri og snjóa- lög í Kaldaklofsfjöllum í lágmarki. Sé mikill snjór borgar sig að vera á ferð snemma morguns áöur en snjó- bráðar fer að gæta. Grashagakvísl, Bratthálskvísl, Bláfjallakvisl, Innri- Emstruá og Þröngá getur allar þurft að vaða en sé heppnin með er hægt aö stikla flestar þeirra. Hefðbundin aðferð er að halda sig við stikuðu leiðina og víkja hvergi frá henni og kvitta í gestabækur á leiðinni til stað- festingar komu sinni. Upphaf er skáh FÍ í Landmannalaugum og enda- mark Skagfjörðsskáli í Langadal í Þórsmörk sem einnig er í eigu FÍ. : --W'.. *. t* .* *».* * . . * jHS ..', : ; ICELAND 1995 PU FÆRÐ UPPLYSINGAR UM HM'95 k VERALDARVEFNUM h..P://»»,v.ha„dbaius □RACL6' W o r I d W i d e W e b I n t e r f a c e K i t TEYMI ORACIE HUGBUNAÐUR A I S L A N D l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.