Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1995, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 9. MAI 1995 9 Utlönd Hátíðahöld vegna sigursins yfir nasistum í Moskvu í dag: Borís Jeltsín for- dæmir fasisma Borís Jeltsín Rússlandsforseti fagnaöi endalokum heimsstyrjaldar- innar síðari í Evrópu fyrir'fimmtiu árum í ræðu sem hann hélt við skrúðgöngu þúsunda fyrrum her- manna á Rauða torginu í Moskvu í morgun og hann hvatti heimsbyggð- ina til að leyfa fasismanum aldrei að skjóta eitruðum kollinum upp aftur. „Við skulum láta minningu stríðs- ins verða að sameiningarafli nú,“ sagði Jeltsín við uppgjafahermenn- ina sem fylktu liði á Rauða torginu. Við sama tækifæri bar hann lof á þátt bandamanna í sigrinum yfir Hitlers-Þýskalandi. Minnumst látinna „Viö skulum gera þennan dag að degi til aö minnast hinna látnu, til að sameina öfl hins góða, til að for- dæma fasismann og að degi vonar um stöðugan friö,“ sagði Jeltsín enn fretnur í ræðu sinni. Rúmlega 26 milljónir sovéskra borgara týndu lífi í heimsstyrjöldinni síðari sem í Rússlandi gengur undir nafninu foðurlandsstriðið mikla. Davíö Oddsson forsætisráðherra er meðal rúmlega fimmtíu þjóöaleið- toga sem taka þátt í hátíðahöldunum í Moskvu og mun hann síðar i dag leggja blómsveig að minnisvarða óþekkta hermannsins. Nokkurn skugga ber á hátíðahöld- in i Moskvu í dag en það eru áfram- haldandi styrjaldarátök í Tsjetsjeníu, þar sem Rússar hafa verið sakaðir um að fremja fjöldamorð á óbreytt- um borgurum. Clinton Bandaríkjaforseti lagði blómsveig að minnisvarða óþekkta hermannsins í morgun áður en hann slóst í för með Jeltsín og öörum þjóðaleiðtogum til Rauöa torgsins að fylgjast með göngu hermannanna. Forsetarnir tveir munu síöan ræða saman að hátíöahöldunum loknum. Rauðir fánar og hinn þríliti fáni Rússlands skreyttu fjölmörg hús og opinberar byggingar í Moskvu. Göt- ur borgarinnar voru tandurhreinar eftir mikla hreingerningaherferð í tilefni dagsins. Hörmungar stríðsins Þetta er þriðji dagur hátíðahalda til minningar um lok styrjaldarinnar en áður höfðu leiðtogar þjóðanna, sem sigruðu Þýskaland nasismans, safnast saman í London, París og Moskvu. Við hátíöahöldin í Berlín í gær fjöll- uðu A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, Viktor Tsjernomýrdin, forsæt- isráðherra Rússlands, John Major, forsætisráöherra Bretlands, og Francois Mitterrand í ræöum sínum um dyggðir friðarins og hörmungar stríðsins. „Óvinur gærdagsins er vinur í dag,“ sagði Mitterrand. „Erum við að fagna ósigri? Er það sigur og hvaða sigur? Það er líklega sigur frelsisins. Þaö er sigur Evrópu á sjálfri sér. Að því lcytinu erum við öli sameinuð." Reuter I Sill Clínton Bandarikjaforseti er i hann blómsveig að minnisvarða óþekkta hermannsins. rum og i morgun lagoi Simamynd Reuter Færeyjar: Útgerðar- menn vilja stof na banka Færeyskir útgerðarmenn vilja stofna nýjan banka sem veita á Fær- eyjabankanum samkeppni. Færeyja- bankinn hefur verið einráður í bankarekstri í Færeyjum en hann varð til við sameiningu Færeyja- bankans og Sjóvinnubankans 1993, að kröfu danskra stjórnvalda. Útgerðarmenn segja nánast útilok- að að fá peninga að láni í Færeyja- bankanum og standi það færeysku atvinnulífi fyrir þrifum. Segja þeir bankann setja fram of miklar kröfur um tryggingar fyrir lánum til at- vinnustarfsemi. A aðalfundi útgerð- armanna var samþykkt samhljóða að leita til annarra aðila í færeysku efnahagslífi, auk stéttarfélaga, um stuðning til stofnunar nýs einkarek- ins banka. í kjölfar sameiningar Færeyja- bankans og Sjóvinnubankans var Fossabankanum einnig lokað. Spari- sjóðir fengu reyndar leyfi til al- mennrar bankastarfsemi en hafa takmarkað bolmagn til að lána fé til atvinnulífsins. RB Nr. Lelkur: Rððln 1. AIK- Hammarby 1 - - 2. Degerfors - Halmstad -X - 3. Göteborg - Örgryte 1 - - 4. Helsingbrg-Trelleborg 1 -- 5. Malmö FF - Öster 1 - - 6. Norrköping - Örebro 1 - - 7. Man. Utd. - Sheff. Wed 1 - - 8. Aston V. - Liverpool 1 - - 9. Notth For. - Man. City 1 - - 10. Arsenal-Wimbledon 1-- 11. QPR - Tottenham 1 -- 12. Everton - Southamptn -X - 13. C. Palace - West Ham 1 - - Heildarvinningsupphæð: 73 mílljóntr 13 réttir kr. 12 réttir 1.730 kr. 11 réttir 10 réttir kr. kr. flíll il S W SÍTIÉ ** s1 9 9*1 7*00 Verö aöeins 39,90 mín. l[ Vikutilboð stórmarkaöanna _2| Uppskriftir OPIÐ: Virka daga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 Sunnudaga kl. 16-22 AUGLÝSING AR Þverholti 11 - 105 Reykjavik - Simi 563 2700 Bréfasimi 563 2727 - Græni síminn: 99-6272 (fyrir landsbyggðina) OU MB af leikjum FYLGIR!. Apple-umboðið SKIPHOLTI 21 • SÍMI: (91) 62 48 OO Heimasíöan: HTTP://WWW.APPLE.IS íslenskt styrikerfi Verö: 110.526 eða 105.000 Performa Macintosh Performa 475 er meö 4 MB innra minni, 250 B harðdiski og 14" Apple litaskjá. Þetta er tölva sem hentar fullkomlega fyrir heimilið eöa skólann. fotron™ 1.1 y >•* 'öJLSWt JL IJÍ § ð * * & il i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.