Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1995, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 9. MAI 1995 15 „Það hefur komið fram að þeir sem starfa við að rétta fram aðstoðina hafi gegnumsneitt mun lakari afkomu en þeir sem samhjálpina þiggja.“ Sjúkt samfélag Kúgun millistéttar er staðreynd á íslandi í dag. Þetta felst í þeirri skörun sem orðið hefur á kjörum þeirra sem eru á framfæri þjóðfé- lagsins og þeirra sem standa undir þjóðfélaginu með sköttum sínum og gjöldum. Eins og bent hefur ver- ið á, m.a. af Vinnuveitendasam- bandi íslands, er aíkoma atvinnu- lausra í mörgum tilvikum betri en vinnandi stétta. í sumum tilvikum, eins og þegar litið er til lægst launuðu stéttanna, munar þar verulegum upphæðum. Margir þeir sem starfa á þeim vett- vangi gera það eingöngu út frá gömlum gildum á borð við „vinnan göfgar manninn", eða einhverri álíka speki sem hljómar hlægilega í dag. Það þarf að fara talsvert yfir meðaltekjur til að fjölskyldur með slíkar tekjur standi jafnfætis þeirri Kjállarinn Reynir Traustason blaðamaður sem býr við atvinnuleysi. Sá þögh meirihluti sem undir þessu rang- læti og þessari kúgun lifir er með að meðaltali laun á bilinu 100 til 300 þúsund á mánuði. Þetta er hóp- ur sem hingað til hefur ekki risið upp en það hlýtur að renna upp sá tími. Fólk í fyrirrúmi? Það hefur komiö fram að þeir sem starfa við aö rétta fram aðstoðina hafl gegnumsneitt mun lakari af- komu en þeir sem samhjálpina þiggja. Þetta er með slíkum endem- um að ekki getur annað gerst en að upp úr sjóði. Það ætti að vera stjómmála- mönnum umhugsunarefni hvers vegna Framsóknarflokkurinn jók svo fylgi sitt sem raun ber vitni við síðustu kosningar. Eðlilegasta skýringin á því er sú að flokkurinn gekk fram með mjög ákveðna aug- týsingapólitík fyrir kosningar. Fjöldi þess fólk sem lifir og býr við skattakúgun trúði því að slagorð á borð við „fólk í fyrirrúmi", væru annað og meira en innantóm orð. Þetta sama fólk trúði því og trúir hugsanlega enn að til standi að lækka jaðarskatta og létta þar meö róður meðaltekjufólks. Það kemur þó þessu fólki eflaust mjög á óvart að áherslur í stjómarsáttmálanum skuh ekki vera sterkari í þá átt að standa við þessu stefnumið. Gegn skattakúgun Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið sig út fyrir að vera flokkur gegn skattakúgun og með einkafram- taki. Það er vandséð hvemig hann getur varið það að vinnandi Islend- ingar í dag skuh hafa þá ráðgjöf nærtækasta fyrir börn sín að at- vinnuleysi sé vænsti kosturinn í stöðunni sé litið til ríkjandi ástands. Úrlausnir á málum þessa fólks eiga ekki að þurfa að lenda í ruslakistu sáttmálans og vera af- greidd með einhveiju snakki á borð „Sá þögli meirihluti sem undir þessu ranglæti og þessari kúgun lifir er með að meðaltali iaun á bilinu 100 til 300 þúsund krónur á mán- uði,“ segir m.a. í greininni. við það að stefnt skuli að því að endurskoða skattakerfið á síðari hluta kjörtímabilsins. Niðurstaða alþingiskosninganna ætti að sýna mönnum þann skýra vilja fólks að þegar vérði gengið í að breyta skattakerfinu og aflétta þeirri skattakúgun sem getur ekki annað en leitt til hnignunar samfé- lagsins. Atvinnulausir eiga bágt Það er enginn vafi á því að at- vinnulaust fólk á bágt og það er heldur enginn vafi á því að fólki sem á bágt ber að hjálpa. Það sem er vafasamt og raunar ófært er það að þeir sem hjálpina reiða af hendi skuli verr staddir en hinir þurfandi eftir góðverkið. Þjóðfélag sem keyr- ir launafólk sitt niður í svaðiö og setur hina þurfandi á stall er sjúkt samfélag og þar er tafarlausra að- gerða þörf. Reynir Traustason Náttúrufrasðihús Aukinn fjöldi erlendra ferða- manna leggur árlega leið sína hing- að til að skoða náttúra landsins. Það er mjög bagalegt að hafa þá ekki veglegt náttúrufræðihús ásamt náttúrufræðisafni í Reykja- vík. Þar gætu þessir eriendu gestir skoðað margt það forvitnilega sem við höfum að sýna á sviði náttúra- fræði í okkar landi. Frystitogari Rætt hefur verið um að byggja náttúrufræðihús á lóð Háskólans en ekki komið til framkvæmda. Raunar kostar svona hús ekki meira en einn frystitogari. Munur- inn er bara sá að slíkur togari gæti veitt síðasta þorskinn. Aftur á móti kennir náttúra- fræðihús okkur að virða náttúra landsins og myndi líklega auka þeirri skoðun fylgi að þorskurinn verður að hafa nægilega stór friðuð svæði í sjónum. Hann verður að geta vaxið bæði að fjölda og stærð. Þá skilar hann meiri arði. I dag er þorskurinn í útrýmingarhættu vegna ofveiði okkar sjálfra. KjaUarinn Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður Fuglaskoðun Hér á landi hefur áhugi fyrir fuglaskoðun fariö vaxandi. Hingað koma stærri og stærri hópar er- lendra fuglaskoðara. Það er ekki hægt aö útskýra það fyrir slíku fólki að fyrir 50 árum hafi verið hægt að skoða náttúrufræðisafn í Safnahúsinu við Hverfisgötu, en síðan þá hafi náttúrugripunum verið pakkað saman og allt ílutt inn á Hlemm þar sem safnið er nánast lokað bæði innlendum sem útlend- um gestum. Samtök nauðsynleg Með þessum orðum er ekki veriö að fara fram á framlög frá ríki og bæ í náttúrufræðihús. Það er betri kostur ef hægt væri að koma af stað frjálsum samtökum sem kæmu þessu þarfa máli áfram. Ef vel væri að þessu staðið gæti Nátt- úrufræðihús gefið okkur miklar tekjur í gjaldeyri. Eins og áður sagði koma fleiri og fleiri ferðamenn hingað til lands, t.d. í fuglaskoðun og til að fræðast um náttúru landsins. Vel og mynd- arlega þarf að taka á móti slíkum gestum. Við verðum að byggja nátt- úrufræðihús með náttúrufræði- safni. Lúðvík Gizurarson „Rætt hefur verið um að byggja nátt- úrufræðihús á lóð Háskólans en ekki komið til framkvæmda. Raunar kostar svona hús ekki meira en einn frystitog- ari. Munurinn er bara sá að slíkur tog- ari gæti veitt síðasta þorskinn.“ Meðog ámóti Sjómannaverkfall Nauðugureinn kostur „Þetta er sú staöa sem út- gerðarmenn eru búnir að koma okkur í vegna þess að þeír neita nánast að ræða við okk- Ur, hvaöþáað Konráí AHreéooon, fara ofan í formaður Sjómannalc- þessar kröfur la«s EvW«*»r. okkar. Þegar það hggur fyrir að við eram búnir að vera samn- ingslausir síðan 1993 hljótum við að knýja á um nýjan kjarasamn- ing. Það gengur ekki endalaust að sjómenn séu samningslausir. Launafólk hlýtur að þurfa aö hafa kjarasamning en það sjón- armið er ekki uppi hjá LÍÚ, þaö er staðreynd. Þegar svo er komið að útgerðar- menn geta leyft sér það að borga 10 til 20 krónur fyrir kílóið af þorski sem verðlagður er á mörk- uðum á 100 til 120 krónur kílóið hljóta allir að sjá aö það gengur ekki. Til þess að fá leiðréttingu þessara mála er okkur nauðugur einn kostur að fara í aögerðir. Það er staðreynd að hjá útgerð- armönnum á Noröurlandi er samningsvilji en því miður er Kristján Ragnarsson þannig stemmdur gagnvart sjómönnum aö hann vhl ekki semja við okk- ur. Þess vegna era máhn nú i þessum farvegi.” Óskýrar kröfur „Ég er mót- fallinn öllum verkfóhum og það er alls ekki nógu gott þegar ekki er hægt. að lcysa mál- in án þess að til þeirra komi. Kröfur maéur Otveysmannafé- sjómanna eru lsss Austfjoróa. mjög óskýrar. Fyrsta krafa þeirra er um skýrt ákvæði varöandi samskipti þeirra við útvegsmenn um ráðstöfun aflans og fiskverð. Þama vantar skýringar á þvi hvort þeir vilja afuröaverösteng- ingu fyrir hvert hús eða með hvaða hætti þeir vilja gera þetta. í öðrum lið er krafa um að olíu- verðsviðmiðun verði endurskoð- uð. Það er vitað að útgerðin borg- ar þegar hæsta launahlutfall sem þekkist og þar er ekki hægt að ganga lengra. Sú krafa mun þvi rétt koma til umræðu. Það er rétt að það er eftir að ljúka samning- um vegna nýrra veiðigreina en það gengur auðvdtað ekki að gera sérRjarasamning þar sem allur ágóði af fjárfestingum er greidd- ur út í launum. Það er virðisauk- inn af aukinni afkastagetu sem mun hækka launin. Aðrar kröf- ur, hæöi smáar og stórar, eru óskilgreindar og það veröur erfitt aö taka á þeim. Þá áskilja sjó- menn sér rétt til að bæta viö og breyta kröfum sem er reyndar reynslan frá undanfórnum samn- ingum þegar samtökin hafa sífellt bætt við kröfum meðan á samn- ingum stendur. Þetta gengur ekkí upp, menn verða að leggja öll spihn á borðið svo hægt só að spila úr þeim. Það er sífellt verið að bæta við kröfum og það eru nýir og nýir menn að koma að samningunura og . þá gengur hvorki né rekur. í þetta sinn verða menn sjálfir að klára málin í stað þess aö þriðji aðili grípi stöðugtinní.“ -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.