Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 Fréttir Kaupmannasamtökin: Nýir formenn koma af landsbyggðinni „Þetta er málefni sem við erum að velta okkur upp úr. Við vitum að stórverslanir fá afslætti frá heildsöl- um og íslenskum framleiöendum. Smærri verslanir fá ekki þennan sama afslátt og þess vegna eru neyt- endur á landsbyggðinni látnir greiða niður vöruverð á höfuðborgarsvæð- inu. Þetta er óeðlilegt og þessu er hægt að breyta. Það ætlum við að gera þó að það taki tvö til þnú ár,“ segir Viöar Magnússon, nýkjörinn formaður Kaupmannasamtakanna. Aðalfundur Kaupmannasamtak- anna var haldinn um helgina. Á fundinum var kosið í stjóm Kaup- mannasamtakanna og var Viðar Magnússon, kaupmaður á Akranesi, kjörinn formaður og Benedikt Kristj- ánsson, kaupmaður á ísafirði, kjör- inn varaformaður. Ekki er búist við að stefnubreyting verði hjá Kaup- mannasamtökunum í kjölfar þess að tveir landsbyggðarkaupmenn hafi komist í forsæti en Viðar segir að landsbyggðarverslun fái sjálfsagt meiri athygli en áður. „Við ræddum samþjöppun í smá- söluverslun og beindum því til al- þingismanna að endurskoða löggjöf um samkeppni. Kaupmenn óttast að dreifing og verðlagning sé komin á fárra manna hendur. Kaupmenn á landsbyggðinni telja líka að neytend- ur á landsbyggðinni greiði niður vöruverð á höfuðborgarsvæðinu," segir Magnús Finnsson, fram-. kvæmdastjóri Kaupmannasamtak- anna. Kaupmannasamtökin hafa ítrekað óskir sínar um að Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins, ÁTVR, veiti versl- unum leyfi til að selja léttvín og bjór þar sem þess eru dæmi aö verslanir úti á landi hafi heimild til að selja slíka vöru. „Við teljum að það eigi að stíga skrefið til fulls þvi að það er óþarfi að ríkisvaldið hafi smásöluverslun með höndum," segir Magnús. -GHS Vestur-Húnvetningar: Hagnaður sparisjóðsins Þóri»Hur Asmundsson, DV, Sauöárkróki; Sparisjóður Vestur-Húnvetn- inga á Hvammstanga skilaði 14,6 railljóna hagnaði á síðasta ári og er þetta besta útkoma sjóðsins síðan hann var stofnaður árið 1917. Segja má aö Ingólfur Guðna- son sparisjóðsstjóri kveðji vel, en hann lætur af störfum í lok júlí næstkomandi eftir farsælt starf í þrjátíu og fimm og hálft ár. Við starfi hans tekur Páll Sigurðsson, skrifstofustjóri í sjóðnum, en Ing- ólfur tók einmitt við sparisjóðs- starfinu af fóður hans, Siguröi Tryggvasyni, á sínum tíma. Góða afkomu síðasta árs þakk- ar sparisjóðsstjórinn hagstæöum ytri skilyrðum og aðhaldi í rekstri. Stjórn Sparisjóös Vestur-Hún- vetninga var endurkjörin. Sfjórn- arformaður er Jóhannes Björns- son á Laugarbakka. Viðskipti HafnarQarðar og Hagvirkis-Kletts: Málinu er lokið Bæjarfulltrúarnir Magnús Jón Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og Magnús Gunnarsson, formaöur bæjarráðs, hafa sent frá sér fréttatil- kynningu þar sem þeir lýsa þeirri skoðun sinni að íslenskt stjómvald sé vanmegnugt að gæta hagsmuna almennings gagnvart gjöröum póli- tískt kjörinna fulltrúa við meðferð á almannafé. Bæjarfulltrúarnir segj- ast hafa gert það sem þeim hafi verið rétt og skylt og aðhafist því ekkert frekar varðandi fjármálaleg viöskipti Hafnarfjarðarbæjar og verktakafyr- irtækisins Hagvirkis-Kletts. Bæjarfulltrúarnir sendu fyrr á þessu ári erindi til ríkissaksóknara vegna meints lagabrots í viöskiptum Hafnarfjarðar og Hagvirkis-Kletts. Bæjarfulltrúarnir töldu að bæjar- sjóður hefði tapað verulegum fjár- munum á viðskiptunum vegna emb- ættisvanrækslu. Áður hafði settur félagsmálaráðherra vísað erindinu frá sér þar sem ávirðingar bæjarfuU- trúanna gætu varðað við refsilög. í fréttatilkynningu lýsa bæjarfull- trúarnir því yfir aö synjun ríkissak- sóknara byggist á því að póhtiskt kjörnum embættismönnum beri ekki skylda til að gæta þeirra almanna- hagsmuna sem vikið sé að í hegning- arlögum og segja að saksóknari telji að félagsmálaráöherra hafi átt aö úrskurða í málinu þó að hann hafi ekki gert það. Málinu sé því lokið af þeirra hálfu. „Þetta sýnir að ákærur á Alþýðu- flokkinn voru tilefnislausar og út í hött. Þeir hafa haldið þvi fram að eitthvaö óeðlilegt hafi veriö á ferð- inni í þessum viðskiptum en ég held aö þeir eigi að líta í eigin barm. Ef eitthvaö orkar tvímælis er það þeirra eigin fyrirgreiðsla við Hagvirki- Klett,“ segir Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. -GHS Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra: Bind vonir við að stof ninn sé fremur sterkari en veikari - togararall aðeins hluti gagnagrunns „Það er kjami málsins að togara- ralUð er aðeins hluti af gagna- grunni fiskveiðiráðgjafarinnar og hún hefur aldrei veriö byggð á tog- ararallinu einu. Við getum þvi ekk- ert sagt um ástand þorskstofnsins fyrr en skýrsla Hafrannsókna- stofnunar Uggur fyrir og hefur far- ið í gegnum hreinsunareld Alþjóða hafrannsóknaráðsins," segir Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra vegna endanlegra niður- staðna úr togararallinu sem sýna batamerki á þorskstofninum. „Ég hef ekki sérstaka ástæðu til að ætla að það veröi miklar breyt- ingar en heldur bindur maður þó vonir við að stofninn sé fremur sterkari en veikari en við bjugg- umst við. Það er þó alveg ljóst að ætlum við okkur að byggja stofn- inn hratt upp þá verðum við að fara mjög varlega í veiðar á næstu árum,“ segir Þorsteinn. -rt Kjaradeila sjómanna og útvegsmanna: Lagasetning kem- ur ekki til greina - segir Þorsteinn Pálsson „Viö fylgjumst með framgangi við- ræðna mUli sjómanna og útvegs- manna. Því miður hafa þær ekki ver- iö miklar fram að þessu,“ segir Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um yfirvofandi sjómannaverkfaU. - Síðast þegar sjómenn og útvegs- menn deUdu voru sett lög á verkfaU sjómanna. Kemur til greina að leysa þessa deUu með lögum? „Ég tel það ekki koma tíl greina," segirÞorsteinn. -rt Síldveiöar úr norsk-íslenska sildarstofninum hafa gengið glatt undanfarnar vikur. Síldin hefur að mestu verið tekin í færeysku lögsögunni, samkvæmt samningi íslendinga og Færeyinga. Hér er Börkur NK með gott kast á síð- unni. Sigfinnur Jónsson er ásamt félögum sínum að gera klárt til að dæla um borð. -rt/DV-mynd Hjörvar Álverssamningar snúast um orkuverð og skattamál: Vilja af nema þak og gólf orkuverðs - einnig rætt um breytingar á skattlagningu álversins „Þaö má segja að þessar viðræður hafi gengið vel þó auðvitaö sé ekki búið að klára málið. Þetta er áfangi sem skilað hefur verulegum ár- angri,“ segir Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Landsvirkjunar, um samninga við Alusuisse-Lonza og ísal vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Fulltrúar Landsvirkjunar og iðn- aðarráðuneytið funduðu fyrir helg- ina með fuUtrúum fyrirtækjanna. Áætlanir eru um aö stækka álverið í Straumsvík um 60 prósent frá því sem nú er og snúast samningamir um að breyta skattlagningu frá gfid- andi samningi og viðmiðunum á orkuverði frá Landsvirkjun. „Það sem er aöaUega til skoðunar eru þær breytingar sem orðið hafa á íslensku skattakerfi frá því núgUd- andi skattasamningur var gerður fyrir 11 árum. Þá verður gerður nýr orkusölusamningur sem verður eitt- hvaö öðruvísi en sá sem fyrir er,“ segir Jóhannes. I viðræðum um orkusölusamning- inn er nú rætt að hverfa frá lág- marksverði og hámarksveröi, sem er í gamla samningnum, og taka upp eitt verð sem þá fylgdi markaðsverði á framleiðslu fyrirtækisins. „Að okkar dómi er eðlUegra þegar um langan samning er að ræða að þar sé hvorki hámark né lágmark," segir Jóhannes. Hefur jafnast út Halldór Jónatansson, fram- kvæmdastjóri Landsvirkjunar, segir reynsluna af orkukaupasamningi ÍSALS og Landsvirkjunar vera þá að hin síðari ár hafi verðið legið uppi undir þakinu en áður hafi það um tíma legið við botninn. „í gegnum tíðina hefur Landsvirkj- un hagnast álíka mikið á lágmarks- verðinu og fyrirtækið hefur tapað á hámarksverðinu. Þetta hefur því jafnast út. Verðmiöanir þessar eru hins vegar óverðtryggðar og með tímanum eykst því hættan á því aö það halli á Landsvirkjun. Við förum að reka okkur fyrr undir þakið en ef þetta væri verðtryggt og gólfið eða lágmarksverðið rýmar að raun- gfidi," segir HaUdór. Ekki er enn ákveðið hvenær næsti fundur verði haldinn en það verður væntanlega eftir næstu mánaðamót. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.