Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 33 Fréttir Alþingi kemur saman 1 dag: Mikil endurnýjun í þingmannaliðinu - af 63 þingmönnum eru 19 nýir alþingismenn Alþingi kemur saman í dag í fyrsta sinn eftir alþingiskosningarnar í apríl. Aldursforseti þingsins, Egill Jónsson bóndi á Seljavöllum, mun stýra þingfundi þar til þingforseti hefur verið kjörinn. Samkvæmt hefðinni verður í dag kjörinn forseti þingsins og einnig verður kosið í þingnefndir. Allmikil endurnýjun þingmanna átti sér stað í alþingiskosningunum því inn koma 19 nýir þingmenn. Að vísu hafa sumir þeirra verið vara- þingmenn sinna flokka eða annarra áður og einn hefur verið þingmaður áður. Alþýðuflokkurinn er með einn nýj- an þingmann, Lúðvík Bergvinsson úr Suðurlandskjördæmi. Framsóknarflokkurinn er með sex nýja þingmenn, Ólaf Haraldsson úr Reykjavík, Magnús Stefánsson úr Vesturlandskjördæmi, Gunnlaug Sigmundsson úr Vestfjarðakjör- dæmi, ísólf Pálm'ason úr Suðurlands- kjördæmi, Sif Friðleifsdóttur og Hjálmar Árnason úr Reykjaneskjör- dæmi. Sjálfstæðisflokkurinn er með fimm nýja þingmenn, Pétur Blöndal úr Reykjavík, Einar Odd Kristjánsson úr Vestfjaröakjördæmi, Hjálmar Jónsson úr Norðurlandskjördæmi vestra, Arnbjörgu Sveinsdóttur úr Austfj arðakj ördæmi og Kristján Pálsson úr Reykjaneskjördæmi. Alþýðubandalagið er með tvo nýja þingmenn, Bryndísi Hlöðversdóttur og Ögmund Jónasson úr Reykjavík. Kvennalistinn er með tvo nýja þingmenn, Guðnýju Guðbjörnsdótt- ur úr Reykjavík og Kristínu Hall- dórsdóttur úr Reykjaneskjördæmi. Hún hefur verið þingmaður áður en sat ekki á þingi síðasta kjörtímabil. Þrír þingmenn Þjóðvaka eru nýir en hafa allir verið varaþingmenn fyrir aðra flokka. Þetta eru þau Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir úr Reykjavík, Ágúst Einarsson úr Reykjaneskjördæmi og Svanfríður Jónasdóttir úr Norðurlandskjör- dæmi eystra. Talað hefur verið um að þingið standi í 10 daga en það þykir mörgum afar ólíklegt að standist. Fyrir þing- inu hggja þegar þrjú stórmál. í fyrsta lagi eru það tohamál tengd GATT- samningnum, mál tengd EES-samn- ingnum og síðast en ekki síst breyt- ingar á kvótalögunum í sambandi við sáttmála nýju ríkisstjórnarinnar. Sjálfsagt geta fleiri mál komið til. Því má telja víst að þingið standi fram í júní. Lottómiðinn sem glataðist á Patreksfirði: Grundvallar- atriði að fram- vísa miðanum - segir framkvæmdastjóri íslenskrar getspár „Það er grundvallaratriði að fram- vísa miðanum til að fá vinning. Þetta er regla sem verður að framfylgja. Við værum að brjóta allar grundvall- arreglur með því að greiða út vinn- inga án, þess að fá miðann í hend- ur,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri íslenskrar get- spár, vegna kröfu sem þrítug hús- móðir hefur gert til að fá greiddan út lottóvinning upp á 7,6 milljónir án þess að geta framvísað miða með vinningstölunum. Konan, sem hefur höfðað ógilding- armál fyrir Héraðsdómi Vestfjarða vegna málsins, segist hafa keypt mið- ann á Patreksfirði en að þriggja ára dóttir sín hafi eyðilagt hann. Vilhjálmur segir að íslensk getspá viti nákvæmlega hvar og hvenær miðinn var seldur. Hann segir þó að þeir hafi enga vissu fyrir því að kon- an hafi í raun átt vinningsmiðann. Konan hafði áður kært málið til umsjónaraðila sem skipaður er af dómsmálaráðuneytinu til að taka á málum sem þesssum. Friðgeir Björnsson, sem gegnir því starfi, úr- skurðaði konunni í óhag. Vilhjálmur sagði aðspurður að hvað sem hði miðanum sjálfum væri íslensk getspá alls ekki sannfærð um að konan hefði átt vinningsmiðann. -rt ___________________________________________________Bridge Bridgefélag Breiðfirðinga La Primarvera aðaltvímenningi deildarinnar lauk síðastliðinn fimmtu- dag, 11. maí, með naumum sigri Gunnars Karlssonar og Sigurjóns Helga- sonar. Óskar Karlsson og Þórir Leifson (Guðlaugur Nielsen), sem leitt höfðu mestallt mótið, urðu að láta sér lynda annað sætið eftir harða bar- áttu. Lokastaða efstu para í tvímenningnum varð þannig: 1. Gunnar Karlsson-Sigurjón Helgason 227 2. Óskar Karlsson-Þórir Leifson 223 3. Sigtryggur Sigurðsson-Ragnheiöur Nielsen 193 4. Jón Stefánsson-Sveinn Sigurgeirsson 174 5. Sveinn R. Þorvaldsson-Páll Þór Bergsson 136 6. Lovísa Jóhannsdóttir-Erla Sigvaldadóttir 114 7. Magnús Sverrisson-Guðlaugur Sveinsson 113 Eftirtahn pör skoruðu mest á síðasta sphakvöldinu: 1. Lovísa Jóhannsdóttir-Erla Sigvaldadóttir 51 1. Sveinn Sigurgeirsson-Hallgrímur Hallgrímsson 51 3. Ingibjörg Hahdórsdóttir-Sigvaldi Þorsteinsson 44 3. Sveinn R. Þorvaldsson-Páll Þór Bergsson 44 Síðustu tvö fimmtudagskvöld félagsins á þessu spilaári, 18. og 25. maí, verða spilaðir eins kvölds tölvureiknaðir mitchell-tvímenningar. Nægjan- legt er að skrá sig á sphastað en spilamennska hefst tímanlega, klukkan 19.30. Allir velkomnir. ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðið STAKKASKIPTI eftir Guðmund Steinsson 6. sýn. fid. 18/5, nokkur sæti laus, 7. sýn. Id. 20/5, örfá sæti laus, 8. sýn. sud. 21/5, nokkur sæti laus. Ath. Ekki veröa fleiri sýningar á þessu leikári. Söngleikurinn WESTSIDE STORY eftir Jerome Robbins og Arthur Laurents við tónlist Leonards Bern- steins kl. 20.00 Föd. 19/5, örlá sæti laus, mvd. 24/5, örfá sæti laus, föd. 26/5, nokkur sæti laus, Id. 27/5, nokkur sæti laus. Sýningum lýkur I júnl. islenski dansflokkurinn: HEITIR DANSAR Frumsýning 17. maí kl. 20.00. Á efnisskránni eru: Carmen eftir Svein- björgu Alexanders viö tónlist eftír Bizet/- Shedrin, Sólardansar eftir Lambros Lambrou við tónlist eftir Yannis Markopou- los, Til Láru eftir Per Jonsson við tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar, Adagietto eftir Charles Czarny viö tónlist eftir Mahler. 2. sýn. sud. 21 /5 kl. 14.00,3. sýn. fid. 25/5 kl. 20.00,4. sýn. sud. 28/5 kl. 20.00. Smíðaverkstæðið TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright kl. 20.00. Mvd. 17/5, uppselt, föd. 19/5, uppselt. Síöustu sýningar á þessu leikári. Gjafakort í leikhús - sígild og skemmtileg gjöf. Miöasala Þjóöleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 18 og fram aö sýningu sýningardaga. Tekið á móti simapöntunum virka daga frá kl. 10. Græna línan 99 61 60. Bréfsimi 61 12 00. Sími 112 00 - Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Akureyrar DJÖFLAEYJAN Föstud. 19/5, kl. 20.30, laud. 20/5, kl. 20.30, miðvd. 24/5 kl. 20.30, föstud. 26/5 kl. 20.30, laugard. 27/5 kl. 20.30. Sýnlngum fer að Ijúka. • • • • J.V.J. Dagsljós Miðasalan í Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Sími 24073. Greiðslukortaþjónusta. Tapað fundið Gleraugu töpuðust Brún, sporöskjulaga gleraugu töpuðust fyrir nokkrum vikum. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 621161. Úr tapaðist Gucci úr tapaðist liklega við Grýtubakka eða Kringluna sl. laugardag. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 19793. Góð fundarlaun. Hjól tapaðist í Garðabæ Gullbrúnt Maddy Fox Seeker Mega hjól tapaöist frá íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ um hádegisbil í gær. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 656126. (?) / Sinfóníuhljómsveit Islands sími 562 2255 Tónleikar Háskólabíói fimmtudagiim 18. maí, kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Osmo Vanska Einleikari: Evelyn Glennie Efnisskrá Magnus Lmdbergi , Maæa Askell Másson: Marimbakonsert Claude Debussy: La Mer Miðasala á skrifstofutíma og við innganginn við upphaf tónleika. Greiðslukortaþjónusta. Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra sviöiðkl. 20. VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftirDarioFo Föstud. 19/5, lau. 20/5, föstud. 26/5, laugard. 27/5. Takmarkaður sýningafjöldl. Litla svið kl. 20.30. Leikhópurinn Erlendur sýnir: KERTALOG eftir Jökui Jakobsson Fimmtud. 18/5, laugard. 20/5. Allra siðustu sýningar. Miðaverð1200kr. Munið gjafakortin okkar. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20, auk þess er tekið á móti pöntunum í sima frá kl. 10-12 alla virka daga. Simi miðasölu 680680. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavíkur- Borgarleikhús Leikfélag Rangæinga sýnir KERTALOG e. JökulJakobsson íSunnu, Hvolsvelli. Næstu sýningar: Fimmtudagínn 18. maí kl. 20.30. Laugardaginn 20. maí kl. 15.00. Ath. Fá sæti eru laus á laugardaginn. Miðaverð kr. 1.100. Miðasala í símum 78181 og 78635. Veriö öli hjartanlega velkomín!!! 99*17-00 Verö aðeins 39,90 mín. [dy Fótbolti 21 Handbolti 3 | Körfubolti 41 Enski boltinn ,51 italski boltinn [§| Þýski boltinn 7j Önnur úrslit 8 i NBA-deildin mmm, ifi DV 9 9-1 7-00 Verð aðeins 39,90 mín lj Fótbolti 2 Handbolti 3J Körfubolti :.4 j Enski boltinn 5j ítalski boltinn 6j Þýski boltinn 7 j Önnur úrslit 8 NBA-deildin |1 Vikutilboð stórmarkaðanna [J.2 [ Uppskriftir Læknavaktin |2| Apótek _3J Gengi szitní&msi '3.| Dagskrá Sjónv. 2 j Dagskrá St. 2 3 [ Dagskrá rásar 1 4J Myndbandalisti vikunnar - topp 20 (51 Myndbandagagnrýni 61 ísl. iistinn -topp 40 _7j Tónlistargagnrýni 8 [ Nýjustu myndböndin fS?? 11 Krár | Dansstaðir 3 j Leikhús j4J Leikhúsgagnrýni 51 Bíó |6J Kvikmgagnrýni fhmSMMum a Lotto 2 Víkingalottó 3 Getraunir 11 Dagskrá líkamsræktar- stöövanna AIIIH 99-1 7-00 Verð aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.