Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 11 Fréttir Forstjóri Mecklenburger Hochseefischerei hættir störfum: Taldi mig ekki haf a traust til að vera hérna áfram Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Ég get staðfest það að ég hef sagt upp starfi mínu. Um ástæðu þess vil ég ekkert segja annað en það að ég tel mig ekki hafa traust til að starfa áfram innan fyrirtækisins, það eru engar forsendur til þess,“ segir Ingi Bjömsson, forstjóri þýska útgerðar- fyrirtækisins Mecklenburger Hoch- seefischerei, sem er í meirihlutaeigu Útgerðarfélags Akureyringa. Uppsögn Inga kemur verulega á óvart en þær sögusagnir að honum hafi verið gert að hætta störfum eða vera sagt upp ella hafa hvorki fengist staðfestar né hefur þeim verið neit- að. Ingi mun hætta störfum um næstu mánaðamót en óráðið er hver tekur við af honum. „Ég get ekkert um það sagt hvort samskiptavanda- mál við Þjóðveijana er ástæða þess að ég hætti, það er best að segja ekk- ert um það.“ Ingi hættir störfum á þeim tíma þegar hagræöingaraðgerðir innan Ingi Björnsson. DV-mynd gk fyrirtækisins, sem hann hefur stjórnaö síðan snemma árs 1994, eru farnar að skila árangri. Þó er enn verulegur taprekstur á fyrirtækinu, eins og verið hefur, en hann fer mjög minnkandi. Allt árið 1993 nam tap á rekstri Mecklenburger Hochseefischerei um 750 milljónum íslenskra króna. Tapið á síðasta ári fæst ekki gefið upp en þó hefur DV heimildir fyrir því að fyrstu fjóra mánuði ársins 1994 hafi þaö numiö tæpum 300 milljórtum króna. Aðgerðirnar, sem gripið var til og komu til framkvæmda um ára- mót, hafa orðið til þess að tapið fjóra fyrstu mánuði ársins í ár var „að- eins“ um 110 milljónir króna. „Fyrstu mánuðir ársins eru erfið- ustu mánuðirnir og ef allt gengur eftir eru menn að vonast til að rekst- urinn verði nálægt núllinu á yfir- standandi ári,“ segir Ingi Björnsson, fráfarandi framkvæmdastjóri. Samtök áhugafólks um áfengls- og vímuefnavandann Unglingar og áfengi - blanda sem fer ekki saman Forvarnir eru lykillinn að því að halda unglingum frá áfengL Forvarnastarf SÁÁ byggist á öflugri fræðslu fyrir foreldra og unglinga. Kaupum Álfinn fyrir unga fólkið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.