Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 24. JUNI 1995 LAUGARDAGUR 24. JUNI 1995 37 Margverðlaunaður íþróttamaður sem missti starfið: Hef náð góðum árangri í þjálfun - segir Ingi Björn Albertsson sem var sagt upp sem þjálfara ÍBK í knattspyrnu m „Staðan í málefnum mínum við stjórn knattspyrnudeildar ÍBK er þannig að við höfum náð samn- ingum um starfslok og í þeirri yf- irlýsingu kemur meðal annars fram að menn harma þau stóru ummæli sem hvor aðili um sig viðhafði gagnvart hinum og biðja hvor annan afsökunar. Við skiljum eins sáttir og hægt er að skilja í svona máli. Það kom fram greinar- gerð frá mér um málefni mín við ÍBK og stjórn félagsins hefur svarað fyrir sig. Það er ýmislegt í því sem ég er ekki sammála og ég tek ekki und- ir,“ sagði Ingi Björn Alberts- son sem nýlega fékk reisupass- ann frá knattspyrnudeild ÍBK eftir að aðeins fjórum umferðum var lokið á íslandsmótinu. Uppsögn Inga Björns sem þjálf- ara hjá ÍBK hefur vakið mikla at- hygli, sérstaklega í ljósi stóryrtra ummæla deiluaðila hvors í ann- ars garð. Einnig þegar tekið er tillit til þess að lið Keflavíkur var í þriðja sæti deildarinnar þegar honum var sagt upp. Framhaldið forvitnilegt „Þeir hjá iBK tala um það að fyrra ár mitt sem þjálfari hafi átt að vera uppbyggingartímabil. Ég verð sennilega að biðjast afsök- unar á því að ég kann ekki að fara út í leik með öðru hugarfari en að sigra. Það verður fróðlegt að sjá breytingarnar sem verða með nýjum þjálfara með fyrri yf- irlýsingar í huga. Einnig að sjá hverjir af reyndari leikmönnum félagsins fara út. Það verður einnig spennandi að sjá hvort nýir þjálfarar fá fleiri en fjóra leiki og hvort þeir þurfa ekki að hala inn meira en 7 stig í þeim leikjum til þess að þeir verði ekki í hættu með að verða reknir. Ég lít á Keflavíkurliðið í dag sem rós sem á eftir að springa út. Það er búið að fara í gegnum erfið- asta tímann, sem er auðvitað undirbúningstimabilið. Það hef- ur staðið sig ágætlega í deildinni og er á þessum stað þrátt fyrir að tveir lykilmenn í liðinu, Ragnar Margeirsson og Kjartan Einars-' son, séu ekki enn komnir í sitt besta form. Það orsakast af því að þeir fóru í aðgerð rétt fyrir mót. Ég hafði sagt stjórnármönnum mörgum sinnum að það yrði að gefa mönnum leiki til þess að þeir kæmust í spilaform. Við vissum að þetta myndi bitna á sóknar- leik liðsins og það Hvernig það verður gert skal ég ekkert segja um en það er alveg ljóst að knattsþyrnusambandið og Þjálfarafélag íslands verða að koma inn i þá samninga og verða þá einhvers konar verndarar þjálfara. Ég hef að vísu ákveðnar hugmyndir í því efni en ég skal ekki segja hvort þær eru þær einu réttu. Ég vil koma á fram- færi þakklæti til Þjálfarasam- bandsins fyrir skjót viðbrögð í þessu máli. Það er ekki nóg að segja, eins og fram hefur komið í þessari um- ræðu, að með háum launum „þá eigi þau að vega á móti starfsör- yggi“. Það er aldrei hægt að leggja neitt krónulegt mat á starfsöryggi." - Finnst þér samt ekki eðlilegt að þjálfarar búi við eitthvert starfsó- öryggi vegna þess aö þeir eru misjafnlega hæfir til að sinna starfi sínu og hljóta að verða sí- fellt fyrir gagnrýni? „Nei, það er aldrei eðlilegt að samningar standi ekki. Ef menn gera samninga þá er auðvitað gert ráð fyrir því að þeir standi. Ef annar hvor aðilanna er ósátt- ur við framlag hins þá setjast menn niður og ræða það hvort hægt sé að lagfæra þá hluti sem menn eru óánægðir með. Ef menn telja að það náist ekki þá ræða menn á næsta stigi um það hvort hægt sé að leysa við- komandi undan þeim samningi sem gerður var. Það á ekki að brjóta samninga, hvort sem það er knattspyrnuþjálfun eða eitt- hvað annað. Það hlýtur að grafa undan gildi samninga ef það er gert.“ Undirbúningur liðsins hefur einnig verið gagnrýndur. En það er sá undirbúningur sem ég við- hafði sem skilaði Val bikarmeist- aratitli árin 1990, 1991 og 1992. Árið 1993 var svipaður undirbún- ingur með Breiðabliki og þá vann ég aðra deildina með þeim. Árið 1994, þrátt fyrir mikil áföll, náði ég 6-7 sæti meö Breiðabliki. Árið 1995 er ÍBK í þriðja sæti með sama undirbúningi. Þess vegna get ég ekki tekið undir það að undirbúningi sé ábótavant.“ Vantar rökstuðning - Hvað með orðróm um það að þjálfunaraðferðir þínar hafi orðið til þess að meiðsli á leikmönnum voru tíð? „Það er mjög auðvelt að setja svona fram án þess að rökstyðja það. Það hefur verið nefnt að þeg- ar mest var hafi ellefu leikmenn verið meiddir. í þeirri tölu voru menn sem meiddust annars stað- ar en hjá mér, væntanlega í öðr- um flokki. Vissulega voru töluverð meiðsli hjá okkur, eins og hjá öðrum reyndar, en ef við forum yfir hvern og einn leikmann þá er afar erfitt að benda á einhver meiðsli sem hægt er að segja að séu vegna þjálfunarinnar. Menn fá spark í leik; einn fer í æða- hnútaaðgerð, annar kemur meiddur úr viðkomu í öðru liði, vegis. Það er afar erfitt að kenna þjálf- un um það. Svona er hægt að stilla málum upp en þegar menn setja svona fram er æskilegra að það sé rökstutt með einhverjum að þjálfunaraðferðir þínar séu „Mannslíkaminn hefur svo sem minnstu hlaupin af öllum liðum í deildinni. Hinu er ekki að leyna að aðrar æfingar kalla eðlilega á hlaup. Knattspyrna er slík íþrótt að ætlast er til að menn séu á hlaupum stóran hluta leiksins.“ - Varst þú á háum launum sem þjálfari hjá ÍBK? „Ég tel að eftir því sem ég heyri frá öðrum þjálfurum hafi ég ver- ið í lægri kantinum, ef ekki með þeim lægstu í launum. Mínar launakröfur hafa ekki 'verið háar miðað við það sem gengur og ger- ist í starfinu.“ „Eins og málin standa núna á ég ekki von á því að ég þjálfi meira á þessu ári. Ég sný mér þá að öðr- um hugðarefnum, golfi og vinn- unni sjálfri. Óneitanlega tekur þjálfunin verulegan hluta tímans frá manni úr hinni eigin- legu vinnu manns, mun meiri tími en maður áttar sig á. Það fer töluvert eftir því hver einasta knattspyrnudeild í landinu er í verulegum fjárhags- erfiðleikum. Menn mega ekki horfa fram hjá þeim veruleika að við búum í litlu þjóðfélagi þar sem mæta svona á bilinu 400-1000 manns á völlinn. Það liggur ljóst fyrir að tekju- möguleikar félaganna eru mjög litlir og nánast óhugsandi að hér sé hægt að taka upp hálfatvinnu- mennsku eins og dæmin hafa sýnt undanfarin ár. Ef greiða á fyrir gangi knattspyrnunnar verður að tengja starfsemina mun nánar afkomu félaganna á einhvern hátt svo þau séu ekki að steypa sér í skuldafen." aö hafa metið þá menn sem voru í forystu fyrir flokkana, að ég treysti Halldóri Ásprímssyni best af þeim mönnum. Eg hef reyndar einnig sagt að ég mun aldrei get- að kosið Sjálfstæðisflokkinn á meðan Davíð Oddsson er þar við völd. Ég er hins vegar í Sjálfstæð- isflokknum og verð áfram í hon- um. Ég aðhyllist þá stefnu sem hinn eiginlegi Sjálfstæðisflokkur á að fylgja en gerir því miður allt of lítið af. Ég er ekkert kominn í neinn annan flokk. Ég vona það samt, eins og margir aðrir íslend- ingar, að þetta gamla flokkakerfí fari að deyja drottni sínum og hér komi frjálslyndari öfl til sögunn- ar. Ef eitthvað slíkt kemur, upp með trúðverðugu og traustu fólki er ekki ólíklegt að ég vilji styðja við bakið á slíkri hreyfingu. Siðferðið í pólitíkinni er þannig í dag, eins og fólk skynjar, að heil- indin eru af ákaflega skornum skammti. Reynslan sýnir að menn eru allt of mikið að hugsa um eigin hag, hvernig þeir koma sjálfum sér áfram eða sínum umbjóðendum til þess að það leiði svo aftur til góðs fyrir þá síðar meir. Þetta fannst mér strax mjög sláandi og er því miður staöreynd." - Hvemig líður þér að vera óvirkur áhorfandi nú þegar gamalt baráttu- mál þitt, þyrlukaupin, er loks orðið að veruleika? „Líðan mín einkennist fyrst og framst af gleði og stolti yfir þvi að hafa átt þátt í því að þetta merka tæki skuli vera að komast í eigu þjóðarinnar. Það voru einmitt þyrlumálin sem voru upphaf og endalok á afar stuttu samstarfi míns og Davíðs Oddssonar." Hulduherinn þá til :ð umræður um hinn Kjartan gera ekkert annað en að bæta við sig héðan í frá. Síðan eru aðrir leikmenn að koma úr meiðslum og framtíðin á því að vera björt hjá liðinu. Auð- vitað er mér hlýtt til leik- manna Keflavíkurliðsins, ég vil að þeim gangi vel og óska þeim og þjálfaranum góðs gengis á tímabilinu. Ágætt að fá umræðuna Miklar umræöur hafa orð- ið um uppsögn Inga Björns og einnig Marteins Geirs- sonar hjá Fram og rætt hef- ur verið um hvort bæta þurfi starfsumhverfi knatt- spymuþjálfara hér á landi. „Það er ágætt aö þetta máli skuli hafa komið upp, þó að ég fagni því ekkert sérstaklega að hafa lent í því sjálfur. Það fer af stað umræða um starfsöryggi þjálfara yfirleitt ogég held að þetta muni^iða til þess að menn finni leiðir til að tryggja þjálfara betur í starfi en nú er. taka til deilumáls Inga Björns og stjórnar félagsins. „Síðasti leikurinn sem ég stjórn- aði var gegn ÍBV og ég gat ekki séð annað en að menn væru sæmilega lukkulegir með sinn hlut þá. Ég kannast ekki við það að menn i liðinu hafi verið neitt þrúgaðir af leiðindum. Það hafa nokkrir leikmenn hringt í mig og lýst furðu sinni á atburðum. Hverjir hafa svo aftur bakkað stjórn félagsins upp veit ég ekki. Það er nú vafalaust þannig, þegar svona mál koma upp, að leikmenn foröast að gefa upplýsingar. Þeir verða áfram í félaginu og eru samningsbundnir því og því skynsamlegt fyrir þá að halda sig til hlés. Vafalaust eru samt einhverjir sem bakka stjórnina upp í ákvörðun hennar. Einnig hefur því verið haldið fram að það hafi vantað kraft í liðið. Ég held einmitt að ÍBK hafi verið þekkt fyrir það á þessu timabili að kraftur hafi einkennt spilamennskuna og þeir séu einmitt í þriðja sæti nú, meðal annars vegna þess. u m ö 1 d u m . Auðvitað hef- ur þekkingin aukist verulega og menn hafa tileinkað sér mis- munandi aðferðir til að koma lið- um í æfingu. Það er hægt að gera með ýmsum hætti og ég geri það með þeim hætti sem ég kann best og tel að hafi skilað árangri í gegnum tíðina. Þannig er ég ekkert að segja að aðrar aðferðir séu ekki góðar. Um leið get ég alveg viðurkennt það að mínar aðferðir eru ekki nýjasta tækni og vísindi í þeim efnum. En þær hafa skilað mér árangri í þjálfun og á meðan það gerist held ég þeim áfram.“ Hlupum minnst allra „Hvað varðar hlaupin þá er látið í það skína að leigður hafi verið völlur í Hafnarfirði og því haldið fram aö hann hafi einungis verið notaður í hlaupaæfingar. Stað- reyndin er sú að við æfðum fjór um sinnum í viku og hlupum langhlaup tvisvar í viku. í bæði skiptin var það í Keflavík. Ég hygg að ef menn nenntu að fara í samanburð við önnur lið þá höfum við sennilega verið með hvernig gengur í heildverslun- inni hvernig fram- haldið verður. Ef hún gengur vel er ég ekkert viss um að ég snúi mér að þjálfun aft- ur. Mér hefur samt gengið afar illa að slíta mig frá knattspyrn- unni sem ég hef verið að dunda mér við frá fimm ára aldri.“ - Hvernig finnst þér knattspyrnu- málin standa í dag? „Knattspyrnan hefur breyst mjög mikið á siðustu árum. Ekki ein- staklingarnir sem slíkir, við átt- um góða menn þegar ég var að byrja og sama gildir í dag. Leik- skipulag allt hefur breyst mikið, menn eru farnir að spila mikíð agaðar og eru sér einnig meðvit- aðri um varnarleikinn. Út úr því kemur oft ekki eins skemmtileg knattspyrna. Það er nú á dögum mun minna pláss fyr- ir þessa flinku boltamenn sem blómstruðu hér áður. Þeir eru bókstaflega teknir út úr leiknum ef þeir eru til staðar. Hins vegar má alveg minnast á siðferðið í boltanum í dag. Það er orðið allt annað, inn eru komnir peningar sem voru ekki fyrir hendi fyrir nokkrum árum. Flest- um leikmönnum er ekkert orðið heilagt lengur í hvaða liði þeir spila og því er minna um það að menn spili með félagshjartanu eins og æskilegt þótti á árum áður. Þetta er slæm þróun og það sést meðal annars á því að nánast Áfram sj álf stæðismaður Ingi Björn Albertsson sat 8 ár á þingi en bauð sig ekki fram í síðustu alþingiskosningum. Vangaveltur hafa verið um það hvort Ingi Björn muni í framhald- inu ganga til samstarfs við annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn eða jafnvel hætta alveg af- skiptum af stjórnmál- um. „Það er skammur tími frá því ég var á þingi, ekki nema 3-4 mánuð- ir, og ég er því ekkert farinn að hugleiða það hvað ég geri eftir tæp- lega 4 ár þegar næst verður kosið. Vonandi verður það ekki fyrr. Það er svipað og með knattspyrnuna, fram- haldið byggist að veru- legu leyti á því hvernig gengur í einkarekstrin- um, hvort ég tími hreinlega að fara aftur út í pólitíkina. Heildsölufyrirtækið leið verulega fyrir það að ég eyddi 8 árum í al- þingisstörfin og ég er ekki tilbúinn að leggja þetta fyrirtæki aftur á línuna. Ef staðan er slík að það er óhætt að gera það mun ég vafa- laust hugsa það dæmi. Ég gaf þá yfirlýsingu fyrir kosningar, eftir er ennt - Hvað með svokallaða „hulduher". Er hann enn þá starfandi og samanstend- ur hann ef til vill aðeins af einu nafni, Helenu Albertsdóttur? „Helena á mikinn heiður skilinn fyrir hulduherinn, stofnun hans og stjórnun á honum á meðan hún var hérlendis, enda kann hún það manna best. Þó að Helena sé erlendis er hulduherinn samt sem áður enn þá til. Að vísu hefur eitthvað kvarnast úr honum, bæði með stofnun Borgaraflokksins og dauða hans. Glöggir menn hafa eflaust orðið varir við það í síð- ustu kosningum að hulduherinn er enn þá til.“ - Nú eruð þið mörg í heimili, þið hjónin og sex börn. Er þetta ekki erfitt heimilishald? „Ég legg skammarlega lítið til vinnu á heimilinu. Það skýrist kannski að einhverju leyti af því að ég hef verið önnum kafinn, í heildsölunni, þinginu og við þjálf- un og svo rekum við hjónin versl- un. Heimilishaldið er auðvitað mjög þungt og erfitt og marga munna að fæða og klæða. Þetta hefst samt einhvern veginn og við höf- um aldrei séð ástæðu til þess að fá hjálp á heimilið." Börnin flest í íþróttum Ingi Björn er af þekktri íþrótta- fjölskyldu, faðir hans gat sér gott orð sem atvinnumaður í knatt- spyrnu, Ingi Björn var sjálfur einn skæðasti sóknarmaður í ís- lensku knattspyrnunni um árabil og börn Inga Björns og Magda- lenu Kristinsdóttur virðast ætla að feta í fótsporin.,,Elsta stelpan mín er í 21 árs landsliðinu og í meistaraflokki Vals. Elsti strák- urinn minn er að byrja aftur í knattspyrnu. Barn númer fjögur er mikill körfuboltamaður og yngsti strákurinn er afar efnileg- ur knattspyrnumaður í Fylki. Svo er yngsta barnið mitt stelpa og ekki komið í ljós enn hvort hún fetar íþróttabrautina. Næstelsti sonur minn og nafni er hins vegar sá eini sem er ekki í íþróttum, sextán ára gamall og spilar í hljómsveit. Ég hef reynt að hafa áhrif á börnin mín og reynt að beina áhuga þeirra að íþróttum eða því sem hugur þeirra stendur til. Ég viðurkenni að hafa sett pressu á elsta son minn því hann er mikið efni í góðan knattspyrnumann. Á tímabili virtist hann missa áhugann en hann er byrjaður aftur og ég hef trú á því að hann láti að sér kveða á næstu árum.“ Hætti ekki í neftóbakinu - Mönnum hefur orðið tíðrætt um neftóbaks- notkun þína. Er það ekki stórhættuleg iðja? „Það er svo margt hættulegt - sykur er hættulegur ef maður misnotar hann. Auð- vitað er neftóbak ekki af hinu góða en innan skynsamlegra marka held ég að það sé ekki bráðdrepandi. Neftó- baksnotkun er auðvit- að ekki til eftirbreytni og ég hvet engan til þess að gera þetta. Ég er samt ekkert á því að hætta'.' IS „Ég hef reyndar einnig sngt cið ég muni aidreigeta kosið Sjdlf- stæðisflokkinn d nteðan Davíð Oddsson er þar við völd segir lngi Björn Albertssön í viðtalinu. DV-myndir GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.