Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 5 Fréttir Alþingi: Nýr búvörusamningur eitt erf iðasta þingmálið Nú þegar sumarleyíi eru að mestu búin fer pólitíkin í gang aftur enda styttist í að Alþingi komi saman en það er 1. október. Þrjú stórmál bíða úrlausnar Alþingis strax og þaö kem- ur saman. Þar er auðvitað fjárlaga- frumvarpið númer eitt en síðan eru tvö mál sem þarf að afgreiða. Annars vegar er það ýmislegt sem tengist stækkun álversins í Straumsvík, ef af henni verður. Hitt er nýr búvöru- samningur sem er sennilega erfið- asta málið. Og þar veröur erfiðastur úrlausnar vandi sauðfjárbænda. Varðandi fjárlagafrumvarpið er því spáð að mestar deilur verði um ýms- ar skipuiags- og kerfisbreytingar í tengslum við margs konar niður- skurð í ríkisfjármálum og þá ekki síst í heilbrigðisráðuneytinu. Ný lög um krókaveiðar: Hverfjöl- skylda á Suð- ureyri tapar 560 þúsund- umkróna Hver Súgfirðingur tapar 140 þús- undum króna fari svo aö afli króka- báta minnki um helming eins og nú stefnir í samkvæmt nýsamþykktum lögum um stjórnun fiskveiða. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt tíma- ritsins Ægis um áhrif niðurskurðar krókaveiða á afkomu smærri byggð- arlaga. Blaðið byggir úttekt sína á útvegstölum Fiskifélags íslands þar sem fram kemur að hlutur krókabáta í heildarafla sjósóknara frá Suður- eyri var 1991 um 2 prósent. Árið 1994 var samsvarandi hlutdeild komin upp í rúm 72 prósent. Verði niðurskurðurinn að veru- leika þýðir það fólksflótta og hrun atvinnuvega í mörgum sjávarþorp- um, að sögn blaðsins. -rt Menntakerfið: Gæðastjórnun til umræðu á Akureyri Ráðstefna um gæðastjórnun í menntakerfmu hófst í Verkmennta- skólanum á Akureyri í gærmorgun. Öllum skólastigum verða gerð skil á ráðstefnunni og fyrirlesarar koma frá Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi og íslandi. Alls eru 250 manns skráðir þátttakendur. Verndari ráðstefnunn- ar er Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. Á undanförnum árum hefur vakn- aö mikill áhugi meðal skólamanna á gæðastjórnun í menntakerfinu. í skýrslu nefndar menntamálaráð- herra um mótun menntastefnu var lögð rík áhersla á gæðastjómun og er hún þegar farin að hafa áhrif inn- an skólakerfisins. Að undirbúningi ráðstefnunnar stóðu Fræösluskrifstofa Norður- landsumdæmis eystra, Gæðastjórn- unarfélag Norðurlands, Háskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Akur- eyri og Verkmenntaskólinn á Akur- eyri. -kaa Seðlabankinn: Gullforðinn metinná 169,6 mil|jðnir Gullforði Seðlabanka íslands var í lok júh metinn á 169,6 miUjónir króna. Alls námu eignir bankans tæplega 71,9 milljörðum króna, að stærstum hluta erlend verðbréf, ríkisvíxlar, markaðsskráð verðbréf og inneign hjá ríkissjóði. Seðlar og mynt í um- ferðerurúmlega5,5milljarðar. -kaa Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur, sem enn hafa ekki staðið skil á gjöldum sem á voru lögð 1995 með gjalddaga til og með 15. ágúst 1995, álagningum eldri ára sem í eindaga eru fallnar og gjaldföllnum hækkunum sem féllu í gjalddaga til og með 15. ágúst sl. og eru til innheimtu hjá neðangreindum innheimtumönnum, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetn- ingu áskorunar þessarar. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysa- tryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, lífeyris- tryggingagjald skv. 20. gr. laga nr. 67/1971, slysatryggingagjald atvinnurekanda skv. 36. gr„ atvinnu- leysistryggingagjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, launaskattur, bifreiðagjald, slysatryggingagjald ökumanna, fast árgjald þungaskatts, þungaskattur skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagning söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskattur og iniðagjald, virðisaukaskattur af skemmtunum, tryggingagjald af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjald, vörugjald af innlendri framleiðslu, aðflutningsgjöld og útflutningsgjöld, skilagjald á umbúðir, verðbætur á ógreiddan tekjuskatt og verðbætur á ógreitt útsvar, skipulagsgjald, skipagjald, fisksjúkdómagjald, jarðaafgjald, virðis- aukaskattur, staðgreiðsla, tryggingagjald, svo og gjöld sem Gjaldheimtunni í Reykjavík ber að innheimta samkvæmt Norðurlandasamningi, sbr. lög nr. 46/1990, og auglýsingu nr. 480/1991. Gjaldendum skal bent á að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda, að þeim tíma liðnum. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnámsgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 10.000 kr. fyrir hverja fjámámsgerð. Þinglýsingargjald er 1.000 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Jafnframt mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vörugjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Gjaldheimtan í Reykjavík Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Gjaldheimtan á Seltjamamesi Gjaldheimtan í Garðabæ Sýslumaðurinn í Hafiiarfirði Gjaldheimtan í Mosfellsbæ Sýslumaðurinn í Keflavík Gjaldheimta Suðumesja Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Reykjavík, 25. ágúst 1995. Sýslumaðurinn í Borgamesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Neskaupstað Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheirnta Austfjarða Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.