Þjóðviljinn - 08.11.1940, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.11.1940, Blaðsíða 3
PJOÐVILJINN Föstudagui’ 8. nóvember 1940. brjálæðinga. Við vitum' t. d. að það hefur reynzt mögulegt með opinberri vakningarstarfsemi og „heimspeki” að telja þýzku þjóð- inni trú um að fallbyssur séu betri en smjör, og áróðursvizka af því tagi eru reyndar einkunnarorð allra heimsvaldasinna á tímuim eins og þessum. En þegar kapítal- istar hafa ekki lengur nein tök á að fæða né klæða múg sinn, hvorki heima jfyrir né á vigstöðvunum, þá upprennur sú stund, að magi þjóðanna mim koma þeim í skiln- ing um það sem þeim var ofvax- ið að skilja með höfðinu: að milli málstaðar mannkynsins og málstað ar kapítalismans er engin brú og að ekkert kraftaverk getur skap- að brú milli þessara tveggja mál- staða. Þann dag rn.unu kapítalist- ar sjá að soldátar þeirra eru ekki iengur lægstu þrælar jarðarinnar, heldur sterkasta vald heimsins. Og þessir blekktu menn munu kasta af sér helsi og tötrum þræls ins og taka sér herrahlutverkið. Það voru þau hlutverkaskipti sem gerðust í Rússlandi í síðustu heimsstyrjöld 1917 og urðu und- anfari októberbyltingarinnar. Við munum enn um skeið verða að þola að agentar auðfélaganna, kapítalistamir, heimsvaldasinn- arnir, leggi undir sig útvarpstæki okkar með sínu sálarlausa idíót- iska pexi um það hvemig þeim gangi að sprengja skip og hús í austri og vestri. Enn munum við lengi vel heyra þá flytja okkur kvölds og morgna hugvekjur sín- ar um það, hvemig hafi tekizt að etja þjóðum hverri gegn annarri eða svelta og limlesta eitthvert fólk í norðri og suðri. En það er hollt að vera minnugur þess, að af kapítalismanum eigum við slíkra tíðinda að vænta — og engra annarra. Við vitum að styrj öld sú sem nú stencluir er stríð kapítalismans gegn mannkyninu og þessvegna hlustum við yneð mátulegri fyrirlitningu á hinar Hlægilegu og ósmekklegu tilraun- ir agentanna tii að telja okkur trú um að þeir heyi stríðið af ein- hverjum hugsjónaástæðum. Það er hægt að þekkja sósíalista á því, að hann lætur aldrei ánetj- ast af áróðursrugli kapítalist- anna, hann þekkir þá æfinlega hvaða 'lygahjúpi sem þeir klæð- ast, og eins þótt þeir birtist með pálma í hendinni, í kápu friðar- engilsins sjálfs. Sósíalisti er auð- þekktur á því að hann tekur mál- stað allra þjóða, undantekningar- laust, gegn kapítalistum og heims valdastefnu þeirra. Hin sósíalistisku ráðstjómar- lýðveldi, ríki verkamanna, mennta manna og bænda, standa eins og að líkum lætur utan við þetta heimsvaldastríð, lofa ræningjmn heimsins að leika þennan fagra og skemmtilega leik sinn á eigin ábyrgð, í fullri vissu þess að rök þróunarinnar muni fyrr en varir stöðvia þá á eðlilegan hátt. Ráð- stjómarlýðveldin hafa vitaskuld engin tök á að fara í opinbert stríð gegn öllum auðvaldsríkjum heimsins, sem fljótt á litið virðist vera ;hin eina rökrétta þátttaka þeirra í stríði, heldur láta sér nægja að horfa á þetta óða skrímsli, heimskapítalismann, éta sig sjálfan upp, falla á sínum eig- in verkum. Það sem Ráðstjómarríkjunum ber skylda til í þessu heimsvalda- stríði, ekki aðeins gagnvart sjálf- um sér, heldur framtíð sósialism- ans í heiminum, er að gæta vel landámæra hins sósíalistiska rík- is, koma í veg fyrir að kapítalist- um takist í stríðsæði sínu að skapa sér aðstöðu til árása á þessi Eramhald á 4. síð», í dag kl. 2 Yz hefst minningarathöfn í Fríkirkjunni um j þá 10 sjómenn sem fórust með togaranum Braga. Þjóðin tekur þátt í þessari minningarathöfn, með virðing fyrir starfi þeirra, sem fórust og með samúð með eft irfarandi ástvinum. Það er ekki fátítt að þjóð vor verði að gjalda Ægi mik- ið afhroð. Um það er ekki að sakast. Oss skortir “sakarafl við sonarbana”. Yfir veðri og báru ráðum við ekki, en stríð ið með öllum þess afleiðingum, er mannaverk. Þeir 10 sjó- menn sem þjóðin minnist í dag hafa ekki fallið fyrir ofur- mætti náttúruaflanna, heldur fyrir mannlegum öfliun. Svo víst seip það er, að oss skortir sakarafl við Ægi, þá er hitt jafn víst, að við hvert og eitt, eigum nokkum mátt til að vinna gegn þeim öflum, sem sjómcnnimir á Braga féllu fywr. Þau eftirmæli sem þeim hæfa bezt, er starf fyrír frið og bræðralag. fiagvar Agúst Bjarnason Sigurmann Eiríksson Guðmundur Einarsson 1. stýrimaður. 1. vélstjóri. Ingvar J. Gnðm.s. 2. vélstjóri. Þorbjöm Bjömsson matsvoinn. Ingimar Sölvason 1 of tskey tamaður. Elías Loftsson háseti. Ingimar Kristinsson háseti. Eárus Guðnason háseti. Sveinbj. Guðmundss. háseti. Mennírnír sem tórust með ,,Bra$a' Þegar sú sargarfrétt barst hmg- að að siglt hefði verið á togarann „Braga“ og bonum sökkt, en aðeins 3 menn af 13 manna áhöfn hefðu bjargazt, urðu flastir hljóðir. Því allir vissu að þetta vom fyrstu Is- lendingarnir, sem féllu á orustu- velli liinnar villtu styrjaldar, fyrir þjóð sína og föðurland, saklausir og óflekkaðir af styrjaldaraðgerðum, hnigu þeir í valinn, sáttir við alla og ekki með hefndarhug til neins. klenzka sjómannastéttin liefur með faarðfengi siruii og áræði, þrátt fyr- ir margvíslegar ógnir, flutt bæði oinstaklingum og Þjóðarheildinni geysimikinn auð, sem hefur kost- að liaua feikilegt erfiði og áhyggj- ur og oft eins og í þetta skipti, lífið að auki. Hvemig.ejr þeim þakkað? Hver getuT reiknað það þjóðartap, þegar fórnin er svona stór, að 10 hraustir og dáðmiklir drengir falla í hinn víða sæ og verða að skilja eftir sig syrgjandi konur og föðurlaus böm? Einn þessara tíu var Ingvar Á- gúst Bjarnason skipstjóri. Það var aðeins hans lík sem náðist og var flutt heim með togaranum Hauka- nesi, ásamt 2 félögum hans, sem af k'omust. 1 dag verður hann bor- inn til grafar og um leið fer fram minningarathöfn þeirra allra í fríkirkjunni. Ágúst, eins og hann var venju- lega kallaður, var fæddur að Hellu koti á Stokkseyri, sonur merkis- hjónanna Bjarna Þorsteinssonar,. er lengi var fengsæll og happa-formað ur á Stokkseyri, og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur, sem siðustu árin dvaldi á heimili sonar s:ns og andaðist þar síðastliðinn vetur. Hann ólst upp hjá foreldmin s:n- um og stundaði fyrst sjóróðra heima með föður símun á opnum róðrarskipum,' en fór siðan á tog- ara. Hann gekk á Sjómannaskólann 1917—18 og útskrifaðist þaðan. Fékk hann brátt stýrimannsstöðu og siðar varð hann skipstjóri á togaranum Gulltoppi, eign Blóndals- félagsins iog 1930 tók hann við skip stjóm á togarajmm Braga, pegar Geir Th. keypti hann hingað til lands, iog hefur hann verið skip- stjóri á hcxnum síðan, og að síð- ustu fylgt honum til hinztu hvíldar. Ágúst var jafnan aflasæll og hepp inn með skip sitt, þangað til petta kom fyrir, og var pað ekki sök hans eða annarra á Braga. Ágúst var kvæntur Guðrúnu Einarsdóttur og varð þeim 7 bama auðið. Einn son, Þórir að nafni, sérstaklega efnilegan dreng, misstu þau 6 ára, fimm mannvænlegir drengir eru heima hjá móður sinni sá elzti 17 ára. Dóttir þeirra, Elín, er gift Áma Haraldssyni verzlun- armanni. Ágúst var einu af þeim mörgu mönnum sem rækja starf sitt af sérsetakri alúð og sam- vizkusemi, án alls hávaða og fyr- irferðar. Hann var sérstakt prúð- menni í allri umgengni, elskaður og virtur af öllum, sem kynntust honum og sérstaklega samverka- mönnum hans, sem voru með lion- Jim á hafinlu í hllðu ©g stríðu. Hann var sérstaklega góður yfirmaður, skapstilltur og gætinn, alltaf sí- glaður og kátur og alltaf með gam lUnyrði á vöruni og alltaf hinn góði félagi, hvað sem á reyndi og studdi hvert gott málefni, liver isem í lifut átti. Hann var vinfastur og tryggur i Lund, en lét þó aldrei lilut sinn fyrir neinum, enda var hann skapfestumaður og trúr á verðinum, hvar sem hann var. Nú er hann fluttur yfir landamærin miklu og lifir þar einnig meðal ást vina og vina eins og meðan hann var hér. Hann hafði þá bjargföstu trú, að hann eins og allir aðrir mundu lifa þótt þeir dæju, lifa fullkonmara og betra lífi. Það er mikill harnnir kveðinn að ölhim vinum hans, en þó inest að k'Onu, hans og börnum, sem hafa misst elskaðan eiginmann og föður, því liann þreytfist aldrei á að gleðja þau 'jg prýða heimili þeirra. En það er þeim mikil harmabót, að minning hains er hrein og hvergi blettuð, hann lifir í huguin þeirra Sameinast verkalýðsfélögin öll I einu sambandi í haust? Þannig spyrja menn og flestum finnst að líkumar fyrir því, að svar ið verði jákvætt séu miklar. En skilyrðið fyrir að svo megi verða er að fullkomið jafnrétti og Iýðræði riki innan hins væntan- lega sambands, og að pað sé ekki í neinum skipulagslegum tengsluna við stjómmálaflokk eða flokka;. Þaö er engum efa bundið, að svo að segja hver einasti verkamaður vill Ipð i haust verði myndað slíkt alls- herjar verklýðsamband. Það er einnig jafn vist, að klíka sú sein kölluð er Alpýðuflokkur, getur ekki lengur haldið Alpýðusambandinu i sínuui þrældómshúsum; tilraunir pessarar klíku til að gera samband verkal.' ðsiélaganna að heimili flokks hagsmuna peirra, hafa mistekizt, og verður naumast reynt nftur um sinn. Ekki er Stefán Jóhann og félagar hans með öllu horfnir frá pvi, að reyna að gera samband verka- lýðsfélaganna að fótapurrku fyrir vissa stjómmálaflokka, og nú hafa þeir á prjónunum tilraun sem að þvi miðar að veita hin- um hreinu þjóðstjórnarflokkum öll þau friðindi, sem Alpýðuflokk- urinn hefur haft innan sam- bandsins til þessa, en láta hina, sem andstæðir eru þjóðstjóminni og öllu hennar athæfi, búa áfram við allt það réttleysi, sem hingað til hefur bitnað á öllum þeim, sem ekki hafa verið Alþýðuflokksmenn. Óþarft er að taka fram að á þess um grundvelli verða verklýðsfélög- in ekki sameinuð i eitt samband. Það eru líka allar líkur til að þennan grundvöll megi rífa áður en nokkuð er á honum byggt. Sá verkamaður er naumast til, sem er honum samþykkúr. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar flokksins sjá alltof vel hver mála- gjöld Alþýðuflokkurinn hefur feng- ið fyrir réttindaránið, sem hann hefur framið innan verkalýðssam- takanna, til þess að þá fýsi að deila slíkri ræningjastarfsemi með hon um. Það mun því mega fullyrða að tillaga sú, sem gerð hefur verið í nafni 13 manna nefndarinnar, um að gefa þjóðstjómarflokkunum rétt inn innan verklýðssamtakanna sé andvana fædd, en ef með henni kynni að leynast lífsmark, þá er það á valdi verkalýðsins í Reykja vík, og þá fyrst og fremst Dags- brúnarverkamanna, að gera útafvið hana. Dagsbrún verður að sýna 'jestu í þessu máli, hún verður að leggja sinn hnefa á borðið og segja afdráttarlaust: Fullkoinið jafnrétti og lýðræði er ófrávikjanlegt skilyrði fyrir ein ingu verkalýðsins. allra í framtíðinni sem hinn göf- ugi og tryggi vinur, sem vildi aldrei vamm sitt vita í neinit. Þökk fyrir allt. Guð blessi þig í pínu nýja heimkynni. Minning þín lifir, „því orðstír deyr aldrei, hveim sér góðan getur“. Á. Gziðmjndssoii.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.