Þjóðviljinn - 08.11.1940, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.11.1940, Blaðsíða 4
um 5? «P Orborgtnnt Næturlæknir í nótt: Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sínu 2234. Næturvörður er þessa viku í Ingólfs- og Laugavegs-apótekum. REVÝAN 1940 Ásfands**úfgáfa leikið í Iðnó í kvöld (fösfud,) kl. 3,30 Aðgöngumíðar seldír eftír kl. 1 í dag. Símí 3191. — Lækkað verð eftír kl. 3. 52 urhafs- esi/iiityri Skáldsaga eítir Mark (Jaywood tjtvarpið í dag: 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 15,30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19.25 Hljómplötur: Tataralög. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Frá Vinarborg til Versala, in: Töframaðurinn í Friedrichsruhe (Sverrir Kristj- ánsson. 20.55 Hljómplötur: Létt lög. 21.00 Otvarpssagan: „Kristín La- fransdóttur” eftir Sigrid Undset 21.30 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett, Op. 76, nr. 2, eftir Haydn. 21.50 Fréttir. Kosníng níð- urjöfnunar~ nefndar í niðurjöfnunarnefnd voru kosn ir á bæjarstjómarfundi í gær þeir: Sigurbjörn Þorkelsson, Gunnar Viðar, Ingimar Jónsson og Sigurð ur Jónasson, en skattstjóri er, sem kunnugt er, sjálfkjörinn í nefndina. Hlutkesti fór fram um þá Sigurð Jónasson og Gunnar Thoroddsen, þar sem aðeins tveir listar höfðu komið fram og bæjar- fulltrúar Sósíalistaflokksins kos- ið með Alþýðuflokknum og Fram- sóknarflokknum, þar sem þeir gátu annars engum úrslitum vald- ið um skipun nefndarinnar. Þótti þeim því rétt að gefa Sigurði Jón- assyni kost á því að komast í hlut- kesti móti íhaldsmanninum, eink- um þar sem Sigurður hafði á fund inum lýst því yfir að hann væri með öllu andvígur skattfrelsi stór útgerðarinnar og að hann álíti, að fyrsta verk næsta Alþingis ætti að vera að afnema það. Það er þó sízt svo að skilja, að Sósíalistaflokkurinn telji Sigurð sinn fulltrúa í nefndinni og má gjaldendum úr alþýðustétt senni- lega á sama standa hvort í henni situr framsóknar- eða íhaldsmað- ur svo náin samvinna sem nú á sér stað milli þessara flokka um allt það, sem alþýðu þessa lands má til byrði verða. Gerízt áskrifendur að íímarífínu ,Réttur‘ jggPWWIMPm»,» ^ ^ v Borgarsfjóri bann ar verkamönnum að hafa sýníngar kassa í Skýlínu Allt að því áratug hafa verka- menn haft sýningarkassa á einu þili Verkamannaskýlisins við höfn ina. Hafa oft verið límdar upp myndir, blaðaúrklippur og grein- ar í kassa þennan og var hann vinsæll meðal verkamanna. Naz- a istar hafa samt litið kassann hom uga og reyndu stundum að skemma hann. 1 gær gerðist svo sá atburður að hinn nýsetti borgarstjóri, Bjarni Benediktsson, kom niður á Verkamannaskýli og skipaði skýl- isverðinum með magt og miklu veldi að taka kassann niður af veggnum tafarlaust, ella yrði hann — húsvörðurinn — tafar- laust sviptur stöðu sinni og rek- inn frá. — Minna mátti ekki gagn gera. Verkamenn, sem þama voru, bentu Bjama á, að Knútur Zim- sen borgarstjóri hefði á sínum tima leyft verkamönnum að hafa kassann uppi. Bjami kvað Knút engu ráða nú lengur. Og niður fór kassinn. Það mun hafa farið í taugamar á núverandi borgarstjóra, að í kassanuim voru myndir frá sigr- um sósíalismans sem verða til að minna verkamenn á, að þar sem þeir ráða sjálfir er ekkert atvinnu leysi til. Erindrekum skattfrjálsu milljónamæringanna, sem láta þús undir manna búa við atvinnuleysi og skort, finnst óþægilegt að vera minntir á slíkt. Ma lalllírs Kiliai laansa Framhald af 3. síðu. friðsömu og hamingjiusömu lýð- veldi verkamanna, menntamanna og bænda. Þeim ber skylda til að koma i veg fyrir að kapítalistar geti búið svo um sig á landamær- um Ráðstjómarlýðveldanna, að þeir geti þegar minnst varir kom- ið ráðstjómarverkamönnum' S. opna skjöldu, eins og þeim hefði t. d. verið í lófa lagið, ef víggirð- ingamar sem heimsauðvaldið hafði komið sér upp í Finnlandi hefðu ekki verið eyðilagðar í fyrra, en á þeirri línu, Manner- heimlínunni svokölluðu, ginu sem kunnugt er fallbyssukjaftar al- alþjóðaauðvaldsins bókstaflega yf- ir einhverju stærsta verklýðs- hverfi heimsins, Leningrad, með sínum fjórum milljónum sósíalist- iskra verkamanna. Það er í von þess að Ráðstjóm- arlýðveldunum takist að vemda arf októberbyltingarinnar frá 1917, sem sósíalistar um allan heim minnast nú tuttugu og þriggja ára afmælis hins fyrsta verkalýðsríkis heimsins um sömu mundir og kapítalismanum hefur í annað skipti í einni kynslóð tek- izt að gera heimskringluna að leik velli tortímingarinnar. Við höld- um þetta afmæli ennfremur í von þess, að kapítalisminn mætti sjálf ur gjalda ekki minna afhroð í þessum nýja leik sínum en hann galt í síðustu allsherjar-morðárás sinni á mannkynið, heimsvalda- styrjöldinni frá 1914—1918. Fííl enn afl uerlsi sítrónurF o.25 stb. Snæbjörn verður Kandís 1.90 kgr. aftur fyrír steínhastí Fjallagrös 5.50 - i gærmorgun var lögreglan köll uð niður að bókaverzlun Snæbjam ar Jónssonar. Hafði rúðan á bóka- búðinni enn verið brotin og í glugganum lá steinn og við hlið- ina á honum pappírsmiði, þar sem áletrað var með bleki: „Föður- landssvikarinn skal deyja. Snæ- björn Jónsson skal deyja”. Undir var eitthvað krot og yfir það var klesst hakakross-merki líklega úr blóði. Það em skrýtin fífl á íslandi, sem taka upp á að leika „föður- landsvini” á þennan hátt. Safnið ðsbrifendBm Daglega nýsoðin S VIÐ Kaffistofan. Hafnarstræti 16. við okkur og eitthvað þaut gegnum loftið rétt viö höf- uð stúlkunnar og blikaði eins og silfurlitur flugfiskur við lónið. Eg spratt á fætur og skaut nokkrum skamm- byssuskotum inn í þykknið. Við heyrðum aö einhver hljóp inn í runnann. Ungfrú Mortimer hafði líka sprottiö á fætur, Hún skalf eins og henni væri kalt. Hvað var þetta spuröi hún óttaslegin. Það er náunginn, sem drap Jim Orleans í dag, sagöi ég seinlega og reyndi aö róa hana. En hverju kastaði hann? Hvað var það, sem flaug fram hjá höfðinu á mér og út í lónið? Það var hnífurinn, sem við vorum þau flón að skilja eftir í morgun. Guði sé lof að hann hitti þig ekki! Hún titraði og þrýsti sér að mér. John, hvíslaði hún skjálfrödduð. (Þetta var í fyrsta skipti sem hún nefndi mig því nafni). Heldurðu .... þú heldur þó ekki að þaö geti veriö hann? — Hún leit upp og það var þjáningarsvipur á andlitinu. Eg hló hressilega. En því fór fjarri að mér væri þaö eðlilegt, þvi mér hafði orðið mjög ónotalegt viö, en ég vildi eyða ótta hennar, ef þess væri nokkur kostur. Nei, það er fráleitt, sagði ég. Þetta er bara venjuleg- ur slæpingur, sennilega náungi, sem hefur hlaupið aí einhverju hvalveiðaskipinu. Auk þess er hann bandóð- ur og við verðum að gæta fyllstu varúðar. Eg var næst- um búinn aö gleyma honum. Hún virtist veröa rólegri og mér þótti vænt um aö ég hafði verið svo varkár að geta ekki um festina með minnispeningnum, sem ég hafði í vasa mínum. Þessi gripur gerði mig nú svo órólegan að ég sætti fyrsta tækifæris að henda honum í vatnið. Mér var illa við að setjast aftur niður, því ég var óttaðist að vitfirringur- inn kæmi aftur, og ég fór aö hugsa um, hvernig við ættum að verja nóttinn, en það var þegar orðið nokk- uð áliðið hennar. Tíminn hafði flogið áfram meðan við vorum að tala saman. Hvenær skyldi snekkjan koma aftur? spurði hún. Bráðum, býst ég viö, sagöi ég, en með sjálfum mér var fjarri því, að ég væri sannfæröur um það. — Nú hafa þeir engan bát eins og þú veizt. Hvar faldirðu bátinn? Nokkur hundruö metra héðan. Hvort finnst þér rétt- ara að við gröfum bátinn upp og siglum til Omato, eða að viö bíðum eftir snekkjunni? Og ef hvirfilbylurinn kemur aftur? spurði hún meö hryllingi. Við mundum strax sökkva í bátnum, sagði ég. En til þess eru ekki miklar lík’ur. Og þó veit ég ekki------- Viö skulum bíöa eftir snekkjunni. Eg ætla aö skipa Hogan að fara strax til Omatu og þú getur farið til svarta Jacks og leitaö þar upplýsinga. Eg held að þér sé ekki ljóst, hvaða hlutverk Hogan leikur í þessari ferð. Sannast sagt álít ég að saga hans sé eintómur uppspuni. Hann ætlar að selja byssurnar í Kilowa — ef hann kemst þangaö — fyrir hér um bil þunga þeirra í gulli, og svo mun hann hverfa í fyrstu höfninni, sem þið komiö á. Nú vil ég að þú hjálpir mér, sagöi hún lágt. Viltu ennþá komast til Paradísareyjar? Þaö veltur á því hvað við fréttum hjá Svarta Jack — finnst þér það ekki? Og svo er annaö, sagði ég. Nú þegar mun fallbyssu- bátur vera kominn í slóð okkar. Hún sperrti upp augun og hrópaði: Hversvegna? Hvernig ættu þeir að hafa frétt um feröir okkar? Eg sagði þeim frá henni. Manstu ekki eftir símskeyt- inu, sem ég sendi Conray í Sydney? Jú, en þú minntist ekkert á okkur í því, eða gerðirðu það?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.