Þjóðviljinn - 19.11.1940, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.11.1940, Blaðsíða 2
Þriðjudagur 18 Jióvember 1940 M0BV1LJ1NN Í9JÓOVUJ1NN titgefaadi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. W Ava rp Kitstjórar: Einar Olgeiraeon. Sígfús A. Sigurhjartarson. Bitstjórn: Hverfisgðtu 4 (Víkings- prent) sími 2270. til íslenzkrar æsku frá öðru þíngí Æshulf ðsfYlkíngarínnar íslenzk æska! Afgreiðsla og anglýsingaskrif stofa: Austurstræti 12 (1. Bæð) simi 2184. Askriftargjald á mánuði: Reykjavik og nágrenni kr. 2.50. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. I lausaaðlu 10 aura eintakið. Víkingsprent h.f., Hverfisgötu ^Ágæfur árangur' London í rústum. 500 fliugvélar tartíma lífum hundraða manna og verðmætum maxmlegrar vinnu, sem skiptir milljónum króna, „ágætur árangur“. Berlin verður fyrir sprengjuregni. Tugir manna missa lifið. Járnbraut- arstöðvar og rafmagnsstöðvar brenna. „Ágætur árangur“. Goventry á stórum pörtum jafnað við jörðu. 1000 manns dauðir og særðir. Börn, konur, karlmenn lim lest iog drepin. Þúsundir barna, kvenna og karlmanna harma það, sem þeim var kærast i lífinu. — „Ágætur árangur“ — hrópar Hitler. Á þessum óvenjulegu tímum, þegar hver stórtíð'ind- in reka ömiur og valdhafar landanna “spekúlera” með líf og velferð þegnanna eins og þeir væru búfé eða hlutabréf, vill Æskulýðsfylkingin (sem er samband ungra sósíalista) beina til þín nokkrum orðum, Um langan aldur hafa “vormenn íslands” háð margþátta baráttu fyrir bjartara lífi þjóöarinnar og meiri hamingju henni til handa. Barátta þessi hefur jafnan verið tvíþætt: annarsvegar glíman við erlenda kúgun, hinsvegar viðleitnin að koma á umbótum inn- anlands. En þessir þættir ófust að jafnaði saman, því að erlend kúgun og innlent afturhald og ómenning héldust í hendur, Danska konungs og kaupmannavald- iö taldi sér skylt að spyrna fótum við framfaramálum hérlendis, og hinir lítilsigldu kyrrstöðumenn meðal ís- lendinga leituðu styrks hjá hinum framandi valds- mönnum. Beztu menn vorir (eins og Jón forseti) gáfust aldrei upp, — og hinn íslenzki málstaður sigraði. Land vort fékk sjálfstæði, — og ýmsar framfarir í menningu- og atvinnuháttum sigldu í kjölfar þess. En íslenzk æska, — við, sem erfa eigum landið, — hvar stöndum vér nú? , Sjálfstæðið er traðkað í svaðið af fjölmennum, brezkum her. Land vort er út á við orðið réttlaus ný- lenda á borð við 'Indland eða Súdan. Árangurinn af aldabaráttu beztu sona íslands í þjóðfrelsismálunum var þurrkaður út á einum vor- morgni. Hamborgarhöin gereyðilögð á stóru svæði. — Hundruð manna særð og drepin. Þýzkir verkamenn konur og böm, sem hata Hitler, láta lifið. — „Ágætur árangur“ — hrópar Churchill. Og fullk'omnustu verksmiðjur jarð arinnar framleiða dag og nótt meiri drápstæki. Milljónir verkamanna og verkakvenna eru látin præla dag og nótt við að framleiða drápstæM á sjálf sig. Vinnuafl og hugvit mann- kynsins er tekið i pjönustu eyði- leggingarinnar, til að tortima lifi og lifshamingju manna. Og pað er togið að mönnum beggja vegna víg- línunnar, til að leiða pá blindaða af vimu upplogins málefnis, sem þeir hyggja heilagt, út á blóðvöll- 5nn, út i bróðurmorðin . „Þið eruð að berjast gegn auð- valdinu, í'yrir vemdun pýzka kyn- stofnsins“ — hrópar Hitler, um leið og hann lætur þýzkri æsku blæða út á vigvöllunum til ágóða fyrir auðkónginn Krupp, og pýzkar mæður og böm pjást af feitis- skirrti heima, svo sívaxandi fjöldi pýzkra bama fæðast blind, svo að Hermann Göring og hinir nýríku geti fjtnað pví meir. „Þið emð að berjast fyrir lýð- ræðinu og persónufrelsinu, fyrir verndun mannréttinda og Þjóð- frelsis“, — hrópar Churchill, um leið og hann neitar 370 milljónum manna, fjórum fimmtu hlutum af ibúurn brezka heimsveldisins, um lýðræði og pjóðfrelsi og lætur fang elsa pá Indverja, sem krefjast pers ónufrelsis og mannréttinda. En hræsnin fer samt sigurför um heiminn. Meira að segja hér úti- á Islandi trúir þorri manna ennpá striðslygum annarshvors ræningj- óns, í stað pess að taka afstöðu með mannkyninu sjálfu gegn bölvaldi pess, hinum voldugu auðhringum stórveldanna, sem einoka ekki að- Frh Ó 3. síðr. Til valda innanlands eru komnir nokkrir stríðs- gróðamenn og spilltir bitlinga-burgeisar, sem virðast eiga aöeins eina “hugsjón”, þá að gera ríkisvaldið að einkaverndara milljónamæringanna, sem raka saman stríðsgróða á kostnað sjómanna og allrar alþýðu. Þess- ar stríðs-hýenur, sem fitna á manndrápum og hryðju- verkum stórveldanna, eru orðnar að íslenzkum aðli með líkum sérréttindum og hinn rotni skattfrjálsi aðall Frakka á miðöldunum, sem þjóðin hratt af stóli meö stjórnarbyltingunni miklu. Og íslenzka sagan endurtekur sig. Einnig nú hefur afturhaldið, stríðsgróða og bitlingaliðið svarizt í fóst- bræðralag við hina erlendu kúgun. Stjórnarvöldin leyndu því, að hertaka landsins vofði yfir, þó þeim væri það fullljóst mánuöi áður. Og nú skoð’ar yfirstéttin inn- rásarherinn sem verndara sinn og bandamann, sem gefi henni örugga möguleika að drottna og græða í skjóli hans, enda er gróðinn hennar eina föðurland. Einstöku menn úr hópi afturhaldsins (Héðinn Vald., Snæbjörn Jónsson) hafa gerzt svo hreinskilnir að leggja til fulla innlimun lands vors í Bretaveldi. “Alþýðublað- ið” hefur tjáð því ævarandi trygga þjónustu. Thor Thors og fleiri hafa mælt með óbeinum amerískum yf- irráðum hér, meðan aörir úr herbúðum burgeisanna láta sig dreyma um þýzka stjórn á íslandi. Við ákærum þessa yfirstétt og stjórn hennar: fyrir aff hafa svikið sjálfstæöi landsins, — fyrir aff hafa vanrækt og jafnvel hindrað aukna atvinnu þrátt fyrir meiri auðsöfnun í landinu en nokkru sinni fyrr, — fyrir aff loka og hálfloka skólunum ög þarmeö menntalindum æskunnar, — fyrir hina skipulagsbundnu skoðana- og atvinnu- kúgun í skólum landsins og öllu atvinnulífi. Við krefjumst: atvinnu til handa öllum æskulýð landsins, — afnáms allra takmarkana á skólagöngu og mennt- un, — fuUkomins hugsana- og skoðananfrelsis við nám og störf, Islenzk æska! Hvað gerir þú meðan fjendur þínir braska með land vort og þjóð? Hvaða hugsandi æsku- maður og kona getur sýnt slíku tómlæti? Hvar er hinn íslenzki þjóöarmetnaður og frelsisþrá, ef menn sætta sig viö yfirráð svo spilltra eiginhagsmunamanna, sem í einu og öllu hafa brugðizt málstað alþýðu þessa lands? íslenzk æska! Þú átt tvenna aöalfjendur, sem nú hafa fallizt í i. F. Dinoinu lohiO Meíra starf — befrí sbípu- lagníng —- metrí áróður I Öðru pingi Æskulýðsfylkingarinnar iauk á sxinnudagskvöldið. Hafði pað staðið yfir föstudags- og laugar- dagskvöld til miðnættis og allan sunnudagiim. Umræðum um 1. dagskrárlið (starf og verkofni sambandsins), lauk á laugardagskvöldið og aU peim loknum var gengið að öðr- um lið; Æskan og sjálfstœ'ðismárin. Félagi Teitur Þorleifsson flutti langa og ýtarlega framsöguræðu óg á sunnudaginn eftir hádegi fóru fram umræður uim pann lið. F. h. luku ýmsar nefndir störfum, og imdirbjuggu tillögur og ályktanir, sem teknar voru til afgreiðslu á þingfundinum, sem stóð hérumbil látlaust frá hádegi til kl. 7,30 á sunnudagskvöld. Undir likin voru sampykktar nokkrar lagabreytingar og fjármál afgreidd og kosin ný stjórn fyrir sambandið . Sfarf og skyldur ungra sósíalisfa Umræðurnar um málefni Æ.F. og alpýðuæskuna voru mjög ýtarlegar og jákvæðar. Allir fullfrúar létu á- lit sitt i ljós. Enginn reyndi að draga fjöður yfir veilur og ágalla í starfinu, heldur var allt slíkt vægð arlaust dregið frani í dagsljósið til aðvörunar í i'ramtiðinni. Sömuleiðis var rækilega bent á hin jákvæðu dæmi um gott og velheppnað starf; og vakti sérstaka hrifningu ræða eins fulltrúans, er hann lýsti starfi og starfsaðferðum sínum og félaga sinna, er borið hafði glæsilegan árangur. Sú skoðun var mjög rikjandi í öllum umræðunum, að ÆF. hefði verið á réttri leið að pví >er stefnu snertir, en mikið hefði skort á nægilega kappsamlegt og þraut- seigt starf. Það hefði vantað næga ábyrgðartil.'inningu og dugnað til að hver maður hefði gert skyldu sína við sósíalismann hver á sínnin vett vangi. F'jrseti þingsins benti á i ræðu, að, hvar sem virkur, ungur sósíalisti væri, yrði hann að skoða sig sem ábyrgan fulltrúa sambands- ins og hugsjónar pess. Hann yrði að gérast virkur skipulags- og áróð- ursmaður á sínum vinnustað, í sín um skóla, sínu verklýðsfélagi, méð al kunningja sinna o. s. frv. Hann yrði að sjá til pess að hið heil- brigða viðhorf sósíalisinans til mál anna yrði áróðurslygum og blekk inguim valdhafanna yfirsterkari. Svo mætti að orði kveða, að allar umræður þingsms væra eitt mikið heróp um meira starf, betri skipulagningu, meiri áróður. Og ekki parf að efa að fulltrúarnir taka til óspilltra málanna hver á sínum vettvangi, pegar heim kem ur. Afsfaðan fíl sefulíðsíns Undir dagskrárlið sjálfstæðismál- anna var mikið rætt um afstöðu vora til setuliðsins. Voru allir þeirr ar skoðunar, að sýna pyrfti inn- rásarhernum almennt kalt afskipta- seysi, og allur Bretasleikjuháttur talinn aumleg fyrirbæri vesalinga, sem engan pjóðarmetnað hefðu í fórum sínum. Yrði að standa fast á hinum íslenzka málstað og verja hvern pann rétt, sem Bretinn vildi svipta 'Okkur. Jafnframt voru menn sammála nm pað, að hinn óbreytti hermaður ætti ekki sök á hing- aðkomu sinni og væri jafnvel and vígur brezku heimsvaldastefnunni, sem fráleitt hefur orðið hinum brezka láglaunamanni til hagsæld- ar. Því væri ungum sósíalistum skylt að líta á þá menn innan hers- ins, er skilja og sjá hinn íslenzka málstað >:>g andvígir e'ru bnezku burgeisunum, sem vini og banda» menn. Álykfanír Þingið samþykkti ýtarlega’ályktim um starf sambandsins og aðra um sjálfstæðismálin. Sömuleiðis gekk pað frá ávarpi til islenzka æsku- lýðsins, og birtist það á öðruim Stað í blaðinu. Veigamestu lagabreytingarriar voru þess efnis, að heimila einstákl- ingum á stöðum, par sem ekkert félag er, inngöngu í sambandið. Þá var og gerð samþykkt í blaö- málinu'. 6 Sambandssfjórnín Hin nýja aðalstjórn Æ. F. er skipuð 15 mönnum, 7 í Rvík, og fara nöfn þeirra hér á eftir: Eggert Þorbjarnarson, forseti. Hallgr. Hallgrímsson, varafors. Guðlaugur Jónsson, ritari. Stefán Magnússon, vararitari. Snorri Jónsson, gjaldkeri. Björgúlfur Sigurðsson, varagj.k. Ingi R. Helgason, meðstj. Utan Reykjavíkur eru eftirtaldir 8 menn í sambandsstjórn: Eiríkur Sæland, Hafnarfirði. Ingvar Bjömsson, Grindavík. Guðmunda Gunnarsd., Vestm.e. ingvar Bjömsson, Gafli, Ámess. Ingólfur Þórðarson, Norðfirði. Sverrir Áskelsson, Akureyri. Ásgrímur Albertsson, Siglufirði. Teitur Þorleifsson, Dölum. Undir forystu pessara 15 ungu félaga á Æ. F. væntanlega eftir að eflast og dafna á næstu 2 ánum. faðma um aö níðast á þér: innlenda burgeisa og enska heimsvaldasinna. Sameinastu til baráttu gegn þeim. Fyrir frelsi íslands og íslendinga! Fyrir frjálsu samfélagi hinnar starfandi íslenzku þjóffar! Kjörorff okkar er: Við viljum ísland frjálst! II. þing Æ. F. 15.—17. nóv. 1940.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.