Þjóðviljinn - 12.03.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.03.1944, Blaðsíða 8
Næturlæknir læknavarðstofunni í Austurbæjarbamaskólanum, sími 5030. Ljósatími ökutækja er frá kl. 6,30 að kvöldi til kl. 6,50 að morgni. Hdgidagslæknir: Olafur Jóhannsson, Freyjugötu 40, sími 4119. Nœturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Nœturakstur annast Bifreiðastöð Islands, sími 1540. ÚTVARPIÖ í DAG. 11.00 Morguntónleikar (plötur): Kórverk- ið „Elías“ eftir Mendelsolin. 20.20 Kvöld bingeyingafélagsins: Avörp og ræður (Sæm. Friðriksson framkv.stj., Jónas Jónsson alþm., sr. Sveinn Vík- ingur). — Upplestur (Indriði Indriða- son frá Fjalli, Valdimar Helgason leikari). — Kórsöngur (Ragnar II. Raguars stjórnar). — Einsöngur i (Árni Jónsson frá Múla). — Píanó- leikur (Ragnar H. Ragnars). 22.00 Danslög (Danshljómsveit Þóris Jóns- sonar kl. 22.00—22.40). Lcikfciag Reykjavíkur sýnir Öla sinala- dreng kl. 4.30 í dag. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1.30 í dag. — Leikritið Ég hef kom- ið hér áður verður sýnt kl. 8 í kvöld. Merkjasala Jívitabandsins. Hvítabandið hefur merkjasölu á morgun. Biirn, sem selja vildu merkin. vitji þeirra í Miðbæj- arskólann. Ágóðinn af merkjasölunni renn- ur til danskía flóttamanna. VestfirðingamótiS verður að Hótel Borg föstudaginn 17. marz og hefst með borð- haldi kl. 19.30. Til skemmtunar verður: Ræður, sölígur og dans. — Aðgöngumiðar seldir í Hótel Borg (suðurdyr) n.k. þriðju- dag kl. 4—0.30, báða dagana, ef ekki verða fyrr uppseldir. Gjöf til Bamaspítalasjóðs Ilringsins. Frá Maríu Guðmundsdóttur, Bergsslöðum í Reykjavík, kr. 500.00. Kærar þaltkir. Stjórn Kvenfélagsins Hringurinn. VINNUHEIMILIÐ Framh. af 1. síðu. faka þau að sér að hælisvist- inni lokinni. — Hvernig verður rekstrinum hagað? — Það er meining okkar að heimilið verði sjálfseignarstofn- un og S. í. B. S. reki það á eig- in kostnað, þó að við hinsvegar gerum ráð fyrir því að njóta styrks frá ríkinu, ekki sízt vegna þess, að þarna verða til dvalar allmargir berklasjúkl- ingar, sem ríkið styrkir nú samkvæmt berklavarnalögun- um. — Þið teljið, að þetta muni bæta mjög berklavarnirnar. Hvað segir þú um berklavarn- irnar nú? — Eg hygg að ekki sé ofsagt þó að það sé sagt að öll berkla- varnastarfsemi sé á mjög hættu legum vegi stödd. Tugir sjúklinga bíða nú eftir sjúkrarúmum, en það vantar þessi sjúkrarúm. Með því að koma vinnuheim- ilinu upp, myndi þegar vera hægt að losa mikið af rúmun- um, þar sem margir sjúklingar með langvarandi berkla myndu ábyggilega sækja um vist í slíku hæli og að útskrifa mætti sjúklinga fyrr en nú er, þar sem þeir ættu kost á að komast á vinnuheimilið í stað þess að verða þegar að hælisvist lok- inni að taka hverri vinnu sem býðst, hversu erfið sem hún er. Að lokum vildi ég segja þetta: Það er hægt að yfirvinna berklaveikina, en til þess þarf starf og fé. Samband íslenzkra berkla- sjúklinga vantar nokkur hundr uð þús. króna til þess að öruggt sé að vinnuheimilið komist fljótt upp. Leggið þetta fé af mörkum og þið munuð sjá, að þar hafið þið lagt ykkar skerf til alþjóð- arheilla. Adolph Bergsson dæmdur í 18 mánaða fangelsi. — Rannsókn í máli Jóns Kjart- anssonar enn ekki lokið. — Tveir menn voru dæmdir í 6 mánaða fangelsi hvor og fimm í 500 til 800 króna sekt í gærmorgun kvað sakadómari, Jónatan Hallvarðs- son, upp dóm í sykurseðlafölsunarmáli því, sem upp- víst varð um á s. 1. vetri. Mál þetta var allumfangsmikið og voru 9 menn dæmdir, en enn er eftir að kveða upp dóm yfir einum sakborningi, Jóni Kjartanssyni, framkvæmdastjóra, en bókhaldsrannsókn í máli hans er enn ekki lokið, og mál hans er umfangsmikið og nokkuð séstaks eðlis. Hinir dæmdu hlutu frá 400 króna sekt til 18 mánaða fangelsi. Málavextir eru í stuttu máli þessir: Skömmtunarskrifstofa ríkis- ins kærði yfir því 1. apríl á s. 1. vetri, að fram hefðu komið við talningu sykurseðlar, er taldir voru falsaðir. ' Það kom í ljós, að sykurseðl- ar þessir komu frá Jóni Kjart- anssyni, framkvæmdastjóra sæl gætisgerðarinnar Víkings og Svans h. f., en Jón Kjartansson kvaðst hafa fengið seðlana hjá Adolph Bergssyni. Gerð var hús rannsókn hjá Adolph 2. apríl og fannst þá mikið af sykurseðl um, er reyndust vera falsaðir. Adolph bar það fram, að Jón Kjartansson hefði skilið um- slögin, sem seðlarnir voru í, eftir hjá sér og hefði sér ekki verið kunnugt um hvað í þeim var, og neitaði hann að nokkur viðskipti lútandi að þessu hefðu farið fram milli sín og Jóns Kjartanssonar, þar til hann hafði heyrt framburð Jóns. Jón Kjartansson skýrði svo frá, að hann hefði rætt við Adolph um sykurskort fyrir- tækja sinna og sykurskort al- mennt og stungið upp á því að Adolph hjálpaði sér, og hefði stungið upp á því af fikti. Varð þetta upphaf viðskipt- anna og útvegaði Adolph Jóni sykur, án þess að krefjast skömmtunarleyfis. Sykur þessi 1 var síðan notaður við fram- leiðslu sælgætisgerðar Víkings. Jón greiddi Adolph hærra verð fyrir sykurinn, en hann var þá almennt seldur fyrir, en fyrir seðlana borgaði hann kr. 2,10 fyrir kg. og kveðst hafa stung- ið upp á því verði til þess að takmarka fjárkröfur Adolphs. Samkvæmt minnisblöðum, er Jón Kjartansson skrifaði og rannsókn á bankaviðskiptum, hefur Jón greitt Adolph samtals kr. 37 495,64. Fyrsta greiðsla fór fram 7. janúar 1942, að upp hæð kr. 450,00,. en síðasta greiðslan var víxill, útgefinn 15. febrúar 1943. Ekki hefur reynzt hægt að fá upplýst, hve mikið af þessari upphæð er greitt fyrir sykur og hve mikið fyrir sykurseðla. en samkvæmt framburði og skýringum Jóns má ætla, að kr. 5030,00 hafi verið greidd fyrir sykur, en rúmlega 32 þús. kr. fyrir sykurseðla. — Jón hefur áætlað magn seðlanna rúm 16 þús. kg. Auk þessara tveggja, sem hér hafa verið nefndir og voru að- almenn þessa fölsunarmáls reyndust eftirtaldir menn riðn- ir við málið: Friðjón Bjarnason, Guðmundur Ragnar Guðmunds son, Lárus Hansson og Þor- valdur Jónsson. Brot Adolphs Rósinkranz Bergssonar er fólgið í þessu: Með útvegun skömmtunarseðla til Jóns Kjartanssonar var hann talinn hafa gerzt hluttakandi í óléyfilegri notkun skjals. Með þátttöku sinni í broti Guðmund ar Ragnars Guðmundssonar var hann talinn hluttakandi í þjófn aði og broti 1 opinberu starfi. Ennfremur þátttaka hans í broti Lárusar Hanssonar, hlut- deild í broti í opinberu starfi, þátttaka hans 1 broti Friðjóns Bjarnasonar og hlutdeild í skjalafölsun. Sala hans á sykri til Jóns Kjartanssonar var talin brot á skömmtunarlöggjöfinni. Brot Guðmundar Ragnars Guðmundssonar var heimfært undir ákvæði hegningarlaganna um brot í opinberu starfi, þjófn að og hlutdeild í óleyfilegri notkun skjals. Brot Lárusar Hanssonar er heimfært undir þann kafla hegn ingarlaganna, er f jallar um brot í opjnberu starfi, svo og um hlutdeild í óleyfilegri notkun skjals. Brot Friðjóns Bjarnasonar er heimfært undir skjalafölsun. Brot Þorvaldar Jónssonar er heimfært undir hlutdeild í skjalafölsun, en óverulegs eðlis. Dómsniður^öðurnar eru: Adolph Rósinkranz Bergsson sæti fangelsi í 18 mánuði og sviptur kosningarétti og kjör- gengi. Friðjón Bjarnason sæti fangelsi í 6 mánuði og sviptur kosningarétti og kjörgengi. Guð mundur Guðmundsson sæti 6 mánaða fangelsi, sviptur kosn- ingarétti og kjörgengi. Lárus Hanss.on greiði 800 króna sekt til ríkíssjóðs, til vara varðhald TJARNAR BÍÖ RAUÐHÆRÐA KONAN Lady with Red Hair) Amerísk kvikmynd byggð á endurminningum leikkon- unnar frú Leslie Carter. Miriam Hopkins Claude Rains Richard Ainley. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. ,Sala aðg.m. hefst kl. 11 f.h. NÝJA BÍÓ Flugsveifín „Erntr" (Eagle Squadron) mikilfengleg stórmynd. Robert Stack Diana Barrymore. Jon Hall. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Böm fá ekki aðgang. Sala hefst kl. 11 f. h. LEIKFELAG REYKJAVÍKUR. „Ég hef komið hér áður“ Sýning í kvöld ki. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. LEIKFÉL AG REYKJAVÍKÚR „Óli smaladrengur“ Sýning í dag kl. 4,30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1,30 í dag. S. G. T.~ dansleikur verður í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. — Sala aðgöngumiða kl. 5—7. — Sími 3240. — Fröken Steinunn Bjamadóttir syngur. — Danshljómsveit Bjarna Böðvarssonar spilar. S. K. T. dansleikur í G.T.-húsinu í kvöld kl. 10 — Gömlu og nýju dans- arnir. — Aðgöngumiðar frá kl. 6.30. — SÍMI 3355. Ný lög. — Danslagasöngvar. Nordmetm og Fínnar Framhald af 1. síðu. tiðu Þýzkalandi, og ekki heldur frá Vesturveldunum, sem þegar hafa byrjað þá samvinnu, sem á að halda áfram og mun gera það eftir stríð ,ef friðurinn á ekki að glatast Jiegar stríðið er unnið. Gg allra sízt gœti Finnland jengið nokkum slíkan stuðning í Norðurlanda- bandalagi. Eklci einungis þess vegna að Norðurlandabandalag getur ekki orðið nógu sterlct hem- aðarlega til að heyja stríð við stór- veldi, heldur einnig þess vegna, að þátttaka Noregs í hverri þeirri norrœnni samvinnu, sem talizt gœti beint gegn Sovétríkjunum, er útilokuð („at det jor Norge vil í 40 daga og Þorvaldur Jónsson greiði 500 kr. sekt í ríkissjóð og 25 daga varðhald.til vara. Þá er öllum hinum kærðu gert að greiða sakarkostnað. Þá voru og 4 starfsmenn prentmyndagerðar dæmdir í sambandi við þetta mál og hlutu þeir þessa dóma: Einar Jónsson og Páll Ágúst Finnbogason í 400 króna sekt hvor til ríkissjóðs, en 20 daga varðhald til vara, en Þorsteinn Oddsson og Eymundur Magnús son í 500 króna sekt hvor til ríkissjóðs, en 25 daga varðhald til vara. Auk þessa greiði stefndu málsvarnarkostnað og annan sakarkostnað. vœre utelukket á delta i noc nord- isk samarbeid som lcunne antas á ha brodd mot Sovétsamveldet“). Noregur mun meira að segja telja það skilyrði nonœnnar samvinnu að Finrdand verði í góðri sam- vinnu við Sovétríkin. Því í víð- tœkrí merkingu eru öll Norðurlönd nágrannar Sovétríkjanna. Afleiðing alls þessa er sú, að Finnland verður ekki einungis að semja frið við Sovétríkin, lieldur verður Finnland að gjörbreyta stefnu sinni í utanríkismálum. 1 stað Jjcss að vera í stöðugri and- stöðu við liið volduga nágranna- ríki og leita stuðnings gegn því hjá hinum eða Jiessum, verður Jiað að afmá róttækt orsakir vandræð- anna: hina hættulegu andstöðu gegn Sovétríkjunum. Og fyrr eða síðar hlýtur Jiað að gerast. Það, hvort Finnland vill nú semja frið, eða kýs lieldur að far- ast ásamt Ilitler og Himmler, er spurning um Jnið hvort Finnland vilji tryggja sambúðina við Sov- I étríkin með því að ganga að sann- gjörnum skilmálum eða steypa landinn út í allsherjar hrnn. Sjald- an hefur ötul Jijóð lítils lands feng- ið eins örlagarík úrlansnarefni og finnska Jijóðin Jiessa dagana. Allir. sem óska frjálsu og sjálfstæðu Finnlandi framtíðar í friði og ör- yggi, vona innilega að tekin verði rétta ákvörðunin og Jiað á Jiann liátt að ekki sé um neitt að villast.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.