Þjóðviljinn - 01.04.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.04.1949, Blaðsíða 4
ÞJÓBVILIINN PÖ3tudagur 1» apríi 1940; m ’JHÓÐVILIINM , 'Ctgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn [iFtltatjórai: Magnús Kjartanssoa. Sigurður Guðmundsson (áb', Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. [Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. a IHitatjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðu I »tig 13 — Sími 7800 (þrjár línur) r Áskrií'arverð: kr. 12.00 á mánuði.—Lausasöluvarð 50 aur. elnt. * PrentsmiSJa Þjóðvlljans h. f, (______________________________________________ Bóafaffiataflokkurlnn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár iínur) Tímabil fasismans hafið Árið 1682 skrifuðu ráðamenn Islands grátandi undir afsal landsréttinda í Kópavogi en í kringum þá stóðu vopnaðir erlendir hermenn og ógnuÓu þeim með drápstól- um sínum. Árið 1949 samþykktu ráðamenn Islands afsal ís- lenzkra landsréttina, alvarlegustu landráð í sögu þessarar þjóðar. Enn á ný var í kringum þá vopnað lið, en að þessu sinni var hlutverk þess ekki að hóta þeim, heldur „vernda“ þá gegn friðsömum borgurum. Dfápstólunum var beint gegn alþýðu Reykjavíkur og þau voru notuð af dæmafárri nazistískri villimennsku. Slíkur er munurinn á íslenzkum ráðamönnum 1662 og 1949 -— en sá er einnig munurinn að friðsamir íslenzkir borgarar umkringdu ekki Kópavog 1662 til að mótmæla afsali landsréttinda sinna. Miðvikudagurinn 30. marz 1949 verður svartur dagur i sögu þessarar þjóðar meðan hún á sér tilveru. Þann dag var frelsi landsins endanlega svikið í annað sinn og af- leiðingar þess glæpaverks geta orðið hörmulegri en nokkur hugur fær skynjað. Það hafa orðið alger tímamót í sögu þjóðarinnar, Island er annað í dag en það var í gær. Og það fer vel á því að sjálfan tímamótadaginn skyldu Reykvíkingar fá að skyggnast örlítið inn í framtíðina. Of- beldisverk lögreglunnar og glæpaverk hinna óðu hvítliða eru forboði þess fasisma sem koma skal í skjóli banda- rískra byssustingja. Enda kemur það ljóst fram í blaði forsætisráðherrans í gær, þegar það krefst þess að Sósí- alistaflokkurinn verði bannaður og þingmönnum hans vikið af þingi: „Þegar einn hálfsturlaður kommúnisti reyndi að efna til uppþota á áheyrendapöillum danska.þingsins er það ræddi Atlanzhafsbandalagið á dögunum var á það bent að þessu gefna tilefni að ekki væri síður ástæða til að f jarlægja úr sjálfum þingsalnum þá menn sem gerðu sig seka um sömu óhæfuna, en hinn kommúnistíska ofstopamann á áheyr- endapöllunum. Þetta á einnig við hér.“ Það stendur ekki á Stefáni Péturssyni að gefa upp ís- lenzka menn og kref jast ofbeldisaðgerða gegn þeim fremur en fyrri daginn. Og Vísir heimtar í gær áframhaldandi vigbúnað Heimdallarskrílsins og hvítiiðanna: „I öryggisskyni ætti ríkisvaldið að gæta þess tvenns, að efla lögregiuliðið annarsvegar og búa það beztu tækjum, en stofna hinsvegar öflugt varalið, sem aðstoðað getur lögregluua við að halda uppi lögum og rétti. Slílíar ráðstaf- ar.ir þola enga bið.“ Þannig gefui* stjórnarliðið íslendingum færi til að skyggnast inn í framtíðina og horfurnar eru vissulega ekki bjartar. En þessir herrar gleyma íslenzku þjóðinni. Hún er að vísu ekki spurð og henni er bannað að láta í ljós vilja sinn, en hún mun engu að síður halda áfram þeirri bar- áttu sem hafin er af margföldum. þrótti þar til fasistarnir fá makiegan dóm og ísland endurheimtir. frelsi sitt. Kynjaverur. Lögregluþjónar með gasgrím ur og hjálma eru kúnstug sjón. Þeir eru eitthvað svo mikið svartir, annarlega svartir, já, eiginlega allsekki jarðneskir heldur koma manni í hug kynja verur úr sögum eftir Jules Verne og H. G. Wells. Og slang- an sem liggur úr andlitinu oní bringuna, það er einsog þessar verur noti hana til að taka næringu innanúr sér. Eng- ar jarðneskar verur borða inn- anúr sér. Hinsvegar hef ég sterk an grun um, að slíkt mataræði muni tíðkast á Marz. Maður hlýtur að vorkenna góðum mönnum, sem verða að ganga um í svona búningi. — Og svo langar mig að segja nokkur orð um það sálarástand, er mótaði allt framferði lög- reglunnar í fyrrakvöld. „Gas-happy.“ Ameríkumenn tala um, að sumir verði „trigger-happy.“ — „Trigger" er enska orðið yfir gikk á byssu, og „trigger- happy“ er sá maður, sem í tíma og ótíma þrýstir á gikk- inn. Ósjaldan gerðist það hér áður fyrr í hinu villta vestri, að ákveðnir náungar létu skammbyssuskotin dynja á hverju sem fyrir varð, vinum jafnt sem fjendum. Þeir voru „trigger-happy.“ — 1 fyrra- kvöld var lögreglan okkar „gas- happy.“ Hún lét táragassprengj ur sínar dynja á hverju sem fyrir varð. ★ Sprengjur falla allt um kring. Eg veit ekki, hvort finnska myndin í Nýja bíó var tiltakan- lega sorgleg, en svo mikið er víst, að allir fóru tárfellandi heim af henni. Bíll frá lögregl unni ók þarna framhjá um leið og hleypt var út, og mennirnir hentu ofurlítiili sprengju í hóp- inn. -—■ Fólk stóð í mesta sak- leysi og beið eftir Sogamýrar- strætó, þegar sprengjurnar féllu skyndilega allt í kringum það. Hvað eftir annað tæmdist torg- ið þannig fyrir aðgerðir lög- reglunnar. Það var auðsæilega ekki meiningin, að nokkur kæin ist ógrátandi innfyrir bæ. * Skynsamleg tilefni ósýnileg. Nokkrar friðsamar manneskj ur stóðu x Bankastr., og kemur þá ekki óforvarandis lögreglu- bíll á fullri ferð, hlunkandi aft- urúr sér hverri sprengjunni af annarri. Það var Ijóti driturinn. — Yfirleitt var ómögulegt að sjá nokkurt skynsamlegt tilefni til þessara linnulausu gasárása lögreglunnar. Jafnvel einmana vegfarendur voru ekki óhultir á bersvæði. Maður sem átti að hitta kærustuna sína fyrir fram an Hótel Skjaldbreið komst við illan leik yfir þvísemnæst mann lausan Austurvöll. Stundum verða menn að vaða gegnum eld og eimyrju fyrir ástina. — Lög- reglan var alstaðar að sprengja: mökkurinn oft svo mikill, að ekki glitti í götuljósin. Meira að segja hefur heyrzt um sprengju, sem sprakk inní sjálfu anddyri Lögreglustöðvar innar. — Viðskiptamenn við pylsuvagninn urðu hvað eftir annað að hlaupast á brott frá hálfkláruðum pylsunum, og það leið óralöng stund áðuren þeir náðu aftur sambandi við Á- munda. ★ Lögreglustjórinn á heiðurinn. Þannig gekk það til, og áhorf endur voru aldeilis gáttaðir. Ekki ihega menn þó ásaka hina óbreyttu lögregluþjóna fyrir öll þessi skringilegheit. Þeir voru aðeins að framkvæma fyrirskip- anir yfirboðara síns, lögreglu- stjórans. Hann einn stjórnaði dellunni. Hann einn var raun- verulega „gas-happy“ þetta kvöld. En fyrst maðurinn getur orð- ið svona ógurlega „gas-happy,“ ja, hvers mega Reykvíkingar þá ekki vænta, ef hann yrði nú allt í einu „trigger-happy“—? Hjónunum Krist- ínu Árnadóttur og Stefáni Ólafssyni fæddist sonur 30. marz, Vásterled 27, Bromma, Sviþjóð. Hjónunum Kristínu Guðjónsdóttur og Sigurberg Bogasyni, Flatey, fæddist 18 rríarka sonur þann 23. marz. • Stúdentar, útskrifaðir 1944, að norðan og sunnan halda sameig- inlegan fund í Verzlunarmanna- heimilinu 1. apríl kl. 8,30 e. h. í fundarlok verður drukkið kaffi og síðan dansað. Gullfaxi er í Reykjavík; kom í fyrradag frá Kaup mannahöfn með 37 farþega. 1 gær flugu flugvélar Flugfélagsins til Akureyrar, Norð- fjarðar, Eskifjarðar og Reyðar- f jarðar. Prentarar! Árshátíð félagsins verður í Tjarnarcafé annað kvöld (laugardag), kl. 8. Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu félagsins í dag kl. 5—7. 18.30 Islenzku- kennsla. — 19.00 Þýskukennsla. 19.25 Þingfréttir. 20.20 Skíðaþáttur (Ólafur Þorsteins- son). 20.30 Útvarpssagan: „Opin- berun" eftir Romanof; fyrri hluti (Helgi Hjörvar). 21.00 Strokkvart- ett útvarpsins: Ýmis þjóðlög, út- sett af Kássmayer. 21.15 Frá út- löndum (Jón Magnússon frétta- stjóri). 21.30 Islenzk tónlist: Ein- söngslög eftir Björgvin Guðmunds son (plötur). 21.45 Erindi: Alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna (Ásgeir Ásgeirsson alþm.). 22.05 Passíusálmar. 22.15 Útvarp frá Hótel Borg: Hljómsveit Carls Billich leikur létt lög. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Guð- ný Björnsdóttir, Laugateig 9 og Kristján Svein- laugsson, loft- skeytamaður á Seyðisfjarðartogar- anum Isúlfi. Næturakstur í nótt Hreyfill. — Sími 6633. annast EIDLSKIF: Brúarfoss er væntanlegur til Rvíkur í kvöld frá Hull. Dettifoss fór frá Grimsby í gærmorgun til La Rochelle, Fjallfoss fór frá Gautaborg 29. marz til Rvíkur. Goðafoss fór frá N. Y. 27. f. m. til Rvíkur. Lagarfoss er i Fridriks- höfn. Reykjafoss fór frá Antwerp- en í gær til Rvíkur. Selfoss fór frá Rvík í fyrrakuöld vestur og norð ur. Tröllafoss fór frá Rvík 21. f. m. m. til N. Y. Vatnajökull fór frá Rvík 27. f. m. til Hamborgar. Katla kom til Halifax 27 f. m. frá Rvílc. Anne Louise er í Friðriks- höfn. Hertha er í Meustad. Linda Dan lestar í Gautaborg og Kaup- mannahöfn 31. marz til 4. apríl. Einarsson & Zoega: Foldin er Rvík. Spaarestroom er væntanlegur til Rvikur eftir helg ina. Reykjanes er væntanlegt til Vestmannaeyja um mánaðamótin. BtKISSKIF: Esja var á Akureyri í gær á austurleið. Hekla á að fara kl. 12 á hádegi í dag austur um land í hringferð. Herðubreið er á Aust- fjörðum á norðurleið. Skjaldbreið er væntanleg til Rvikur í dag. Þyrill var við Langanes í gærmorg un. Súðin kom til Raufarhafnar um hádegi í gær. M.S.B.1. Munið dansleikinn í Breiðfirðingahúö í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar seldir þar milii kl. 5 og 7. Veðurútlit í dag: Suðaustan og sunnan kaldi, skýjað. Skemmtifélag G.T. Skemmtifélag Góðtemplara hefur, eins og kunnugt er, rek ið dansleiki unaanfarin tvö ár að Röðli. — Hafa dansleikir þessir verið vel sóttir, og ungir sem gamlir, kunnað vel að meta það, að þarna ríkir strangt að- hald um alla reglusemi og að áfengisnautn er með öllu úti- lokuð. Auk dansleikjanna um helg- ar hefur S. G. T. efnt til spila- kvölda einu sinni í viku, á fimmtudagskvöldum, hefur verið spiluð félagsvist og að henni lokinni um kl. 10.30 verið dansað til kl. 1. Aðsókn að spilakvöldum þessum hefur jafn an verið mikil bg margir orðið frá að hverfa hverju sinni. Þess vegna hefur stjórn S. G. T. ákveðið að bæta einu spilakvöldi við í viku, og efnir eftirleiðis til spilakvölds' á laug ardögum, verður það með sama sniði og á fimm.tuxiögum —, spilað frá ,kl. 8.30 til kl. 10.30 og að því búnu. dansað. til kL 2.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.