Þjóðviljinn - 14.01.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.01.1950, Blaðsíða 3
Laugardagur 14. janúar 1950. ÞJÓÐVILJINN Fram&óknarflokkurinn hef ur jafnan hagað störfum sínum og stefnu á þann veg að því er snertir hagsmuna- mál reykvískrar alþýðu, að það verður að teljast óvenju leg ofdirfska og blindni í eigin sök að flokkur með fortíð Framsóknar skuli kinnroðalaust mælast til þess við vinnandi fólk hér í höfuðstaðnum að það veiti honum brautargengi í kom- andi bæjarstjórnarkosning- um. Hvar sem Framsóknar- afturhaldið hefur því við komið hefur það sýnt málefn um Reykjavíkur og þó alveg sérstaklega hagsmunamálum alþýðunnar í bænum ekki ■einungis algjört tómiæti heldur beinlínis fullan fjand skap. Skal þe&si afstaða Fram- sóknar nú lítillega rifjuð upp, til athugunar fyrir þá, sem kunna að hafa gleymt fortíð hennar og raunveru- legri afstöðu til hagsmuna alþýðu, en Framsókn hefur lagt á það mikla áherzlu að undanfömu að bregða fyrir sig róttækum slagorðiun og beita takmarkalausu íýð- skrumi, ef það mætti verða til þess að fortíðin gleymd- ist. Og ekki ber að neita því að þessi loddaraleikur aftur haldsins í Framsókn bar meiri, árangur en málefni stóðu til í alþingiskosning- unum á s.í. hausti. Sannleikurinn er sá að afturhaldsöflin sem ráða stefnu Framsóknar, og eru andleg afsprengi Jónasar frá Hriflu, hafa gengið jafn langt eða lengra en sjálft íhaldið hefur þorað í beinum árásum á lífskjör alþýðunn- ar pg mannréttindi, og er þá mikið sagt, því sannar- lega þarf nokkuð til þess að fara fram úr íhaldinu í þeim efnum. Þegai Fiamsókn vildi einkennisbúa íátækl- irtgana. Þegar atvinnuleysisástand kreppuáranna fyrri svarf sárast að verkalýð Reykjavíkur þurfti fjöldi alþýðumanna að leita á náðir bæjarfélagsins um aðstoð til þess að bjarga sér og sjnum frá hungri. Þessi spor á bæjar- skrifstofurnar voru flestum þung, og fæstir munu hafa lagt upp í þá för fyrr en fokið var í öll skjól og neyðin var farin að sverfa alvarlega að konu og börnum. Sá styrkur sem bærinn veitti var svo við nögl skorinn að óhugsandi var að hann dygði nokkurri fjöl- skyldu fyrir brýnustu þörfum, enda í samræmi við stefnu í- haldsins að skammta þeim fá- tæku naumt. Fulltrúi Framsóknarflokks- ins í bæjarstjórn Reykjavíkur kom á þessum árum fram með tvær tillögur í fátækramálun- . um, sem mikill skaði væri að féllu í gleymsku, því þær cru I meira samræmi vio raunveru- — FRAMSOKNARFLOKKURINN TREYSTIR UM OF A GLEYMSKU REYKVIKINGA AlþýSa Reyk’iavikur hefur fullan hug á oð launa árásir Framsóknar á rétfindi og k]ör verkamanna lega afstöðu afturhaldsins í flqkknum til alþýðu, heldur en lýðskrumið og blekkingarnar, sem þetta sama afturhald beit- ir upp á síðkastið í atkvæða- veiðum sínum meðal vinnandi fólks. Fulltrúi Framsóknar skrifaði ýtarlega um þessar tillögur sín ar í blað flokksins. Hann lagði til að þeir sem Ihöfðu orðið að Ieita á náðir bæjarins um styrk til fram- færslu yrðu klæddir i sér- staka einkennisbúninga, svo ekki yrði villzt á þeim og því fólki, sem gæti séð sér og sínum farborða af eigin rammleik. Hrlausn Framsóknar var sem sagt sú að brennimerkja þá al þýðumenn, sem höfðu orðið herfang atvinnuleysisins. Ennfremur lagði þessi sami fulltrúi Framsókuar til að bærinn kæmi upp sér- stakri matstofu fyrir þetta fólk í stað þess að láta það fá styrkinn til frjálsra af- nota á heimilunum. Lagði hann sérstaka áherzlu á að matur sem veittur yrði í matstofu þessari ætti að vera fábreyttur, því fullkomin óhæfa væri að þetta fólk byggi við sama kost og „sjálfbjarga borg- arar“ sem stæðu undir fram- færslu þess! Þetta var viðþorf Framsókn- ar og slíkar voru tillögur henn- ar á tímum atvinhuleysisins, erfiðustu reynslutímum sem íslenzk alþýða hefur lifað á þessari öld. Það er fróðlegt fyrir alþýðu- kjósendur að bera þessar van- hugsuðu haturstillögur Fram- sóknar saman við allt skrumið nú og loforðin um „hlífðar- lausa baráttu gegn hverskonar fjárplógsstarfsemi“, en fyrir hagsmunum og rétti almenn- ings. Geiðaidómui Fram- sóknai og haimagiátui yfii kauphækkunum veikamanna. Þrátt fyrir stórlega vaxandi dýrtíð hjá almenningi í landinu á fyrstu stríðsárunum vildi Framsókn áköf hindra allar kauphækkanir verkamanna. Þá var tímakaup Dagsbrúnarverka manna kr. 1,45. Vérkalýðsfé- lögin brutu af sér kaupkúgunar fjötra Framsóknar undir ötulli forustu Dagsbrúnar og fyrir atbeina Sósíalistaflokksins og tókst þá og næstu árin að bæta kjör meðlima sinna og hækka kaup þeirra svo að verkalýður- inn gat loks rétt úr kút kreppu áranna og allsleysisins, sem þjakað hafði alla lífsafkomu hans í heilan áratug og jafn- vej lengur. Hefði stefna Framsóknar sigrað í átökunum 1942 um gerðardóminn en ekki stefna verkalýðshreyfingarinnar og Sósíalistalistaflokksins, þá hefði peningavelta stríðsáranna al- gjörlega farið fram hjá heimil- um verkamanna og annarra launþega, landið orðið af stór- kostlegum gjaldeyristekjum sem komu frá setuliðunum á þessum árum, en atvinnurek- endur og braskarar rakað sam- an enn meiri auði en raun varð þó á. Þessum ósigri sínum heíur Framsókn aldrei getað gleymt. Enn í dag má lesa í Tímanum og öðrum málgögnum flokksins endalausar raunartölur út af því að kaup verkalýðsins skyldi hækka, þegar allar nauðsynjar þó fóru stórlega hækkandi og ]dýrtíðin var orðin alþýðu- heimilunum með öllu óbæri- leg, undir stjórn og forustu þessa sama flokks. M. ö. o.: Framsókn ætlaði alþýðunni nákvæmlega sama hlutskiptið s.l. áratug og hún bjó við áratuginn á undan. En sem betur fór var komið í veg fyrir þetta, Styrkur Sós- íalistaflokksins og verkalýðs- hreyfingarinnar varð bjargið, sem árásir Framsóknar brotn- uðu á. Geta allir farið nærri um hvernig hag allmennings væri nú háttað ef svo hefði ekki farið. Hveijii vildu láta banna íbúðaihúsa- byggingai í Réykjavík? Framsóknarafturhaldið, sem nú biðlar til vinnandi fólks í Reykjavík, hefur sýnt hug sinn til þess í fleiru en kaupgjalds málunum. Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Tímans að sendimenn hans fyllast hryll- ingi þegar þeir nú kynnast á- standinu í bröggunum og öðr- um þeim vistarverum, sem al- þýðan verður að hýrast í vegna dugleysis íhaldsins í húsnæðis- málum höfuðstaðarins. Tíminn á og það með réttu ekki nógu sterk orð til að fordæma þetta ástand og skeytingarleysi I- haldsins um hag þeirra hús- næðislausu. En hver hefur verið afstaða Framsóknar þar sem reynt hef- ur á hana i þessum málum? Framsókn hefur á hverjum þeim vettvangi, sem ráð henn ar ná til, sýnt íbúðarhúsabygg- ingum í Reykjavík fullan fjand Skap. Flokkurinn hefur rök- stutt þessa afstöðu sína með því tvennu, að beina þyrfti straumnum burt úr bænum og að þörfin á byggingum nýrra íbúðarhúsa væri engin hér í Reykjavík saman borið við landsbyggðina. Svo hefur ofsi Framsóknar í þessu aðkallandi hagsmunamáli húsnæðislausra alþýðumanna í Reykjavík geng- ið langt, að flokkurinn hefur blátt áfram lagt til að banna allar byggingar íbúðahúsa hér í höfuðstaðnum. Er, nokkur furða þótt mörg- um hrjósi hugur við hræsninni og yfirdrepsskapnum þegar slíkur flokkur þykist bera hag húsnæðislausrar alþýðu Reykjavík alveg fyrir brjósti? Er nokkur undrandi þót.t víða sé spurt hvort lengra sé hægt að komast í því að of- bjóða heilbrigðri dómgreind al- mennings, sem fylgzt hefur með afstöðu Framsóknar í þessu þýðingarmikla máli? drepið á nokkur atriði, sem óhjákvæmilegt er að vekja at- hygli á í sambandi við orð og gerðir Framsóknar, svo mjög sem sá flokkur virðist trúa á hrekkleysi og gleymsku reyk- vískrar alþýðu og haga mál- flutningi sínum eftir því. En það hygg ég að sé sann- mæli, að eftir því sam meiin kynna sér betur fortíð og raun- verulega afstöðu Framsóknar til brýnustu úrlausnarefna reykvískrar alþýðu, því fráleit- ara sé að nokkur maður úr hennar hópi geti veitt þeim flokki brautargengi, án þess að vinna um leið gegn eigin hag og.framtíð. Slíkur flokkur get- ur ekki vænzt þess að honum sé trúað til að standa á verði um hag og velferð vinnandi fólks á þeim alvörutímum sem nú eru framundan, og það ekki sízt fyrir beina tilstuðlan Fram sóknar, án þess að nokkúð skuli dregið úr sekt hinna íhaldanna tveggja, sem stóðu að hrunstjóminni með Fram- sóknarflokknum. Reynslan mun kenna Fram- sókn að hún treystir um of á gleymsku Reykvíkinga. Þeir þekkja hana vel og ekki að neinu góðu. Og sízt af öllu óska þeir eftir hennar úrræðum þegar hætta er á að auðvalds- kreppa sé að skella á með full um þunga og þeim afleiðingum, sem verkalýðurinn í Reykjavík kannast við frá fyrri árum. Eins og nú horfir getur öll alþýða manna ekki treyst á annað en stéttarsamtök sín og flokk sinn, Sósíalistaflokkinn. Efling verkalýkssamtakanna og sókn Sósíalistaflokksins er það eina sem getur bægt hætt- unni frá dyrum. Þess vegna er það mikilsverðara nú en oftast í áður að allt frjálslynt fólk, Enginn vinnandi maðui eða kona geiui tieyst Fiamsókn. sérstaklega' hvar í flokki sem það hefur áður staðið, fylki sér um Sós- íaíistaflokkinn í bæjarstjórnar- kosningunum 29. jan. Öll tvístr- un alþýðunnar er aðeins vatn á mylnu íhaldsins. Sósíalista- flokkurinn einn getur svipt það meirihlutanum með því að fá fimmta mann sinn kosinn. Og reynslan hefur sýnt allri al- þýðu að honum einum getur hún treyst þegar á hólminn kemur. Hagsmunamál alþýðunnar eru of mörg og brýn nú til þess að nokkrum flokki eigi að líðast að hafa þau að leiksoppi og nota þau í blekkingaskyni sér til framdráttar. Syndaregistur Framsóknarafturhaldsins í þeim málum flestum, sem nú er knýj- ándi fyrir alþýðu Reýkjavíkur að fylkja sér einhuga úm undir forustu Sösíáíisfaflokksins, er lengra en svo, að því verði gerð tæmandi skil í stuttu máli. Hér hefur aðeins verið' Kristinsson. Skákkennsla Kennsla í skák er í þann veg- inn að hefjast á végum Taflfé- lags Reykjavíkur. Hefst hún n. k. laugardag ltl. 2 í Eddu-hús1 mu (uppi). Kennt verður 3-—4 tíma í einu, og er kennslugjaldið 30 kr. fyr- ir 10 slíkar námsstundir. Kenn- arar verða þeir Baldur Möller, Konráð Árnason og Sveinn Eyfirðingafélagið heldur skemmtifund föstud. 20. þ. m. í Mjólkurstöð- inni kl. 7 e. m. ÞORSABLÓT (HangikjÖt í trógum, laufabrauð o. fl.) Eyfirðingar, f jölmennið og takið gesti með. — Áskriftalistar í Hellas, Hafliðabúð og Verzluninni Hof, Laugaveg 4. Tilkynnið þátttöku fyrir kl. 6 á þriðjudags- kvöld. Skemmtméfndin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.