Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 24
Meðal Grænlendinga var fjöl- kvæni algengt. Hjá eskimóum í Kanada má finna þess vott- inn að upphaflega hafi brúðar- rán verið algeng. Það er auð- velt fyTir hjón að skilja og þarf ekki annað til en það, að öðru- ■ hvoru eða báðum líki ekki að .vera saman. „í>að er ekki álitin pein höfuðdyggð að vera maka éínum trúr í hjónabandi“, segir Birket Schmith, en hann er manna fróðastur um hætti eski- móa. „Þó að það geti komið fyrir að maður hegni konu sinni fyrir hórdóm, lítur hann svo á, að sök hennar sé ekki onnur en sú, að hún hafi gerzt of sjálfráð, hann er vís til að lána hana næstu nótt“. Kon- ur voru réttlitlar meðal eski- móa. Knud Rasmussen segir að eskimóakonur séu háðar geð- þótta manna'*sinna, eina leið- in til að losna úr óþolandi hjónabandi sé að strjúka — út á gaddinn. Svona, eða þessu líkt, var ástandið þegar Hans Egede kom til Vesturgrænlands árið 1720. Hann varð stórhneykslaður á fjölkvæninu, en hlaut þó að kannast við, að flestir menn lifðu í einkvæni. Það þótti heiður að því að eiga fleiri en eina konu, enda var það einungis á færi duglegustu veiðimanna að afla matar handa svo stórri fjölskyldu. Þá var siður að veiðimaður rænti brúði sinni, eða létist gera það, en hún streittist á móti hvort sem henni var ljúft eða leitt að fara með manninum, því annað þótti ekki hæfa. Ekki tókst þessi siður af þó að land- ið yrði kristið, og áttu prest- arnir í mesta stímabraki með að fá brúðiria til að svará ját- Grœnlenzk kona með barn sitt. Tréskurðarmynd eftir Grœnlendinginn Rasmus Bertelsen, um 1860. andi fyrir altarinu, því það þótti henni ótilhlýðilegt. Samkvæmt frásögn Hans Egede skildu menn við konur sínar eða ráku þær frá sér af litlu tilefni, og að geðþótta sínum, en hinsvegar var kon- unni heimilt að fara frá mann- inum, ef hann breytti illa við hana. Svo segir í frásögn Lars Dalagers af ástandinu (1750): „Ekki þarf annars undirbúnings við en að maðurinn leggist í annað rúm en hjónasængina að kvöldi, og mælir hann þá ekki orð frá vörum, en konan skilur þá óðara hvað á seiði er, og hverfur að heiman morg- uninn eftir. — — En það er H;ú skapnr hœtti r á Crnnlnndi sjaldgæft, að hjón skilji, sem eiga böm saman.--------“ Hans Egede segir að sá mað- ur þyki beztur og greiðviknast- ur, sem fúsastur sá að lána konu sína gesti og gangandi. Breytingar á háttum eftir að landið varð að danskri ný- lendu. Þetta hispursleysi og frjáls- lyndi hefur orðið vatn á myllu þeirra manna danskra, sem í landinu hafa dvalizt á síðustu öldum, og ber svipmót fólks- ins í Vesturgrænlandi gleggst vitni um það. Þar finnst varla lengur maður af óblönduðu kyni. Samt hafa gilt í landinu fyrirskipanir, sem brutu þvert í bága við arfgengar venjur (og siði danskra manna heima fyr- ir jafnt og þar), og voru auk þess langtum strangari en þær sem gilt hafa í Danmörku. í brezkum nýlendum þekkist enn að menn kaupi ,sér konu, eða eigi fleiri en eina, • en danska nýlendustjómin hefur ætíð kappkostað að kenna fólk- inu í landinu kristilega siði, a. m. k. að nafninu til, ásamt vitneskju um refsingar sem í ’vændum væru ef ekki væri farið að þeim. Ekki voru Danir fyrr farnir að stjórna landinu en þeir bönnuðu fjölkvæni, en þó að hjónaskilnaðir væru leyfðir í heimalandinu eins og í öðr- um löndum þar sem Lúterstrú ríkti, voru þeir stranglega bannaðir á Grænlandi, eins og í katólskum löndum. Þessi lög gru enn í gildi. Það var um svipað leyti og lög þessi gengu í gildi, að fyrirskipað var að flengja fólk opinberlega fyrir hórdóm. Sjálfir hafa eskimóar aldrei beitt líkamsrefsingum við nokkum mann að lögum. Flengingar heimilaðar í lögum þykja þar í landi hin mesta ó- hæfa, og enginn glæpur er álitinn svo ljótur að rétt þyki að láta pyndingar koma fyrir, hvað þá ef þeim er beitt til refsingar fyrir verknað, sem að engu leyti þótti vansæmandi, né heldur refsiverður, þótti mönnum sem þetta væri hin mesta smán sem unnt væri að gera varnarlausri þjóð. Á Austur- og Norðurgræn- landi náðu þessar lagasetn- ingar aldrei að komast til. fram- kvæmda, heldur giltu þar sið- ir landsfólksins, sem það hafði tekið að erfðum. Peter Freuch-' en segir frá því að hvalveiði- menn hafi komið þar að landi eftir langa útivist, þótti þá landsmönnum von að þeir vildu kveðja konur til sængur í þessari fróðlegu grein seg- ir danski lögmaðurinn Robert Mikkelsen frá hjúskaparhátt- um Grænlendinga og frá siða- vöndunarstarfi Dana á Græn- landi, sem hefur borið harla lítinn árangur, enda hafa þeir reynt að þvinga úreltum siða- hugmyndum upp á þjóð, sem aldrei hefur hotnað í þeim. með sér og létu það fúslega heimilt. En á Vesturgrænlandi er ekk- ert samræmi milli lagasetninga annarsvegar og hátternis fólks hins vegar. Líku máli gegnir auðvitað í Danmörku, en þó er bilið ekki jafn breitt milli vera að koma upp þeim almenn- ingssalemum, sem svo mikil þörf er fyrir, vegna þess að þau mundu verða misnotuð til „ólifnaðar“, en getur þess þó, að þetta sé raunar haldlaus mótbára, þvi að lauslætið sé svo yfirgengilegt, að það geti varla verra orðið. „Raunar er engúm Grænlend- ingi ókunnugt um kristilegan siðalærdóm, en fáir fara eftir honum nema nokkur hluti þeirra sem giftir eru og þó einkum konumar, en ógift fólk hefur mök sín á milli hvenær Innanhúss í grœnlenzkum kofa par sem fjölskyldan er að deyja úr hungri. — Tréskurðarmynd eftir Grœnlending- inn Aran frá Kangek. Ung stúlka frá Godthaab í hátíðarbúningi. Tréskurðar- mynd eftir Grœnlendinginn Rasmus Bertelsen, um 1860. sem svo býður við að horfa.“ „Hvergi verður þess vart, að þetta þyki vitund ósiðlegt með- al Grænlendinga, ekki heldur hinna menntaðri.“ Þessi afstaða er þess vald- andi hve örðugt viðfangsefni kynsjúkdómamir eru á Græn- landi. Það ber sjaldan við að ógift eignist barn saman, tala óskilgetinna barna er ekki mjög miklu hærri en i Danmörku að tiltölu, en kynsjúkdómarnir eru tífalt algengari, og hafa þá frá þriðja hverjum til allra full- orðinna í hverri byggð. Þrátt fyrir prédikanir trúboða og refsiaðgerðir laganna hafa Grænlendingar ekki breytt af- stöðu sinni til þessa efnis, og er það fjarri þeim að álíta laus- læti sitt ósiðlegt hvað þá synd- samlegt, en þó má undanskilja nokkra menn í þjónustu dönsku stjórnarinnar, á þeim virðast siðaprédikanimar hafa hrinið. Fátæktin og siðmenning sem raunar er meira í ætt við ó- menningu, hafa gert úr því illleysanlegt „ólifnaðar“-vanda- mál, sem áður þótti ekki vera annað en sjálfsagður hlutur. boðorða og siða og á Græn-' landi. Sá maður heitir ,V. Bertel- sen, sem bezt hefur kynnt sér þetta efni. Hann hefur gefið út stóra bók um heilsufar á Græn- landi. Hann segir svo: „Það álíta Grænlendingar sjálfsagð- an hlut, og til ánægju einungis, að fólk hafi mök saman þegar því sýnist svo . . . Það er und- antekning að hitta fyrir ung- ling á átjánda ári eða yngri, sem ekki hefur ratað í eitthvað ævintýrið. . . Á því er enginn vafi að Grænlendingar eru manna frjálslegastir í háttum, svo að segja má að ógift fólk og giftir karlmenn megi hegða sér að vild sinni, en giftar konur ekki að öllu leyti. . . . Mér er ekki kunnugt um að ’grænlenzkar konur hafi nokk- umtíma selt sig löndum sínum, en þó hafa þær oft þegið gjald af aðvífandi farmönnum." Dönskum bamsfeðrum er gert að greiða 30—60 kr. d. á ári í meðlag með bami. Meira er það ekki. Af ógiftum konum er nærri helmingi fleira en giftum karlmömium (1930), svo að það er auðséð, að tæki- færin eru mörg. Hellbrigðisstjómin græn- lenzka hefur verið á báðum átt- um um það, hvort óhætt muni ÞORSTEINN VALDIMARSSON; HEIMH V ARF Með kiildum nœturblanum bar þinn róm, foss minn, ur fjarrum dal upp á hina háu heiði, Iwar ég fór. Og lostinn horfnum trega £g leit l sýn bams þinn fallandi flaum. — Ó, breiður júnirósa um bahhann handan við; og yfir strenginn slriða hvelfd af sól glitúðans geislabrú — léttum fetum gengin i leiðslu sœlli þrá. • Jd, bernsha, hvað kom að mir d öldungs hné féll ég i freðin spor, aftur, sem~ ég latsi þar eyrarbiómin rauð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.