Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 28
1 2* Westminster Abbey. og kunnugt er og getur þar engra jarteina. Nú er Tower aðallega her- minjasafn, en auk þess er víg- ið hinn ágætasti vottur fornr- ar byggingarlistar. Við göngum um sali Hvíta- turns og virðum fyrir okkur forn hertýgi frá ýmsum tím- um, allt frá sverðum nor- rænna víkinga til vopna 19. aldar. Hermannalíkön frá ýmsum tímum standa þar í löngum röðum, grá fyrir járn- um, og sjálfur Hinrik VIII. situr þar rauðskeggjaður með alvæpni á gunnfáki sínum og hefur dregið upp hjálmgrím- una og horfir ógnaraugum yfir salinn. Hér getur að líta pyntingatæki af ýrns- um tegundum, og út í einu horninu hangir einliverskonar grind eða gálgi, gibbet, og hefur lítil stúlka tekið sér þar stöðu. 1 „vippu“ þessari voru lík líflátinna sakamanna hengd út almenningi til sýn- is og aðvörunar. Kannski hef- ur dinglað í auglýsingatæki þessu einhver fátækur vesa- lingur, sem átti sér litla, svanga stúllcu, og varð það á að stela sér rollubjálfa eða skjóta eitt af véiðidýrum lá- varðar síns til þess að seðja hungur hennar. Sú litla hlær út undir eyru og kærir sig kollótta um slíka smámuni. Hr Hvítaturni er farið í Blóðturninn (The Bloody Tower), en þar segir sagan, að tveir konungssynir,' börn að aldri, hafi verið myrtir sofandi í rúmi sínu af leigu- morðingjum. Sök þeirra var sú, að þeir stóðu til ríkiserfða, en aðra langaði í ríkiseplið. 1 Wakefieldturni eru krúnu- djásn Breta geymd. Getur þar að líta fjölda a.f kórónum, veldissprotum og öðrum kjör- gripum, alsettum gulli og gimsteinum. Fékk ég glýju í augun af allri dýrðinni og leitaði út úr kastalanum fram á árbakkann,. þar sem stór- um, fornum fallbyssum var raðað. Daprar hugsanir sett- ust að mér, enda var ég staddur á stað mikiila örlaga. Hugurinn hvarflaði ósjálfrétt til fortíðarinnar og kallaði fram svipmyndir þeirra at- burða, sem hér höfðu gerzt og mér voru kunnir. Mér þótti sem ég sæi á eftir Sir Thom- as Moore og þjáningarbræðr- um hans ganga lotlega upp á Towerhæðina, og hinar sögufrægu drottningar reikuðu að höggpalli á Towerflötinni. Mér varð hugsað til alls þess fólks, sem hér hafði lifað, stolt og stærilátt á hæsta tindi hefðar og metorða, og hinna, sem hér sátu á neðstu þröm mannlegrar smánar. Svona vefst tilveran undar- lega og fjarstætt saman á litlum bletti, og timinn hleður öllu í einn og sama köst. * Við litla bryggju niður und- an Tower bíða bátarnir, ef einhver skyldi vilja sigla, og hvern langar ekki til þess í góðu veðri, þegar sólin glamp- ar árfiötinn. Fjöldi manna stendur þarna og bíður eftir fari. Við sláumst í hópinn, kaupum farseðla til West- minst.er-bryggju og stígum á skipsfjöl. Eftir skamma stund er komið á leiðarenda. Hér or gengSS A land og haldið til Westminster Abbey, sem er forr.t og mikið guðshús og einn helgastur staður í öllu Bretaveldi. Kirkju er hér fyrst getið í skjölum frá 10. öld, og var hún endurbyggð um þær mundir, því að danskir víking- ar höfðu brennt kirkju þá< sem fyrir var á staðnum, otf sagnir herma, að Sebert kon* ungur (d. 616) hafi látið reisa í öndverðu. Aðrar sagnir herma, að hér hafi Arthur Haraldur Sigurðsson: A FERLI I L0MD0N I»að var á heitum og björt- f um sumardegi nær miðjum i ágústmánuði síðast liðnum. ! að huí'ð var hrundið upp á litlu hóteli við Russel Square 3 London. Þar var kominn Peter G. Foote, íslenzkukenn- ari Lundúnaháskóla, og var erindi hans að sýna mér fá- vísum og konu minni eitt- 5ivað af dýrð borgarinnar. Hvað viljið þið sjá ? spyr Pétur, en svo mun hann oft- ! ast nefndur í kunningjahópi á íslandi. Væri ekki gaman að sjá Tower, hinn fornfræga kast- ala á Temsárbökkum, sem af sumum hefur verið kallaður ,,vagga brezka heimsveldis- ins“. En bíðum við. Hvar er Hambrosbanki? Þengað verða flestir íslendingar, sem til Lundúna komá, að leggja leið ■ sína til þess að fá greiddar tnismunandi ríflegar ávísanir ! frá bönkunum heima. Nú ! jftefst löng leit á kortinu, og Soks kemur það upp úr kaf- : inu, að þessi ágæta stofmm | er rétt í leiðinni, aðeins skamftian krók að fara, og ] ifaezt að gera eina ferð að Ifavorutveggju. Fyrst er auð- j %'ítað farið til Hambro karls- ! ins og hann krafinn um aur- I sma, og í kaupbætir gefur | Itanft' okkur skrá yfir allar : Kneiri háttar skemmtanir og ! sðrar lystisemdir, sem heims- ! 'iorgin býður upp á þessa. vik-' . vna. Með þetta veganesti er xaldið áfram niður að ánni <g komið að hliðum kastal- i ans. en þá er um sjö hlið inn %.ð ganga, unz komið er að ?Jnu allra helgasta, Hvíta- tirni, í miðju virkisins. Hér faka á móti gestum hermenn ! 'ír setuliði kastalans, því að • jpetta eru herbúðir. Varla eru I emðsmenn þessir líklegir til ! æfreka á vígvelli. Klæddir eru ! þeir ramfornum búningum íir I rullbúnu skarlati og eru á- rekkastir jólasveinum. Þeir 1 %'ísa mönnum til vegar og i egja þeim hina skuggalegu, l en miklu sögu kastalans. é tundum kvað það bera við, að tuttugu þúsundir manna Jfeomi hingað í heimsókn á ein- c.m degi. To%\'er er æva forn að stofni cg hóf Vilhjálmur sigurvegari rerð hans árið 1078, skömmu j eftir að hann braut England ' i ndir sig, en áður voru hér j;-ifar af gömlum borgarvegg :í ómverskum frá því á annarri :ld. endurbættum af Alfreð konungi mikla skömmu fyrir . ’íOO. Sjást enn nokkrar min’j- ar af múrum þessum. j Hvítiturn (The White Tow- ' er) er elzti hluti kastalans, í.á sem Vilhjálmur gerði og tók smiði hans tuttugu ár. Lundúnabúar voru þessum franska valdaræningja miðl- i ngi eftirlátir um sinn, og j -fkki þótti úr vegi að líta eft- ir siglingum á fljótinu og fylgjast nieð þvi, hverjir væru þar á ferð. Siðar var gerður tvöfaldur veggur virkisgarða um Hvítaturn. Er á þeim fjöldi smærri turna, sem hver heitir sínu nafni, og myndar samfella þessi nær ferhyrnt svæði á árbakkanum. Bygg- ingar þ'essar eru frá ýmsum timum og var þeim lokið á 14. öld. Fyrir utan ytri múrana var djúp virkisgröf, og fannst þar mikið af mannabeinum og flöskum, þegar gröfin var þurrkuð á 19. öld. Þótti það táknrænn fundur á þeim stað. Er þar nú grasi gróinn völl- ur. Yfir Tower svífa hrafnar kolsvartir, og trúa ýmsir Bretar því, að þegar þeir hverfa á brott sé skammt að bíða endaloka Bretaveldis. Tower er kunnast sem fangelsi. Hér voru þeir geymdir, sem einhverra hluta vegna voru . valdhöfunum þyrnir i auga. Sumir af mönnum þessum voru vafa- laust meira eða minna sekir, en stundum var brugðið til augljósra tyllisaka eða laun- morða, ef losna þurfti við hættulegan keppinaut eða baldinn andstæðing. Báti var róið niður fljótið, og lilerar Svikarahliðsins (The Trai- tors’ Gate) opnuðust. Manni var stungið inn, og hlerarnir féllu aftur að stöfum, en við tók lengri eða skemmri fang- elsisvist með pyntingum, kulda og hungri í fúlum neð- anjarðarklefum. Farþegi bátsins átti sjaldnast aftur- lcvæmt, nema þá stuttan spöl upp á Towerhæðina, þar sem höggstokkurinn beið hans. Stundum þótti ekki eigandi undir því að fara svo langt með fangann, og voru þeir þá höggnir í kyrrþei á flötinni fyrir vestan Hvítaturn. , Tower kann frá fleiru að segja en kvöl dýflissunnar. Hgnn var konungsborg, sem skartaði öllu því glæstasta, sem England átti. Hér glumdi gleðin óstýrilátt á efri hæð- unum,- samtímis kveinstöfum og kvalaópum í kjöllurunum. Auk þess var Tower um sinn stjörnuathugunarstöð og jafnvel dýragarður, og ber einn turninn, Ljónaturn, nafn í minningu þess. f' Margir ágætustu sona, Eng- lands sátu í Tower og luku ævi sinni á Tower Hill. Verður aðeins fárra þeirra hér við getið. Einn þeirra var Thom- as Moore, og er hann nú sann- heilagur með kaþólskum mönnum og einn í hópi hinna fyrstu lærifeðra sósíalismans, og hafa þeir hvarvetna á hon- um ágæti mikið. Hér lauk einnig ævi Sir Walter Ral- eighs, sem var sæfari mikill og Bretar telja nú einn af feðrum heimsveldis síns. Hér á landi er nafn hans að minnsta kosti kunnugt flest- um reykingamönnum, því að við hann er kennd alkunn reyktóbakstegund, harla góð, og má því segja, að Raleigh sé með nokkrum hætti kominn í tölu árnaðarmanna, enda þykir liöfundi þessara orða fátt tóbak taka lionum fram. Anna Boleyn, móðir Elísa- betar I. og clrottning Hinriks VHI., sat í Tower siðustu daga ævi sinnar og var háls- höggvin á Towerflöt. Hefur drottning þessi sem aðeins var vanmáttugt peð í hrá- skinnsleik ófyrirleitinna stjórnmálamanna, orðið að nokkurskonar píslarvotti ást- arinnar og ritaðar því máli til stuðnings margar jarteina- bækur víða um lönd. Síðastir manna sátu fangn- ir í Tower Rudolf Hess, stað- gengill Hitlers, og Gerlach, sendimaður nazista á Islandi. Þeir sluppu báðir lifandi eins Gröf Maríu Stuart.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.