Þjóðviljinn - 04.01.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.01.1955, Blaðsíða 10
3.0) — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 4. janúar 1955 dstsM • • • ... og deyja 39. dagur • aranum. „Ertu að fara?“ hvíslaði hann. ' Gráber varp öndinni léttar. ,,Já,“ sagði hann. „Gætirðu — hér er heimilisfangið — gætirðu sagt þeim að mér líði vel?“ „Af hverju? Geturðu ekki skrifað þeim það sjálfur?“ „Ég geri það, ég geri það,“ hvíslaði Hirschland. „Allt- af.” En þau trúa mér ekki. Móðir mín trúir mér ekki. Hún heldur, að vegna þess aö-------“ Hann þagnaði og rétti Gráber bréfmiðann. „Hér er heimilisfangið. Ef einhver kemur úr herdeildinni minni — þá trúir hún því ef til vill — skiluröu? Hún heldur að ég þori ekki —“ „Já“, sagði Gráber. „Ég skil“. Hann tók miðann og lagði hann í launabók sína. Hii-schland tók upp sígar- ettupakka. „Héma — í nestið —“ „Hvers vegna?“ „Ég reyki ekki“. Gráber leit upp. Það var alveg rétt. Hann hafði aldrei séð Hirschland reykja. „Jæja, þökk fyrir“, sagði hann og tók við pakkanum. „Og ségðu þeim ekkert um —“ Hirschland benti 1 átt- ina að vígstöðvunum. „Aðeins áð við bíðum átekta“. „Auðvitað. Hvað ætti ég að segja annað?“ „Gott. Þakka þér fyrir“. Hirschland flýtti sér út. Þakka þér fyrir? hugsaði Gráber. Fyrir hvaö var að þakka? Hann fann sér stað í sjúkrabíl. Bíllinn hafði runnið niður í skurð í snjónum. Maöurinn við hlið ekilsins hafði dottið út úr sætinu og handleggsbrotnaö. Giaber fékk sæti hans. Bíllinn ók eftir veginum sem merktur var með stöngum og strákippum, ók í stóran hring um-^ hverfis þorpið. Gráber sá herdeildina standa 1 fylkingu á torginu fyrir framan kirkjuna. „Þeir verða að fara á vígstöðvarnar. Hamingjan góöa, hvar fá Rússarnir allt þetta stórskotalið?" „Já —“ „Og þeir eru með býsn af skriðdrekum líka. Hvaðan kemur þetta allt?“ „Frá Ameríku. Eða Síberíu. Þeir eiga víst býsn af verksmiðjum þar“. Ekillinn ók kringum bíl sem var fastur í snjónum. „Rússland er of stórt. Of stórt, skal ég segja þér. Maður týnist þar“. Gráber kinkaöi kolli og vafði ábreiðu um fæturna.. Andartak fannst honum hann eins og liðblaupi. Her- deildin stóð ferðbúin á kirkjutorginu, en hann var á heimleið. Hann einn. Hinir voru kyrrir, en hann var á heimleið. Þeir urðu að fara á vígstöövarnar. Ég á það skilið, hugsaði hann. Rahe sagði það líka. Og hvers vegna er ég að hugsa um það? Er það ekki vegna þess að ég er enn hræddur um að einhver komi á eftir mér og sæki mig til baka? Nokkrum kílómetrum vestar fundu þeir annan bíl með sjúklingum, sem hafði runnið út af veginum og festst í snjónum. Þeir námu staðar og aðgættu hvemig komið var á þeirra eigin vagni. Tveir menn höfðu dáið. Þeir skildu þá eftir og tóku í þeirra stað þrjá særða úr hinum bílnum. Gráber hjálpaöi til aö lyfta þeim upp. Tveir þeirra höfðu misst útlim; hinn þriðji var með sár á andliti; hann gat setið uppréttur. Hinir sem skildir voru eftir hrópuðu og bölvuðu. Þeir lágu á börum og ekkert rúm var fyrir þá. Þeir fundu til skelfingar allra særðra manna: að styrjöldin næði þeim á síðustu stundu. „Hvað er að?“ spurði ökumaðui’inn bílstjórann í bil- aða bílnum. „Brotinn öxull“. „Brotinn öxull? f snjónum?" „Einu sinni fingurbraut maður sig á því aö bora upp í nefiö á sér. Hefurðu aldrei heyrt það, græningi?" „Jú. En þú ert þó heppinn að frostið er um garð gengið. Annars frysu þeir allir í hel“. Þeir óku af staö. Bílstjórinn hallaði sér aftur á bak í sætinu. „Það kom fyrir mig fyrir tveim mánuðum. Ég átti í erfiðleikum með að komast áfram. Miðaði afarhægt. Sjúklingarnir á börunum frusu í hel. Ekkert við því að gera. Sex voru lifandi þegar við komumst loks á leiðarenda. AuðvitaÖ með kal á höndum, fótum og nefi. Það er spauglaust að særast í Rússlandi að vetrarlagi". Hann tók upp tóbaksi-ullu og beit stykki af henni. „Og þeir sem gátu gengið! Þeir voru í stórhópum á veginum. í nístingskuldanum á nætumar. Þeir reyndu að ráðast á bílinn. Héngu á hurðum og aurbrettum eins og flugur. Það varð að berja þá burt“. Gráber kinkaði kolli viðutan og horfði í kringum sig. Þorpið var horfið bakvið snjóöldu. Ekkert sást lengur nema himinninn og sléttan sem þeir óku eftir vestur á bóginn. Það var hádegi. Sólin skein dauflega bakvið skýin. Það glitti í snjóbreiðuna. Og allt í einu var eins og eitthvað í honum slitnaði skyndilega, og í fyrsta skipti fannst honum sem hann hefði sloppið frá ein- hverju, að hann væri á leið burt frá dauðanum; hann fann það skýrt og greinilega og starði á hjólförin í snjón- um líða hjá metra eftir metra, á leið til öryggis, örygg- is í vesturátt, í áttina heim, í áttina til hins fjarlæga lífs bak við sjóndeildarhringinn. Ekillinn hnippti í hami þegar hann skipti um gír. Gráber hrökk við. Hann þreifaði niður í vasa sinn og dró upp sígarettupakka. Það voru sígaretturnar frá Hirsch- land. „Gerðu svo vel —“ sagði hann. ,.Merci“, sagði ökumaðurinn án þess að líta við. „Ég reyki ekki. Tvgg bara“. Lestin nam staðar. Lítil, dulmáluð brautarstöð stóð þarna í sólskininu. Af hinum fáu húsum í kring voru aðeins rústir eftir; í þeirra stað höföu verið reistir her- skálar og þök og veggir dulmáluð. Nokki’ii’ járnbrautar- vagnar stóðu á teinunum. Rússneskir fangar voru að flytja vörur. Aukalínan kom inn á aðallínu á þessum slóðum. Hinir særðu voi*u bornir inn í einn skálann. Þeir, sem gátu gengið sátu í hnipri á bekkjunum. Fleiri menn í leyfi voru komnir á vettvang. Þeh’ héldu hópinn og reyndu að láta sem minnst á sér bera. Þeir óttuðust að tekið yrði eftir þeim og þeir sendir til balca. Glens og gaman Ekkjan, hrygg í huga: Hann Jón minn var einn þeirra manna, sem gera sér áhyggj- ur út af hlutunum ef þeir eru ekki eins og þeir eiga að vera. Hann blátt áfram sleit sig út fyrir tímann með ein- tómum áhyggjum. Síðasta daginn sem hann lifði var hann til dæmis svo óskaplega áhyggjufullur út af því að kolatonnið hafði hækkað um fáeinar krónur. Vinurinn, hughreystandi: Hugsaðu ekki um það, kæra vinkona. Hann þarf að minnsta kosti ekki að hafa á- hyggjur út af kolaverðinu þar sem hann er staddur núna. Vinurinn: Allir segja að son- urinn sé svo líkur þér. Faðirinn: Eina líkingin sem ég sé er sú að við erum báðir sköllóttir. Gestur í klúbbnum: Ég fæ ekki skilið hversvegna þér hafið ekki síma hér í klúbbn- um. Umsjónarmaðurinn: Meirihlut inn af klúbbfélögunum er kvæntur. Hún: Af hverju hleypurðu svona, elskan? Hann: Ég er að reyna að skilja tvo slagsmálahunda. Hún: Hverjir eru það? Hann: Ég og hann Jón. Skiptirðu þessum þremur epl- um milli þín og hans bróður þíns? Já, en það er svo erfitt að skipta þremur milli tveggja, að ég át fyrst eitt eplið sjálf- ur. \ Peysukjóll úr jersey ' ® Peysukjóllinn er með vott af peysusniði en á þessum kjól fer það ágætlega. Yfir plíser- uðu jerseypilsi er borin síð peysa úr sama efni og það fer vel saman, einkum þó á ungum og grönnum stúlkum. Þetta fer ekki vel þeim sem sverar eru um mjaðmirnar, en mjög vel þeim tággrönnu. Blússan er há i hálsinn og með litlum kraga, sem nær óvenju hátt upp. Takið eftir hárgreiðslunni, sem sýnir nýju hársíddina, sem virðist ætla að taka við af stutta hárinu. Tvöfalda hvíta armbandið er gert úr lökkuðu tré og svipaðir skart- gripir eru búnir til úr plasti. Fyrst sápuvatn 09 síðan hreint vatn Varla dytti nokkurri húsmóður í hug að þvo flíkur upp úr sápuvatni án þess að skola þær á eftir úr hreinu vatni. Þegar maður þvær hárið fer maður eftir sömu reglu, en gerum við það líka þegar við þvoum okkur andlit og hendur? Eru ekki margar okkar sem þvo sér í framan úr vatni sem sápa er í og láta það duga? En í raun- inni er það rangt. Það þarf að skola sápuna af hörundinu engu síður en úr fötunum og það mun’di áreiðanlega mörg konan fá fallegri húð ef hún skolaði andlit sitt og hendur vandlega með hreinu vatni eftir hvem sápuþvott. Bréfservíettur í stað vasaklúta Þegar böra eru með nefkvef er hentugt að láta þau snýta sér á bréfi í stað vasaklúta. I fyrsta lagi nota þau býsnin öll af vasaklútum og í öðru lagi fleygir kvefaða barnið iðulega óhreinum vasaklútum hvar sem er, svo að öll fjölskyldan get- ur smitazt. Kennið bömunum að nota mjúkar bréfservíettur og fleygja þeim í klósettið þegar þau eru búin að nota þær. Það er auðvelt og þrifa- legt. Fléttnð karfa Fléttuð karfa getur veri svo falleg og skrautleg að hú sé nánast til skrauts. Hú getur staðið á stofugólfinu me stoppdóti í, hún er hentug unc ir prjónadót og jafn þægileg e hún sem innkaupakarfa. Hé er mynd af fallegri körfu, sex að vísu er ekki sérlega ódýr, e hægt er að fá körfur í mörgui verðflokkum, og ódýrar körfu geta líka verið fallegar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.