Þjóðviljinn - 04.01.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.01.1955, Blaðsíða 12
Utanríkisráðherra stendur við orð sín: milfon verður hér áfram fram eftir” þsssu ári SamsS viS verkfrœSingadeild hersi/is um flugvallargerSina IHIÓÐVIUINN Þriðjudagur 4. janúar 1955 — 20. árgangur — 1. tölublað Utanríkisráðherra hefur nú játað að Hamiltonfélagið héldur áfram störfum hérlendis ,,fram eftir“ þessu ári, bæöi við útivinnu og innivinnu, — þrátt fyrir öll hin stóryrtu loforð sín innan þings og utan. Þá hefur einnig verið gerður nýr samningur um það að annar erlendur aðili, kallaður verkfræðingadeild hersins, sjái um flug- vallargerðina, og fara þá að smækka þau störf sem ís- lenzkum verktökum eru ætluð. Frá þessu segir í fréttatil- kynningu frá utanríkisráðu- neytinu sem Þjóðviljanum barst í gær. Er þar skýrt frá þvi að gerður hafi verið nýr samning- ur við hernámsliðið og segir svo orðrétt (en upphrópana- merki og leturbreytingar eru Þjóðviljans): „1. Hamilton félagið hættir allri útivinnu, nemahvað(!) ör- fáir menn munu enn í byrjun þessa árs vinna að því að ljúka fáeinum smáverkum(!) Auk þess(!) mun félagið fram eftir ir þessu ári(!) halda áfram eftirliti með verkum, sem það hefur hafið fyrir febrúar 1954, en sem framkvæmd eru af ís- lenzkum verktökum. Hér er einkum(!) um að ræða radar- Lenti innan girðingar! Páll S. Pálsson skrifar grein í Morgunbiaðið á gamlársdag um iðnaðarmál og kemst m. a. svo að orði um Iðnbanka íslands: „Bankinn opnaði útibú á Keflavíkurflugvelli hinn 13. júlí s.i. í nýreistu og vönduðu steinhúsi, en sökum skipulags- breytinga er síðar urðu á vellinum mun rekstri útibús- ins verða hætt um þessi ára- mót og húsið, sem lendir „inn- an girðingar“, hverfur jafn- framt úr eigu bankans.“ stöðvar á Austur- og Vestur- landi. Einnig(!) mun það halda áfram viðgerð vinnu- véla sem nú stendur yfir þar til félagið hefur skilað öllum tækjum í góðu ástandi. Því mun lokið á næsta sumri. Hafn- ir eru þegar samningar við Is- lenzka verktaka um sand og grjótnám vamarl. í Stapafelli og annars staðar, sem og um framkvæmd allmargra verka(!) sem verða tekin af Hamilton félaginu um áramótin. Þá náðist samkomulag um, að þeir Islendingar, sem vinna hjá Hamilton félaginu við dnnivinnu þar til félagið fer alveg, verði að svo miklu Ieyti, sem unnt er á(!) ráðningarsamningi hjá ís- lenzkum verktökum. 2. Islenzkir verktakar munu framkvæma milliðalaust öll verk á næsta ári að undantek- inni f lugvallargerðinni (!) Að dómi íslenzkra sérfræðinga geta íslenzkir verktakar því aðeins tekið flugvallargerðina að sér, að þeir ráði til sín hóp erlendra sérfræðinga, því hér er um mjög vandasamt verk að ræða, sem einkum er fólgið í nauð- synlegu viðhaldi á flugbraut- um. Samkomulag varð um, að verkfræðingadeild varnarl. sjái sjálf um flugvallargerðina og fái leyfi til að ráða til sín er- lenda sérfræðinga til þess verks. Flugvallargerðin er tiltölu- íbúðarhús í Lambadal í Dýrafirði breimur Bóndanum tókst að bjarga konu sinni 09 3 ungum börnum fáklæddum lega lítill hluti framkvæmdanna á næsta ári. Til hennar þarf um 200 til 300 manns og fá þeir útlendingar sem þörf er á að- eins dvalarleyfi hér næsta sum- ar meðan verkið stendur yfir. Jafnframt verða íslendingar þjálfaðir í flug\;allagerð með það fyrir augum að taka við viðhaldi flugbrauta í framtíð- inni. Ákveðið var að framkvæmdir skyldu miðast við vinnuafl sem fyrir hendi er á hverjum tíma í landinu, þannig. að þær trufli sem minnst íslenzkt atvinnulíf. Rétt þykir að vekja athygli á því, að samningar þeir sem nú hafa farið fram eru nýtt Framhald á 3. síðu Flugeldar yfir Reykjavík á gamlárskvöld. Gamlárskvöld var hið ánægjulegasta og rólegasta sem menn minnast hér Brennur voru 60 víisvegar m læitsn Gamlárskvöld var nú hið rólegasta og ánægjulegasta sem Erlingur Pálsson lögregluþjónn minnist hér. Brennur voru á allt að 60 stöðum og þar skemmti fólk sér í friði og spekt. Ölvun var mjög lítil á gamlárs- kvöld, ekki fyrr en líða tók á nótt, og óspektir ekki teljandi. Raunar söfnuðust stráklingar í miðbæinn frá hálftíu til hálf- ellefu og sprengdu nokkrir kin- verja. Voru þeir hávaðasömustu teknir í geymslu og síðan fluttir heim til sín og var þá friðsamt, líkt og á venjulegu virku kvöldi þegar fáir eru í miðbænum. Skemmtu sér við brenimrnar. Fólk safnaðist að brennunum víðsvegar um bæinn og þar skemmtu menn sér friðsamlega. Alls voru brennurnar nær 60 og fjórar þeirra allstórar. Stóð lög- reglan fyrir tveim þeirra og var útvarpað þaðan frá bílum. í Þó var einn skuggi á þessu friðsama gamlárskvöldi. 15 ára piltur sem kveikti í kinverja missti framanaf vísifingri hægri handar. Gerði lögreglan þá gang- skör að því að taka kínverja af unglingum. Kínverjar þessir munu hafa verið seldir hér í búð- unum og taldir hættulausir. Friðsæl hátíð. Fréttaritari Þjóðviljans í Vest- mannaeyjum sagði: Hér var mjög friðsæl hátíð og góð. Engar ó- spektir, engin slys. — Engir bátar fóru á sjó héðan i gærmorgun og er orsökin sú að ríkisstjórnin „gleymdi“ að semja við útgerðar- menn. Hefur það sinnuleysi stjórnarvaldanna hleypt mikilli gremju í útgerðarmenn. Áður var það siður að unglingar kyntu smábál víðsvegar hér upp í hlíðinni, en nú sameinaði lög- reglan unglingana um einn köst og hjálpaði þeim til, og munu flestir hafa skemmt sér vel. Friðsamleg'sam- einingc Af Akureyri er sömu ánægju- legu friðsemdarsöguna að segja. Annars urðu miklir „búferla- flutningar“ þar nyrðra um ára- mótin. Á miðnætti sameinaðist Glerárþorp og Akureyri, svo eftir miðnætti á nýársnótt telur Akur- eyri um 8 þús. íbúa. Er ekki annars getið en sameining þessi hafi farið mjög fri^gamlega fram. Meiadés- • Franee spá«l lalli Fréttaritari Reuters í París segir, að þar sé talið að Men- íbúðarhúsið í Lambadal í Dýrafirði, efri bærinn, brann á tíunda tímanum í fyrramorgun. Mannbjörg varð en bóndinn, Ragnar Guðmundsson, varð fyrir miklu eigna- tjóni. Ragnar var nýfarinn út til gegninga, er eldsins varð vart, en áður hafði hann kveikt upp I eldavélinni. Stuttu síðar kom hann heim að íbúðarhúsinu aft- ur, en þá var eldhúsið orðið alelda. Kona hans og þrjú ung börn þeirra, er sváfu uppi á lofti, voru ekki komin á fætur og tókst Ragnari að bjarga þeim á náttklæðunum einum en ómeiddum, Menn af næstu bæjum brugðu sk.jótt við og komu til hjálpar og tókst að bjarga nokkru af innanstokksmunum úr hinu brennandi húsi, sem var steinhús, þiljað innan með timbri. Talið er líklegt að sprenging hafi orðið í eldavélinni og eld- urinn síðan breiðzt út frá henni. Ragnar Guðmundsson flutt- ist að Lambadal á sl. vori. Hefur hann orðið fyrir tilfinn- anlegu tjóni, því að húsið var lágt vátryggt og allur matar- forði og áhöld heimilisins eyðilögðust í brunanum. Skerjafirði var stór brenna, og þar voru menn að syngja ætt- jarðarlög þegar lögreglan leit þangað til að sjá hvernig fram færi. Drengur slasaðist. Er það vel að bæjarbúar hafa nú aflagt villimenskuna er við- gekkst hér á gamlárskvöld og tek- ið upp háttu sem eru til fyrir- myndar. Mjög rólegt Fréttaritarinn á ísafirði sagði: Hér var mjög friðsamt og rólegt. Tilraun til inn- brots í Eddu Á nýárstió*.' urn 5-leytið, bmtust 3 uijgiv menn inn í prentsmiðjuna Eddu. Brutu þrir þykkt v'er 5 útihurð og onnnóu síðn i sriekklásinn. Vorr. þc5” riðnn Itcmnir upp á prtng í hús'ÍTrtt gr Háildcr Sig- urðsson. sem þc,» b'>r. varð heirra var. C-rði hann lög- reguuini þegar aðvart, og kom hún f'"i't’egc ' vettvnng — og höfðr mennirnir þá ekki fenv'ð. neitt að gert. Þeir muriu hafa verið um tvítugsaldur. Tveir þeirra virt- ust vera allmikið drukknir. dés-France muni ekkt kemba hærurnar í forsætisráðherra- sessi. Stjc ramálamenn telja víst, að ands'æðingar lians á þingi felli hann strax og þing kemur saman í janúarlok. Sið- ati Mendés-France missti stuðn- ing kommúnista með þvi aS taka upp baráttu fyrir hervæð- ingu Vestur-Þýzkalands, hefur hann i raun og veru verið i mihni.hluta á þingi. Andstæð- ingar hans meðal íhaldsmanna og í kaþólska Fokknutn kusu þó’ he’dur að láta hann berja í gegn sa.mþykktlna um þýzka hervæð'ngu en taka á sjálfa sig cvinsældir, sem jví fylgja. Slölíkviíiðið gabbað Um klukkan 11 í gærkvöid var slökkviliðið gabbað að Týsgötu 1. hafði verið brotinn brunaboði. Annars var allt tíðindalaust hjá slökkviliðinu í gær. Mjésið lista starfandi sjémsnM Kosning stjórnar í Sjómannafélagi Reykjavíkur fer fram í dag frá kl. 10 til 12 f.h. og 3 til 6 e.h. í skrif- stofu félagsins. Sjómenn, fellið stjórn hreppstjóra, forstjóra, sútara, skífulagningameistara, skósmiða, beykja o.fl. Kjósið B-Iista, Iista starfandi sjómanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.