Þjóðviljinn - 13.01.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.01.1955, Blaðsíða 7
i l i ■—:—;————— Dómur sögunnar fellur ekki í einu lagi, heldur i áföngum. í hjárta fólksins fer fram þró- un, sem stefnir að ákveðnu marki. Smám saman verður ijósara hvert þetta mark er; hvert stig þróunarinnar táknar hluta mikilla reikningsskila. f hug íslenzkrar þjóðar fer nú fram þróun sem ekki getur lokið fyrr en að löngum tíma liðnum — það er verið að draga að föngin í lokadóminn stóra yfir þjóðsvikurum íslendinga á liðnum áratugi. Bók sem út kom i haust táknar fyrsta á- fangann á iöngum ferli. Það er Ijóðasáfnið Svo frjáls vertu móðir, er flvtur dóm skáldanna okkar um Sturlunga samtím- ans — og má vera okkur öruggt vitni um lokadóm framtímans. Hér er sýnt hvernig þeir hafa brugðizt við sem gerst mega skynja rökin; þeir er Ijá mál orðlausum skynjunum íslenzkrar dulvitundar, þeir sem alltaf og allstaðar eru kvaddir til að tala fyrir þöglan munn fólks- ins — vmz það sjálft fær mál. Það er mikil bók. Ljóðasafnið Svo frjáls vertu móðir geymir „nokkur ættjarð- arljóð 1944—1954“. „Útgáfan er helguð tíu ára afmæli lýðveld- isins". „Kristinn E. Andrésson valdi kvæðin“ og skrifar For- málsorð, en Mál og menning gaf bókina út. Hún er 111 blaðsíð- ur og flytur 46 kvæði 22 skálda. Kvæðin „eru eftir skáld á öll- um aldri, flest ljóðskáldin okk- ar. Þau em margb'reytileg að formi, j'mist rímuð eða ó- rímuð, bundin í stuðla eða ekki. Efnið er látið ráða: ein- göngu tekin ljóð er varða ætt- jörðina, land og þjóð, með það fyrir augum að gefa sýnishorn af því sem skáldin hafa lagt fram í þjóðfrelsisbaráttu síðasta áratugs, í baráttu gegn afsali landsréttinda, gegn hernámi landsins og hersetu, gegn er- lendum yfirgangi og innlendri þýlund“, eins og segir í For- málsorðum. Þannig er fréttin um þessa bók. Það mun hafa komið ýmsum á óvænt að unnt væri að setja saman jafngótt safn ættjarð- arljóða frá síðasta áratugi og hér hefur raun á orðið. Ber þar sjálfsagt tvennt til. ,í fyrsta lagi hafa Ijóðlislarumræður okkar upp á síðkastið einkum snúizt um svonefnd atómljóð, en þar hefur ættland, eða bar- áttuméil samtímans, fremur sjaldan verið á dagskrá, enda sér þeirra ekki mikinn stað í þessari bók. En jafnframt þess- um ljóðum hafa alltaf verið ort kvæði um landið og fólkið, inn- blásin af hóska þeim sem yfir okkur hefur verið kallaður; en við höfum stundum talið list þeirra of sjólfsagða til að orð væri á henni gerandi. í öðru lagi flytur bókin nokkur kvæði sem ekki hafa verið birt fyrr, og við vissum því ekki að til væru — og hækka þau vissu- lega ris hennar: Vorkvæði um ísland, eftir Jón Óskar; Bréf til bróður mins, eftir Guðmund Böðvarsson; Þú leggst í grasið eftir Jóhannes úr Kötlum — og eru þá aðeins nokkur nefnd. Og hefur orð Gríms Thomsens enn einu sinni reynzt að sönnu: „Enginn skyldi skáldin styggja. Skæð er þeirra hefnd.“ Af þessari bók verður það ljóst, sem engum skyldi koma Jón Helgason Sú þjóð sem veit sér ekkert a>ðra niark en aurasníkjur, sukk og fleðu- lieti, mun hljóta notuB herra siima spork og heykjast lágt í verðgangs- manna sæti. ★ á óvart, að landið slær dýrstan streng á hörpu skáldanna; þeg- ar þjóðin kallar mæla skáld hennar snjallast; þegar fólk- inu er hætt verður hjarta þeirra örast; eitt kvöld, þegar bæði þau og við höfum fellt deilur um form skáldskapar, velja þau sér hið stærsta efni til listrænnar sköpunar: voðann sem steðjar að landi okkar, þjóð og tungu — sem er þrenn- ing sönn og ein, eins og segir í kunnu Ijóði prentuðu í þessari bók. Einmitt þessi voði hefur Ólafur Jóh. Sigurðsson En myrkvist himinn, sortni heimsins svið af svörtum, vængjum, þenji ráníugl kiær og hlakki grimmt, svo lijartað titri við, og hóti morðl þeiin sem eyra ljær kalli um sambjörg, sátt og 1X1 og frið: SYNGDU l'Á VISU! ortu brag sem fær vakið og eilt í kvíðnu brjósti kliðj * aleflt anda sumra þeirra skálda sem hér mæla úr flokki, vakið loga af glóð þeirra. Eg nefni aðeins Jakobínu Sigurðardóttur — þrumurödd þessa þings. Náttúran hefur jafnan verið heimarík í íslenzkum ættjarðar- kvæðum. í skáldskap hefur jafnvel mátt snúa óblíðu henn- ar til góðs: „Fjör kenni oss eld- urinn, frostið oss herði,/ fjöll sýni torsóktum gæðum að ná.“ En þó er það sólskinið og blómstóðið, sumarveðrið og göt- ur genginna kynslóða sem þar hafa látið mest að sér kveða. Ljóð þessa s.afns fylgja mjög hinni gömlu hefð, einnig ljóð þeirra skálda sem annars telja sig frumkvöðla hinnar róttæk- svo ‘ r Þorsteinn Valdimarsson Endist hverjum til skemmstra stunda undir himnlnum hciða á tröll að heita t.il ycrndar sér og Iáta sig blindan leiða. * ustu nýjungar í Ijóðagerð okk- ar. Bókm hefst á kvæði Jóns Helgasonar, Hernámsár, og það er einmitt hernám náttúrunnar sem skáldinu þykir átakanleg- ast og svíður sárast: ,,Ó brekku- sóley sem kremst undir járn- bentum hælum“. í síðasta ljóði bókarinnar heitir Ólafur Jó- Guðmundur Böðvarsson Glitrar grimd og vangur, glóir sund og drangur. Litii ferðalangur, lóttu vakna nú þína tryggð og trú. — IJníl í lautu streymir, iyng á hciði dreymir, — þetta lsnd átt þú. ★ hann Sigurðsson á tvítugt skáld að kveða, fyrir munn okkar allra, „eins og morgunblær/ sem óravegu flytur fossanið/ og frækorn blóms sem þroskaðist Fimmtudagur 13. janúar Snorri Hjartarson Sýni ég þér, fólk mltt, sök þína og smán vaki ég í l>ér vek ég þlg til inín, ieiði þig til sigurs, sjá landið bíður sorgmætt svanhvítt. sýknrar þjóðar. ★ i gær!“ Þannig eru hvarvetna dregnar myndir af náttúru, landslagi, veðráttu: landið er sá veruleikur sem stendur ár og aldir þótt kynslóðir komi og fari. Það er alltaf sama land- ið sem við byggjum, jörðin sem við stöndum á er hinn eilífi sannleikur — hún er það sem við eigum, hún stendur stöðug. Ásamt sögunni er náttúran grundvöllurinn undir lífi okk- ar: við hljótum að yrkja út frá forsendum hennar — og þeirra beggja. Við köllum það líka ættjarðarkvæði. En hitt er Jóhannes úr Kötlum Og tár þín munu glitra um grænan baðminn sem grær við yl frá þínu nýja blóöi og þú munt falla eins og lag að ljóði að landinu sem tekur þig i faðminn og þú munt eins og sorg i sál þess ríkja og segja: ég skal aldrei framar víkja. ★ þó víst: eins og þjóð byggir landið, hlýtur maðurinn fyrst og síðast að byggja náttúruna í skáldskapnum. Þannig er því og oftast farið í þessu safni. Kvæði Guðmundar Böðvarsson- ar„ Fylgd, er mikil náttúrulýs- ing: maður sér heilt landslag. En það er þó aðeins bakgrunnur mannanna sem virða það fyrir sér. ,Á-fi og amma“: fulltrúar liðinna kynslóða, stíga hér fram; „illar vættir" mannheima þruma á næsta leiti. Minningar landsins og fegurð þess eru á- kall til pabba og stúfsins hans að selja það aldrei af hendi. Á sama hátt er hið nýja yndis- kvæði Jóhannesar úr Kötlum, Þú leggst í grasið, í einu rnynd af náttúru og íbúa hennar — 1955 — ÞJÓÐVILJINN — Q meira að segja .er fyrsta erind- inu skipt nákvæmle^á til helm- inga milli þeirra tveggja! I ljómanum bjarta yfir fossi og felli sérðu þína sök: náttúran er sá eilífi geisli sem gegnum- lýsir manninn, svalalind hans og spegill. Við ásýnd hennar afklæðist hann hroka sínum ,og lætur dýrð hennar flæða um sig — það er sýn skáldsins. Fyrir því er ástæða til að minna á þennan samleik manns og náttúru í mörgum dýrustu kvæðum okkar fyrr og síðar, að hin óbyggða náttúra hefur stundum gerzt of heimarík í skáldskapnum — og bregður því einnig fyrir í þessu safni. Og það er lífsgildi listarinnar sem geldur. Málverki af landinu er ætlað meira tjáningarhlut- verk en það fær undir risið. Hér er um að ræða ofríki nótt- úrunnar — myndin, hin sögu- lausa uppmálun, er allsvöld. Um þetta atriði mætti fjölyrða. þótt sú umræða eigi tæpast heima á þessum stað; frá þess- um sjónarhóli bregður Ijósi yf- ir ýmislegt í nýjum listtilraun- um, bæði í ljóðlist og málara- list. Að baki þessum ljóðum standa atburðir liðinna ára: Keflavíkursamningur, Atlants- bandalag, hernám — og þau lýsa harmi yfir þeim eða von þrátt fyrir þá, hvetja til bar- áttu gegn þeim öflum er leiddu þessa vá yfir okkur. Og nú er enn ástæða til að spyrja spurn- ingar, sem hefur stundum áður borið á góma: hvenær liafa ís- lenzk ættjarðarskáld haft rangt fyrir sér? Er ekki íslenzkur ættjarðarskáldskapur á liðnum árum enn ein sönnun þess að bandarísku öflin á íslandi þjóna undir ófrelsi og niðurlægingu? Eða hvar eru lofkvæðin um Atlantshafsbandalagið? Hvaða skáld hefur tekið sér fyrir hendur að mæra hvítliðana 20. marz? Hvar er sá höfundur er hafi fundið þörf hjá sér að túlka blessun hernámsins í list?. Komi nú bókaútgáfan Heim- dallur með þessi skáld og skóld- skap þeirra. Nei, það verður ekki af því. Það er staðreynd sem gefur mikið fyrirheit að ís- lenzk skáld hafa enn sem forð- um slegið skjaldborg listar sinnar um frelsi þjóðar sinnar og sjálfstæði hennar. Þjónar auðvalds á íslandi og hjálp- arkokkar styrjaldar hafa ís- lenzka list á móti sér — þar í felst örugg vísbending um lokadóm sögunnar. Við spyrjum með höfundi Formálsorða: trú- ir þjóðin „ekki augum skáld- anna? Finnur hún ekki und- irhljóm sögunnar, þyt frelsis- drauma sinna í þessum kvæð- um? Getur það hugsazt að hún skynji ekki það ákall sannleilo ans er í þeim felst, finni ekki í þeim sársaukann og ástina? Getur annað verið en hún kenni til hjartans er hún les þessi ljóð?“ Spurningin er ekki sú hver hafi rétt fyrir sér, heldur varðar hún það hvort við þekkjum okkar vitjunar- tíma, skynjum til fyllstu dýpt- ar þann sannleik, þann harm og þá von sem skáldin okkar túlka í list sinni. Ljóðasafnið Svo frjáls vertu móðir ætti að greiða okkur leið til fyllri skilnings en fyrr. Eg vildi hafa vikið að helzta Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.