Þjóðviljinn - 13.01.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.01.1955, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 13. janúar 1956 — ÞJÓÐVILJXNN — (íl’ Erlend tíðindi Fimmtudog og föstudag DRAQTÁ ÚT$3LA ðlrúlegt en satt: Allt a$J ^^Qdfsláttur af drögtum VEBÐ FRÁ 595 KRÚNUM Gamlar dragtir ekki til Úrgangsdragtir ekki til MARKADURINN, Laugaveg 100 Framhald af 6. síðu. Rica hefur hann þjóðnýtt bank- ana, lagt eignaskatt á auðmenn og látið setja lög um haekkað kaup verkafólks. Hinsvegar lét hann það verða eitt sitt fyrsta verk að banna kommúnista- flokk landsins. FTt á við hefur Figueres fylgt Bandaríkjastjórn dyggilega að málum eins og flestar aðrar ríkisstjórnir í rómönsku Ame- ríku. Hann horfði til dæmis þegjandi á það að óvinir hans í Honduras og Nicaragua koll- vörpuðu róttækri umbótastjórn Guatemala með fulltingi Bandaríkjastjórnar. Þegar Figu- eres tók við forsetaembættinu í hitteðfyrra sagði hann við blaðamenn: „Eitt langar mig til að taka skýrt fram, ríkis- stjórn mín verður vinveitt Bandaríkjunum. Það er ákveð- ið mál“. En það er ekki einhlítt að fylgja Bandaríkjunum að málum í kalda stríðinu, svo sem á þingi SÞ. Það hafa bæði Somoza og Figueres gert. Af- staðan til auðhringsins United Fruit Co. verður þyngst á met- unum þegar um það er að ræða að vinna velþóknun Banda- ríkjastjórnar. Allan valdaferil Somoza hefur verið náin sam- vinna milli hans og stjórnenda United Fruit Co. Figueres hef- ur hinsvegar gert sig líklegan til að þrengja kosti þessa vold- uga auðhrings í Costa Rica og það virðist ætla að verða hon- um dýrt. Eins og kunnugt er varð lagasetning í Guatemala um að óræktaðar landeignir United Fruit Co. skyldu gerðar upptækar við því verði sem fé- lagið sjálft mat þær á til skatts og skipt milli jarðnæðislausra landbúnaðarverkamanna til þess að Dulles utanrikisráð- IBBii|,slllia**MBII'iaB*aaa«*aaaBBaaaaaaHaB«i«aaaaBBaBMSBMaaaBiaaa«B«MiiaaaBa»Hasla»a«iai«BaBaa««lBaikiiaaBaa««aaaiBaM*iB**ii*liail*lll|s«**asiia Útsala — Útsala 10%—50% afsláttur af öllnm vörnm verzlunarinnar ftlLT GðÐAB VÖRUS Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Ausiursftæfi 1. herra lýsti stjórn landsins seka um aðild að kommúnistísku samsæri gegn Bandaríkjunum og lét bróður sinn Allen sem stjórnar bandarísku leyniþjón- ustunni gangast fyrir því að stjórn landsins yrði steypt. Figu- eres hefur farið miklu vægar í sakirnar við United Fruit Co. eh starfsbróðir hans Arbenz gerði í Guatemala. Hann hefur aðeins farið þess á leit að fé- lagið semji við ríkisstjórn Costa Rica um sölu hluta af eignum þess, sem eru ekki að- eins bananaekrur heldur einn- ig hafnarmannvirki, járnbraut- ir, rafstöðvar og fleiri mann- virki. Til þess að bæta samn- ingsaðstöðu sína sagði Figuer- es upp samningi við United Fruit og' gaf í skyn að hann myndi krefjast stóraukinnar hlutdeildar í gróða þess ríkis- sjóði til handa ef stjórnendurn- ir yrðu stirðir í samningum um að selja hluta af eignum þeim, sem gáfu United Fruit kverkalak á atvinnulífi Costa Rica. TyTeð þessu virðist Figueres, hinn einlægi andkommún- isti og hægfara umbótasinni, hafa drýgt þá synd sem aldrei verður fyrirgefin í Washington. Dulles hefur látið utanríkis- ráðuneytið tilkynna, að Banda- ríkjastjórn sé hlutlaus í átök- unum milli Nicaragua og Costa Rica, en það þýðir í raun og veru stuðning við Somoza. Hann fékk gefins mikið af bandarískum vopnum skömmu fyrir árásina á Guatemala í sumar. Flugher hans, sá öflug- asti í Mið-Ameríku, er búinn bandarískum vélum. Banda- rísk hernaðarsendinefnd dvelur að staðaldri í Nicaragua og þjálfar her Somoza. Costa Rica hefur hinsvegar alls engan fastaher en einungis varðlið, sem boðið er út ef hætta steðj- ar að. íbúatala Costa Rica er 868.000 en Nicaragua 1.053.000. Til þess að þóknast Banda- ríkjastjórn hefur Costa Rica forðazt að kæra árás Nicara- gua fyrir SÞ en í stað þess leit- að ásjór hjá Sambandi Ame- ríkuríkjanna, þar sem Banda- ríkin mega heita einráð, Sam- bandið fer sér í engu óðslega, það sendi rannsóknarnefnd á vettvang og leggur til að utan- ríkisráðherrar Ameríkuríkj- anna komi saman einhverntíma seinna til að ræða árósina á Costa Rica. M. T. Ó. Minningarorð Framhald af 4. siðu. vænleg böm og var heilsu- hraust sjálf svo að segja til hinztu stundar. Um siðustu jól hélt Þórann yngsta niðja sínum undir skírn, og að þeirri athöfn lokinni lét hún þau orð falla við prestinn, séra Emil Björasson, að næst þeg- ar þeirra fundum bæri saman, yrði það þegar hann fylgdi henni til grafar. Hvort sem þetta hefur verið tilviljun eðá ekki þá er þetta nú orðinn veruleiki, því þessi sami prestur mun jarðsyngja hana í dag. Um nokkurt skeið hafði Þórunn fundið til þeirrar hjartabilunar, sem að lokum varð banamein hennar. Hún háttaði í rúmið sitt svo sem venjulega að kvöldi, veiktist um nóttina og var um morg- unin örend. Barnabörn Þórunnar eru 5 talsins. Eru það börn þeirra Axels og Júlíönu. Þau era: Bergljót Hulda, Þórunn, verzl- unarmeyjar, Björn Jóhann vélvirkjameistari, Gunnlaug Kristjana, sem er búsett er- lendis, og Einar vélvirki, hin mannvænlegustu, öll gift nema Bergljót og Þórunn. Einnig var Þórunn Guð- mundsdóttir langamma all- margra barnabarnabarna. Allur þessi hópur nánustu ættingja og vina kveður í dag móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og góðan vin. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. Vinur. Iþrótlir Framhald af 8. síðu. ur Bergsson (KR), II. fl. Geir Hjartarson (Val), III. fl. Stef- án Stefensen (KR). Ásbjörn Ólafsson heildsali hefur gefið bikar til að keppa um. Vinnur sá bærinn bikar- inn til eignar sem fær hann þrisvar í röð eða fimm sinnum alls. Sameinaður stigafjöldi allra sveitanna sex kemur til reiknings í keppni þessari. Markafjöldi ræður ef stig eru jöfn. Úfsahi? ©r í fyllum gangi líarlmannaskór Kvenskór — Drengjaskór — Telpnaskór ~ Inniskór MfkiH afsláttur ~ Sfefán Gunnarsson h. f. Skéverzlim Austurstræti 12

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.