Þjóðviljinn - 11.12.1956, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.12.1956, Blaðsíða 3
- Þriðjudagur 11. desember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Tveir er happatalan mín, enda heppnaðist annað stökkið vel — seglr Vilh}álmur Einarsson, silfur- verSlaunahafi i þrlstökki á OL íslenzku olympíufararnir komu með Sólfaxa hingað til Reykjavíkur síðdegis á sunnudag. Fagnaði allmikill mannfjöldi þeim á flugvellinum, en um kvöldið hélt menntamálaráðherra íþróttamönnunum og gestum hóf í ráðherrabústaðnum. Lýsir Frímann Helgason nán- ar móttökunum á íþróttasíðu blaðsins í dag. HILMAR MEIDDIST Fréttamenn höfðu tal af þeim þremenningum Vilhjálmi Ein- arssyni, Hilmari Horbjörnssyni og Ólafi Sveinssyni á skrifstofu f.S.Í. í gærdag. Skýrðu þeir þar frá keppni íslendinganna á ól- ympíuleikunum. Eins og áður hefur verið margoft skýrt frá, voru leikarn- ir settir 22. nóv. sl. með mik- illi viðhöfn. Gengu þátttakendur undir fánum þjóðlanda sinna inn á leikvanginn, íslendingarn- ir þrír næstir á eftir Ungverj- um, sem mest var fagnað, en á undan Indverjum. Vilhjálmur bar fánann. Daginn eftir hófst íþróttakeppnin og keppti Hilm- ar strax þann dag i 100 metra hlaupinu. Hljóp hann í fyrsta riðli og varð þriðji af sex á 10.9 sek., sigurvegari varð Bandaríkjamaðurinn Murchin- son og Pólverji nokkur í öðru sæti; komust þeir báðir í milli- riðil. Hilmar varð fyrir því ó- happi að togna á fæti í byrjun hlaupsins og varð því langt frá sínum bezta árangri. Hafði hann fundið til tognunarinnar meðan þeir félagar dvöldust í Svíþjóð fyrir leikana og orðið að draga af sér við æfingar áður en til keppninnar kom. Vegna meiðsl- anna varð ekki af þátttöku Hilmars í 200 m hlaupinu. „ÞÚ TÓKST AF MÉR OLYMPÍUMETI£>“ Vilhjálmur Einarsson keppti hinn 27. nóv. í þrístökkinu. Kl. 10 um morguninn hófst undan- keppnin og voru keppendur ó- venjulega margir eða 34 talsins. 22 keppenda stukku 14.80 m eða lengra og komust þar með í aðalkeppnina. Vilhjálmur stökk þá um morguninn eitt stökk, sem mældist 15,16 m. Kl. 2.30 hófst síðan aðalkeppn- in. í fyrstu tilraun gerði Vil- hjálmur stökk sitt ógilt, í öðru stökki náði hann hinum frábæra árangri 16,25 m, í þriðja stökki 15,81 og því fjórða 15,63. Gam- alt meiðsli hafði þá tekið sig upp, svo að hann stökk ekki oftar. Eftir annað stökk Vil- hjálms tilkynnti þulurinn: „Nr. 638, Einarsson frá íslandi, hef- nr rétt í þessu lokið við að setja olympíumet í þrístökki, liann stökk 16,25 metra“. Var þessari tilkynningu vel fagnað af áhorf- endum og Brasilíumaðurinn da Silva kom til Vilhjáims, óskaði honum til hamingju með afrekið og sagði: „Þú ert búinn að taka frá mér olympíumetið.“ Olympíu- met Vilhjálms stóð síðan óhagg- að í tvo tíma eða þar til da Silva tryggði sér sigur í þrí- stökkskeppninni með 16,35 metra stökki. JAFNGILDIR 8,14 m í LANGSTÖKKI Þess má geta, að afrek Vil- hjálms í þrístökkinu gefur 1340 stig samkvæmt alþjóðlegu stiga- töflunni og jafngildir því að há- stökkvari stökkvi 2,11 m, lang- stökkvari 8:14 m (1 sm lengra en heimsmeí Jessc Owens frá 1936), kúlunni sé varpað 18 m, kringlu nimlega 57 metra og spjóti um 80 nietra. ÞREYTANÐI KEPPNI „Ég held ég hafi aldrei orðið eins þre.vttur i neinni keppni og þessari", sagði Vilhjálmur Einarsson á blaðamannafundin- um í gær. „enda var dagurinn strangur. Klukkan níu um morg- uninn byrjaði ég að „hita upp“, æfa létt, og klukkustundu síðar hófst undankeppnin. Þegar ég hafði stokkið mitt eina stökk, varð ég að „liggja í geymslu" til kl. 2,30 síðdegis, er aðal- keppnin hófst. Henni var svo ekki lokið fyrr en um sex leyt- ið“. Vilhjálmur kvaðst fyrir keppn- ina hafa búizt við að geta náð betri árangri í Melbourne en í Karlstad i Svíþjóð, er hann stökk 15,83 metra, enda hafi all- ar aðstæður þar verið miklum mun betri. Vikuna sem þeir Hilmar dvöldu í Svíþjóð fyrir leikana kvaðst Vilhjálmur hafa notað til að æfa breytt stökk- lag. Gösse Holmér, kunnur sænskur þjáifari,. hafði ein- hverju sinni séð hann stökkva og sagði honum að ef hann gæti breytt „lendingunni“ eftir fyrsta stökk sitt gæti hann lengt mið- stökkið um allt að hálfan metra. Einbeitti Vilhjálmur sér að þess- ari lagfæringu á stökklagi sínu og náði fljótt góðum árangri, stökk t.d. 15.30 þó að atrennan væri ekki nema 18 metrar, helmingi styttri en í keppni. HAPPATALAN TVEIR Vllhjálmur sagði að talan tveir hefði löngum reynzt sín happa- tala og þá einnig í Melbourne. Hann náði metstökkinu í ann- arri tilraun, eins og fyrr segir, og keppti nú í annað skipti við Rússana Tsérbakoff og Kreer. og Bandaríkjamanninn Sharp og sigraði þá alla. Áður hafði Tsérbakoff sigrað Vilhjálm í Bern 1954 og liann hafði Iotið í lægra haldi fyrir Kreer á íþróttamótinu í Búkarest á sl. hausti og fyrir Sharp á móti í Bandaríkjunum á sl. vori! Við da Silva keppti Vilhjálmur nú liinsvegar í fyrsta skipti — og Olympíufararnir á flugvellinum Vilhjálmur og Ólafur. er þá aðeins eftir spurningin: Hvernig reynist happatalan næst þegar þeir hittast á leik- vanginum! -á Bragi Kristjánsson, formaður Olympíunefndar íslands, flutti ríkisstjórn og bæjarstjórn Reykjavíkur þakklæti nefndar- innar fyrir þann stuðning sem í fyrradag; frá vinstri Hilmar, (Ljósm. Bjarnl. Bjarnlý þessir aðilar hafa veitt íþrótta- hreyfingunni á undanförnura árum og gert hefði þátttökuna í olympíuleikunum mögulega. Einnig þakkaði hann stuðning Keflavíkurbæjar, sem lagt hafði af mörkum 5 þús. kr. með þeim skiiyrðum að tekjð yrði þátt J leikunum, svo og öllum öðrurrí er lagt hefðu fram lið sitt. Ef Reykvíkingar aðeins vilja sjálfir verður jólaumferðin greið en slysalaus Reykvíkingar sýndu I fyrra oð slikt er hœgt Lögreglan gerir nú, eins og undanfarin ár, marghátt- a'öar ráöstafanir til þess aö tryggja slysalausa en grei'öa umferö í bænum í jólaösinni. Heitir hún á alla Reyk- víkinga aö gera sitt til aö þetta geti tekizt, því þaö er fyrst og fremst undir vegfarendum sjálfum komiö. Þetta tókst í fyrra, og Reykvíkingar þurfa aö sýna a'ö þeim hafi ekki fariö aftur í umferöarmenningu síöan þá. Ragnar Björnsson Sigurjón Sigurðsson lögreglu- stjóri, Ólafur Jónsson fulltrúi og Erlingur Pálsson yfirlög- regluþjónn ræddu við blaða- menn í gær og skýrði lögreglu- stjóri frá helztu ráðstöfunum til þess að tryggja slysalausa Þrjár söngskemmtanir Fóst- brœðra í Austurbœjarbíói Karlakórinn Fóstbræöur efnir til samsöngs í Austurbæj- arbíói í kvöld, annaö kvöld og á fimmtudagskvöld. Söng- stjóri kórsins er Ragnar Björnsson og einsöngvari Krist- inn Hallsson óperusöngvari. Tvo fyrstu dagana syngur kórinn eingöngu fyrir styrktar- félaga, en aðgöngumiðar verða seldir að síðustu tónleikunum. Eru styrktarfélagar kórsins beðnir að athuga, að aðgöngu- miðar sem stílaðir eru á 1. tón- leikana gilda í kvöld, þeir sem hljóða á 2. tónleika gilda ann- að kvöld o. s. frv. Á efnisskránni eru að þessu sinni ýmis létt lög, sem Fóst- bræður hafa sungið á söng- skemmtunum sínum þau rúm- lega 40 ár sem liðin eru frá stofnun kórsins. Ragnar Björnsson söngstjóri er nú á förum til útlanda, þar sem hann mun dveljast um nokkurt skeið. Af þeim sökum halda Fóstbræður söngskemmt- un sína nú allmiklu fyrr en ella hefði orðið. en greiða umferð fyrir jólin. Hið fyrsta er að umferð vörubifreiða og fólksbifreiða 10 farþega og stærri — annarra en strætisvagna — er bönnuð frá 12.-—24. þ.m. á eftirtöldum götum: Laugavegi frá Höfða- túni, Bankastræti, Austurstræti, Aðalstræti og Skólavörðustíg neðan Óðinsgötu. Bifreiðastöður bannaðar Bifreiðastöður eru bannaðar á eftirtöldum götum: Ægisgötu milli Tryggvagötu og Ránar- götu, Vesturgötu frá Ægisgötu að Norðurstíg, Garðastræti milli Túngötu og Vesturgötu, Naust- umun milli Tryggvagötu og Geirsgötu, Templarasundi, Póst- hússtræti, Ingólfsstræti milli Amtmannsstígs og Hallveigar- stigs, Klapparstíg milli Grettis- götu og Njálsgötu, Bergstaða- stræti milli Skólavörðustígs og Hallveigarstígs, Skólavörðustíg frá Bankastræti að Bergstaða- stræti, Njálsgötu frá Klappar- stíg að Vitastíg norðan megin götunnar, Barónsstíg milli Hverfisgötu og Njálsgötu vest- an megin götunnar, Vatnsstíg milli Hverfisgötu og Laugavegg og Lindargötu frá Ingólfsstræti að Klapparstíg norðan megia götunnar. Lokim og liringakstur Öll bifreiðaumferð er b"nnuð um Austurstræti, Aðalstræti og Hafnarstræti laugardaginn 15. des. og laugardaginn 22. des. eftir kl. 8. Þetta varð mjög vinsæl ráðstöfun í fyrra. Um þetta svæði verður hring- akstur. Bílar sem koma niður Bankastræti eiga að fara suður Framhald á 10. síðu 300 þus. krónurn- ar til Norðfjarðar I gær var dregið í 12. flokki happdrættis Háskóla íslands. Vinningar voru 2600 og 9 auka- vinn. Hæsti vinningurinn, 300 þús. kr. kom á nr. 5126, heil- miða, keyptan í Neskaupstað. 50 þús. kr. komu á nr. 29762, heilmiða, keyptan í umboðinu í Hafnarstræti. 25 þús. kr. komu á nr. 32390, heilmiða, keyptan hjá Valdimar Long í Hafnarfirði. 10 þús. kr. komu á eftirtalin númer: 400, 2263, 8297, U218, 11532, 21367, 22642, 23525, 33195 og 37044. (Birt án ábyrgðar).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.