Þjóðviljinn - 11.12.1956, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.12.1956, Blaðsíða 5
JÞriðjudag-ur 11. desember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (5 ■ UNGVERJALAND Framhald af 1. síðu. dag og skyldi verkfallið hefjast á miðnætti í nótt sem leið. Viðbrögð ríkisstjó'rnarinnar við þessari verkfallsboðun voru þáu að lýsa miðstjórnina í bann og setja herlög í landinu. Sagði hún að miðstjórnin hefði verið gagnsýrð af gagnbyltingaráhrif- um og hefði unnið eftir föngum að því að skapa glundroða í landinu og tefja fyrir .viðreisn- arstarfinu. Ríkisstjórnin sagðist hafa á- stæðu til að ætla að miðstjórn- in undirbyggi vopnaða gagn- byltingu og að hún hefði skipu- lagt vopnaðar árásjr að undan- förnu. Herlög sett Jafnframt því sem miðstjórn- sn var bönnuð, voru herlög sett í landinu. Bann var lagt við vopnaburði annarra en þeirra sem fengið hafa til þess sérstakt leyfi og þess krafizt að öllum vopnuni yrði skilað til yfirv,’ald- anna fyrir þriðjudagskvöld. Þeir sem ekki verða við þeim til- mælum, eiga á hættu dauðadóm, ef vopn finnst í fórum þeirra og dómum má fullnægja innan sólarhrings frá því þeir eru kveðnir upp. Það vekur nokkra athygli, að skömmu eftir að tilkynnt haíði verið um bannið við starfsemi miðstjórnar verkamannaráð- anna, var birt tilkynning um að ungverska stjórnin hefði í hyggju að setja á laggimar nefnd til að ákveða reglur um stjórn efnahagsmála í landinu og hefði verkamannaráðunum verið boðið að skipa menn í nefndina. Þetta þykir benda til þess að ríkisstjórnin leggi ekki öll verkamannaráðin að jöfnu. Vopna Ieitað Símasamband milli Ungverja- lands og vesturlanda var rofið á simnudaginn, en komst aftur á í gær, 36 stundum síðar. Skömmu síðar barst sameigin- legt fréttaskeyti frá þremur vesturlenzkum fréttariturum í Búdapest, í skeytinu var sagt að sovézk- ir og ungverskir hermenn leit- uðu nú vopna af miklu kappi í Búdapest og hefði leitin verið hert eftir því sem sú stund nálg- ast að verkfallið skyldi hefjast, þ.e. á miðnætti s.l. Vegfarendur og ökumenn væru stöðvaðir á götum Búda- pest til að ganga úr skugga um hvort þeir hefðu á sér vopn og hefði vegartálmum verið komið fyrir víða í borginni til að auð- velda leitina. Búast ekki við alniemi- um undirtektum I skeytinu var það einnig haft eftir fulltrúum í miðstjórn verkamannaráðanna að ekki hefði tekizt að koma tilkynning- um um verkfallsboðunina til nærrj því allra vinnustaða og því væri ekki að vita hvernig undirtektir myndu verða. Þessi ummæli í skeytinu korna illa heim við aðrar fregnir sem bárust frá Ungverjalandi í gær. Samkvæmt þeim er enginn vafi á að allir vinnandi menn í land- inu vita að verkfall hefur verið boðað. Brezka útvarpið skýrði þannig frá því í gærkvöld að allan daginn hefði ekki linnt' áskorunum frá útvarpsstöðvum landsins til verkamanna um að sinna ekki verkfallsboðuninni. Ummælin í fréttaskeytinu bendaá því til þess að þeir sem til verk- fallsins hafa boðað séu ekki vissir um að verkamenn muni. leggja niður vinnu. í gær var lesin í Búdapest tilkynning frá stjórn ungverska alþýðusambandsins þar sem skorað var á verkamenn að virða verkfallsboðunina að vett- ugi. Blossa bardagar aftur upp? í fréttaskeyti þremenninganna < var ekki skýrt frá því að til < vopnaðra átaka hefði komið í < Búdapest, en alls konar sögur< höfðu gengið um það, meðan< símasambandið var rofið, Hins vegar var sagt frá þvi,1 að á laugardaginn hefðu orðið* átök í borginni Salgoturjan í< norðurhluta landsins. Fjölmenn( kröfuganga hefði verið farin1 þar i borginni, en ungverskir < lögreglumenn hefðu beitt skot-< vopnum til að leysa hana upp. < 80 menn voru sagðir hafa fall-< ið. Engir sovézkir hermenn tóku < þátt i þessum átökum. Útvarpið í Miskolc í norðaust- urhluta landsins skoraði í gær< á alla stuðningsmenn Kadar-< stjóniarinnar að gefa sig fram< til baráttu gegn gaffcfjvltingar- < öflunum, sem væru í þann veg- inn að hefja borgarastyrjöld í< landinu. Óljóst. ástand Óijósar og óstaðfestar fregn- ir frá Búdapest hermdu í gær’ að til átaka hefði komið á ýms- : um stöðum í Ungverjalandi< milli stuðningsmanna og and-< stæðinga Kadarstjómarinnar, m. < a. í borginni Pecs í suðurhluta< landsins. Margar slíkar fréttir voru sagðar um helgina, meðan síma-< sambandið var rofið, einkum< hafðar eítir ungverskum flótta-< mönnum i Vín, en hæpið er að < treysta um of á þær. Stokk- hólmsútvarpið skýrði þannig < frá því í gærkvöld, að talið væri < að reynt hefði verið að setja < aftur á laggirnar tvær leynileg- ar útvarpsstöðvar, hins vegar^ myndu þær vera mjög veikar, < þar sem ekkert heíði enn i þeim < heyrzt (!) Allsherjarþin gið ræðir Ungverjaland Umræður um Ungverjaland' hófust aftur á allsherjarþingi' SÞ í gær og hafa Bandaríkin og' fimmtán önnur ríki borið fram' nýja ályktunartillögu í málinu.' Er hún harðorðari en sú sem1 þingið hefur þegar samþykkt' og þess krafizt að Sovétríkin1 hætti þegar allri íhlutun í ung- versk mál. 1 ólttbrekuvnnt eru bomnar bók er gulli betri Sé bókin komin •'Sfc?*- •':4¥v -•r. * markaðimi fæst hún hjá okkur Farþegaflugvél hverfur í Kanada Óttazt er að kanadísk far- þegaflugvél með 62 mönnum hafi farizt i gær. Flugvélin var á leið frá Vancouver á vesturströndinni til Evrópu, Skömmu eftir flugtak bilaði^ einn hreyfill hennar og sneri hún þá aftur til Vancouver. Hún var ekki komin fram þeg- ar síðást fréttist og er óttazt að hún hafi hrapað til jarðar einhversstaðar í Klettafjöllum, þar sem ólíklegt þykir að henni hafi tekizt að lenda þar. Vandiö jólagjafirnar til öarna og unglinga /Eviiiíýri H. C. Indersen í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar er fögur og dýrmæt jólagjöf ungu fólki. 3 bindi í skinnbandi kr. 175,00. FÆST AÐEINS í Bókabúð KBON BÓKABtJÐ Bankastrœti 2 — Sími 5325

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.