Þjóðviljinn - 24.04.1957, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.04.1957, Blaðsíða 4
i) — ÞJÓÐVIUINN — Miðvikudagur 24. april 1957 Ur útvarpsdagskránni Helgi Péturss var 7 ára gam- all nefndur studiosus, og á menntaskólaárum las hann Kant og Darwin. Síðar gerði hann íslensk uppgötvanir í heimspeki jarðfi’æði Islands, en tók síðan að taoða nokkrar ný- stárlegustu kenningar sem ís- lendingi hafa hugkvæmzt. Fyrri hlutinn af kynningu stúdenta á þessum manni var einkar ánægjulegur: Jóhannes Áskelsson fhitti verulega hlý- legt erindi um jarðfræðirann- sóknir hans, og Óskar Hall- dórsson las kafla úr ritsmíð- um dr. Helga um jarðfræði — m.jög var sá lestur góður. En þótt kenningar dr. Helga megi yel vera réttar í margri grein, eru þær ekki nema tilgátur enn sem komið er, á þeim eru margir snöggir blettir frá rök- fræðilegu sjónarmiði. Gunnar (Etagaarsson varði mestum tíma sínum til að sýna fram á |>að, og einhvernveginn var það minna ganian. Og það var fremur slæmur kafli, sem les- Inn var úr Nýal. Ragnar í Smára hefur sagt mér, að eitt sinn hér á árun- lum hafi þeir Björn Franzson hlustað samfleytt í sólarhring á Klassísk klassíska músík 'músík — Og þóttust báðir verja tím- anirai vel. Þeir, 'sem láta sér þó nægja 3—4 stundir á dag, hafa fengið óskir sínar uppfylltar í páska- Í>Á ERU páskarnir liðnir, og við sem heima sátum, búin að “hlusta á nokkrar messur og helgitónlist í útvarpinu, og 'margir hafa eflaust farið í kirkju einhvern þessara helgi- daga. Sjálfur fer ég sjaldan -S kirkju, en hlusta hinsvegar oft á messur í útvarpinu. Eg hef orðið þess var, að fólk hefur misjafnlega mikið dá- 3æti á prestunum; sumum < finnst þessi beztur, öðrum - hinn; en ekki er mér fullljóst, hvað fólk leggur til grundvall- ar, þegar það er að gera upp . á milli prestanna. Er það tón- ið, ræðurnar, eða eitthvað annað? Langoftast finnst mér harla lítið á ræðum þeirra að græða; oft eru þær að miklu leyti upplestur úr guðspjöll- unum, sjaldan verður þess vart, að vandamál nútíðarinn- ar séu þar rædd frá sjónarhóli kristins leiðtoga, en það finnst mér einmitt að prestarnir þyrftu að gera. Þeir eiga að vera leiðtogar okkar í andleg- um efnum og taka skýlausa afstöðu til vandamála líðandi stundar, setja fram sjálfstæð- . ar skoðanir byggðar á þekk- ingu þeirra og skilningi á kjarna kristindómsins; þeir eiga ekki að láta nægja að lesa upp fyrir okkur alda- gamlar austurlenzkar helgi- sögur. Þetta er ekki mælt af I neinni andúð í garð prestanna Mendelssohn, ísólfsson, Schu- bert, Smetana, Tjækofskí — þannig léðu fjölmargir aðals- menn tónlistarinnar hlustend- um yndi og upphafningu í lið- inni viku; þar vantaði eigin- lega ekki nema Schumann og Leifs. Þótt undirritaður liafi áþekkt vit á músík og kött- urinn á Sjöstjörnunni, sem er óvenjulega vitlaus skepna, er víst slærrit að minnast á út- varpsdagskrána án þess að þakka í nafni hinna allra þessa dýrð. Það vantar nokkuð á að prestarnir í Reykjavík séu jafnfærir í prédikunarstólnum og Toskaníní á hljómsveitarirall- Reiöskjóti inum; en þeir eru Krists sú manntegund §em mest lét að sér kveða í vik- unni, næst á eftir tónskáldun- um og túlkum þeirra. Um þá verður þó ekki farið fleiri orðum, en í staðinn minnt á þau óvæntu tíðindi að Póst- húsið er mikil andleg miðstöð. Þar starfa fræg skáld og merkir sagnfræðingar; og nú er Skarphéðinn vinur minn Pétursson póstmaður orðinn formaður kristilegs félags í iHáskólanum og þar með einn af forustumönnum himnaríkis á íslandi. Hann talaði á kvöld- og því síður kristindómsins. Eg mundi fagna því með prestunum, ef söfnuðirnir fylltu kirkjurnar á hverjum einasta helgidegi árið um kring, en ástæðnanna fyrir því, að söfnuðurinn gerir það ekki er að mínu viti víðar að leita en í tómlæti fólks um trúmál eða virðingarleysi þess fyrir kristindómnum. Eg held einmitt, að fjölda fólks finnist prestarnir ekki boða því krist- indóminn af þeim lifandi trú- arhita og sannfæringu sem hann verðskuldar, og telji sig þannig fara erindisleysu í kirkju hjá þeim. • í SÍÐASTA tölublaði Morgun- blaðsins fyrir páska var við- tal við Stein Steinarr. (Sú var þó tiðin, að Mogginn átti lítið vantalað við Stein; „en eitthvað er breytt, og annað hvort ég eða þjóðin, er ekki jafntrúföst og fyrr við sín markmið og heit“, stendur þar). 1 viðtali þessu er vitnað fremur ósmekklega í visu eftir mann einn norðlenzkan; er mað urinn nafngreindur og kynnt- ur sem „fullorðinn hálfviti norður í landi.“ Eg veit ekki hvort vísan (hún var mjög af- bökuð) er tilfærð til þess að sýna yfirburði Steins skálds yfir „fullorðna hálfvita" yfir- leitt, en mér finnst, að full- • Framhald & 9l síðu. vöku félagsins, og var allfróð- legt að heyra þennan góða vin mæla sterklega með ,,guðs kristni í landinu“. Hann bað menn og minnast þess að frelsarinn reið ekki á hesti né úlfalda. inn í Jerúsalem hér um árið. Þó nefndi hann ekki hver gripurinn var, og kom ég honum ekki fyrir mig í svip- inn. Næst talaði einhver guð- fræðinemi um „trú og víð- sýni“ og sagði í uppliafi að „trú og viðsýni hafi fylgzt að um aldirnar“. í sama bili rann það upp fyrir mér hver var reiðskjóti Kists á hinum forna pálmasunnudegi. Leikritið var fyllt og aukin píslarsaga Pontiusar Pílatus- ar, eftir að hann þvoði sér um hendurnar; og var það ekki sér- „Gegmim lega markverður göturnar“ skáldskapur. Þýð- ingin var heldur lakleg. Hún var t.d. ómunntöm, eins og þegai’ sagt var: „Kallaðirðu mjög lengi ?“, í staðinnfyrir: Varstu búin að kalla lengi? Það var ennfremur Ijótt mál, svo sem þegar sagði: „á minum mjög gömlu fótum“ og „þú með þinni miklu heilbrigðu skyn- semi“. Þá var talað um „ár- angurslausa ferð“ þar sem er- indisleysa átti við; elskendur ræddu um að „brosa hvort að öðru ‘, í staðinn fyrir hvort við öðru; „einveran hefur alið hjá honum hatur“, í staðinn fyrir með honum; „gegnum götur Jerúsalem“ stóð' þar, í staðinn fyrir eftir götunum eða um þær. Þýðandinn er prestur og ætti að lesa ritn- inguna í eitt skipti sem is- lenzku og bókmenntir. 1 þessu sambandi má geta þess að fréttastofan er stund- um mikil málsköpunarstofnun. Á mánudagskvöld kom f.d. fyrir 1 Fréttastofa fréttum hið at- í hafsnau'ö hyglisverða ný- yrði „hafsnauð“, enda mál til kom- ið að hætta að vera i sjáv- arháska. Sama kvöldið var talað um að „setja fordæmi", og hefiw þjóðinni hér verið gefið gott fordæmi um notkun sagna. Morguninn eftir var það fjórtekið, að Gerhardsen segði það ekki „tilgang Norð- manna, að Noregur gengi úr Atlantshafsbandalaginu“; og skal tekið undir það að orðið j,ætlun“ er óneitanlega dálítið slitið. Hátindi málsnilldar hef- ur þó stofan náð er hún hefur rætt um að „afvopnast á sviði kjarnorkuvopna“. Um þvílika snilld á ég því miður engin orð; en þess skai minnzt að þar sem Hillary kleif sinn tind aðeins einu sinni, og fékk sig fullsaddan, hefur fréttastofan klifið sinn hátind hvað eftir annað — og lætur sig ékki muna um það. B.B. Friðrik efstur á skákþinginu Akureyri annan páskadag, Skákþing íslendinga, sem fram fer hér á Akureyri um páskana, er nú nær hálfnað. Keppni hefur verið hörð til þessa, og allur aðbúnaður að þátttakendum Akureyringum til sóma. Teflt er daglega í ágæt- um salarkynnum í nýja Lands- bankahúsinu. Áhorfendur hafa verið margir. Staðan í lands- liðsflokki eftir fjórar umferðir er þessi: 1. Friðrik Ólafsson 4 v. 2. Freyst. Þorbergss. 3Vz v. 3. Arinbj. Guðmundss. 2V2 v. 4. E. Gilfer 2 v. og biðskák. 5.-6. Ingimar Jónsson 2 v. 5.-6. Bragi Þórbergsson 2 v. 7. Bjarni Magnússon 1 % v. 8. Júlíus Bogason 1 v. og biðskák. 9. Kristján Theódórss. V2 V. 10. Stígur Herlufsen 0 v. Efstu menn í meistaraflokki eftir sex umferðir eru 1. Þrá- inn Sigurðsson Siglufirði 5 v. 2. Unnsteinn Stefánsson Akureyri 4V2 v, 3.-4. Haukur Sveinsson Rej'kjavík 4 v. og biðskák. 3.-4. Jóhann Snorrason Akur- eyri 4 v. og biðskák. Um keppnina í landsliðsflokki er það að segja, að Friðrik hefur skarað fram úr hvað taíl- mennsku snertir, enda hefur hann unnið allar skákir tií þessa. Arinbjörn átti góða skák við Friðrik, en varð að lúta í lægra haldi að lokum. Gilfer hefur nú unna biðskák á móti Júlíusi. Hefur hinn siðarnefndi 5 verið óheppinn, hefði hæglega [ getað haft 1-2 vinninga meira. • Freysteinn hefur hinsvegar ■ teflt ver en útkoman sýnir. • Ingimar héfur nú teflt við j flesta sterkustu mennina og j hefur því góðar horfur á því j að hækka. Aðrir keppendur virð j ast naumast ætla að verða ! hættulegir í baráttunni um efstu sætin að sinni. Lesendur blaðsins eru beðnir afsökunar á villu sem slæddist inn í síðasta skákþátt. Sagt var að Ingimar Jónsson væri skák- meistari Akureyrar 1957, en hið rétta er að Ingimar er „aðeins“ skákmeistari Norðurlands 1957. Skákþingi Akureyrai’ lauk ný- lega og sigurvegari varð Krist- inn Jónsson með 7 v. úr níu skálcum. Annar varð Júlíus Bogason með 6V2 og 3. Ingi- mar Jónsson með 6 vinninga. liggnf leiðin Aðalskoðmi biíreiða í Keflavíkurkaupstað 1957 Aðalskoðun bifreiða í Keflavíkuricaupstað árið 1957 hefst fimmtudaginn. 2. mai næstkomandi. Bifreiðaeigend- um eða umráðamönnum bifreiða ber þá að koma með bifreiðir sínar að húsi Sérleyfisbifreiða Keflavikur og fer skoðun þar fram kl. 9—12 f.h. og kl. 1—U/2 e.h. Skoðiuiinni verður hagað þannig: Bifreiðir 0 - 1— 50 fimmtudagmn 2. maí — 0 -51—100 föstudaginn 3. mai — 0-101—'150 mánudaginn 6. maí — 0-151—200 þriðjudaginn 7. maí —- 0-201—250 miðvikudaginn 8. maí — 0-251—300 fimmtudaginn 9. maí — 0-301—350 föstudaginn 10. maí — 0-351—450 mánudaginn 13. maí. Á það sluil bent sérstaklega, að heimilt er að koina með bifreiðir til skoðunar, l»ótt ekki sé komið að skoðun- ardegi þeirra samkvæmt ofangreindri niðurröðun, en alls ekki síðar. Fullgild ökuskírteiui ber ökumöiinum að sýna við bif- reiðaskoðun, Ógreidd opinber gjöld, er á bifreiðinni hvíla, verða að greiðast áður en skoðun fer fram. Sýna ber kvittun fyrir greiðslu þeirra sem og skilríki fyrir því, að lögboðin vá- trygging bifreiðar sé í gildi. Umdæmismerki sériiverrar bifreiðar skal vera vel læsi- legt. Vanræki einhver, að koma bifreið sinni til skoðunar á ofangreindum tima, verður hann látinn sæta ábypgð sam- kvæmt bifreiðalögum og bifreið hans tekin úr umferð, hvar sem tii hennar næst. Ef bifreiðaeigandi (umráðamaður) getur ekki af óvið- ráðanlegum ástæðum komið bifreið sinni til skoðunar á réttum tíma, skal tilkynna það skoðunarmönnum per- sónulega. Þetta tilkynnist öllum, er hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn í Keflavikurkaupstað 24. apríl 1957. ALFRKÐ GÍSLASON. HHiiiiiiiiimimMmiifiiiiiiiHiiMiuiiiimimmoiiiMmiuuHiMiiaMiiuaa. vikunni: Bach, Beethoven, Brahms, Haydn, Hándel, Aðliðnum páskum — Prestamir og kristindóm- urinn — Ösmekkleg tilvitnun í Morgunblaðinu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.