Þjóðviljinn - 24.04.1957, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.04.1957, Blaðsíða 10
Sö) — ÞJÓÐVHJINN — Miðvikudagur 24. apríl 1957 Ari Arnalds Framhald af 6. síðu. ræðisflokksins og Landvarnar- . rnanna, er mótar stefnuna á Þingvallafundinum 1907 og vinnur glæsilegasta kosninga- sigur Islandssögunnar 1908. Hér er bók Ara, „Minningar" dýrmæt söguheimild. Þar eru atburðirnir kringum uppkastið og kosningarnar 1908 settir í eðlilegt samhengi við undan- gengna stjórnmáiaþróun á mjög sannfærandi hátt og stutt beztu heimildum. Hitt er ástæða að harma, að jafn glöggskygn, gáfaður og Weilsteyptur stjórnmálamaður og Ari Arnalds skyldi í lok þessa „landvarnatímabils“ draga sig í hlé, þó skiljanlegt sé að „bræðingnum“ undi 'hann ekki. Enginn getur nú sagt, hvers virði það hefði verið að hafa einmitt þann landvarnarmanninn í fremstu röð íslenzkra stjórnmála- manna, þá erfiðu áratugi sem í hönd fóru. «■■■■■■■■■»■■■«■■■■■■■■■!■■■■■■■»««■■■■■■■■» Nokkur bending um það er atvik frá lýðveldisárinu, 1944. Þegar baráttan um lýðveldis- stofnunina stóð hæst, flutti Ari Amalds útvarpserindi um skilnað Noregs og Sví- þjóðar og dró af honum á- lyktanir um skilnað Islands og Danmerkur. Erindið var birt í Þjóðviljanum og Vísi og vakti alþjóðarathygli. Enginn nema þaulæfður, snjall stjórnmálamaður hefði jafnhnitmiðað gripið inn í við- kvæmt alþjóðarmál, og náð til- ætluðum áhrifum. Þar hljóm- aði á ný rödd Dagfararitstjór- ans, er 1906 mótaði austur á Esldfirði hið djarfa kjörorð: „Skilnaðurinn einn veitir Is- lendingum það sem er kjarn- inn í kröfum þeirra.“ Hann lifði að standa við þau orð og árétta þau 1944. Ein saga Ara er mér hug- stæðari en aðrar, „Embættis- '■■■■■■■■■■*■■■■>■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■•! NÝ GERÐ verk“ í „Minningum", Þar munu meginatriði sönn, þó mjög sé villt um svo fólk og staðir þekkist ekki. Hún er ekki sízt athyglisverð fyrir þá sök, að sýslumanninum þar er lýst mjög á þann veg, sem „þegnar“ Ara, að minnsta kosti alþýða og hinir máttar- minni, lýstu honum í sýslu- mannsstarfinu, því starfi sem hann gegndi lengst um ævina. Eg þekki það úr Norður-Múla- sýslu, fátækir menn og um- komulausir vissu að þeim var óhætt að bera upp vandkvæði sín við sýslumanninn á Seyð- isfirði, jafnvel áfrýja til hans úrskurðum þröngsýnna hreppsnefnda. Alþýða manna austur þar sagði oft í gamni og alvöru svipað um Ara Arnalds og sagt er i Skugga- sveini: „Svona eiga sýslu- menn að vera.“ Höfðingjunum fannst hins vegar nóg um alþýðuhylli sýslumannsins. Það þarf djúpa og falslausa mennsku og drenglund til að ávinna sér slikt traust og halda því á löngum embættis- ferli. En engan imdrar það sem kynntist Ara Arnalds. Gáfumaður, prýðilega mennt- aður, glæsimenni á velli og í framgöngu allri, vinfastur og vinheitur, ríkur að samúð með öllu bágstöddu, en var kærast að hjálpa mönnum þannig, að gera þeim kleift að hjálpa sér sjálfir. Fram til siðasta dags hélt hann vakandi skarpri hugsun, góðu minni og fylgdist vel með öllu markverðu í þjóð- málum. Hann sagði afburðavel frá. Oftast þegar við fund- umst, beindi ég talinu að „landvarnarárunum“, og þá var sem þeir risu upp, yrðu nálægir, hinar gunnreifu bar- dagahetjur og skáld aldamóta- kynslóðárinnar, við vorum ekki lengur einir undir stóra bláhvíta fánanum, heldur voru^ þeir þar líka Bjarni frá Vogi og Sigurður Júlíus Jóhannes- son, Einar Benediktsson og Benedikt Sveinsson, Jón Jens- son, Einar Kvaran, Björn rit- stjóri. Og ég fékk að vera með á ritstjórnarfundi yfir kaffibollum á Hótel ísland, þar voru þeir Ari Jónsson og Benedikt Sveinsson heldur kampakátir að undirbúa blað af „Ingólfþ1. Næst var farið í kosningáleiðangur 1908 og annan 1911, og skygnzt ræki- lega bak við tjöldin í stjóm- málum löngu liðinna daga. Og svo þotið í tímavélinni til okkar daga, og þjóðmália rædd af jafnmiklum áhuga. ★ Ari Arnalds var lánsmað- ur, einn þeirra drengskapar- manna sem aldrei bregðast æskuhugsjon sinni. Djúp lífs- reynsla, rík mannúð og mann- þekking, brá mildum, hug- þekkum blæ á ævikvöld hans. Mynd hans og minning, land- varnarmannsins, mun lifa með öllum sem þekktu hann, og lengur en þeir — í sögu þjóðarinnar. S. G. A.skriftarsínii Birtings 5597 Reiðhjól ■ ■■■■■■■•• »■■■■■■>■■•■• ■ ■■■■■■■■*_ »«■■■■'■■■■• m m ■•■>>■11 ■ ■■■■■■• «1 ■ * ■ ■ ■ « 1«. ■• •rt ■ »*«■■■■■■■■ ■ ■■■■■■■■■■■*. ■ ««■■■■■■ ■„■./»_ ' V-'.; »■«■■■■■ *_■ ■ • -j " VA ‘i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.