Þjóðviljinn - 10.05.1957, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.05.1957, Blaðsíða 10
aö) — ÞJÓÐVILJINN —Föstudagur 1Ö. mai 1957 Bæjarpóstur Framhald af 7. síðu. i lundi, en fjárins til þeirra framkvæmda hefur einmitt verið aflað með Vöruhapp- ”drættinu. Ég er þieirrar skoð- unar að slík vinnuheimili þyrftu að verða miklu fieiri. Það er fjöldi fólks, sem af heilsufarsástæðum getur ekki gengið að neinni almennri vinnu eins og fullfrískt fólk, þótt það sé hins vegar alls ekki algerir öryrkjar. Slíkt I fólk mundi geta unnið tals- j vert við góðar aðstæður á I vinnuheimili, og með því j mundi vinnast tvennt: vinnu- i aflið nýtist betur og fólkinu ! væri gert kleyft að vinna fyrir sér. En það er eitt af frum- skilyrðum þess að þjóðarbú- £ skapurinn blessist, að vinnu- aflið nýtist sem bezt og hag- 1 kvæmast, auk þess sem þarna i byggi það fólk, sem ætti við einhverskonar örorku að ! stríða við meira fjárhagslegt ' cg heilsufarslegt öryggi. • IJÉR FINNST gegna nokkuð öðru máli um DAS-happ- drættið en Vöruhappdrætti SÍ •' BS. Ég efast ekki um, að til -! þess sé stofnað í góðri mein- | ingu, og víst eiga sjómenn ' okkar margfaldlega skilið að I eignast dvalarheimili að lokn- 1 um löngum og erfiðum starfs- ] degi. En er hér um að ræða sjómannastétt, t.d. sambæri- 1 lega við sjómannastétt Norð- ' manna og Breta ? Ég á hér við ! það, hvort sú stétt sé fjöl- ! menn hér, sem stundar sjó- < 1 sókn og siglingar eingöngu [ alla sína starfsævi ep vinnur 1 ekki ýmiskonar störf í landi jöfnum höndum? Það er ekki ! spurt af neinum kala eða tor- 1 fryggni í garð dvalarheimilis- 1 hugmyndarinnar, þvert á móti ! finnst mér, að við þyrftum að 1 eignast mörg slík dvalarheim- ! ili fyrir vinnandi fólk og fólk, I sem er hætt að vinna eftir ! langa og erfiða starfsævi. En | mér virðist í fljótu bragði dá- i lítið hæpið að einskorða bygg- ! ingu slíkra heimila við ein- stakar starfsstéttir. Vafalaust er sú leið athugandi að afla ] fjár til opinberra sjúkrahúsa- ! bygginga með ríkishappdrætti; ] einnig fyndist mér athug- I andi, hvort ekki væri fram- 1 kvæmanlegt að láta Vöru- ! happdrættið og DAS-happ- ] drættið annaðhvort sameinast ! slíku happdrætti, eða þá færa , Í út kvíarnar og vinna á breið- I ari grundvelli að byggingum ] dvalar- og hressingarheimila. Félagslíf Ferðafélag Islands fer tvær skemmtiferðir á sunnudaginn. Suður með sjó og gönguferð á Hengil. Lagt af stað í báðar ferðimar á sunnudagsmorguninn kl. 9 £rá Austurvelli. Farmiðar seldir við bílana. Upplýsingar í skrifstofu félagsins Túngötu 6, sími 82533. Ávarp frá A-A-samtökunum á fslandj og Bláa bandinu A-A-samtökin hafa um þess- ar mundir starfað í þrjú ár hér á landi. Markmið þessa félagsskapar er að hjálpa þeim, konum og körlum, sem við drykkjuskap eiga að stríða til að losna undan valdi þessa eyðilegg- ingarsjúkdóms, ef þeir, af fús- um vilja, óska að reyna þær leiðir til þess, sem félagsskap- urinn aðhyllist, og ennfrem- ur að reyna að leysa hin sam- eiginlegu vandamál, sem fólk þetta á ævinlega við að stríða, meðan það er að sigrast á sjúkdómi sínum. Á þessum þremur árum hafa gengið í A-A-samtökin um 400 manns, og fyrir atbeina þessara samtaka var stofnað Hjúkrunar- og dvalarheimilið Bláa bandið, sem starfað hef- ur nú í hálft annað ár að Flókagötu 29, og nýtur nú þegar almennrar viðurkenn- ingar fyrir starfsemi sína. A-A-samtökin leggja engin félagsgjöld á meðlimi sína en leita hinsvegar samskota með- al þeirra og annarra einu sinni á ári, og hefur stjórn sam- takanna ákveðið að gera það árlega á tímabilinu frá 16. april, sem er stofndagur sam- taka þessara á Islandi, til 1. júní. Á þeim tíma munum vér því nú og framvegis leita til almennings um fjárframlög og verður skrá yfir allar gjaf- ir til félagsskaparins birt í ár- bók Bláa bandsins og A-A- samtakanna, sem nú er verið að undirbúa útgáfu á. Vér hyggjum ekki á merkja- sölu eða happdrætti eins og nú eru algengastar fjáröflun- araðferðir til styrktar menn- ingar- og líknarfélagsskap hér á landi, en vér væntum þess að þeir, sem skilja þýðingu starfsemi vorrar, vilji leggja af mörkum fjárhæð, sem þeir sjálfir ákveða, og vér getum vitjað til þeirra á þeim tíma, er þeir sjálfir til taka. Fjár- söfnun vorri verður að þessu sinni hagað þannig, að vér munum símleiðis eða á annan hátt leita eftir framlögum hjá fyrirtækjum og einstakling- um, sem vér náum til og starfsmaður vor mun siðan nálgast það fé, sem lofað hef- ur verið. Það eru einnig vin- samleg tilmæli vor til þeirra, sem vér ekki náum til með þessum hætti, en vilja styrkja samtök vor, að þeir hafi sam- band við skrifstofu A-A-sam- takanna í síma 7328 kl. 5,15— 7,15 hvern virkan dag eða bréflega í pósthólf 1149, eða komi framlagi sínu með ein- hverjum hætti til skrifstof- unnar eða fyrirsvarsmanna samtakanna. Hjúkrunar- og dvalarheimili Bláa bandsins að Flókagötu 29 er fyrst og fremst ætlað karlmönnum, en þörfin fyrir svipað heimili handa konum er mjög brýn. Vér höfum því ákveðið að festa kaup á hent- ugu húsi, þar sem starfrækja mætti slíkt heimili. Því fé, sem nú safnast, verður fyrst og fremst varið til þess að koma slíku heimili á fót. En þó hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir drykkfelldar konur sé næsta viðfangsefni vort, eru óleyst tvö önnur þýðingarmik- il mál á þessum vettvangi, sem litla bið þola. Er þar átt við framhaldsilvalarheimili fyrir þá, sem dvöl á Bláa bandinu nægir ekki, og hjálp- arstöð fyrir athvarfslaust fólk, sem nokkuð er af, sérstaklega í Reykjavík. Að þeim málum báðum vinn- um vér einnig nú og munum reyna að leysa þau sem fyrst. Um leið og vér þökkum öll- I FLESTUM STÖRBORGUM, við helztu gatnamót og á fjölförnum strætum fylgist SOLARI-klukkan með tímanum og birtir vegfarendum vikudag, klukkustund og mínútur Klukkan sýnir á ljósan hátt hvað tímanum líður og birtir auk þess auglýsingar frá ýmsum fyrirtækjum. Hver auglýsing birtist 20 sinnum á klukkustund I Reykjavík er SOLARI-klukkan á Söluturainum við Arnarhól. Þeir sem eiga leið um Hveriisgotu víta hvað tímanum líður um þeim, sem þátt tóku í söfnun vorri 1956, væntum vér þess enn, að margir gerist til þess að rétta oss hjálparhönd, bæði einstakir menn, félög og fyrirtæki, og það fé, sem lagt er í raunhæfa baráttu gegn áfengisbölinu, skilar sér aftur margfalt til þjóðarheildarinn- ar. Hið mikla böl, þjáning og sorg, sem oftast leiðir af áfenginu, þekkja allir af eigin raun með einhverjum hætti, — einnig þeir, sem ekki eru sjálfir ofurseldir þeim böl- valdi. Vér trúum því, að Guð sé í verki með oss, og þess vegna fylgi því blessun að rétta oss hjálparhönd, hvort sem styrkt- arframlagið er etórt eða smátt. Oss er þörf fjárins sem allra fyrst. Dragið því ekki að tiikyrma framlag yðar á skrifstofw Bláa bandsins að Flókagötu 29 eða til A-A-samtakanna í Mjóstræti 3 uppi. Skrifstofu- tími þar er frá kl. 5,15—7,15 alla virka daga. Sími beggja er 7328. Jónas Gruðmundsson, form. A-A-samtakaima á íslandi og Bláa bandsins. Guðmundur Jóhannsson, forstöðum. Bláa bandsins. Vilhjálmur Heiðdal, form. Reykjavíkurdeildar A-A-samtakanna. - Vinnumarkaður - Ensk nllareíni í kápur og dragtir Vorlitir Tízkulitir MARKAÐURINN : Yfirhjiíkrunarkona óskast Yfirhjúkrunarkonustaðan við Sjúkrahús Siglu- fjarðar er laus til umsóknar frá 1. október n.k. að telja. Upplýsingar um kaup og kjör og annað varðandi starfan gefur Ölafur Þ. Þorsteinsson, sjúkrahúslæknir og undirritaður. Umsóknir skulu sendar á bæjarskrifstofuna í Siglufirði fyrir 1. júlí n.k. Siglufirði, 2/5. 1957 Bæjdrstjórinn í Siglufirði Jón Kjartansson Laus staða Stúlku vantar á skrifstofu Mjólkureftirlit-s ríkisins frá næstu mánaðarmótum. Laun samkvæmt launalögum. Umsóknarfreslv ur til 25. þessa mánaöar. Reykjavík 9/5 ’57 Mjólkureftirlitsmaður ríkisins s !nai8HmB»S I ««M!iMM«BSMssaa!M*saa!si«*Msa«íaMMaiM«iSBieBBaMspHB88a»!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.