Þjóðviljinn - 02.03.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.03.1958, Blaðsíða 6
6) I>JÖÐVILJIN’XT Sunnudagur 2. inarz 1958 10ÐVIUINN Útgefandí: Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Préttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- ángastjórí: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 & mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja Þjóðviljans. Rannsókn hermangsins Sjaldan mun hafa þótt meira tilefni tíl opinberrar rahn- sóknar á Vðskiptum hér á landi en vegna uppljóstrana og gagnkvæmra ásakana Tím- ans og Morgunblaðsins um her- mangsviðskipti tiltekinna aðila. JJlöðin sem gerzt ættu um þessi mál að vita lýsa því yfir að milljóna gróði hafi feng- izt með vægast sagt vafasömu móti af viðskiptum með vörur, 'serrr bandariski herinn flytur ixtn tollfrjálst. Hvað sem líður tiihneigingu þessara blaða að klekkja á pólitískum andstæð- ingum eru þessar ásakanir svo alvarlegar að full þörf er opin- berrar rannsóknar. Tpveir þingmenn, Einar Ol- ge'rsson forseti neðri deild- ar Alþingis og Karl Guðjóns- son flytja í neðri deild tillögu um rannsóknamefnd samkvæmt 39. gre'n stjómarskrárinnar til að rannsaka þetta mál, og má telja víst að hún verði samþykkt því bæði málgögn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar- flokksins hafa talið rannsókn- ar þörf og raunar krafizt þess að rannsókn færi fram. 17'yrirfram skal engum getum leitt að niðurstöðum þess- arar rannsóknar. En farið gæti svo, að íslendingar skildu bet- ur eftir en áður hvérs vegna íslenzkum gróðaklíkum og heil- um stjórnmálaflokkum er það áhugamál að bandarískur her sé á íslandi. Freistíngin Bidstrap teiknaði ur J>að er rétt fyrir Alþýðu- * flokksfólk hér í Reykjavík íð gera sér Ijósan þann Ijóta og háskasamlega leik sem nokkrir ofstæksfullir hægri foringjar fá enn að leika í verkalýðsfélögunum hér í bæn- um. Á sama tíma og allir vinstri menn standa saman gegn íhaldinu í flestum verka- iýðsfélögum úti á landi, sam- anber t.d. kosninguna í verka- kvennafélag nu á Sauðárkróki nú í vikunni, er Alþýðuflokks- fólki í verkalýðsfélögunum hér í Reykjavík skipað að falla fram og tilb.ðja íhaldið, hinn forna og nýja höfuðandstæð- ing alþýðunnar og alþýðusam- takanna. T>etta ömurlega hlutskipti sem * reykvísku Alþýðuflokks- fólki er ætlað er runnið und- an r.fjum örfárra blindingja og ofstækismanna í hægri armi Aiþýðuflokksins, sem flokks- forustuna og flokksstjómar- fundinn skorti kjark til að setja á réttan stað. Það eru menn á borð við Áka Jakobs- son, Jón Sigurðsson og Þor- stein Pétursson sem fyrlr þessu skemmdarstarfi standa, ein- r.oitt sömu mennirnir og harð- ast börðust gegn vinstra sam- starfinu þegar vinstri stjóm- in var mynduð. Þeir eru enn að þjóna eðli sínu og áhuga- málum. Nú eins og þá eru þeir visvitandi þjónar og erindrekar íhaldsins. Á rangurinn af atferli þessara manna kom m.a. fram í því stórkostlega fylgishrunl sem Alþýðuflokkurinn varð fyrir í bæjarstjómarkosning- unum í Reykjavík. Þótt stað'a fiokksins væri ekki sterk úti á landi kom ekkert svipað fyr- ir þar. Alþýðuflokksfólk út um land virðist nú ráðnara í því exi nokkru sinni áður að taka upp heiðarlegt samstarf við stéttarsystkini sín úr öðrum vinstri flokkum og þá ekki sízt innan verkalýðsfélaganna. En hér er höfð.nu barið við stein- inn og að því er virðist að því stefnt að leggja Alþýðuflokk- inn algerlega í rúst. Til ann- ars getur það ekki leitt að veita íhaldinu þá þjónustu sérii nú kemur ; enn élnu sinni í ljós í stjómarkosnmgunum í verkalýðsfélögunum. Með þessu er enn lögð áherzlá á, að venja Alþýðuflokksfólk á að líta á íháldið sem samherja og æskilegasta bahdamenn. Hvern undrar svo þótt þetta sama fólk skili sér illa þegar Alþýðuflokkurinn þykist þurfa að draga í dilk nn sinn í bæj- arstjórnar- og Alþingiskosning- um? Þ Verðlækkun á nauðsynjavörum Svarið fölsurum ^að er frekleg móðgun við allt Alþýðuflokksfólk í verkalýðsfélögunum að ætla því að standa með íhaldinu en gegn stéttarsystkinum sín- um í öðrum vinstri flokkum. Þetta er háskaleg stefna fyr- ir Alþýðuflokk.nn sjálfan og enginn hagnast á henni nema flokkur atvinnurekenda, íhald- ið. Þetta er tilræði við núver- andi rík'sstjórn og stefnu hennar. Og þetta er einnigt, glæpur gagnvart verkalýðsfé- lögunum og heildarsamtökun- um. Enginn heiðarlegur verka- maður eða verkakona úr Al- þýðuflokknum getur tekið þátt í slíku skemmdarstarfi aðeins til að þóknast íhaldinu og op- jnberum ágentum þess á borð við Áka Jakobsson og sam- herja hans. Alþýðuflokksfólk getur ekki lengur iátið leika sig á þénnan hraksmánarlega hátt nema það vilji beinlínis stuðla að völdum íhaldsjns í íslenzkri verkalýðshreyfingu og algérum yfirráðum þess í landinu. Rétta svarið er að rísa upp ög néita þjónustunni við íhðldið. Eða hvers vegna Framhald af 1. síðu kr. 42.00. Lækkunin er kr. 4.40 eða rúm 9%. Tonnið af kolum kostaði í júní 1957 660 kr. en var í janúar s.l. komið niður í 570. Lækkunin er 90 kr. eða nær 14%. Lítrinn ai húsaoliu kostaði í júní 1957 kr. 1.07 en var í janúar s.L kominn niður í. kr. 0.79. Lækkunin nemur 28 aurum eða rúmum 26%. Tonnið af sementi kostaði íárs- byrjun 1957 684 kr. en var í árs- byrjun í ár komið niður I 629 kr. Lækkunin er 55 kr. eða rúm 8%. Allt eru þetta brýnar nauðsynj- ar sem mikil áhrif hafa á afkomu almennings. Hvenær voru dæmi þess að slíkar vörur lækkuðu í stjórnartíð íhaldsins? Verðlækkanir íramundan Allt bendir til þess að ýmsar vörur haldi áfram að lækka í verði Samkv. nýgerðum samningi skyidi verkafólk í Alþýðu- flokknum í Reykjavík láta hafa sig til verka sem eru fyr- irlitin af flokkssystkinum þess annars staðár á landinu og tal- in jafngilda stéttarsvikum af öllu félagslyndu og heiðarlegu verkafólki? Slík og annað eins nær auðvitað engri átt. Rísið því upp Alþýðuflokksmenn og konur í verkalýðsfélögunum og skipið ykkur með vinstri fylk- ingunni sem er að myndast gegn íhaldinu í verkalýðsfé- lögunum. Þar eigið þið heima en ekki í svartfylklngu íhalds- ins, Ákaklíkunnar og atvinr.u- rekendavaldsins. um vörukaup í Sovétríkjunum var samið um að það Iækkaði í á verð á steypustyrktarjárni að •lækka úr 122 dollurum á tomi í 100 dollara eða um 18%. | í þessum sömu samningum var BarS með régbera Framhald af 1. síðu efla rógburðinn, og m. a. í þeim yfirlýsingum falsað tölur um 73%. einnig ákveðið að verð á rúg- mjöli lækkaði úr 75 dollurum á tonn í 72 dollara eða um 4%. Þá hefur f.o.b.-verð á benzíni og olíum lækkað til muna: í desembcr s.l. kostaði tonnið af benzíni 613 kr. en í febrúar sl. var samið um að það lækkaði í kr. 570.15 effa um 7%. Tonnið af gasolíu kostaði í des- ember s.I. kr. 452.50 en nú í febr. var samiff um verðlækkun niður í kr. 423,54 á tonn eða um rúm 6 %. Tonnið af fuelolíu kostaði í desember sl. 295.50 en nú í febr. var samið um verðlækkun niður í kr. 274.48 eða um rúm 7%. Gengislækkunarmenn ^missa röksemd Það líður varla sá dagur að Morgunblaðið haldi því ekki fram að verðbólga hafi magnazt geysilega í tíð núverandi stjórn- ar. Þetta er vísvitandi uppspuni, boririn fram í trausti þess að les- endur trúi Morgunblaðinu í blindni án þess að skeyta um staðreyndir. Sannleikurinn er sá að þróunin á þessu sviði hefur gerbreytzt; verðbólgan er nú miklu viðráðanlegra vandamál en hún hefur verið undanfarinn ára- tug. Þessi breyting veldur því einnig að gengislækkunarpostul- arnir hafa misst dýrmætustu rök- semd sína, og það er ekki sízt sú staðréynd sem bögglast fyrir brjóstinu á Morgunblaðsmönn- tim. og íalsara! Það er með slíkum aðferðum sem peningavaldið í Reykjavík hyggst leggja íslenzk verkalýðs- samtök undir sig og eyðileggja þau. Þessar aðferðir eru teknar beint eftir þýzku azistunum, enda framkvæmda. hér undir stjórn dyggra lærisveina nazist- anna. Gegn sameinuffu afli peninga- vaidsins í Reykjavík á vinnandi fólk affeins samtík sín. Þess vegna má enginn andstæffingur íhalds og rógburðar og falsara þess liggja á liffi sínu. Allir til starfa fyrir sigri A-listans í Iðju Einhorjar 30 ára Framhald af 12. síðu son verzlunarmaður. Félag.'ð hefur starfað með miklum blóma, Það á skála í Tungudal og • samkomuhús í bænum, Skátaheimilið, er v.ar upphaflega hið gamla þinghús bæjarins. Félagið starfar í þrem sveitum, Ylfinga-, >' Skáta- og Rekkasveit. Þá - er í félaginu Hjálparsveit skáta, sem oft hef- ur komiff að'góðu liði. Félagsforingjar aúk Gunnars Andrew hafa' verið Hafsteinn Hannesson bankafulltrúi og Gunnlaugur Jónasson bóksali, og er hann félagsforingi nú. >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.